< Matthew 3 >

1 In those days, Yochanan the Immerser came, proclaiming in the wilderness of Judea, saying,
Meðan þau bjuggu í Nasaret tók Jóhannes skírari að predika í óbyggðum Júdeu. Kjarninn í boðskap hans var þessi:
2 “Repent, for the Kingdom of Heaven is at hand!”
„Snúið ykkur frá syndinni og til Guðs, því ríki himnanna er nálægt.“
3 For this is he who was spoken of by Isaiah the prophet, saying, “The voice of one crying in the wilderness, make the way of the Lord ready! Make his paths straight!”
Jesaja spámaður sagði þannig fyrir um starf Jóhannesar mörgum öldum áður: „Ég heyri hrópað í auðninni: Ryðjið Drottni veg – gjörið beinar brautir hans.“
4 Now Yochanan himself wore clothing made of camel’s hair with a leather belt around his waist. His food was locusts and wild honey.
Klæðnaður Jóhannesar var ofinn úr úlfaldahári, og hann notaði leðurbelti. Hann lifði á engisprettum og villihunangi.
5 Then people from Jerusalem, all of Judea, and all the region around the Jordan went out to him.
Fólk streymdi frá Jerúsalem, allri Júdeu og úr Jórdandalnum til þess að hlusta á hann.
6 They were immersed by him in the Jordan, confessing their sins.
Þá sem játuðu syndir sínar skírði hann í ánni Jórdan.
7 But when he saw many of the Pharisees and Sadducees coming for his immersion, he said to them, “You offspring of vipers, who warned you to flee from the wrath to come?
Margir farísear og saddúkear komu til að láta skírast hjá Jóhannesi. Þegar hann sá þá koma ásakaði hann þá opinberlega og sagði: „Þið höggormssynir! Hver hefur sagt að þið gætuð umflúið reiði Guðs?
8 Therefore produce fruit worthy of repentance!
Áður en þið látið skírast verðið þið að sýna í verki að þið hafið snúið ykkur frá syndinni.
9 Don’t think to yourselves, ‘We have Abraham for our father,’ for I tell you that God is able to raise up children to Abraham from these stones.
Þið skuluð ekki halda að þið getið sloppið með því að segja: „Það er allt í lagi með okkur, við erum Gyðingar – afkomendur Abrahams“það er engin trygging í því. Guð gæti breytt grjótinu hérna í Gyðinga, ef hann vildi.
10 Even now the axe lies at the root of the trees. Therefore every tree that doesn’t produce good fruit is cut down, and cast into the fire.
Nú þegar hefur öxi Guðs verið reidd til höggs, því að dómurinn er skammt undan og hvert það tré sem ekki ber ávöxt verður upp höggvið og brennt í eldi.
11 “I indeed immerse you in water for repentance, but he who comes after me is mightier than I, whose sandals I am not worthy to carry. He will immerse you in the Holy Spirit.
Þá sem iðrast synda sinna skíri ég í vatni, en sá sem kemur á eftir mér er mér svo miklu æðri að ég er ekki einu sinni verður þess að halda á skónum hans!
12 His winnowing fork is in his hand, and he will thoroughly cleanse his threshing floor. He will gather his wheat into the barn, but the chaff he will burn up with unquenchable fire.”
Hann mun skilja hismið frá kjarnanum og safna korninu í hlöðuna en brenna hismið í óslökkvandi eldi.“
13 Then Yeshua came from Galilee to the Jordan to Yochanan, to be immersed by him.
Þá kom Jesús frá Galíleu til árinnar Jórdan til þess að skírast hjá Jóhannesi,
14 But Yochanan would have hindered him, saying, “I need to be immersed by you, and you come to me?”
en Jóhannes færðist undan að skíra hann og sagði: „Kemur þú til að skírast hjá mér?! Ég þyrfti fremur að fá skírn hjá þér.“
15 But Yeshua, answering, said to him, “Allow it now, for this is the fitting way for us to fulfil all righteousness.” Then he allowed him.
„Láttu þetta samt eftir mér því þá gerum við það sem rétt er, “sagði Jesús. Þá skírði Jóhannes hann.
16 Yeshua, when he was immersed, went up directly from the water: and behold, the heavens were opened to him. He saw the Spirit of God descending as a dove, and coming on him.
Þegar Jesús steig upp úr vatninu að skírninni lokinni, opnuðust himnarnir yfir honum og hann sá anda Guðs koma niður yfir sig, í dúfulíki,
17 Behold, a voice out of the heavens said, “This is my beloved Son, with whom I am well pleased.”
og rödd af himni sagði: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.“

< Matthew 3 >