< Lukas 13 >

1 Es waren aber zu eben dieser Zeit einige Leute (bei ihm) eingetroffen, die ihm von den Galiläern erzählten, deren Blut Pilatus zusammen mit dem ihrer Schlachtopfer vergossen hatte.
Um þetta leyti frétti Jesús að Pílatus hefði látið drepa nokkra Galíleumenn, sem voru að bera fram fórnir í musterinu í Jerúsalem.
2 Da antwortete ihnen Jesus: »Meint ihr etwa, diese Galiläer seien größere Sünder gewesen als alle anderen Galiläer, weil sie dies Schicksal erlitten haben?
„Haldið þið að þeir hafi verið meiri syndarar en Galíleumenn almennt?“spurði hann. „Er það ástæðan fyrir þjáningum þeirra?
3 Nein, sage ich euch; sondern wenn ihr euren Sinn nicht ändert, werdet ihr alle ebenso umkommen.
Nei, alls ekki! Skiljið þið ekki að sjálfir munuð þið farast, nema þið snúið ykkur frá syndinni og til Guðs?
4 Oder meint ihr, daß jene achtzehn, auf die der Turm am (Teich) Siloah gestürzt ist und sie erschlagen hat, schuldbeladener gewesen seien als alle anderen Bewohner von Jerusalem?
Hvað um mennina átján, sem dóu þegar Sílóamturninn hrundi? Voru þeir verstu syndarar í Jerúsalem?
5 Nein, sage ich euch; sondern wenn ihr euren Sinn nicht ändert, werdet ihr alle ebenso umkommen.«
Nei, hreint ekki! Og þið munuð sjálfir týna lífi og glatast, ef þið gerið ekki iðrun.“
6 Er sagte ihnen dann noch folgendes Gleichnis: »Jemand hatte einen Feigenbaum in seinem Weinberge stehen, und er kam und suchte Frucht an ihm, fand jedoch keine.
Því næst sagði Jesús þeim þessa dæmisögu: „Maður nokkur gróðursetti fíkjutré í garði sínum. Oft leitaði hann ávaxta á því, en sér til mikilla vonbrigða fann hann enga.
7 Da sagte er zu dem Weingärtner: ›Sieh, ich komme nun schon drei Jahre her und suche Frucht an diesem Feigenbaum, finde jedoch keine; haue ihn ab! Wozu soll er noch den Platz wegnehmen?‹
Að lokum skipaði hann garðyrkjumanni sínum að höggva tréð upp. „Ég hef beðið í þrjú ár og það hefur ekki borið eina einustu fíkju, “sagði hann. „Til hvers er að standa í þessu lengur? Það er bara fyrir.“
8 Da antwortete ihm jener: ›Herr, laß ihn noch dieses Jahr stehen! Ich will noch einmal das Land um ihn herum graben und ihn düngen:
„Gefum því enn eitt tækifæri, “sagði garðyrkjumaðurinn. „Látum það standa eitt ár enn og við skulum hugsa sérstaklega vel um það og bera vel á.
9 vielleicht bringt er künftig doch noch Frucht; andernfalls laß ihn umhauen!‹«
Ef við fáum fíkjur eftir árið, þá er allt í lagi. Ef það ber ekki ávöxt, þá fellum við það“.“
10 Jesus lehrte einst in einer der Synagogen am Sabbat.
Helgidag einn var Jesús að kenna í einu af samkomuhúsunum.
11 Da war gerade eine Frau anwesend, die schon seit achtzehn Jahren einen Geist der Schwäche hatte; sie war zusammengekrümmt und unfähig, sich ordentlich aufzurichten.
Tók hann þá eftir konu sem var illa bækluð. Hún hafði verið krypplingur í átján ár og gat ekki rétt úr sér.
12 Als Jesus sie erblickte, rief er sie herbei und sagte zu ihr: »Frau, du bist von deiner Schwäche befreit!«
Jesús kallaði hana til sín og sagði: „Kona, þú ert læknuð af sjúkdómi þínum.“
13 Dann legte er ihr die Hände auf, und sie richtete sich augenblicklich gerade empor und pries Gott.
Og um leið og hann snerti hana rétti hún úr sér og lofaði Guð!
14 Weil nun der Vorsteher der Synagoge unwillig darüber war, daß Jesus am Sabbat eine Heilung vollzogen hatte, sagte er zu der (versammelten) Menge: »Sechs Tage sind da, an denen man arbeiten soll; an diesen also kommt und laßt euch heilen, aber nicht (gerade) am Sabbattage!«
En forstöðumaður samkomuhússins varð mjög reiður vegna þess að Jesús skyldi hafa læknað hana á helgidegi og hrópaði: „Við höfum sex daga til að vinna í viku hverri! Komið þá og látið lækna ykkur, en ekki á hvíldardögum.“
15 Der Herr aber antwortete ihm mit den Worten: »Ihr Heuchler! Bindet nicht ein jeder von euch am Sabbat seinen Ochsen oder Esel von der Krippe los und führt ihn zur Tränke?
„Hræsnarar, “svaraði Jesús, „þið vinnið á helgidögum. Leysið þið ekki nautgripina af stalli til að brynna þeim jafnt á helgidögum sem aðra daga?
16 Diese Frau aber, eine Tochter Abrahams, die der Satan nun schon achtzehn Jahre lang in Fesseln gehalten hat, die sollte von dieser Fessel am Sabbattage nicht befreit werden dürfen?«
Er þá rangt af mér að leysa þessa konu úr fjötrum, sem Satan hefur haldið henni í, í átján ár, aðeins vegna þess að það er hvíldardagur?“
17 Durch diese seine Worte wurden alle seine Gegner beschämt; die ganze Volksmenge aber freute sich über alle die herrlichen Taten, die durch ihn geschahen.
Óvinir hans urðu skömmustulegir við þessi orð, en fólkið gladdist vegna dásemdarverkanna sem hann vann.
18 Dann sagte er: »Wem ist das Reich Gottes gleich, und womit soll ich es vergleichen?
Jesús tók á ný að ræða við fólkið um guðsríki og spurði: „Hverju líkist guðsríki? Við hvað á ég að líkja því?
19 Es ist einem Senfkorn gleich, das ein Mann nahm und in seinem Garten einlegte; dort wuchs es und wurde zu einem Baume, und die Vögel des Himmels nisteten in seinen Zweigen.«
Það er líkt örsmáu sinnepsfræi, sem sáð er í mold. Áður en langt um líður er það orðið að hávöxnum runna, þar sem fuglarnir byggja hreiður sín.
20 Und weiter sagte er: »Womit soll ich das Reich Gottes vergleichen?
Því má einnig líkja við ger sem hnoðað hefur verið saman við deig, svo það hverfur í deigið, en samt lyftir það öllu deiginu.“
21 Es ist einem Sauerteig gleich, den eine Frau nahm und unter drei Scheffel Mehl mengte, bis der ganze Teig durchsäuert war.«
22 So wanderte er von Stadt zu Stadt und von Dorf zu Dorf, indem er lehrte und seine Wanderung nach Jerusalem vollzog.
Eftir þetta lagði Jesús af stað til Jerúsalem og kom við í mörgum bæjum og þorpum á leiðinni.
23 Da fragte ihn jemand: »Herr, es sind wohl nur wenige, die gerettet werden?« Er antwortete ihnen:
Eitt sinn var hann spurður þessarar spurningar: „Verða þeir fáir sem frelsast?“
24 »Ringet danach, durch die enge Pforte einzugehen! Denn viele, sage ich euch, werden hineinzukommen suchen und es nicht vermögen.
„Reynið að komast inn um þröngu dyrnar, “svaraði Jesús, „því að margir munu reyna að komast þangað inn án árangurs, og þegar húsbóndinn hefur læst dyrunum verður það ekki lengur hægt. Ef þið standið þá fyrir utan, berjið og hrópið: „Drottinn, opnaðu fyrir okkur, “mun hann svara: „Ég þekki ykkur ekki.“
25 Wenn ihr erst dann, nachdem der Hausherr sich schon erhoben und die Tür abgeschlossen hat, draußen zu stehen und an die Tür zu klopfen beginnt und ihm zuruft: ›Herr, mache uns auf!‹, so wird er euch antworten: ›Ich weiß von euch nicht, woher ihr seid.‹
26 Dann werdet ihr anfangen zu versichern: ›Wir haben doch vor deinen Augen (mit dir) gegessen und getrunken, und du hast bei uns auf den Straßen gelehrt‹;
„Já, en… við átum og drukkum með þér og þú kenndir í þorpinu okkar, “segið þið.
27 aber er wird erwidern: ›Ich sage euch: ich weiß nicht, woher ihr seid; hinweg von mir alle, die ihr die Ungerechtigkeit übt!‹
En ég svara: „Ég segi ykkur satt: Ég þekki ykkur ekki. Þið getið ekki komist hingað inn, því að þið eruð sekir. Burt með ykkur.“
28 Dort wird’s dann ein lautes Weinen und Zähneknirschen geben, wenn ihr Abraham, Isaak, Jakob und alle Propheten im Reiche Gottes sehen werdet, während ihr selbst hinausgestoßen seid.
Þið munuð gráta og kveina þegar þið standið fyrir utan og sjáið Abraham, Ísak, Jakob og alla spámennina í guðsríki.
29 Und sie werden von Osten und Westen, von Norden und Süden kommen und sich im Reiche Gottes zum Mahl niedersetzen.
Því þangað mun fólk streyma hvaðanæva, úr öllum heiminum, og taka þar sæti sín.
30 Und wisset wohl: Es gibt Letzte, die werden Erste sein, und es gibt Erste, die werden Letzte sein.«
Takið eftir: Sumir sem nú eru fyrirlitnir, munu þá hljóta heiður, en aðrir sem nú eru í hávegum hafðir, verða þá taldir sístir allra.“
31 In eben dieser Stunde traten einige Pharisäer herzu und sagten zu ihm: »Entferne dich von hier und ziehe weiter, denn Herodes will dich töten!«
Í sama bili komu nokkrir farísear til hans og sögðu: „Ef þú vilt sleppa lifandi, komdu þér þá héðan sem fyrst, því Heródes konungur situr um líf þitt.“
32 Doch er antwortete ihnen: »Geht hin und meldet diesem Fuchs: ›Wisse wohl: ich treibe böse Geister aus und vollführe Heilungen heute noch und morgen, und übermorgen komme ich damit zum Abschluß.
„Farið og segið þeim ref, “svaraði Jesús, „að ég muni halda áfram að reka út illa anda og lækna í dag og á morgun, en þriðja daginn lýk ég mér af.
33 Jedoch heute und morgen und übermorgen muß ich weiterziehen; denn es geht nicht an, daß ein Prophet anderswo als in Jerusalem ums Leben kommt.‹
Jafnframt þessu mun ég halda áfram ferð minni til Jerúsalem, því ekki hæfir að spámaður láti lífið annars staðar en þar.
34 Jerusalem, Jerusalem, das du die Propheten tötest und die steinigst, die zu dir gesandt sind! Wie oft habe ich deine Kinder sammeln wollen, wie eine Henne ihre Küchlein unter ihre Flügel sammelt, doch ihr habt nicht gewollt!
Ó, Jerúsalem, Jerúsalem! Borgin, sem líflætur spámennina og grýtir þá sem sendir eru henni til hjálpar. Oft hef ég viljað safna börnum þínum saman, rétt eins og hæna verndar unga sína undir vængjum sér, en þið hafið ekki viljað það.
35 Seht, euer Haus wird euch nun überlassen. Ich sage euch aber: Ihr werdet mich nicht sehen, bis die Zeit kommt, wo ihr ausruft: ›Gepriesen sei, der da kommt im Namen des Herrn!‹«
Hús ykkar skulu verða skilin eftir í eyði og þið munuð ekki sjá mig aftur fyrr en þið segið: „Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins.““

< Lukas 13 >