< Galatabréfið 3 >

1 Æ, þið heimsku Galatar! Hvaða galdrameistari hefur dáleitt ykkur og lagt á ykkur þessi illu álög? Sú var tíðin að þið sáuð tilganginn með dauða Jesú Krists, jafn skýrt og ég hefði sýnt ykkur mynd af Jesú á krossinum.
O foolish Galatians, who hath bewitched you, that ye should not obey the truth, before whose eyes Jesus Christ hath been evidently set forth, crucified among you?
2 Leyfið mér að spyrja ykkur einnar spurningar: Fenguð þið heilagan anda fyrir að halda lög Gyðinga? Nei, svo sannarlega ekki! Heilagur andi kom ekki yfir ykkur fyrr en þið höfðuð heyrt um Krist og tekið trú á hann.
This only would I learn of you, Received ye the Spirit by the works of the law, or by the hearing of faith?
3 Eruð þið orðin rugluð eða hvað? Í fyrra sinnið mistókst ykkur að eignast andlegt líf, því að þið hélduð að leiðin til þess væri að halda lög Gyðinga. Hvernig getur ykkur þá dottið í hug að nú gætuð þið þroskast í trúnni á Krist, með því að hlýða þessum lögum?
Are ye so foolish? having begun in the Spirit, are ye now made perfect by the flesh?
4 Þið sem hafið orðið að líða svo mikið vegna fagnaðarerindisins, ætlið þið nú að varpa öllu fyrir borð? Ég trúi því ekki?
Have ye suffered so many things in vain? if it be yet in vain.
5 Ég spyr aftur: Gefur Guð ykkur kraft heilags anda og lætur hann ykkur vinna máttarverk vegna hlýðni ykkar við lög Gyðinga? Nei, auðvitað ekki! Slíkt gerist hins vegar þegar þið trúið Kristi og treystið honum algjörlega.
He therefore that ministereth to you the Spirit, and worketh miracles among you, doeth he it by the works of the law, or by the hearing of faith?
6 Slík var einnig reynsla Abrahams. Guð lýsti hann réttlátan fyrir það eitt að hann trúði loforðum Guðs.
Even as Abraham believed God, and it was accounted to him for righteousness.
7 Af þessu getið þið séð að hinir raunverulegu afkomendur Abrahams eru þeir sem trúa á Guð og treysta honum heilshugar.
Know ye therefore that they which are of faith, the same are the children of Abraham.
8 Auk þessa benti Biblían fram til þess tíma, er Guð mundi einnig frelsa heiðingjana vegna trúar þeirra. Fyrir löngu sagði Guð við Abraham: „Eins og ég hef blessað þig, svo mun ég og blessa aðra þá sem mér treysta, hverrar þjóðar sem þeir eru.“Af þessu er auðséð að allir sem treysta Kristi, fá hlutdeild í blessun Abrahams.
And the scripture, foreseeing that God would justify the heathen through faith, preached before the gospel unto Abraham, saying, In thee shall all nations be blessed.
9
So then they which be of faith are blessed with faithful Abraham.
10 Þeir sem álíta að lög Gyðinga frelsi þá, eru undir bölvun Guðs. Biblían segir skýrt og skorinort: „Bölvaður er hver sá er brýtur lögin í lögbók minni, þótt ekki sé nema eitt ákvæði þeirra.“
For as many as are of the works of the law are under the curse: for it is written, Cursed is every one that continueth not in all things which are written in the book of the law to do them.
11 Af þessu er ljóst að aldrei mun neinn geta unnið sér hylli Guðs með því að reyna að halda lög Gyðinga, því að Guð hefur sagt að eina leiðin til að verða réttlátur í hans augum sé leið trúarinnar. Um þetta segir spámaðurinn Habakúk: „Sá sem finnur lífið, finnur það í trúnni á Guð.“
But that no man is justified by the law in the sight of God, it is evident: for, The just shall live by faith.
12 Hvílíkur reginmunur á þessum vegi trúarinnar og vegi laganna. Vegur laganna er þessi: Ef þú hlýðir lögunum í hverju einstöku atriði, þá muntu frelsast.
And the law is not of faith: but, The man that doeth them shall live in them.
13 Nú hefur Kristur hins vegar keypt okkur laus undan dómi þessa vonlausa lagakerfis, með því að taka á sig bölvunina sem fylgdi óhlýðni okkar. Það gerði hann á krossinum og það minnir ykkur eflaust á orð Biblíunnar: „Bölvaður er hver sá sem á tré hangir.“
Christ hath redeemed us from the curse of the law, being made a curse for us: for it is written, Cursed is every one that hangeth on a tree:
14 Nú getur Guð einnig blessað heiðingjana með sömu blessun og hann hét Abraham. Sömuleiðis getum við öll sem kristin erum, fengið heilagan anda með því að trúa, eins og okkur hafði verið lofað.
That the blessing of Abraham might come on the Gentiles through Jesus Christ; that we might receive the promise of the Spirit through faith.
15 Kæru vinir, við vitum að í daglegu lífi er það svo að gefi einhver skriflegt loforð og undirriti það, þá verður hann að halda það. Hann getur ekki allt í einu ákveðið að ganga á bak orða sinna.
Brethren, I speak after the manner of men; Though it be but a man’s covenant, yet if it be confirmed, no man disannulleth, or addeth thereto.
16 Nú var það svo að Guð gaf Abraham og barni hans ákveðin loforð. Takið eftir, að ekki er sagt að loforðin væru til barna hans, eins og ef um alla syni hans hefði verið að ræða – alla Gyðinga. – Nei, hér var talað um barn – og þar er auðvitað átt við Krist.
Now to Abraham and his seed were the promises made. He saith not, And to seeds, as of many; but as of one, And to thy seed, which is Christ.
17 Með þessu á ég við að loforð sem Guð gaf – ritaði og síðan staðfesti – um að við frelsumst fyrir trú, var útilokað að fella úr gildi eða breyta fjögur hundruð og þrjátíu árum síðar, þegar Guð birti lög sín.
And this I say, that the covenant, that was confirmed before of God in Christ, the law, which was four hundred and thirty years after, cannot disannul, that it should make the promise of none effect.
18 Ef hlýðni við þau lög gæti frelsað okkur, er augljóst að þar er um aðra leið að ræða til að ná vináttu Guðs, en þá sem Abraham fór, því hann trúði hiklaust loforði Guðs.
For if the inheritance be of the law, it is no more of promise: but God gave it to Abraham by promise.
19 En til hvers voru þá lögin? Jú, þeim var bætt við eftir að loforðið hafði verið gefið, til að sýna mönnunum hversu sekir þeir væru þegar þeir brytu lög Guðs. Þessi lög áttu aðeins að gilda þar til Kristur kæmi, en hann er barnið sem loforð Guðs snerist um. (Á þessu tvennu er reyndar enn meiri munur: Guð lét engla færa Móse lögin sem hann síðan færði fólkinu,
Wherefore then serveth the law? It was added because of transgressions, till the seed should come to whom the promise was made; and it was ordained by angels in the hand of a mediator.
20 en þegar Guð hins vegar gaf Abraham loforð sitt, þá gerði hann það sjálfur milliliðalaust.)
Now a mediator is not a mediator of one, but God is one.
21 Eru þá lög Guðs í andstöðu við loforð hans? Nei, vissulega ekki! Ef við gætum frelsast með því að halda lögin, þá hefði Guð ekki þurft að opna okkur aðra leið til að losna úr klóm syndarinnar – en Biblían leggur áherslu á að allir séu fangar hennar. Eina undankomuleiðin er trúin á Jesú Krist og hún er öllum opin.
Is the law then against the promises of God? God forbid: for if there had been a law given which could have given life, verily righteousness should have been by the law.
But the scripture hath concluded all under sin, that the promise by faith of Jesus Christ might be given to them that believe.
23 Áður en Kristur kom, vorum við undir ströngu eftirliti laganna. Við vorum bókstaflega í fjötrum, þar til við eignuðumst trúna á frelsarann.
But before faith came, we were kept under the law, shut up unto the faith which should afterwards be revealed.
24 Segja má að lögin hafi rekið okkur til Krists, sem síðan leiddi okkur með trúnni á veginn til Guðs.
Wherefore the law was our schoolmaster to bring us unto Christ, that we might be justified by faith.
25 En fyrst Kristur er kominn, þurfum við ekki lengur á þessum lögum að halda til að gæta okkar og leiðbeina okkur til hans.
But after that faith is come, we are no longer under a schoolmaster.
26 Nú erum við börn Guðs fyrir trúna á Jesú Krist,
For ye are all the children of God by faith in Christ Jesus.
27 og við sem skírð erum til að sameinast honum, höfum íklæðst honum.
For as many of you as have been baptized into Christ have put on Christ.
28 Nú skiptir engu máli hvort við erum Gyðingar eða Grikkir, frjálsir menn eða þrælar, karlar eða konur. Við erum öll kristin og eitt í Kristi Jesú.
There is neither Jew nor Greek, there is neither bond nor free, there is neither male nor female: for ye are all one in Christ Jesus.
29 Nú tilheyrum við Kristi og erum því sannir afkomendur Abrahams og öll þau loforð sem Guð gaf honum, tilheyra okkur.
And if ye be Christ’s, then are ye Abraham’s seed, and heirs according to the promise.

< Galatabréfið 3 >