< Lúkas 10 >

1 Drottinn valdi nú aðra sjötíu lærisveina og sendi þá tvo og tvo saman til þorpanna, sem hann ætlaði síðar að heimsækja.
Danach aber bestellte der Herr noch siebzig andere, und sandte sie zu je zwei vor Seinem Angesicht in jede Stadt und jeden Ort, dahin Er Selbst kommen wollte.
2 Hann sagði: „Uppskeran er mikil, en verkamennirnir fáir, biðjið því uppskerustjórann að senda fleiri verkamenn til uppskeru sinnar.
Er sprach dann zu ihnen: Der Ernte zwar ist viel, aber der Arbeiter wenig. Flehet denn zum Herrn der Ernte, daß Er Arbeiter in Seine Ernte ausschicke.
3 Farið nú og munið að ég sendi ykkur eins og lömb í úlfahóp.
Gehet hin! Siehe, Ich sende euch, wie Lämmer mitten unter Wölfe.
4 Takið hvorki peninga með ykkur né nesti og heldur ekki skó til skiptanna, og munið svo að slóra ekki á leiðinni.
Traget keinen Beutel, noch Tasche, noch Schuhe, und grüßet niemand auf dem Wege.
5 Blessið hvert það heimili sem þið komið á.
In welches Haus ihr aber eingehet, sprechet zuerst: Friede diesem Hause!
6 Sé það blessunarvert, mun blessunin koma yfir það, annars mun hún snúa aftur til ykkar.
Und wenn allda ein Sohn des Friedens ist, so wird euer Friede auf ihm ruhen, wo aber nicht, so wird er sich wieder zu euch wenden.
7 Þegar þið komið inn í þorp, gistið þá ekki á mörgum heimilum, dveljið heldur á sama stað. Borðið og drekkið það sem fyrir ykkur er sett. Verið ófeimnir við að njóta góðgerðanna, því að verður er verkamaður launa sinna.
In demselben Hause aber bleibet. Esset und trinket, was sie haben; denn der Arbeiter ist Seines Lohnes wert. Geht nicht von Haus zu Hause über.
8 Taki þorpsbúar ykkur vel, farið þá eftir þessum tveimur reglum: Borðið það sem fyrir ykkur er sett og læknið þá sem sjúkir eru og segið um leið: „Nú standið þið nálægt guðsríkinu.“
Und wo ihr in eine Stadt eingehet, und sie euch aufnehmen, da esset, was euch wird vorgelegt.
9
Und heilet die Siechen in ihr, und sprechet zu ihnen: Das Reich Gottes hat sich euch genaht.
10 Ef þið komið í þorp sem ekki vill taka við ykkur, farið þá út á göturnar og segið:
So ihr aber in eine Stadt kommt, und sie euch nicht aufnehmen, da geht heraus auf ihre Straßen und sprechet:
11 „Við þurrkum rykið, úr þorpi ykkar, af fótum okkar sem tákn um dóminn, sem yfir ykkur vofir. En vitið samt að guðsríki er í nánd.“
Auch den Staub, der sich von eurer Stadt an uns gehängt hat, wischen wir ab auf euch. Aber das sollt ihr erkennen, daß euch das Reich Gottes nahe gewesen ist.
12 Jafnvel Sódóma, borg spillingarinnar, mun fá skárri útreið á dómsdegi en það þorp!
Das aber sage Ich euch: Es wird Sodom an jenem Tage erträglicher sein, denn solcher Stadt.
13 Þið Kórasín og Betsaída, miklar eru þrengingarnar sem ykkar bíða! Ef kraftaverkin, sem ég gerði í ykkur, hefðu gerst í Týrus og Sídon, þá hefðu íbúar þeirra borga gert iðrun fyrir löngu. Þeir hefðu klæðst tötrum og ausið sig ösku sem tákn um iðrun sína.
Wehe dir, Chorazin, wehe dir, Bethsaida! denn wären in Tyrus und Sidon die Wundertaten geschehen, die in euch geschehen sind, sie hätten längst im Sack und in der Asche gesessen und Buße getan.
14 Týrus og Sídon munu hljóta vægari hegningu á dómsdegi en þið.
Doch Tyrus und Sidon wird es erträglicher sein im Gericht, als euch.
15 Og hvað um ykkur, íbúar Kapernaum? Verðið þið hafnir til himins? Nei, ykkur verður varpað niður til heljar.“ (Hadēs g86)
Und du, Kapernaum, die du bis zum Himmel erhöhet worden, wirst bis in die Hölle hinabgestoßen werden. (Hadēs g86)
16 Síðan sagði Jesús við lærisveina sína: „Þeir sem taka á móti ykkur, taka á móti mér, en þeir sem hafna ykkur, hafna mér. Þeir sem hafna mér, hafna Guði sjálfum sem sendi mig.“
Wer euch hört, hört Mich; und wer euch verwirft, verwirft Mich, wer aber Mich verwirft, verwirft Den, Der Mich gesandt hat.
17 Lærisveinarnir sjötíu komu aftur og sögðu sigri hrósandi: „Jafnvel illu andarnir hlýða okkur, þegar við notum nafn þitt.“
Die Siebzig aber kehrten zurück mit Freude und sagten: Herr, auch die Dämonen sind uns untertan in Deinem Namen.
18 „Já, “sagði hann, „ég sá Satan falla af himni eins og eldingu!
Er sprach aber zu ihnen: Ich schaute den Satan wie einen Blitz aus dem Himmel fallen.
19 Ég hef gefið ykkur vald yfir öllu óvinarins veldi. Þið getið stigið ofan á höggorma og sporðdreka og marið þá undir fótum ykkar – ekkert mun geta gert ykkur mein.
Siehe, Ich gebe euch Gewalt, auf Schlangen und Skorpione zu treten, und über die ganze Kraft des Feindes, und nichts wird euch schädigen.
20 En gleðjist samt ekki yfir því að andarnir hlýða ykkur, heldur því að nöfn ykkar eru innrituð á himnum.“
Doch freuet euch nicht darüber, daß euch die Geister untertan sind; freuet euch aber, daß eure Namen in den Himmeln geschrieben sind.
21 Um leið varð hann glaður í heilögum anda og sagði: „Ég lofa þig faðir, herra himins og jarðar. Að það sem hulið var fyrir spekingum og vitringum veraldar, hefur þú birt þeim sem treysta þér og trúa eins og lítil börn. Já, faðir, þannig vildir þú hafa það.
Zu der Stunde frohlockte Jesus im Geist und sprach: Ich bekenne Dich, Vater, Herr des Himmels und der Erde, daß Du solches vor Weisen und Verständigen verheimlicht und Unmündigen geoffenbart hast. Ja, Vater, also ward es vor Dir wohlgefällig.
22 Faðir minn hefur lagt allt í mínar hendur. Soninn þekkir enginn nema faðirinn og föðurinn þekkir enginn nema sonurinn, og þeir sem sonurinn vill að sjái hann.“
Alles ist Mir von Meinem Vater übergeben, und niemand erkennt, wer der Sohn ist, denn nur der Vater, und wer der Vater ist, denn der Sohn, und wem der Sohn willens ist, es zu offenbaren.
23 Síðan sneri hann sér að lærisveinunum og sagði lágt: „Þið eigið gott að hafa fengið að sjá það sem þið sjáið.
Und Er wandte Sich an Seine Jünger besonders und sprach: Selig sind die Augen, die erblicken, was ihr erblickt.
24 Margir spámenn og konungar fyrri alda þráðu að sjá og heyra það sem þið hafið séð og heyrt.“
Denn Ich sage euch: Viele Propheten und Könige wollten sehen, was ihr erblickt, und haben es nicht gesehen, und hören, was ihr hört, und haben es nicht gehört.
25 Dag nokkurn kom fræðimaður í lögum Móse til Jesú og vildi prófa rétttrúnað hans. „Meistari, “sagði hann, „hvað þarf maður að gera til að eignast eilíft líf?“ (aiōnios g166)
Und siehe, da stand ein Gesetzlehrer auf, Ihn zu versuchen und sprach: Lehrer, was muß ich tun, daß ich das ewige Leben ererbe? (aiōnios g166)
26 „Hvað segja lög Móse um það?“svaraði Jesús.
Er aber sprach zu ihm: Was ist im Gesetz geschrieben? Wie liesest du?
27 „Þar stendur: Þú skalt elska Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og af öllum huga þínum, og meðbróður þinn eins og sjálfan þig, “sagði fræðimaðurinn.
Er aber antwortete und sprach: Du sollst den Herrn, deinen Gott, lieben von deinem ganzen Herzen und von deiner ganzen Seele und von deiner ganzen Stärke und von deinem ganzen Gemüte, und deinen Nächsten wie dich selbst.
28 „Rétt, “svaraði Jesús, „gerðu þetta og þá muntu lifa.“
Er aber sprach zu ihm: Du hast recht geantwortet. Tue das, so wirst du leben.
29 En maðurinn vildi afsaka sig og spurði því: „Hver er þá meðbróðir minn?“
Der aber wollte sich rechtfertigen und sprach zu Jesus: Und wer ist mein Nächster?
30 Jesús svaraði með þessari sögu: „Maður var á leið frá Jerúsalem til Jeríkó og lenti í höndum ræningja. Þeir rændu fötum hans og peningum, og börðu hann. Síðan skildu þeir hann eftir hálfdauðan við vegarbrúnina.
Jesus aber nahm es auf und sprach: Es war ein Mensch, der ging hinab von Jerusalem nach Jericho und fiel unter Räuber. Die zogen ihn auch aus, schlugen ihn wund und gingen weg und ließen ihn halbtot liegen.
31 Af tilviljun fór prestur þarna um. Þegar hann sá manninn, leit hann undan og hélt áfram.
Durch Zufall aber ging ein Priester desselben Weges hinab, und da er ihn sah, ging er vorüber.
32 Skömmu síðar kom musterisþjónn þar að og er hann sá hinn slasaða, flýtti hann sér fram hjá.
Desgleichen aber auch ein Levit. Als er an den Ort gelangte, kam er, sah ihn und ging vorüber.
33 Síðan kom þar að lítilsmetinn útlendingur – Samverji. Hann sá manninn og kenndi í brjósti um hann.
Ein Samariter aber reiste und kam an ihn heran, sah ihn, und es jammerte ihn seiner.
34 Hann gekk til hans, hreinsaði sárin og batt um þau. Að því loknu setti hann særða manninn upp á asnann sinn og studdi hann að næsta gistihúsi, þar sem hann veitti honum aðhlynningu um nóttina.
Und er kam hinzu, verband ihm die Wunden und goß Öl und Wein darauf; er setzte ihn aber auf sein eigen Lasttier, führte ihn in eine Herberge und pflegte seiner.
35 Morguninn eftir rétti hann gestgjafanum ríflega upphæð og bað hann að annast manninn. „Ef reikningurinn verður hærri, “sagði hann, „þá borga ég mismuninn næst þegar ég kem.“
Und da er am anderen Tage auszog, zog er zwei Denare heraus, gab sie dem Gastwirt und sprach zu ihm: Pflege sein, und was du etwa mehr aufwendest, will ich dir bezahlen, wenn ich wiederkomme.
36 Hver finnst þér nú hafa verið sannur meðbróðir mannsins sem lenti í höndum ræningjanna?“
Welcher nun dieser drei, dünkt dir, war der Nächste dem, der unter die Räuber fiel?
37 „Sá sem hjálpaði honum, “svaraði maðurinn. „Já, “sagði Jesús, „farðu og gerðu slíkt hið sama.“
Er aber sprach: Der Barmherzigkeit an ihm tat. Da sprach Jesus zu ihm: So gehe auch du hin und tue desgleichen.
38 Á leið sinni til Jerúsalem, komu Jesús og lærisveinar hans við hjá konu sem Marta hét. Tók hún vel á móti þeim.
Es geschah aber, da sie hinzogen, kamen sie in einen Flecken. Da war aber ein Weib mit Namen Martha, die nahm Ihn auf in ihr Haus.
39 María systir hennar sat á gólfinu og hlustaði á Jesú,
Und sie hatte eine Schwester, die Maria hieß. Und diese setzte sich zu Jesu Füßen und hörte auf Sein Wort.
40 en Marta var önnum kafin við matreiðslu. Hún gekk þá til Jesú og sagði: „Herra, finnst þér ekki ranglátt af systur minni að sitja hér, en láta mig eina um alla vinnuna? Segðu henni að koma og hjálpa mér.“
Martha aber machte sich sehr zu schaffen mit vielem Dienen. Sie trat aber hinzu und sprach: Herr, kümmerst Du Dich nicht darum, daß mich meine Schwester allein läßt bei der Bedienung? Sage ihr doch, daß sie mit mir angreife.
41 „Marta mín, “sagði Drottinn við hana, „Þú ert önnum kafin og áhyggjufull!
Jesus aber antwortete und sprach zu ihr: Martha, Martha, du sorgest und beunruhigst dich um vieles.
42 Eitt er nauðsynlegt og það hefur María komið auga á, ég mun ekki taka það frá henni.“
Eins aber ist Not. Maria aber hat das gute Teil erwählt, das soll nicht von ihr weggenommen werden.

< Lúkas 10 >