< Κατα Μαρκον 1 >

1 Ἀρχὴ τοῦ εὐαγγελίου Ἰησοῦ Χριστοῦ, υἱοῦ τοῦ Θεοῦ.
Hér hefst hin einstæða frásaga af Jesú Kristi, syni Guðs.
2 Ὡς γέγραπται ἐν τοῖς προφήταις, ἰδοὺ ἐγὼ ἀποστέλλω τὸν ἄγγελόν μου πρὸ προσώπου σου, ὃς κατασκευάσει τὴν ὁδόν σου ἔμπροσθέν σου·
Í bók Jesaja spámanns stendur að Guð muni senda son sinn til jarðarinnar, en áður en hann komi, muni sérstakur sendiboði koma fram og búa heiminn undir komu hans.
3 φωνὴ βοῶντος ἐν τῇ ἐρήμῳ, ἑτοιμάσατε τὴν ὁδὸν Κυρίου, εὐθείας ποιεῖτε τὰς τρίβους αὐτοῦ,
Jesaja sagði: „Þessi sendiboði mun búa í óbyggðinni og predika að sérhver maður verði að bæta líferni sitt til að vera viðbúinn komu Drottins.“
4 ἐγένετο Ἰωάννης βαπτίζων ἐν τῇ ἐρήμῳ καὶ κηρύσσων βάπτισμα μετανοίας εἰς ἄφεσιν ἁμαρτιῶν.
Þessi sendiboði var Jóhannes skírari. Hann dvaldist í óbyggðinni og boðaði að allir skyldu skírast og láta þannig opinberlega í ljós ákvörðun um að þeir sneru baki við syndinni og tækju á móti fyrirgefningu Guðs.
5 καὶ ἐξεπορεύετο πρὸς αὐτὸν πᾶσα ἡ Ἰουδαία χώρα καὶ οἱ Ἱεροσολυμῖται, καὶ ἐβαπτίζοντο πάντες ἐν τῷ Ἰορδάνῃ ποταμῷ ὑπ᾽ αὐτοῦ ἐξομολογούμενοι τὰς ἁμαρτίας αὐτῶν.
Fólk frá Jerúsalem og allri Júdeu fór út í Júdeueyðimörkina til að sjá Jóhannes og heyra, og þá sem játuðu syndir sínar skírði hann í ánni Jórdan.
6 ἦν δὲ ὁ Ἰωάννης ἐνδεδυμένος τρίχας καμήλου καὶ ζώνην δερματίνην περὶ τὴν ὀσφὺν αὐτοῦ, καὶ ἐσθίων ἀκρίδας καὶ μέλι ἄγριον.
Hann var í fötum úr úlfaldahári, hafði leðurbelti um mittið og nærðist á engisprettum og villihunangi.
7 καὶ ἐκήρυσσε λέγων· ἔρχεται ὁ ἰσχυρότερός μου ὀπίσω μου, οὗ οὐκ εἰμὶ ἱκανὸς κύψας λῦσαι τὸν ἱμάντα τῶν ὑποδημάτων αὐτοῦ.
Hér er dæmi um predikun hans: „Innan skamms mun sá koma sem mér er máttugri, já, svo miklu meiri að ég er ekki einu sinni verður þess að vera þjónn hans.
8 ἐγὼ μὲν ἐβάπτισα ὑμᾶς ἐν ὕδατι, αὐτὸς δὲ βαπτίσει ὑμᾶς ἐν Πνεύματι Ἁγίῳ.
Ég skíri ykkur með vatni en hann mun skíra ykkur með heilögum anda.“
9 Καὶ ἐγένετο ἐν ἐκείναις ταῖς ἡμέραις ἦλθεν ὁ Ἰησοῦς ἀπὸ Ναζαρὲτ τῆς Γαλιλαίας καὶ ἐβαπτίσθη ὑπὸ Ἰωάννου εἰς τὸν Ἰορδάνην.
Þá var það dag einn að Jesús kom frá Nasaret í Galíleu og Jóhannes skírði hann í Jórdan.
10 καὶ εὐθέως ἀναβαίνων ἀπὸ τοῦ ὕδατος εἶδε σχιζομένους τοὺς οὐρανοὺς καὶ τὸ Πνεῦμα ὡς περιστερὰν καταβαῖνον ἐπ᾽ αὐτόν·
Um leið og Jesús steig upp úr vatninu, sá hann himnana opnast og heilagan anda koma yfir sig í dúfulíki.
11 καὶ φωνὴ ἐγένετο ἐκ τῶν οὐρανῶν· σὺ εἶ ὁ υἱός μου ὁ ἀγαπητός, ἐν σοὶ ηὐδόκησα.
Og rödd af himnum sagði: „Þú ert minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.“
12 Καὶ εὐθέως τὸ Πνεῦμα αὐτὸν ἐκβάλλει εἰς τὴν ἔρημον·
Strax að skírninni lokinni knúði heilagur andi Jesú út í eyðimörkina, og þar var hann einn í fjörutíu daga og Satan freistaði hans. Jesús hafðist þar við meðal eyðimerkurdýranna og englar þjónuðu honum.
13 καὶ ἦν ἐκεῖ ἐν τῇ ἐρήμῳ ἡμέρας τεσσαράκοντα πειραζόμενος ὑπὸ τοῦ σατανᾶ, καὶ ἦν μετὰ τῶν θηρίων, καὶ [οἱ] ἄγγελοι διηκόνουν αὐτῷ.
14 Μετὰ δὲ τὸ παραδοθῆναι Ἰωάννην ἦλθεν ὁ Ἰησοῦς εἰς τὴν Γαλιλαίαν κηρύσσων τὸ εὐαγγέλιον τῆς βασιλείας τοῦ Θεοῦ
Eftir að Heródes konungur hafði látið fangelsa Jóhannes fór Jesús til Galíleu og boðaði þar fagnaðarerindi Guðs.
15 καὶ λέγων ὅτι πεπλήρωται ὁ καιρὸς καὶ ἤγγικεν ἡ βασιλεία τοῦ Θεοῦ· μετανοεῖτε καὶ πιστεύετε ἐν τῷ εὐαγγελίῳ.
„Stundin er komin, “sagði hann. „Guðsríki er nálægt! Snúið ykkur frá syndinni og trúið gleðiboðskapnum.“
16 Περιπατῶν δὲ παρὰ τὴν θάλασσαν τῆς Γαλιλαίας εἶδε Σίμωνα καὶ Ἀνδρέαν τὸν ἀδελφὸν αὐτοῦ τοῦ Σίμωνος, βάλλοντας ἀμφίβληστρον ἐν τῇ θαλάσσῃ· ἦσαν γὰρ ἁλιεῖς·
Dag einn er Jesús gekk fram með Galíleuvatninu sá hann bræðurna Símon og Andrés, þeir voru fiskimenn og voru einmitt þessa stundina að leggja netin.
17 καὶ εἶπεν αὐτοῖς ὁ Ἰησοῦς· δεῦτε ὀπίσω μου, καὶ ποιήσω ὑμᾶς γενέσθαι ἁλιεῖς ἀνθρώπων.
Jesús kallaði til þeirra og sagði: „Komið og fylgið mér. Ég skal kenna ykkur að veiða menn!“
18 καὶ εὐθέως ἀφέντες τὰ δίκτυα αὐτῶν ἠκολούθησαν αὐτῷ.
Þá yfirgáfu þeir netin og fóru með honum.
19 Καὶ προβὰς ἐκεῖθεν ὀλίγον εἶδεν Ἰάκωβον τὸν τοῦ Ζεβεδαίου καὶ Ἰωάννην τὸν ἀδελφὸν αὐτοῦ, καὶ αὐτοὺς ἐν τῷ πλοίῳ καταρτίζοντας τὰ δίκτυα,
Í öðrum bát, skammt frá, voru synir Sebedeusar, Jakob og Jóhannes, að bæta net sín.
20 καὶ εὐθέως ἐκάλεσεν αὐτούς. καὶ ἀφέντες τὸν πατέρα αὐτῶν Ζεβεδαῖον ἐν τῷ πλοίῳ μετὰ τῶν μισθωτῶν ἀπῆλθον ὀπίσω αὐτοῦ.
Hann kallaði einnig á þá og þeir skildu Sebedeus og verkamennina eftir í bátnum og fóru á eftir honum.
21 Καὶ εἰσπορεύονται εἰς Καπερναούμ· καὶ εὐθέως τοῖς σάββασιν [εἰσελθὼν] εἰς τὴν συναγωγὴν ἐδίδασκε.
Jesús og félagar hans komu nú til bæjarins Kapernaum og að morgni helgidagsins fóru þeir til samkomuhússins þar sem Gyðingar héldu guðsþjónustur sínar. Þar predikaði Jesús og
22 καὶ ἐξεπλήσσοντο ἐπὶ τῇ διδαχῇ αὐτοῦ· ἦν γὰρ διδάσκων αὐτοὺς ὡς ἐξουσίαν ἔχων, καὶ οὐχ ὡς οἱ γραμματεῖς.
fólkið undraðist ræðu hans, því að hann talaði eins og sá sem hefur mikið vald en reyndi ekki að sanna mál sitt með sífelldum tilvitnunum í orð annarra eins og venja var.
23 Καὶ ἦν ἐν τῇ συναγωγῇ αὐτῶν ἄνθρωπος ἐν πνεύματι ἀκαθάρτῳ, καὶ ἀνέκραξε
Við guðsþjónustuna var maður haldinn illum anda sem tók að hrópa og kalla:
24 λέγων· ἔα, τί ἡμῖν καὶ σοί, Ἰησοῦ Ναζαρηνέ; ἦλθες ἀπολέσαι ἡμᾶς; οἶδά σε τίς εἶ, ὁ ἅγιος τοῦ Θεοῦ.
„Jesús frá Nasaret, af hverju læturðu okkur ekki í friði? Ertu kannski kominn til að gera út af við okkur illu andana? Ég veit hver þú ert, þú ert hinn heilagi sonur Guðs!“
25 καὶ ἐπετίμησεν αὐτῷ ὁ Ἰησοῦς λέγων· φιμώθητι καὶ ἔξελθε ἐξ αὐτοῦ.
Jesús skipaði andanum að þegja og fara úr manninum.
26 καὶ σπαράξαν αὐτὸν τὸ πνεῦμα τὸ ἀκάθαρτον καὶ κράξαν φωνῇ μεγάλῃ ἐξῆλθεν ἐξ αὐτοῦ.
Þá æpti illi andinn og hristi manninn ofsalega og fór síðan út af honum.
27 καὶ ἐθαμβήθησαν πάντες, ὥστε συζητεῖν πρὸς ἑαυτοὺς λέγοντας· τί ἐστι τοῦτο; τίς ἡ διδαχὴ ἡ καινὴ αὕτη, ὅτι κατ᾽ ἐξουσίαν καὶ τοῖς πνεύμασι τοῖς ἀκαθάρτοις ἐπιτάσσει, καὶ ὑπακούουσιν αὐτῷ;
Fólkið varð forviða og spurði sín á milli: „Eru þetta ný trúarbrögð? Jafnvel illir andar hlýða honum!“
28 καὶ ἐξῆλθεν ἡ ἀκοὴ αὐτοῦ εὐθὺς εἰς ὅλην τὴν περίχωρον τῆς Γαλιλαίας.
Og fréttin af atburði þessum barst hratt um alla Galíleu.
29 Καὶ εὐθέως ἐκ τῆς συναγωγῆς ἐξελθόντες ἦλθον εἰς τὴν οἰκίαν Σίμωνος καὶ Ἀνδρέου μετὰ Ἰακώβου καὶ Ἰωάννου.
Þegar Jesús og lærisveinar hans yfirgáfu samkomuhúsið fóru þeir heim til Símonar og Andrésar, þar sem tengdamóðir Símonar lá með mikinn hita. Þeir sögðu Jesú þegar frá henni.
30 ἡ δὲ πενθερὰ Σίμωνος κατέκειτο πυρέσσουσα. καὶ εὐθέως λέγουσιν αὐτῷ περὶ αὐτῆς.
31 καὶ προσελθὼν ἤγειρεν αὐτὴν κρατήσας τῆς χειρὸς αὐτῆς, καὶ ἀφῆκεν αὐτὴν ὁ πυρετὸς εὐθέως, καὶ διηκόνει αὐτοῖς.
Hann gekk að rúminu, tók um hönd hennar og hjálpaði henni að setjast upp og um leið fór hitinn úr henni. Hún klæddi sig og gaf þeim að borða.
32 Ὀψίας δὲ γενομένης, ὅτε ἔδυ ὁ ἥλιος, ἔφερον πρὸς αὐτὸν πάντας τοὺς κακῶς ἔχοντας καὶ τοὺς δαιμονιζομένους.
Um kvöldið fylltist garðurinn við húsið af sjúklingum sem færðir höfðu verið til Jesú, ásamt öðrum sem haldnir voru illum öndum. Mikill fjöldi bæjarbúa stóð fyrir utan og fylgdist með.
33 καὶ ἦν ἡ πόλις ὅλη ἐπισυνηγμένη πρὸς τὴν θύραν·
34 καὶ ἐθεράπευσε πολλοὺς κακῶς ἔχοντας ποικίλαις νόσοις, καὶ δαιμόνια πολλὰ ἐξέβαλε, καὶ οὐκ ἤφιε λαλεῖν τὰ δαιμόνια, ὅτι ᾔδεισαν αὐτὸν Χριστὸν εἶναι.
Þetta kvöld læknaði Jesús mjög marga og rak illa anda út af mörgum. (Hann bannaði öndunum að tala, því þeir vissu hver hann var.)
35 Καὶ πρωῒ ἔννυχα λίαν ἀναστὰς ἐξῆλθε καὶ ἀπῆλθεν εἰς ἔρημον τόπον, κἀκεῖ προσηύχετο.
Morguninn eftir var Jesús kominn á fætur löngu fyrir dögun og fór einn á óbyggðan stað til að biðjast fyrir.
36 καὶ κατεδίωξαν αὐτὸν ὁ Σίμων καὶ οἱ μετ᾽ αὐτοῦ,
Símon og hinir leituðu hann uppi og þegar þeir höfðu fundið hann sögðu þeir: „Allir eru að spyrja um þig.“
37 καὶ εὑρόντες αὐτὸν λέγουσιν αὐτῷ ὅτι πάντες σε ζητοῦσι.
38 καὶ λέγει αὐτοῖς· ἄγωμεν εἰς τὰς ἐχομένας κωμοπόλεις, ἵνα καὶ ἐκεῖ κηρύξω· εἰς τοῦτο γὰρ ἐξελήλυθα.
En hann svaraði: „Við verðum einnig að fara til hinna þorpanna og predika þar, því til þess er ég kominn.“
39 καὶ ἦν κηρύσσων ἐν ταῖς συναγωγαῖς αὐτῶν εἰς ὅλην τὴν Γαλιλαίαν καὶ τὰ δαιμόνια ἐκβάλλων.
Og Jesús ferðaðist um alla Galíleu, predikaði í samkomuhúsunum og leysti marga undan valdi illu andanna.
40 Καὶ ἔρχεται πρὸς αὐτὸν λεπρὸς παρακαλῶν αὐτὸν καὶ γονυπετῶν αὐτὸν καὶ λέγων αὐτῷ ὅτι ἐὰν θέλῃς, δύνασαί με καθαρίσαι.
Eitt sinn kom holdsveikur maður, kraup frammi fyrir honum og bað um lækningu. „Þú getur læknað mig ef þú vilt, “sagði hann biðjandi.
41 ὁ δὲ Ἰησοῦς σπλαγχνισθείς, ἐκτείνας τὴν χεῖρα ἥψατο αὐτοῦ καὶ λέγει αὐτῷ· θέλω, καθαρίσθητι.
Jesús fann til með honum, snerti hann og sagði: „Ég vil það! Læknist þú!“
42 καὶ εἰπόντος αὐτοῦ εὐθέως ἀπῆλθεν ἀπ᾽ αὐτοῦ ἡ λέπρα, καὶ ἐκαθαρίσθη.
Samstundis hvarf holdsveikin og maðurinn varð heilbrigður.
43 καὶ ἐμβριμησάμενος αὐτῷ εὐθέως ἐξέβαλεν αὐτὸν καὶ λέγει αὐτῷ·
Jesús sagði við hann, ákveðinni röddu: „Farðu nú til prestanna og láttu þá skoða þig. Hafðu hvergi viðdvöl og talaðu ekki við neinn á leiðinni. Taktu með fórnina, sem Móse fyrirskipar þeim, sem læknast af holdsveiki, og þá munu allir sjá að þú ert orðinn heilbrigður.“
44 ὅρα μηδενὶ μηδὲν εἴπῃς, ἀλλ᾽ ὕπαγε σεαυτὸν δεῖξον τῷ ἱερεῖ καὶ προσένεγκε περὶ τοῦ καθαρισμοῦ σου ἃ προσέταξε Μωϋσῆς εἰς μαρτύριον αὐτοῖς.
45 ὁ δὲ ἐξελθὼν ἤρξατο κηρύσσειν πολλὰ καὶ διαφημίζειν τὸν λόγον, ὥστε μηκέτι αὐτὸν δύνασθαι φανερῶς εἰς πόλιν εἰσελθεῖν, ἀλλ᾽ ἔξω ἐν ἐρήμοις τόποις ἦν· καὶ ἤρχοντο πρὸς αὐτὸν πανταχόθεν.
En maðurinn sagði öllum sem hann mætti á leiðinni að hann væri heill og þar af leiðandi gat Jesús ekki komið opinberlega til neins bæjar án þess að forvitinn mannfjöldi þyrptist að honum. Hann varð því að hafast við úti í óbyggðinni og þangað streymdi fólkið til hans hvaðanæva að.

< Κατα Μαρκον 1 >