< 1 Korintubréf 3 >

1 Kæru systkini, nú hef ég talað við ykkur eins og þið væruð enn ungbörn í trúnni eða eins og þeir sem ekki fylgja Drottni, heldur sínum eigin hvötum. Ég get ekki talað við ykkur eins og ég myndi tala við þroskaða menn, sem fylltir eru anda Guðs.
και εγω αδελφοι ουκ ηδυνηθην υμιν λαλησαι ως πνευματικοις αλλ ως σαρκικοις ως νηπιοις εν χριστω
2 Ég hef orðið að næra ykkur á mjólk en ekki á kjarngóðum mat, af því að hann hafið þið ekki þolað og þið verðið jafnvel enn að láta ykkur nægja mjólkina.
γαλα υμας εποτισα και ου βρωμα ουπω γαρ ηδυνασθε αλλ ουτε ετι νυν δυνασθε
3 Þið eruð enn eins og smábörn og látið stjórnast af hvötum ykkar eingöngu, en ekki vilja Guðs. Þið eruð ennþá börn, sem fara sínu fram. Það sýnir afbrýðisemi ykkar hvers í annars garð og það að þið skiptið ykkur í deiluhópa. Satt að segja látið þið eins og fólk sem alls ekki tilheyrir Drottni.
ετι γαρ σαρκικοι εστε οπου γαρ εν υμιν ζηλος και ερις και διχοστασιαι ουχι σαρκικοι εστε και κατα ανθρωπον περιπατειτε
4 Þarna eruð þið og rífist um hvort ég sé meiri en Apollós og kljúfið þar með söfnuðinn. Sýnir þetta ekki hve lítið þið hafið þroskast í Drottni?
οταν γαρ λεγη τις εγω μεν ειμι παυλου ετερος δε εγω απολλω ουχι σαρκικοι εστε
5 Hver er ég, og hver er Apollós, að við skulum vera deiluefni ykkar? Við erum aðeins þjónar Guðs, hvor um sig með sína sérstöku hæfileika, og með hjálp okkar komust þið til trúar.
τις ουν εστιν παυλος τις δε απολλως αλλ η διακονοι δι ων επιστευσατε και εκαστω ως ο κυριος εδωκεν
6 Mitt verk var að sá fræinu, orði Guðs, í hjörtu ykkar og verk Apollóss var að vökva það en það var Guð, en ekki við, sem lét það vaxa.
εγω εφυτευσα απολλως εποτισεν αλλ ο θεος ηυξανεν
7 Þeir sem sá og þeir sem vökva skipta ekki máli, en Guð skiptir öllu máli því að hann gefur vöxtinn.
ωστε ουτε ο φυτευων εστιν τι ουτε ο ποτιζων αλλ ο αυξανων θεος
8 Við Apollós vinnum saman að sama markmiði, þótt hvor okkar um sig muni hljóta laun í samræmi við erfiði sitt.
ο φυτευων δε και ο ποτιζων εν εισιν εκαστος δε τον ιδιον μισθον ληψεται κατα τον ιδιον κοπον
9 Við erum samverkamenn Guðs. Þið eruð akur Guðs en ekki okkar. Þið eruð hús Guðs en ekki okkar.
θεου γαρ εσμεν συνεργοι θεου γεωργιον θεου οικοδομη εστε
10 Guð hefur af gæsku sinni kennt mér hvernig á að byggja. Ég lagði grunninn en Apollós byggði ofan á, og sá sem byggir ofan á verður að gæta vel að hvernig hann byggir.
κατα την χαριν του θεου την δοθεισαν μοι ως σοφος αρχιτεκτων θεμελιον τεθεικα αλλος δε εποικοδομει εκαστος δε βλεπετω πως εποικοδομει
11 Annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem þegar er lagður og er Jesús Kristur.
θεμελιον γαρ αλλον ουδεις δυναται θειναι παρα τον κειμενον ος εστιν ιησους χριστος
12 En margs konar efni er hægt að nota til að byggja ofan á þennan grunn. Sumir nota gull, silfur og dýra steina en aðrir nota tré, hey eða strá.
ει δε τις εποικοδομει επι τον θεμελιον τουτον χρυσον αργυρον λιθους τιμιους ξυλα χορτον καλαμην
13 Þegar Kristur kemur að dæma heiminn, mun reyna á, hvers konar efni það er sem hver um sig hefur notað. Verk hvers og eins verður reynt í eldi, svo að allir geti séð hvort það stenst og hvort eitthvert gagn var að því.
εκαστου το εργον φανερον γενησεται η γαρ ημερα δηλωσει οτι εν πυρι αποκαλυπτεται και εκαστου το εργον οποιον εστιν το πυρ δοκιμασει
14 Þá mun hver sá hljóta laun, sem stenst prófið, það er að segja sá sem hefur byggt ofan á grunninn úr réttu efni.
ει τινος το εργον μενει ο επωκοδομησεν μισθον ληψεται
15 Brenni hins vegar það sem einhver hefur reist, þá mun hann verða fyrir miklu tjóni. Sjálfur mun hann þó frelsast eins og sá sem bjargast úr eldi.
ει τινος το εργον κατακαησεται ζημιωθησεται αυτος δε σωθησεται ουτως δε ως δια πυρος
16 Skiljið þið ekki að þið eruð öll hús Guðs og andi Guðs býr með ykkur í því húsi?
ουκ οιδατε οτι ναος θεου εστε και το πνευμα του θεου οικει εν υμιν
17 Ef einhver óhreinkar eða spillir húsi Guðs, þá mun Guð eyða honum, því að hús Guðs er heilagt og hreint og slíkt hús eruð þið.
ει τις τον ναον του θεου φθειρει φθερει τουτον ο θεος ο γαρ ναος του θεου αγιος εστιν οιτινες εστε υμεις
18 Hættið að blekkja sjálf ykkur! Ef þið teljið ykkur vel greind, eftir mati þessa heims, leggið þá allt slíkt sjálfsmat á hilluna og teljið ykkur vankunnandi, annars missið þið af hinni sönnu visku frá Guði. (aiōn g165)
μηδεις εαυτον εξαπατατω ει τις δοκει σοφος ειναι εν υμιν εν τω αιωνι τουτω μωρος γενεσθω ινα γενηται σοφος (aiōn g165)
19 Viska þessa heims er heimska í augum Guðs. Eins og Jobsbók segir þá notar Guð snilli mannsins til að veiða hann í gildru. Hann hrasar um sína eigin speki og dettur.
η γαρ σοφια του κοσμου τουτου μωρια παρα τω θεω εστιν γεγραπται γαρ ο δρασσομενος τους σοφους εν τη πανουργια αυτων
20 Og í Davíðssálmum er okkur sagt að Drottinn viti fullvel hvernig mannleg speki bregst við og hversu heimskuleg og fánýt þau viðbrögð séu.
και παλιν κυριος γινωσκει τους διαλογισμους των σοφων οτι εισιν ματαιοι
21 Stærið ykkur ekki af visku einhverra spekinga. Guð hefur þegar gefið ykkur allt sem þið þurfið.
ωστε μηδεις καυχασθω εν ανθρωποις παντα γαρ υμων εστιν
22 Hann hefur gefið ykkur Pál og Apollós til hjálpar. Hann hefur gefið ykkur allan heiminn til afnota. Einnig lífið og dauðinn eru ykkur til þjónustu. Hann hefur gefið ykkur allt hið liðna og alla framtíð. Allt tilheyrir ykkur
ειτε παυλος ειτε απολλως ειτε κηφας ειτε κοσμος ειτε ζωη ειτε θανατος ειτε ενεστωτα ειτε μελλοντα παντα υμων εστιν
23 og þið tilheyrið Kristi, og Kristur er Guðs.
υμεις δε χριστου χριστος δε θεου

< 1 Korintubréf 3 >