< Roemers 1 >

1 Paulus, ein Knecht Jesu Christi, berufen zum Apostel, ausgesondert, zu predigen das Evangelium Gottes,
Kæru vinir í Róm. Þetta bréf er frá mér, Páli, þjóni Jesú Krists. Guð hefur kallað mig til að boða trú og sent mig til að flytja gleðiboðskap Guðs.
2 welches er zuvor verheißen hat durch seine Propheten in der heiligen Schrift,
Langt er nú liðið síðan spámenn Guðs hétu því að þessi gleðiboðskapur yrði kunngerður.
3 von seinem Sohn, der geboren ist von dem Samen Davids nach dem Fleisch
Gleðiboðskapurinn er um son Guðs, Jesú Krist, Drottin okkar sem fæddist sem lítið barn af ætt Davíðs konungs.
4 und kräftig erwiesen als ein Sohn Gottes nach dem Geist, der da heiligt, seit der Zeit, da er auferstanden ist von den Toten, Jesus Christus, unser HERR,
Upprisa hans frá dauðum sýnir, svo ekki verður um villst, að hann er hinn voldugi sonur Guðs, gæddur sama heilaga eðli og sjálfur Guð.
5 durch welchen wir haben empfangen Gnade und Apostelamt, unter allen Heiden den Gehorsam des Glaubens aufzurichten unter seinem Namen,
Nú er svo komið, að vegna Krists, hefur Guð úthellt kærleika sínum yfir okkur óverðuga syndara. Eftir það hefur hann sent okkur út um allan heiminn, til að segja öllum, hvar sem þeir eru, frá því stórkostlega sem Guð hefur gert fyrir þá, svo að einnig þeir komist til trúar og læri að hlýða honum.
6 unter welchen ihr auch seid, die da berufen sind von Jesu Christo,
Kæru vinir í Róm, þið eruð í hópi þeirra sem Guð elskar. Jesús Kristur hefur einnig kallað ykkur til að verða Guðs börn og tilheyra hans heilögu þjóð. Náð og friður Guðs föður og Drottins Jesú Krists sé með ykkur öllum.
7 allen, die zu Rom sind, den Liebsten Gottes und berufenen Heiligen: Gnade sei mit euch und Friede von Gott, unserm Vater, und dem HERRN Jesus Christus!
8 Aufs erste danke ich meinem Gott durch Jesum Christum euer aller halben, daß man von eurem Glauben in aller Welt sagt.
Fyrst vil ég segja ykkur að þið eruð á allra vörum! Hvarvetna ræða menn um traust ykkar á Guði. Ég þakka Guði vegna Jesú Krists fyrir þessar góðu fréttir og fyrir hvert og eitt ykkar.
9 Denn Gott ist mein Zeuge, welchem ich diene in meinem Geist am Evangelium von seinem Sohn, daß ich ohne Unterlaß euer gedenke
Guð veit hversu oft ég bið fyrir ykkur. Dag og nótt legg ég ykkur og þarfir ykkar fram fyrir hann í bæn. Honum þjóna ég af heilum hug með því að flytja öðrum gleðifréttirnar um son hans.
10 und allezeit in meinem Gebet flehe, ob sich's einmal zutragen wollte, daß ich zu euch käme durch Gottes Willen.
Ég vil að þið vitið að ég bið Guð stöðugt um að gefa mér tækifæri til að koma til ykkar.
11 Denn mich verlangt, euch zu sehen, auf daß ich euch mitteile etwas geistlicher Gabe, euch zu stärken;
Ég þrái að hitta ykkur svo ég geti gefið ykkur eitthvað, sem styrkir trú ykkar á Drottin, og til að uppörvast með ykkur í trúnni.
12 das ist, daß ich samt euch getröstet würde durch euren und meinen Glauben, den wir untereinander haben.
13 Ich will euch aber nicht verhalten, liebe Brüder, daß ich mir oft habe vorgesetzt, zu euch zu kommen (bin aber verhindert bisher), daß ich auch unter euch Frucht schaffte gleichwie unter andern Heiden.
Kæru vinir, ég vil að þið vitið að oft hef ég ætlað að koma einhverju góðu til leiðar, á sama hátt og í öðrum kristnum söfnuðum meðal heiðinna þjóða.
14 Ich bin ein Schuldner der Griechen und der Ungriechen, der Weisen und der Unweisen.
Ég er í mikilli skuld við ykkur og alla aðra, hvort sem það eru menningarþjóðir eða ekki, bæði við menntaða og ómenntaða.
15 Darum, soviel an mir ist, bin ich geneigt, auch euch zu Rom das Evangelium zu predigen.
Ég er því fyrir mitt leyti reiðubúinn að koma og boða fagnaðarerindið, einnig ykkur sem eruð í Róm.
16 Denn ich schäme mich des Evangeliums von Christo nicht; denn es ist eine Kraft Gottes, die da selig macht alle, die daran glauben, die Juden vornehmlich und auch die Griechen.
Ég blygðast mín ekki fyrir fagnaðarerindið, því það er leið Guðs til eilífs lífs fyrir hvern þann sem trúir honum og treystir á hann. Fyrst var þessi boðskapur einungis fluttur Gyðingum, en nú er öllum opið að koma til Guðs á þennan hátt.
17 Sintemal darin offenbart wird die Gerechtigkeit, die vor Gott gilt, welche kommt aus Glauben in Glauben; wie denn geschrieben steht: “Der Gerechte wird seines Glaubens leben.”
Þetta eru gleðifréttir, því þær segja okkur að Guð geri okkur hæfa til að lifa með sér, eða með öðrum orðum – geri okkur réttláta. Þetta gerist þegar við trúum á Krist og treystum því að hann hafi frelsað okkur. Trúin á Krist er því leiðin til Guðs, enda segir Biblían: „Sá sem leitar lífsins, finnur það með því að trúa á Guð.“
18 Denn Gottes Zorn vom Himmel wird offenbart über alles gottlose Wesen und Ungerechtigkeit der Menschen, die die Wahrheit in Ungerechtigkeit aufhalten.
Guð sýnir reiði sína frá himni gegn öllum vondum og syndugum mönnum sem hafna sannleikanum.
19 Denn was man von Gott weiß, ist ihnen offenbar; denn Gott hat es ihnen offenbart,
Þessir menn þekkja sannleikann um Guð hið innra með sér, því Guð hefur lagt þeim þá þekkingu í brjóst.
20 damit daß Gottes unsichtbares Wesen, das ist seine ewige Kraft und Gottheit, wird ersehen, so man des wahrnimmt, an den Werken, nämlich an der Schöpfung der Welt; also daß sie keine Entschuldigung haben, (aïdios g126)
Mennirnir hafa frá upphafi virt fyrir sér jörðina, himininn og allt sem Guð hefur gert. Þeir hafa því verið sér meðvitandi um tilveru hans og hans mikla, eilífa mátt. Þess vegna hafa þeir enga afsökun (þegar þeir standa frammi fyrir honum á degi dómsins). (aïdios g126)
21 dieweil sie wußten, daß ein Gott ist, und haben ihn nicht gepriesen als einen Gott noch ihm gedankt, sondern sind in ihrem Dichten eitel geworden, und ihr unverständiges Herz ist verfinstert.
Mennirnir vissu af Guði, en þó vildu þeir hvorki viðurkenna hann né tilbiðja né heldur þakka honum fyrir daglega umhyggju hans. Ekki leið á löngu uns þeir fóru að gera sér heimskulegar hugmyndir um Guð og hvers hann vænti af þeim. Afleiðingin varð sú að þeir blinduðust í heimsku sinni og lentu á villigötum.
22 Da sie sich für Weise hielten, sind sie zu Narren geworden
Þeir töldu sig ekki þurfa á þekkingu frá Guði að halda og urðu því heimskingjar.
23 und haben verwandelt die Herrlichkeit des unvergänglichen Gottes in ein Bild gleich dem vergänglichen Menschen und der Vögel und der vierfüßigen und der kriechenden Tiere.
Í stað þess að tilbiðja hinn dýrlega, eilífa Guð, bjuggu þeir sér til goð sem líktust fuglum, ferfætlingum, skriðdýrum og dauðlegum mönnum.
24 Darum hat sie auch Gott dahingegeben in ihrer Herzen Gelüste, in Unreinigkeit, zu schänden ihre eigenen Leiber an sich selbst,
Þess vegna hefur Guð gefið þeim lausan tauminn og leyft þeim að svala girndum sínum í afskræmdu kynlífi og gera hvað sem þá langaði til, einnig að meðhöndla líkama hvers annars á svívirðilegan og viðbjóðslegan hátt.
25 sie, die Gottes Wahrheit haben verwandelt in die Lüge und haben geehrt und gedient dem Geschöpfe mehr denn dem Schöpfer, der da gelobt ist in Ewigkeit. Amen. (aiōn g165)
Í stað þess að trúa því sem þeir vita að er sannleikurinn um Guð, kjósa þeir að trúa lyginni! Afleiðingin er sú að þeir tilbiðja það sem Guð hefur skapað, í stað þess að tilbiðja Guð, skaparann. (aiōn g165)
26 Darum hat sie auch Gott dahingegeben in schändliche Lüste: denn ihre Weiber haben verwandelt den natürlichen Brauch in den unnatürlichen;
Þess vegna hefur Guð ofurselt mennina svívirðilegum girndum. Þeir ganga jafnvel svo langt að konurnar snúast gegn eðli sínu og leita kynferðislegrar fullnægju hver með annarri.
27 desgleichen auch die Männer haben verlassen den natürlichen Brauch des Weibes und sind aneinander erhitzt in ihren Lüsten und haben Mann mit Mann Schande getrieben und den Lohn ihres Irrtums (wie es denn sein sollte) an sich selbst empfangen.
Sama er að segja um karlmennina. Í stað þess að hafa eðlileg mök við konurnar, brenna þeir af girnd hver til annars og lifa í skömm hver með öðrum. Af þessu hafa þeir uppskorið þá bölvun sem þeir eiga sannarlega skilið.
28 Und gleichwie sie nicht geachtet haben, daß sie Gott erkenneten, hat sie Gott auch dahingegeben in verkehrten Sinn, zu tun, was nicht taugt,
Þar eð mennirnir höfnuðu Guði með þessum hætti og vildu ekki við hann kannast, lét hann þá fara sína leið, svo að þeir gætu gert allt það sem illska þeirra gat fundið upp á.
29 voll alles Ungerechten, Hurerei, Schalkheit, Geizes, Bosheit, voll Neides, Mordes, Haders, List, giftig, Ohrenbläser,
Og þeir urðu ranglátir, vondir, ágjarnir, hatursfullir, öfundsjúkir, manndráparar, þrasgjarnir, lygnir og bitrir.
30 Verleumder, Gottesverächter, Frevler, hoffärtig, ruhmredig, Schädliche, den Eltern ungehorsam,
Þeir tala illa hver um annan og hata Guð, eru hrokafullir, gorta af sjálfum sér, finna sífellt upp á nýjum leiðum til að syndga og eru foreldrum sínum óhlýðnir.
31 Unvernünftige, Treulose, Lieblose, unversöhnlich, unbarmherzig.
Þeir misskilja hver annan, eru heimskir, óáreiðanlegir, kærleikslausir og miskunnarlausir.
32 Sie wissen Gottes Gerechtigkeit, daß, die solches tun, des Todes würdig sind, und tun es nicht allein, sondern haben auch Gefallen an denen, die es tun.
Þeir vita vel að fyrir þessa glæpi hefur Guð kveðið upp yfir þeim dauðadóm en samt halda þeir áfram á sömu braut og hvetja aðra til að gera hið sama.

< Roemers 1 >