< Lukas 5 >

1 Es begab, sich aber, da sich das Volk zu ihm drang, zu hören das Wort Gottes, und er stund am See Genezareth
Dag einn var hann að predika niðri við strönd Genesaretvatnsins. Fólkið þyrptist að og þrengdi að honum, því allir vildu heyra orð Guðs.
2 und sah zwei Schiffe am See stehen; die Fischer aber waren ausgetreten und wuschen ihre Netze;
Hann tók þá eftir tveim mannlausum bátum í fjörunni – áhafnirnar voru þar skammt frá að þvo net sín.
3 trat er in der Schiffe eines, welches Simons war, und bat ihn, daß er's ein wenig vom Lande führete. Und er setzte sich und lehrete das Volk aus dem Schiff.
Jesús fór út í annan bátinn og bað eigandann, Símon, að leggja lítið eitt frá landi, svo hann gæti setið í bátnum og talað þaðan til mannfjöldans.
4 Und als er hatte aufgehört zu reden, sprach er zu Simon: Fahre auf die Höhe und werfet eure Netze aus, daß ihr einen Zug tut.
Þegar hann hafði lokið máli sínu sagði hann við Símon: „Farðu nú út á dýpið og leggðu netin.“
5 Und Simon antwortete und sprach zu ihm: Meister, wir haben die ganze Nacht gearbeitet und nichts gefangen; aber auf dein Wort will ich das Netz auswerfen.
„Herra, “svaraði Símon, „við höfum verið að í alla nótt og ekki orðið varir, en fyrst þú segir það, þá skulum við reyna.“
6 Und da sie das taten, beschlossen sie eine große Menge Fische; und ihr Netz zerriß.
Í þetta skipti varð veiðin svo mikil að netin rifnuðu!
7 Und sie winkten ihren Gesellen, die im andern Schiff waren, daß sie kämen und hülfen ihnen ziehen. Und sie kamen und fülleten beide Schiffe voll, also daß sie sanken.
Þá kölluðu þeir til félaga sinna á hinum bátnum og báðu þá að hjálpa sér. Ekki leið á löngu uns þeir höfðu drekkhlaðið báða bátana.
8 Da das Simon Petrus sah, fiel er Jesu zu den Knieen und sprach: HERR, gehe von mir hinaus; ich bin ein sündiger Mensch.
Þegar Símon Pétur sá þetta, féll hann að fótum Jesú og sagði: „Farðu frá mér, herra, ég er of syndugur til að vera nálægt þér.“
9 Denn es war ihn ein Schrecken ankommen und alle, die mit ihm waren, über diesen Fischzug, den sie miteinander getan hatten;
Bæði hann og félagar hans, Jakob og Jóhannes Sebedeussynir, voru gagnteknir af undrun á öllum þessum afla. En Jesús sagði við Símon: „Vertu óhræddur! Héðan í frá skaltu veiða menn.“
10 desselbigengleichen auch Jakobus und Johannes, die Söhne des Zebedäus, Simons Gesellen. Und Jesus sprach zu Simon: Fürchte dich nicht; denn von nun an wirst du Menschen fangen.
11 Und sie führeten die Schiffe zu Lande und verließen alles und folgeten ihm nach.
Þegar þeir höfðu landað aflanum yfirgáfu þeir allt og fylgdu honum.
12 Und es begab sich, da er in einer Stadt war, siehe, da war ein Mann voll Aussatzes. Da der Jesum sah, fiel er auf sein Angesicht und bat ihn und sprach: HERR, willst du, so kannst du mich reinigen.
Svo bar við, er Jesús var staddur í einu þorpinu, að hann mætti manni sem þjáðist af holdsveiki. Þegar maðurinn sá Jesú, fleygði hann sér í götuna fyrir framan hann og grátbað hann að lækna sig. „Herra, þú getur læknað mig ef þú vilt, “sagði hann.
13 Und er streckte die Hand aus und rührete ihn an und sprach: Ich will's tun; sei gereiniget! Und alsbald ging der Aussatz von ihm.
Jesús rétti út höndina, snerti manninn og sagði: „Ég vil að þú verðir heilbrigður.“Um leið hvarf holdsveikin!
14 Und er gebot ihm daß, er's niemand sagen sollte; sondern gehe hin und zeige dich dem Priester und opfere für deine Reinigung, wie Mose geboten hat, ihnen zum Zeugnis.
Jesús bað manninn að segja þetta engum, en fara strax og láta prestinn skoða sig. „Fórnaðu síðan því sem lög Móse fyrirskipa þeim sem læknast af holdsveiki, “bætti Jesús við, „því það er sönnun þess að þér sé batnað.“
15 Es kam aber die Sage von ihm je weiter aus; und kam viel Volks zusammen, daß sie höreten und durch ihn gesund würden von ihren Krankheiten.
Orðrómurinn um mátt Jesú breiddist nú æ hraðar út og mikill mannfjöldi kom til að hlusta á hann og fá bót meina sinna.
16 Er aber entwich in die Wüste und betete.
Oft dró hann sig þó út úr á óbyggða staði og var þar á bæn.
17 Und es begab, sich auf einen Tag, daß er lehrete, und saßen da die Pharisäer und Schriftgelehrten, die da kommen waren aus allen Märkten in Galiläa und Judäa und von Jerusalem. Und die Kraft des HERRN ging von ihm und half jedermann.
Einn daginn, er hann var að kenna, sátu þar nokkrir af leiðtogum og fræðimönnum þjóðarinnar. (Þeir komu úr hverju þorpi í Galíleu og Júdeu og einnig frá Jerúsalem.) Lækningakraftur frá Guði var með Jesú þegar þetta var.
18 Und siehe, etliche Männer brachten einen Menschen auf einem Bette, der war gichtbrüchig; und sie suchten, wie sie ihn hineinbrächten und vor ihn legten.
Þá komu nokkrir menn og báru á milli sín lamaðan mann á dýnu. Þeir reyndu að olnboga sig í gegnum þvöguna og inn til Jesú, en án árangurs. Þá fóru þeir upp á þakið, losuðu nokkrar þakhellur og létu þann lamaða síga á dýnunni niður til Jesú.
19 Und da sie vor dem Volk nicht fanden, an welchem Ort sie ihn hineinbrächten, stiegen sie auf das Dach und ließen ihn durch die Ziegel hernieder mit dem Bettlein, mitten unter sie, vor Jesus.
20 Und da er ihren Glauben sah, sprach er zu ihm: Mensch, deine Sünden sind dir vergeben.
Þegar Jesús sá trú þeirra sagði hann við lamaða manninn: „Vinur minn, syndir þínar eru fyrirgefnar.“
21 Und die Schriftgelehrten und Pharisäer fingen an zu denken und sprachen: Wer ist der, daß er Gotteslästerung redet? Wer kann Sünden vergeben denn allein Gott?
„Hvað heldur maðurinn að hann sé, “sögðu farísearnir og lögvitringarnir hvorir við aðra. „Þetta er guðlast! Hver getur fyrirgefið syndir nema Guð?“
22 Da aber Jesus ihre Gedanken merkte, antwortete er und sprach zu ihnen: Was denket ihr in euren Herzen?
Jesús vissi hvað þeir hugsuðu og svaraði: „Hvers vegna kallið þið þetta guðlast?
23 Welches ist leichter zu sagen: Dir sind deine Sünden vergeben? oder zu sagen: Stehe auf und wandle?
Hvort er auðveldara að fyrirgefa syndir hans eða lækna hann?
24 Auf daß ihr aber wisset, daß des Menschen Sohn Macht hat auf Erden Sünden zu vergeben, sprach er zu dem Gichtbrüchigen: Ich sage dir, stehe auf und hebe dein Bettlein auf; und gehe heim.
Nú ætla ég að lækna hann og sanna þar með að ég hef vald til að fyrirgefa syndir.“Síðan sneri hann sér að lamaða manninum og sagði ákveðinn: „Taktu dýnuna þína og farðu heim, því nú ertu orðinn heilbrigður.“
25 Und alsbald stund er auf vor ihren Augen und hub das Bettlein auf, darauf er gelegen war, und ging heim und preisete Gott.
Samstundis spratt maðurinn á fætur í augsýn allra, tók dýnuna sína, gekk heimleiðis og lofaði Guð!
26 Und sie entsetzten sich alle und preiseten Gott und wurden voll Furcht und sprachen: Wir haben heute seltsame Dinge gesehen.
Fólkið varð óttaslegið, lofaði Guð og sagði hvað eftir annað: „Við höfum séð ótrúlega hluti í dag.“
27 Und danach ging er aus und sah einen Zöllner mit Namen Levi am Zoll sitzen und sprach zu ihm: Folge mir nach!
Síðar er Jesús var á leið út úr þessum bæ, sá hann skattheimtumann, Leví að nafni, sitja hjá skattstofunni. Það var á allra vitorði að skattheimtumenn þessir sviku fé út úr fólki. Jesús gekk til Leví og sagði: „Komdu og vertu lærisveinn minn.“
28 Und er verließ alles, stund auf und folgete ihm nach.
Leví stóð þá samstundis upp, yfirgaf allt og fylgdi Jesú.
29 Und Levi richtete ihm ein groß Mahl zu in seinem Hause; und viel Zöllner und andere saßen mit ihm zu Tisch.
Stuttu síðar efndi Leví til veislu og var Jesús heiðursgesturinn. Þarna voru samankomnir margir vinnufélagar Leví, svo og aðrir gestir.
30 Und die Schriftgelehrten und Pharisäer murreten wider seine Jünger und sprachen: Warum esset und trinket ihr mit den Zöllnern und Sündern?
Farísearnir og lögvitringarnir komu þá til lærisveina Jesú og kvörtuðu um að Jesús borðaði með slíkum stórsyndurum.
31 Und Jesus antwortete und sprach zu ihnen: Die Gesunden bedürfen des Arztes nicht, sondern die Kranken.
Jesús varð fyrir svörum og sagði: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru.
32 Ich bin kommen, zu rufen die Sünder zur Buße und nicht die Gerechten.
Ég kom til að kalla syndara burt frá syndinni, en ekki til að eyða tíma með þeim sem þegar telja sig nógu góða.“
33 Sie aber sprachen zu ihm: Warum fasten Johannes Jünger so oft und beten so viel, desselbigengleichen der Pharisäer Jünger, aber deine Jünger essen und trinken?
Það næsta sem þeim fannst þeir þurfa að gera athugasemd við, var að lærisveinarnir væru í veislu í stað þess að fasta. „Lærisveinar Jóhannesar skírara fasta oft og biðja, “sögðu þeir, „einnig lærisveinar faríseanna, en af hverju eru þínir alltaf étandi og drekkandi?“
34 Er sprach aber zu ihnen: Ihr möget die Hochzeitleute nicht zum Fasten treiben, solange der Bräutigam bei ihnen ist.
„Segið mér eitt, fasta menn þegar þeir halda hátíð?“sagði Jesús. „Er veislumatnum sleppt í brúðkaupsveislum?
35 Es wird aber die Zeit kommen, daß der Bräutigam von ihnen genommen wird; dann werden sie fasten.
Sá tími mun hins vegar koma er brúðguminn verður tekinn og líflátinn og þá mun þá ekki langa í mat.“
36 Und er sagte zu ihnen ein Gleichnis: Niemand flicket einen Lappen vom neuen Kleid auf ein alt Kleid; wo anders, so reißt das neue, und der Lappen vom neuen reimet sich nicht auf das alte.
Jesús sagði þeim dæmisögu: „Enginn rífur pjötlu af nýjum fötum til að bæta gamla flík. Þá eyðileggjast ekki aðeins nýju fötin, heldur lítur gamla flíkin verr út en áður!
37 Und niemand fasset Most in alte Schläuche; wo anders, so zerreißet der Most die Schläuche und wird verschüttet, und die Schläuche kommen um.
Enginn setur nýtt vín á gamla belgi, því þá sprengir nýja vínið belgina og það fer til spillis og belgirnir eyðileggjast.
38 Sondern den Most soll man in neue Schläuche fassen, so werden sie beide behalten.
Nýtt vín verður að láta á nýja belgi.
39 Und niemand ist, der vom alten trinkt und wolle bald des neuen; denn er spricht: Der alte ist milder.
Sá sem drukkið hefur gamalt vín, hefur ekki áhuga á nýju. „Það gamla er ljúffengara segir hann.“

< Lukas 5 >