< Romans 6 >

1 What shall we say then? Shall we continue in sin, that grace may abound?
Hvað er um þetta að segja? Eigum við að halda áfram að syndga svo að Guð geti sýnt okkur kærleika sinn og fyrirgefningu enn betur?
2 May it never be! We who died to sin, how could we live in it any longer?
Nei, alls ekki! Hvaða vit er í því að syndga ef hægt er að komast hjá því? Valdið sem syndin hafði yfir okkur, var brotið á bak aftur þegar við urðum kristin og vorum skírð til að verða samgróin Kristi. Dauði Krists braut á bak aftur það afl sem syndin hafði í lífi okkar.
3 Or don’t you know that all of us who were immersed into Messiah Yeshua were immersed into his death?
4 We were buried therefore with him through immersion into death, that just as Messiah was raised from the dead through the glory of the Father, so we also might walk in newness of life.
Okkar gamla eðli, sem elskaði syndina, var grafið með honum í skírninni þegar hann dó. Og þegar Guð faðir reisti hann aftur til lífsins með dýrlegum krafti, þá eignuðumst við hlutdeild í lífi hans.
5 For if we have become united with him in the likeness of his death, we will also be part of his resurrection;
Við erum orðin samgróin honum og þegar hann dó, þá dóum við með honum. Nú eigum við sameiginlega hlutdeild í nýja lífinu hans og munum rísa upp á sama hátt og hann.
6 knowing this, that our old man was crucified with him, that the body of sin might be done away with, so that we would no longer be in bondage to sin.
Þegar Kristur var krossfestur, voru gömlu og illu hvatirnar okkar krossfestar með honum. Þessar hvatir sem þrá syndina, voru særðar til ólífis. Líkami okkar er því ekki lengur á valdi syndarinnar og þarf ekki að vera þræll hennar.
7 For he who has died has been freed from sin.
Þegar við dóum syndinni, vorum við leyst undan öllu því táli og valdi sem hún beitti okkur.
8 But if we died with Messiah, we believe that we will also live with him,
Fyrst löngunin til að elska syndina „dó“með Kristi, þá vitum við að við eigum hlutdeild í nýja lífinu sem birtist í upprisu hans.
9 knowing that Messiah, being raised from the dead, dies no more. Death no longer has dominion over him!
Kristur reis upp frá dauðum og hann mun aldrei aftur deyja. Dauðinn hefur ekki framar neitt vald yfir honum.
10 For the death that he died, he died to sin one time; but the life that he lives, he lives to God.
Hann dó í eitt skipti fyrir öll, til að brjóta á bak aftur vald syndarinnar og lifir nú í eilífu og órjúfanlegu samfélagi við Guð.
11 Thus consider yourselves also to be dead to sin, but alive to God in Messiah Yeshua our Lord.
Lítið því á ykkar gamla synduga eðli sem dautt og ónæmt fyrir syndinni og kröfum hennar, en lifið þess í stað fyrir Guð í samfélaginu við Drottin Jesú Krist.
12 Therefore don’t let sin reign in your mortal body, that you should obey it in its lusts.
Leyfið syndinni ekki framar að stjórna dauðlegum líkömum ykkar og látið ekki undan girnd þeirra.
13 Also, do not present your members to sin as instruments of unrighteousness, but present yourselves to God as alive from the dead, and your members as instruments of righteousness to God.
Látið engan hluta líkamans verða verkfæri í höndum hins illa, til að drýgja synd, en gefið ykkur algjörlega Guði á vald – hvern einasta líkamshluta – því þið hafið snúið baki við dauðanum. Nú þráið þið að verða verkfæri í höndum Guðs, svo að hann geti notað ykkur til að framkvæma góðar fyrirætlanir sínar.
14 For sin will not have dominion over you, for you are not under law, but under grace.
Syndin þarf ekki lengur að vera húsbóndi ykkar, því að nú eruð þið laus við lögin sem syndin þrælkaði ykkur með. Nú eruð þið frjáls vegna kærleika og miskunnar Guðs.
15 What then? Shall we sin because we are not under law but under grace? May it never be!
Þýðir þetta að við getum haldið áfram að syndga og kært okkur kollótt um afleiðingarnar? Vegna þess að hjálpræði okkar byggist ekki á því að hlýða lögunum heldur á því að taka á móti náð Guðs! Nei, auðvitað ekki!
16 Don’t you know that when you present yourselves as servants and obey someone, you are the servants of whomever you obey, whether of sin to death, or of obedience to righteousness?
Skiljið þið ekki að það er á ykkar valdi að velja ykkur húsbónda? Annars vegar getið þið valið syndina, og þar með dauðann, eða þá hlýðni og hlotið sýknun. Sá sem þið gefið ykkur á vald, hann mun taka við ykkur og verða húsbóndi ykkar og þið þrælar hans.
17 But thanks be to God that, whereas you were bondservants of sin, you became obedient from the heart to that form of teaching to which you were delivered.
Þakkið Guði, því að þótt þið væruð einu sinni þrælar syndarinnar, þá hafið þið nú hlýðnast þeim boðskap sem Guð flutti ykkur.
18 Being made free from sin, you became bondservants of righteousness.
Nú eruð þið laus úr ánauð gamla húsbóndans, syndarinnar, og eruð þess í stað orðin þjónar nýs húsbónda: Réttlætisins!
19 I speak in human terms because of the weakness of your flesh; for as you presented your members as servants to uncleanness and to wickedness upon wickedness, even so now present your members as servants to righteousness for sanctification.
Ég tala á þennan hátt og nota líkingar af þrælum og húsbændum til þess að þið skiljið þetta betur. Eins og þið eitt sinn voruð þrælar margs konar synda, þá verðið þið nú að gerast þjónar hins góða og heilaga.
20 For when you were servants of sin, you were free from righteousness.
Þegar þið voruð þrælar syndarinnar þá skeyttuð þið lítið um hið góða.
21 What fruit then did you have at that time in the things of which you are now ashamed? For the end of those things is death.
Hver var afleiðingin? Hún hefur áreiðanlega ekki verið af betra taginu, fyrst þið skammist ykkar jafnvel fyrir að hugsa um það sem þið voruð áður vön að gera, en allt leiddi það til eilífs dóms.
22 But now, being made free from sin and having become servants of God, you have your fruit of sanctification and the result of eternal life. (aiōnios g166)
Nú eruð þið hins vegar laus undan valdi syndarinnar og hafið gerst þjónar Guðs. Hlunnindin, sem Guð veitir ykkur, eru meðal annars helgun og eilíft líf. (aiōnios g166)
23 For the wages of sin is death, but the free gift of God is eternal life in Messiah Yeshua our Lord. (aiōnios g166)
Laun syndarinnar eru dauði, en óverðskulduð gjöf Guðs til okkar er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni okkar og frelsara. (aiōnios g166)

< Romans 6 >