< תְהִלִּים 47 >

לַמְנַצֵּ֬חַ ׀ לִבְנֵי־קֹ֬רַח מִזְמֹֽור׃ כָּֽל־הָ֭עַמִּים תִּקְעוּ־כָ֑ף הָרִ֥יעוּ לֵ֝אלֹהִ֗ים בְּקֹ֣ול רִנָּֽה׃ 1
Komið allar þjóðir! Klappið saman höndum af gleði! Hrópið af fögnuði fyrir Guði!
כִּֽי־יְהוָ֣ה עֶלְיֹ֣ון נֹורָ֑א מֶ֥לֶךְ גָּ֝דֹול עַל־כָּל־הָאָֽרֶץ׃ 2
Drottinn er æðri öllum guðum. Hann er ógurlegur. Honum verður ekki með orðum lýst. Hann er konungur til endimarka jarðarinnar.
יַדְבֵּ֣ר עַמִּ֣ים תַּחְתֵּ֑ינוּ וּ֝לְאֻמִּ֗ים תַּ֣חַת רַגְלֵֽינוּ׃ 3
Hann hefur beygt þjóðir undir sig
יִבְחַר־לָ֥נוּ אֶת־נַחֲלָתֵ֑נוּ אֶ֥ת גְּאֹ֨ון יַעֲקֹ֖ב אֲשֶׁר־אָהֵ֣ב סֶֽלָה׃ 4
og valið úr yndislegt land og gefið okkur, þjóð sinni, Ísrael.
עָלָ֣ה אֱ֭לֹהִים בִּתְרוּעָ֑ה יְ֝הֹוָ֗ה בְּקֹ֣ול שֹׁופָֽר׃ 5
Guð er stiginn upp með miklu hrópi og hvellum lúðurhljómi.
זַמְּר֣וּ אֱלֹהִ֣ים זַמֵּ֑רוּ זַמְּר֖וּ לְמַלְכֵּ֣נוּ זַמֵּֽרוּ׃ 6
Lofsyngið Guði, konungi okkar. Já, syngið lofgjörðarsöng fyrir konunginn,
כִּ֤י מֶ֖לֶךְ כָּל־הָאָ֥רֶץ אֱלֹהִ֗ים זַמְּר֥וּ מַשְׂכִּֽיל׃ 7
konung allrar jarðarinnar. Lofsyngið Guði!
מָלַ֣ךְ אֱ֭לֹהִים עַל־גֹּויִ֑ם אֱ֝לֹהִ֗ים יָשַׁ֤ב ׀ עַל־כִּסֵּ֬א קָדְשֹֽׁו׃ 8
Hann ríkir yfir þjóðunum. Hann situr á hásæti sínu.
נְדִ֘יבֵ֤י עַמִּ֨ים ׀ נֶאֱסָ֗פוּ עַם֮ אֱלֹהֵ֪י אַבְרָ֫הָ֥ם כִּ֣י לֵֽ֭אלֹהִים מָֽגִנֵּי־אֶ֗רֶץ מְאֹ֣ד נַעֲלָֽה׃ 9
Leiðtogar heimsins koma og taka undir lofgjörðina með lýð Guðs Abrahams. Skjaldarmerki þjóðanna eru sigurtákn hans. Hann er mjög upphafinn. Hann er konungur alls heimsins.

< תְהִלִּים 47 >