< Postulasagan 16 >

1 Páll og Sílas lögðu fyrst leið sína til Derbe og síðan til Lýstru. Þar hittu þeir Tímóteus, trúaðan mann. Hann átti kristna móður, sem var Gyðingur, en faðir hans var grískur.
And he came also to Derbe and to Lystra: and behold, a certain disciple was there, named Timothy, the son of a Jewess that believed; but his father was a Greek.
2 Bræðrunum í Lýstru og Íkóníum líkaði vel við Tímóteus,
The same was well reported of by the brethren that were at Lystra and Iconium.
3 og bað Páll hann því að slást í för með sér. Vegna Gyðinganna, sem þarna bjuggu, fannst Páli rétt að umskera Tímóteus áður en þeir lögðu af stað, því að allir vissu að faðir hans var grískur (hann hafði ekki viljað leyfa slíkt fyrr en nú).
Him would Paul have to go forth with him; and he took and circumcised him because of the Jews that were in those parts: for they all knew that his father was a Greek.
4 Síðan fóru þeir þrír frá einum bæ til annars og kunngjörðu þær ákvarðanir, sem postularnir og öldungarnir í Jerúsalem höfðu tekið varðandi heiðingjana, sem yrðu kristnir.
And as they went on their way through the cities, they delivered them the decrees to keep which had been ordained of the apostles and elders that were at Jerusalem.
5 Í söfnuðunum fjölgaði nú dag frá degi og menn styrktust í trúnni.
So the churches were strengthened in the faith, and increased in number daily.
6 Þeir félagarnir fóru næst um héruðin Frýgíu og Galatíu, en ekki Asíuhéruð, því að þangað hafði heilagur andi bannað þeim að fara.
And they went through the region of Phrygia and Galatia, having been forbidden of the Holy Spirit to speak the word in Asia;
7 Þeir héldu því fram með landamærum Mýsíu og ætluðu inn í Biþýníuhérað, en andi Jesú neitaði því aftur.
and when they were come over against Mysia, they assayed to go into Bithynia; and the Spirit of Jesus suffered them not;
8 Af þeim sökum fóru þeir um Mýsíu og til Tróas.
and passing by Mysia, they came down to Troas.
9 Í Tróas fékk Páll vitrun um nótt. Sá hann mann frá Makedóníu í Grikklandi koma til sín. Maðurinn bað hann heitt og innilega: „Komdu til Makedóníu og hjálpaðu okkur.“
And a vision appeared to Paul in the night: There was a man of Macedonia standing, beseeching him, and saying, Come over into Macedonia, and help us.
10 Þar með var málið leyst. Nú vissum við hvert við áttum að fara. Til Makedóníu. Guð ætlaði að senda okkur þangað til að boða fagnaðarerindið.
And when he had seen the vision, straightway we sought to go forth into Macedonia, concluding that God had called us to preach the gospel unto them.
11 Við fórum með skipi frá Tróas, sigldum beint til Samóþrake og þaðan daginn eftir til Neapólis.
Setting sail therefore from Troas, we made a straight course to Samothrace, and the day following to Neapolis;
12 Loks komum við til Filippí, rómverskrar nýlendu, rétt innan við landamæri Makedóníu, og þar dvöldumst við í nokkra daga.
and from thence to Philippi, which is a city of Macedonia, the first of the district, a [Roman] colony: and we were in this city tarrying certain days.
13 Á helgidegi Gyðinga fórum við spölkorn út fyrir borgina, fram með á nokkurri, til staðar sem við álitum vera hentugan bænastað. Þar settumst við niður og töluðum við konur sem þar voru saman komnar.
And on the sabbath day we went forth without the gate by a river side, where we supposed there was a place of prayer; and we sat down, and spake unto the women that were come together.
14 Ein þeirra hét Lýdía. Var hún verslunarkona frá Þýatíru og seldi purpuraklæði. Hún var guðrækin. Meðan hún hlustaði á okkur, opnaði Drottinn hjarta hennar og hún tók á móti öllu sem Páll sagði.
And a certain woman named Lydia, a seller of purple, of the city of Thyatira, one that worshipped God, heard us: whose heart the Lord opened to give heed unto the things which were spoken by Paul.
15 Hún lét skírast ásamt öllu heimilisfólki sínu og bauð okkur að gista hjá sér. „Ef þið álítið mig trúa Drottni, “sagði hún, „komið þá og dveljist á heimili mínu.“Hún lagði hart að okkur uns við létum undan.
And when she was baptized, and her household, she besought us, saying, If ye have judged me to be faithful to the Lord, come into my house, and abide [there]. And she constrained us.
16 Dag einn, er við vorum á leið til bænastaðarins á árbakkanum, mættum við þjónustustúlku sem hafði illan anda. Hún spáði fyrir fólki og græddi þannig mikla peninga handa eigendum sínum.
And it came to pass, as we were going to the place of prayer, that a certain maid having a spirit of divination met us, who brought her masters much gain by soothsaying.
17 Allt í einu fór hún að elta okkur og hrópa: „Þessir menn eru þjónar Guðs og eru komnir til að segja ykkur hvernig þið getið fengið syndafyrirgefningu.“
The same following after Paul and us cried out, saying, These men are servants of the Most High God, who proclaim unto you the way of salvation.
18 Þessu hélt hún áfram dag eftir dag, þar til Páll, sem líkaði þetta illa, sneri sér við og sagði við illa andann, sem í henni var: „Ég skipa þér í nafni Jesús að fara út af henni!“Á sama andartaki fór andinn út.
And this she did for many days. But Paul, being sore troubled, turned and said to the spirit, I charge thee in the name of Jesus Christ to come out of her. And it came out that very hour.
19 En nú var gróðavon eigenda hennar brostin. Þeir tóku því Pál og Sílas, drógu þá fyrir dómarana á markaðstorginu og hrópuðu:
But when her masters saw that the hope of their gain was gone, they laid hold on Paul and Silas, and dragged them into the marketplace before the rulers,
20 „Þessir Gyðingar eru að setja borgina á annan endann! Þeir hvetja fólk til að óhlýðnast rómverskum lögum!“
and when they had brought them unto the magistrates, they said, These men, being Jews, do exceedingly trouble our city,
and set forth customs which it is not lawful for us to receive, or to observe, being Romans.
22 Þeir æstu múginn gegn Páli og Sílasi, svo að dómararnir fyrirskipuðu að þeir skyldu afklæddir og barðir með prikum.
And the multitude rose up together against them: and the magistrates rent their garments off them, and commanded to beat them with rods.
23 Og það var gert – þeir voru barðir mörg högg, og að því loknu var þeim varpað í fangelsi. Fangavörðurinn fékk hótun um að hann yrði tekinn af lífi, ef þeir slyppu.
And when they had laid many stripes upon them, they cast them into prison, charging the jailor to keep them safely:
24 Til að eiga ekkert á hættu stakk hann þeim í innri dýflissuna og læsti hendur þeirra og fætur í stokka.
who, having received such a charge, cast them into the inner prison, and made their feet fast in the stocks.
25 Um miðnættið, er Páll og Sílas voru að biðja og lofa Drottin í áheyrn hinna fanganna,
But about midnight Paul and Silas were praying and singing hymns unto God, and the prisoners were listening to them;
26 kom skyndilega mikill jarðskjálfti. Fangelsið hristist og skalf á undirstöðu sinni, allar dyr hrukku upp og hlekkirnir féllu af föngunum.
and suddenly there was a great earthquake, so that the foundations of the prison-house were shaken: and immediately all the doors were opened; and every one’s bands were loosed.
27 Fangavörðurinn vaknaði og það fyrsta sem hann sá var að fangelsisdyrnar stóðu upp á gátt. Hann áleit strax að fangarnir væru flúnir og dró því upp sverð sitt til að fyrirfara sér.
And the jailor, being roused out of sleep and seeing the prison doors open, drew his sword and was about to kill himself, supposing that the prisoners had escaped.
28 „Gerðu þetta ekki!“hrópaði Páll til hans. „Við erum hér allir!“
But Paul cried with a loud voice, saying, Do thyself no harm: for we are all here.
29 Fangavörðurinn skalf af ótta og bað um ljós, hljóp inn í dýflissuna og kraup frammi fyrir Páli og Sílasi.
And he called for lights and sprang in, and, trembling for fear, fell down before Paul and Silas,
30 Síðan leiddi hann þá út og spurði óttasleginn: „Herrar mínir, hvað á ég að gera til þess að ég frelsist?“
and brought them out and said, Sirs, what must I do to be saved?
31 Þeir svöruðu: „Trúðu á Drottin Jesú og þá muntu frelsast og allt þitt heimafólk.“
And they said, Believe on the Lord Jesus, and thou shalt be saved, thou and thy house.
32 Þeir fluttu honum, og heimilisfólki hans, gleðiboðskapinn frá Drottni.
And they spake the word of the Lord unto him, with all that were in his house.
33 Eftir það þvoði hann sár þeirra og lét skírast ásamt allri fjölskyldu sinni.
And he took them the same hour of the night, and washed their stripes; and was baptized, he and all his, immediately.
34 Og hann fór heim með þá og gaf þeim að borða og gladdist mjög ásamt heimilisfólki sínu yfir að hafa tekið trú á Guð.
And he brought them up into his house, and set food before them, and rejoiced greatly, with all his house, having believed in God.
35 Morguninn eftir sendu borgarstjórarnir þessi boð til fangavarðarins: „Láttu þessa menn lausa!“
But when it was day, the magistrates sent the serjeants, saying, Let those men go.
36 Fangavörðurinn tilkynnti því Páli að þeir mættu fara frjálsir ferða sinna.
And the jailor reported the words to Paul, [saying], The magistrates have sent to let you go: now therefore come forth, and go in peace.
37 En Páll svaraði: „Nei, svona geta þeir ekki farið að. Þeir hafa barið okkur opinberlega án dóms og síðan stungið okkur í fangelsi – okkur sem erum rómverskir borgarar. Nú ætla þeir að sleppa okkur svo lítið beri á, en það komast þeir ekki upp með. Þeir skulu koma í eigin persónu og leiða okkur út!“
But Paul said unto them, They have beaten us publicly, uncondemned, men that are Romans, and have cast us into prison; and do they now cast us out privily? nay verily; but let them come themselves and bring us out.
38 Sendiboðarnir fluttu borgarstjórunum þessi skilaboð. Þegar þeir heyrðu að Páll og Sílas væru rómverskir borgarar, urðu þeir mjög hræddir.
And the serjeants reported these words unto the magistrates: and they feared when they heard that they were Romans;
39 Þeir fóru til fangelsisins, báðu þá afsökunar, leiddu þá út og báðu þá að fara burt úr borginni.
and they came and besought them; and when they had brought them out, they asked them to go away from the city.
40 Þegar Páll og Sílas voru lausir úr fangelsinu, fóru þeir heim til Lýdíu og hittu þar hina trúuðu. Þeir hughreystu þá með orði Guðs og héldu síðan áfram ferðinni.
And they went out of the prison, and entered into [the house of] Lydia: and when they had seen the brethren, they comforted them, and departed.

< Postulasagan 16 >