< 2 Korintubréf 1 >

1 Kæru vinir. Þetta bréf er frá mér, Páli, sem Guð sendi sem boðbera Jesú Krists, og frá okkar kæra bróður, Tímóteusi. Bréfið er til allra kristinna í Korintu og Grikklandi öllu.
פולוס שליח ישוע המשיח ברצון אלהים וטימותיוס אחינו אל קהלת אלהים אשר בקורנתוס עם כל הקדשים אשר באכיא׃
2 Guð faðir og Drottinn Jesús Kristur blessi ykkur með náð sinni og friði.
חסד לכם ושלום מאת האלהים אבינו ואדנינו ישוע המשיח׃
3 Lofaður sé Guð, faðir Drottins Jesú Krists. Hann er uppspretta allrar miskunnar og sá sem huggar okkur og styrkir í þrengingum og mótlæti. Þess vegna getum við, sem höfum hlotið huggun hans og hjálp, huggað og uppörvað aðra, sem eiga í erfiðleikum.
ברוך האלהים ואבי אדנינו ישוע המשיח אב הרחמים ואלהי כל הנחמה׃
4
המנחם אתנו בכל לחצנו עד שנוכל לנחם הנלחצים בכל לחץ בנחמה אשר אנחנו מנחמים בה מאת האלהים׃
5 Það er öruggt, að því meiri þjáningar sem við þolum vegna Krists, því ríkulegar mun hann hugga og uppörva.
כי כרב ענויי המשיח בנו כן תרבה נחמתנו על ידי המשיח׃
6 Það hefur kostað okkur miklar þrengingar að flytja ykkur huggun og hjálpræði Guðs. En Guð hefur gefið okkur nýjan styrk í erfiðleikunum. Það hefur hann einnig gert ykkar vegna, því að hann vill nota reynslu okkar, ykkur til huggunar, þegar þið lendið í sams konar raunum. Hann mun veita ykkur styrk svo að þið gefist ekki upp.
והנה אם נלחץ הוא לנחמתכם ולישועתכם אשר יראה כחה בסבלכם הענוים אשר נסבל אתן גם אנחנו ואם ננחם גם הוא לנחמתכם ולישועתכם׃
7
ותקותנו בעדכם נכונה היא באשר ידענו כי כאשר חלק לכם בענוים כן גם חלק לכם בנחמה׃
8 Kæru vinir, ég álít rétt að þið fáið að vita um allar þær þrengingar sem við urðum að þola í Litlu-Asíu. Við vorum að því komnir að gefast upp og óttuðumst að það væri úti um okkur.
כי לא נכחד מכם אחי את צרתנו אשר מצאתנו באסיא אשר כבדה עלינו עד למאד ויותר מכחנו עד כי נואשנו מן החיים׃
9 Okkur fannst við vera dauðans matur, sáum enga undankomuleið. En þetta varð til góðs, því að þá lögðum við allt í hendur Guðs, hans sem einn gat hjálpað og getur jafnvel lífgað hina dauðu.
ואנחנו בלבבנו חרצנו לנו את המות למען לא נהיה בטחים בנפשנו כי אם באלהים המחיה את המתים׃
10 Hann bjargaði okkur úr klóm dauðans og við trúum því að hann muni gera það á ný.
אשר הצילנו ממות כזה ועודנו מציל ולו אנחנו מקוים כי יוסיף להצילנו׃
11 En þið verðið einnig að hjálpa okkur með fyrirbæn og þá munuð þið hafa ástæðu til að þakka og lofa Guð, þegar þið sjáið undursamlegt svar hans við bænum ykkar.
בעזרכם אתנו בתפלתכם למען יודו רבים בעדנו על מתנת החסד שהיתה לנו על ידי רבים׃
12 Okkur finnst gott að geta sagt í fullkominni hreinskilni, að í öllu okkar starfi höfum við gert það eitt sem rétt var og treyst á hjálp Drottins, en ekki eigin hæfileika. Þetta á sérstaklega við um framkomu okkar við ykkur.
כי זאת היא תהלתנו עדות לבבנו אשר בתם וישר אלהים התהלכנו בעולם וביותר אתכם ולא בחכמת הבשר כי אם בחסד אלהים׃
13 Bréf mín hafa verið skrifuð í einlægni og hreinskilni – þar er ekkert hægt að lesa á milli lína! Ég vona að þið verðið hreykin af mér, þegar þið kynnist mér betur, á sama hátt og ég verð hreykinn af ykkur á endurkomudegi Drottins Jesú.
כי לא נכתב לכם כי אם מה שאתם קראים או גם ידעים׃
ואקוה כי כאשר ידעתם אתנו למקצת אף תדעו עד תכלית כי אנחנו תהלתכם כאשר גם אתם תהלתנו ביום אדנינו ישוע׃
15 Ég hafði ákveðið að koma við og hitta ykkur á leið minni til og frá Makedóníu, vegna þess að ég var viss um trúnað ykkar og skilning. Þannig hefði ég orðið ykkur til tvöfaldrar blessunar og þið getað aðstoðað mig við förina til Júdeu.
ובבטחון הזה חפצתי לבוא אליכם מראש למען תקבלו טובה פעמים׃
ולעבר בתוככם אל מקדוניא ולשוב ממקדוניא אליכם ואתם תשלחוני אל ארץ יהודה׃
17 „Já, en hvers vegna breyttirðu áætlun þinni?“gætuð þið spurt. Hafði ég þá ekki enn tekið ákvörðun? Er ég ef til vill eins og sumir sem segja já, en meina nei.
ועתה הכי נמהר הייתי בעצתי אם אשר יעצתי לפי הבשר יעצתי והיה אצלי פעם הן הן ופעם לא לא׃
18 Nei, alls ekki! Slíkur maður er ég ekki, það er eins víst og að Guð er sannorður. Þegar ég segi já, þá meina ég já.
אכן נאמן האלהים כי דברנו אליכם לא היה הן ולא׃
19 Við þrír – Tímóteus, Silvanus og ég – höfum sagt ykkur frá Jesú Kristi syni Guðs. Hann er ekki einn þeirra sem segja já þegar þeir meina nei. Hann stendur við orð sín.
כי בן האלהים ישוע המשיח הנקרא בתוככם על ידינו על ידי ועל ידי סלונוס וטימותיוס הוא לא היה הן ולא כי היו היה בו רק הן׃
20 Hann framkvæmir og uppfyllir öll loforð Guðs, hversu mörg sem þau eru. Við höfum sagt frá trúfesti hans og heiðrað nafn hans.
כי כל הבטחות האלהים כלן בו היו הן ובו היו אמן לכבוד האלהים על ידינו׃
21 Þessi Guð hefur gert ykkur, ásamt mér, að traustum kristnum mönnum og valið okkur til að útbreiða fagnaðarerindið.
והמכונן אותנו אתכם במשיח ואשר משחנו הוא האלהים׃
22 Hann hefur sett á okkur innsigli sitt – tákn eignarréttar síns – og blásið okkur heilögum anda í brjóst, sem tryggingu þess að við tilheyrum honum. Þetta er aðeins upphaf alls þess sem hann ætlar að gefa okkur.
אשר גם חתמנו ואשר נתן בלבנו את ערבון הרוח׃
23 Ég kalla Guð til vitnis gegn mér, ef það sem ég nú segi er ekki sannleikanum samkvæmt. Ástæðan fyrir því að ég hef enn ekki komið til ykkar er sú, að ég vildi hlífa ykkur við hörðum áminningum.
ואני את אלהים אקרא להיות עד לנפשי כי בעבור היותי חס עליכם לא באתי עוד לקורנתוס׃
24 En þótt trú ykkar styrkist ekki við komu mína, því hún er þegar orðin sterk, þá langar mig samt að gera eitthvað til að gleðja ykkur. Því ég vil að þið séuð glöð, en ekki döpur.
לא שנמשל באמונתכם כי אם עזרים אנחנו לשמחתכם כי באמונה עמדתם׃

< 2 Korintubréf 1 >