< Romans 11 >

1 I ask then, did God reject his people? May it never be! For I also am an Israelite, a descendant of Abraham, of the tribe of Benjamin.
Þá vil ég spyrja: Hefur Guð hafnað þjóð sinni – Gyðingunum – og yfirgefið þá? Nei, alls ekki. Minnist þess að ég er sjálfur Gyðingur. Ég er afkomandi Abrahams og af ættkvísl Benjamíns.
2 God didn’t reject his people, whom he foreknew. Or don’t you know what the Scripture says about Elijah? How he pleads with God against Israel:
Nei, Guð hefur ekki yfirgefið þjóð sína, sem hann tók að sér í upphafi. Munið þið hvað Gamla testamentið segir um þetta? Spámaðurinn Elía kvartaði við Guð vegna Gyðinganna og sagði að þeir hefðu drepið spámennina og rifið niður ölturu Guðs. Elía hélt því fram að hann væri eini maðurinn í öllu landinu sem enn elskaði Guð, og að nú væri sóst eftir lífi hans.
3 “Lord, they have killed your prophets. They have broken down your altars. I am left alone, and they seek my life.”
4 But how does God answer him? “I have reserved for myself seven thousand men who have not bowed the knee to Baal.”
Munið þið hverju Guð svaraði? Hann sagði: „Nei, þú ert ekki sá eini sem eftir er. Ennþá eru sjö þúsund aðrir, sem elska mig og hafa ekki tilbeðið hjáguðina!“
5 Even so too at this present time also there is a remnant according to the election of grace.
Eins er þetta enn í dag. Ekki hafa allir Gyðingar snúið baki við Guði. Fáeinir hafa frelsast vegna þess að Guð var þeim náðugur og tók þá að sér,
6 And if by grace, then it is no longer of works; otherwise grace is no longer grace. But if it is of works, it is no longer grace; otherwise work is no longer work.
og fyrst það er gæsku Guðs að þakka, þá er það ekki vegna þeirra eigin góðverka. Ef svo væri, þá væri lífið með Guði – þessi óverðskuldaða gjöf – ekki lengur óverðskulduð, því að þá gætu menn unnið sér fyrir henni með góðverkum.
7 What then? That which Israel seeks for, that he didn’t obtain, but the chosen ones obtained it, and the rest were hardened.
Sannleikurinn er þessi: Gyðingarnir sóttust eftir velþóknun Guðs, en aðeins fáeinir þeirra öðluðust hana – þeir sem Guð valdi – en augu hinna hafa blindast.
8 According as it is written, “God gave them a spirit of stupor, eyes that they should not see, and ears that they should not hear, to this very day.”
Það er þetta sem Gamla testamentið á við þegar það segir að Guð hafi lokað augum þeirra og eyrum, svo að þeir gætu ekki skilið okkur þegar við segjum þeim frá Kristi. Og þannig er þetta enn í dag.
9 David says, “Let their table be made a snare, a trap, a stumbling block, and a retribution to them.
Einmitt þetta átti Davíð konungur við þegar hann sagði: „Leyfum þeim að halda að allsnægtir og önnur gæði séu staðfesting þess að Guð hafi velþóknun á þeim. Öll þessi gæði snúist gegn þeim og verði þeim til falls.
10 Let their eyes be darkened, that they may not see. Always keep their backs bent.”
Augu þeirra lokist og bogni þeir undan sinni eigin byrði.“
11 I ask then, did they stumble that they might fall? May it never be! But by their fall salvation has come to the Gentiles, to provoke them to jealousy.
Þýðir þetta að Guð hafi hafnað Gyðingaþjóðinni fyrir fullt og allt? Nei, vissulega ekki! Ætlun hans var að gefa heiðingjunum hjálpræði sitt, til þess að Gyðingarnir yrðu afbrýðisamir og tækju að sækjast eftir hjálpræði Guðs fyrir sjálfa sig.
12 Now if their fall is the riches of the world, and their loss the riches of the Gentiles, how much more their fullness!
Fyrst allur heimurinn hefur notið góðs af því að Gyðingarnir hrösuðu um hjálpræði Guðs og höfnuðu því, þá mun mikil blessun síðar falla heiminum í skaut, þegar Gyðingarnir snúa sér einnig til Krists!
13 For I speak to you who are Gentiles. Since then as I am an apostle to Gentiles, I glorify my ministry,
Eins og þið vitið, hefur Guð sent mig sem sérstakan erindreka sinn til ykkar heiðingjanna. Á þetta vil ég leggja áherslu og jafnframt minna Gyðinga á það eins oft og ég get,
14 if by any means I may provoke to jealousy those who are my flesh, and may save some of them.
til þess að ég, ef mögulegt er, geti fengið þá til að sækjast eftir því sem þið heiðingjarnir hafið eignast, svo að einhverjir þeirra mættu frelsast.
15 For if the rejection of them is the reconciling of the world, what would their acceptance be, but life from the dead?
Þegar Gyðingarnir höfnuðu hjálpræðinu sem Guð bauð þeim, sneri hann sér að öðrum þjóðum heimsins og bauð þeim hjálpræði sitt. Þess vegna er það mikið gleðiefni er Gyðingar verða kristnir, það er líkast því að dauður maður lifni við.
16 If the first fruit is holy, so is the lump. If the root is holy, so are the branches.
Abraham og spámennirnir tilheyra þjóð Guðs og það gera afkomendur þeirra einnig – séu rætur trésins heilar, verða greinarnar það líka.
17 But if some of the branches were broken off, and you, being a wild olive, were grafted in among them and became partaker with them of the root and of the richness of the olive tree,
Sumar greinarnar á tré Abrahams (sumir Gyðinganna) voru sniðnar af og síðan voruð þið, heiðingjarnir, sem voruð greinar af villtu olíutré, græddir á tré Abrahams. Þið hafið þar með hlotið blessunina sem Guð lofaði Abraham og afkomendum hans, og takið nú til ykkar, ásamt okkur, þá ríkulegu næringu sem útvalda olíutréð gefur.
18 don’t boast over the branches. But if you boast, remember that it is not you who support the root, but the root supports you.
En gætið þess að stæra ykkur ekki af því að hafa verið græddir á tré, í stað greinanna sem skornar voru af. Minnist þess að eina ástæðan fyrir upphefð ykkar er að nú hafið þið verið græddir á tré Guðs. – Munið að þið eruð aðeins greinar en ekki rótin.
19 You will say then, “Branches were broken off, that I might be grafted in.”
„Já, en, “segir þú kannski, „þessar greinar voru skornar af til að rýma fyrir mér og ég hlýt því að hafa eitthvað til míns ágætis.“
20 True; by their unbelief they were broken off, and you stand by your faith. Don’t be conceited, but fear;
Gætið ykkar! Munið að þessar greinar, Gyðingarnir, voru fjarlægðar vegna þess að þær trúðu ekki Guði, en þið trúið honum og þess vegna eruð þið þarna. Verið ekki stolt, verið heldur auðmjúk, þakklát og gætin,
21 for if God didn’t spare the natural branches, neither will he spare you.
því að fyrst Guð hlífði ekki upphaflegu greinunum, þá kann svo að fara að hann hlífi ykkur ekki heldur.
22 See then the goodness and severity of God. Toward those who fell, severity; but toward you, goodness, if you continue in his goodness; otherwise you also will be cut off.
Munið að Guð er bæði vægur og strangur. Hann er strangur við þá sem óhlýðnast og sníður þá af, en ef þið haldið áfram að elska hann, þá mun hann miskunna ykkur.
23 They also, if they don’t continue in their unbelief, will be grafted in, for God is able to graft them in again.
Ef Gyðingar snúa sér frá vantrúnni og koma til Guðs, þá mun hann græða þá við stofninn á ný, því að til þess hefur hann mátt.
24 For if you were cut out of that which is by nature a wild olive tree, and were grafted contrary to nature into a good olive tree, how much more will these, which are the natural branches, be grafted into their own olive tree?
Fyrst Guð er fús að taka ykkur að sér, ykkur sem voruð fjarri honum – voruð greinar á villtu olíutré – og græða ykkur á sitt eigið gæðatré – en slíkt er mjög óvenjulegt – þá hljótið þið að skilja löngun hans til að setja Gyðingana aftur þar sem þeir voru í upphafi.
25 For I don’t desire you to be ignorant, brothers, of this mystery, so that you won’t be wise in your own conceits, that a partial hardening has happened to Israel, until the fullness of the Gentiles has come in,
Kæru vinir, ég vil að þetta sé ykkur ljóst svo að stoltið nái ekki tökum á ykkur. Satt er það að sumir Gyðinganna hafa risið gegn gleðiboðskap Krists, en það mun breytast þegar allir heiðingjarnir hafa tekið á móti Kristi.
26 and so all Israel will be saved. Even as it is written, “There will come out of Zion the Deliverer, and he will turn away ungodliness from Jacob.
Þá mun allur Ísrael frelsast. Munið þið hvað spámennirnir sögðu um þetta? „Frelsari mun koma fram í Síon og hann mun snúa Gyðingunum frá öllum óguðleika.
27 This is my covenant with them, when I will take away their sins.”
Þá mun ég nema burt syndir þeirra, eins og ég hafði lofað.“
28 Concerning the Good News, they are enemies for your sake. But concerning the election, they are beloved for the fathers’ sake.
Margir Gyðingar eru andsnúnir gleðiboðskapnum – þeir hata hann. En hatur þeirra hefur orðið ykkur til gagns, því að þess vegna hefur Guð gefið ykkur heiðingjunum gjafir sínar. En þrátt fyrir þetta elskar Guð Gyðingana, vegna loforðanna sem hann gaf Abraham, Ísak og Jakob.
29 For the gifts and the calling of God are irrevocable.
Guð mun aldrei sjá eftir gjöfum sínum, né iðrast köllunar sinnar, því að hann gengur aldrei á bak orða sinna.
30 For as you in time past were disobedient to God, but now have obtained mercy by their disobedience,
Áður fyrr voruð þið andsnúnir Guði, en þegar Gyðingarnir höfnuðu gjöfum hans, sneri hann sér að ykkur með miskunn sína.
31 even so these also have now been disobedient, that by the mercy shown to you they may also obtain mercy.
Nú eru Gyðingarnir í uppreisn gegn Guði, en seinna munu þeir njóta með ykkur þeirrar miskunnar hans sem þið hafið öðlast.
32 For God has bound all to disobedience, that he might have mercy on all. (eleēsē g1653)
Guð hefur gefið þá alla syndinni á vald til að hann geti miskunnað þeim öllum. (eleēsē g1653)
33 Oh the depth of the riches both of the wisdom and the knowledge of God! How unsearchable are his judgments, and his ways past tracing out!
Við eigum undursamlegan Guð! Mikil er viska hans, þekking og auðlegð! Hvernig eigum við að skilja ákvarðanir hans og aðferðir?
34 “For who has known the mind of the Lord? Or who has been his counselor?”
Hvert okkar þekkir hugsanir Drottins? Hver getur ráðlagt Guði eða leiðbeint honum?
35 “Or who has first given to him, and it will be repaid to him again?”
Hver hefur að fyrra bragði gefið honum svo mikið að hann geti krafist einhvers í staðinn?
36 For of him and through him and to him are all things. To him be the glory for ever! Amen. (aiōn g165)
Allt er komið frá Guði. Allt er orðið til fyrir mátt hans og allt skal verða honum til vegsemdar. Honum sé dýrð um alla eilífð! (aiōn g165)

< Romans 11 >