< Lúkas 10 >

1 Drottinn valdi nú aðra sjötíu lærisveina og sendi þá tvo og tvo saman til þorpanna, sem hann ætlaði síðar að heimsækja.
After this, the Lord appointed seventy-two others and sent them two by two ahead of Him to every town and place He was about to visit.
2 Hann sagði: „Uppskeran er mikil, en verkamennirnir fáir, biðjið því uppskerustjórann að senda fleiri verkamenn til uppskeru sinnar.
And He told them, “The harvest is plentiful, but the workers are few. Ask the Lord of the harvest, therefore, to send out workers into His harvest.
3 Farið nú og munið að ég sendi ykkur eins og lömb í úlfahóp.
Go! I am sending you out like lambs among wolves.
4 Takið hvorki peninga með ykkur né nesti og heldur ekki skó til skiptanna, og munið svo að slóra ekki á leiðinni.
Carry no purse or bag or sandals. Do not greet anyone along the road.
5 Blessið hvert það heimili sem þið komið á.
Whatever house you enter, begin by saying, ‘Peace to this house.’
6 Sé það blessunarvert, mun blessunin koma yfir það, annars mun hún snúa aftur til ykkar.
If a man of peace is there, your peace will rest on him; if not, it will return to you.
7 Þegar þið komið inn í þorp, gistið þá ekki á mörgum heimilum, dveljið heldur á sama stað. Borðið og drekkið það sem fyrir ykkur er sett. Verið ófeimnir við að njóta góðgerðanna, því að verður er verkamaður launa sinna.
Stay at the same house, eating and drinking whatever you are offered. For the worker is worthy of his wages. Do not move around from house to house.
8 Taki þorpsbúar ykkur vel, farið þá eftir þessum tveimur reglum: Borðið það sem fyrir ykkur er sett og læknið þá sem sjúkir eru og segið um leið: „Nú standið þið nálægt guðsríkinu.“
If you enter a town and they welcome you, eat whatever is set before you.
9
Heal the sick who are there and tell them, ‘The kingdom of God is near you.’
10 Ef þið komið í þorp sem ekki vill taka við ykkur, farið þá út á göturnar og segið:
But if you enter a town and they do not welcome you, go into the streets and declare,
11 „Við þurrkum rykið, úr þorpi ykkar, af fótum okkar sem tákn um dóminn, sem yfir ykkur vofir. En vitið samt að guðsríki er í nánd.“
‘Even the dust of your town that clings to our feet, we wipe off as a testimony against you. Yet be sure of this: The kingdom of God is near.’
12 Jafnvel Sódóma, borg spillingarinnar, mun fá skárri útreið á dómsdegi en það þorp!
I tell you, it will be more bearable on that day for Sodom than for that town.
13 Þið Kórasín og Betsaída, miklar eru þrengingarnar sem ykkar bíða! Ef kraftaverkin, sem ég gerði í ykkur, hefðu gerst í Týrus og Sídon, þá hefðu íbúar þeirra borga gert iðrun fyrir löngu. Þeir hefðu klæðst tötrum og ausið sig ösku sem tákn um iðrun sína.
Woe to you, Chorazin! Woe to you, Bethsaida! For if the miracles that were performed in you had been performed in Tyre and Sidon, they would have repented long ago, sitting in sackcloth and ashes.
14 Týrus og Sídon munu hljóta vægari hegningu á dómsdegi en þið.
But it will be more bearable for Tyre and Sidon at the judgment than for you.
15 Og hvað um ykkur, íbúar Kapernaum? Verðið þið hafnir til himins? Nei, ykkur verður varpað niður til heljar.“ (Hadēs g86)
And you, Capernaum, will you be lifted up to heaven? No, you will be brought down to Hades! (Hadēs g86)
16 Síðan sagði Jesús við lærisveina sína: „Þeir sem taka á móti ykkur, taka á móti mér, en þeir sem hafna ykkur, hafna mér. Þeir sem hafna mér, hafna Guði sjálfum sem sendi mig.“
Whoever listens to you listens to Me; whoever rejects you rejects Me; and whoever rejects Me rejects the One who sent Me.”
17 Lærisveinarnir sjötíu komu aftur og sögðu sigri hrósandi: „Jafnvel illu andarnir hlýða okkur, þegar við notum nafn þitt.“
The seventy-two returned with joy and said, “Lord, even the demons submit to us in Your name.”
18 „Já, “sagði hann, „ég sá Satan falla af himni eins og eldingu!
So He told them, “I saw Satan fall like lightning from heaven.
19 Ég hef gefið ykkur vald yfir öllu óvinarins veldi. Þið getið stigið ofan á höggorma og sporðdreka og marið þá undir fótum ykkar – ekkert mun geta gert ykkur mein.
Behold, I have given you authority to tread on snakes and scorpions, and over all the power of the enemy. Nothing will harm you.
20 En gleðjist samt ekki yfir því að andarnir hlýða ykkur, heldur því að nöfn ykkar eru innrituð á himnum.“
Nevertheless, do not rejoice that the spirits submit to you, but rejoice that your names are written in heaven.”
21 Um leið varð hann glaður í heilögum anda og sagði: „Ég lofa þig faðir, herra himins og jarðar. Að það sem hulið var fyrir spekingum og vitringum veraldar, hefur þú birt þeim sem treysta þér og trúa eins og lítil börn. Já, faðir, þannig vildir þú hafa það.
At that time Jesus rejoiced in the Holy Spirit and declared, “I praise You, Father, Lord of heaven and earth, because You have hidden these things from the wise and learned, and revealed them to little children. Yes, Father, for this was well-pleasing in Your sight.
22 Faðir minn hefur lagt allt í mínar hendur. Soninn þekkir enginn nema faðirinn og föðurinn þekkir enginn nema sonurinn, og þeir sem sonurinn vill að sjái hann.“
All things have been entrusted to Me by My Father. No one knows who the Son is except the Father, and no one knows who the Father is except the Son and those to whom the Son chooses to reveal Him.”
23 Síðan sneri hann sér að lærisveinunum og sagði lágt: „Þið eigið gott að hafa fengið að sjá það sem þið sjáið.
Then Jesus turned to the disciples and said privately, “Blessed are the eyes that see what you see.
24 Margir spámenn og konungar fyrri alda þráðu að sjá og heyra það sem þið hafið séð og heyrt.“
For I tell you that many prophets and kings desired to see what you see but did not see it, and to hear what you hear but did not hear it.”
25 Dag nokkurn kom fræðimaður í lögum Móse til Jesú og vildi prófa rétttrúnað hans. „Meistari, “sagði hann, „hvað þarf maður að gera til að eignast eilíft líf?“ (aiōnios g166)
One day an expert in the law stood up to test Him. “Teacher,” he asked, “what must I do to inherit eternal life?” (aiōnios g166)
26 „Hvað segja lög Móse um það?“svaraði Jesús.
“What is written in the Law?” Jesus replied. “How do you read it?”
27 „Þar stendur: Þú skalt elska Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og af öllum huga þínum, og meðbróður þinn eins og sjálfan þig, “sagði fræðimaðurinn.
He answered, “‘Love the Lord your God with all your heart and with all your soul and with all your strength and with all your mind’ and ‘Love your neighbor as yourself.’”
28 „Rétt, “svaraði Jesús, „gerðu þetta og þá muntu lifa.“
“You have answered correctly,” Jesus said. “Do this and you will live.”
29 En maðurinn vildi afsaka sig og spurði því: „Hver er þá meðbróðir minn?“
But wanting to justify himself, he asked Jesus, “And who is my neighbor?”
30 Jesús svaraði með þessari sögu: „Maður var á leið frá Jerúsalem til Jeríkó og lenti í höndum ræningja. Þeir rændu fötum hans og peningum, og börðu hann. Síðan skildu þeir hann eftir hálfdauðan við vegarbrúnina.
Jesus took up this question and said, “A man was going down from Jerusalem to Jericho when he fell into the hands of robbers. They stripped him, beat him, and went away, leaving him half dead.
31 Af tilviljun fór prestur þarna um. Þegar hann sá manninn, leit hann undan og hélt áfram.
Now by chance a priest was going down the same road, but when he saw him, he passed by on the other side.
32 Skömmu síðar kom musterisþjónn þar að og er hann sá hinn slasaða, flýtti hann sér fram hjá.
So too, when a Levite came to that spot and saw him, he passed by on the other side.
33 Síðan kom þar að lítilsmetinn útlendingur – Samverji. Hann sá manninn og kenndi í brjósti um hann.
But when a Samaritan on a journey came upon him, he looked at him and had compassion.
34 Hann gekk til hans, hreinsaði sárin og batt um þau. Að því loknu setti hann særða manninn upp á asnann sinn og studdi hann að næsta gistihúsi, þar sem hann veitti honum aðhlynningu um nóttina.
He went to him and bandaged his wounds, pouring on oil and wine. Then he put him on his own animal, brought him to an inn, and took care of him.
35 Morguninn eftir rétti hann gestgjafanum ríflega upphæð og bað hann að annast manninn. „Ef reikningurinn verður hærri, “sagði hann, „þá borga ég mismuninn næst þegar ég kem.“
The next day he took out two denarii and gave them to the innkeeper. ‘Take care of him,’ he said, ‘and on my return I will repay you for any additional expense.’
36 Hver finnst þér nú hafa verið sannur meðbróðir mannsins sem lenti í höndum ræningjanna?“
Which of these three do you think was a neighbor to the man who fell into the hands of robbers?”
37 „Sá sem hjálpaði honum, “svaraði maðurinn. „Já, “sagði Jesús, „farðu og gerðu slíkt hið sama.“
“The one who showed him mercy,” replied the expert in the law. Then Jesus told him, “Go and do likewise.”
38 Á leið sinni til Jerúsalem, komu Jesús og lærisveinar hans við hjá konu sem Marta hét. Tók hún vel á móti þeim.
As they traveled along, Jesus entered a village where a woman named Martha welcomed Him into her home.
39 María systir hennar sat á gólfinu og hlustaði á Jesú,
She had a sister named Mary, who sat at the Lord’s feet listening to His message.
40 en Marta var önnum kafin við matreiðslu. Hún gekk þá til Jesú og sagði: „Herra, finnst þér ekki ranglátt af systur minni að sitja hér, en láta mig eina um alla vinnuna? Segðu henni að koma og hjálpa mér.“
But Martha was distracted by all the preparations to be made. She came to Jesus and said, “Lord, do You not care that my sister has left me to serve alone? Tell her to help me!”
41 „Marta mín, “sagði Drottinn við hana, „Þú ert önnum kafin og áhyggjufull!
“Martha, Martha,” the Lord replied, “you are worried and upset about many things.
42 Eitt er nauðsynlegt og það hefur María komið auga á, ég mun ekki taka það frá henni.“
But only one thing is necessary. Mary has chosen the good portion, and it will not be taken away from her.”

< Lúkas 10 >