< Revelation 16 >

1 I heard a loud voice out of the temple, saying to the seven angels, “Go and pour out the seven bowls of the wrath of God on the earth!”
Næst heyrði ég volduga rödd hrópa frá musterinu til englanna sjö: „Farið og hellið úr þessum sjö reiðiskálum Guðs yfir jörðina.“
2 The first went, and poured out his bowl into the earth, and it became a harmful and painful sore on the people who had the mark of the beast, and who worshiped his image.
Þá yfirgaf fyrsti engillinn musterið og hellti úr sinni skál yfir jörðina. Þá brutust út ljót og illkynja sár á þeim sem báru merki dýrsins og tilbáðu líkneski þess.
3 The second angel poured out his bowl into the sea, and it became blood as of a dead man. Every living thing in the sea died.
Annar engillinn hellti úr sinni skál yfir höfin. Þau urðu eins og blóð úr dauðum manni og lífvana.
4 The third poured out his bowl into the rivers and springs of water, and they became blood.
Þriðji engillinn tæmdi sína skál í fljótin og uppspretturnar og þá breyttist vatnið í þeim í blóð.
5 I heard the angel of the waters saying, “You are righteous, who are and who were, O Holy One, because you have judged these things.
Þá heyrði ég engil vatnanna segja: „Þú hinn heilagi, þú sem ert og sem varst, það er rétt af þér að senda þennan dóm,
6 For they poured out the blood of saints and prophets, and you have given them blood to drink. They deserve this.”
því að blóði heilagra og spámannanna hefur verið úthellt á jörðinni. En nú hefur þú svarað með því að gefa þeim, sem myrtu þá, blóð að drekka og það eiga þeir sannarlega skilið.“
7 I heard the altar saying, “Yes, Lord God, the Almighty, true and righteous are your judgments.”
Þá heyrði ég engilinn við altarið segja: „Já, Drottinn Guð, þú hinn almáttki, þínir dómar eru réttlátir og sannir.“
8 The fourth poured out his bowl on the sun, and it was given to him to scorch men with fire.
Fjórði engillinn hellti úr sinni skál yfir sólina og olli því að hún brenndi mennina með eldi.
9 People were scorched with great heat, and people blasphemed the name of God who has the power over these plagues. They didn’t repent and give him glory.
Þessi hræðilegi hiti brenndi þá, en þeir formæltu Guði sem hafði sent þessar plágur. Mennirnir sáu ekki að sér og gáfu ekki heldur Guði dýrðina.
10 The fifth poured out his bowl on the throne of the beast, and his kingdom was darkened. They gnawed their tongues because of the pain,
Fimmti engillinn tæmdi úr sinni skál yfir hásæti dýrsins, sem reis upp úr hafinu og ríki þess myrkvaðist. Þeir sem fylgdu dýrinu, bitu þá í tungur sínar af kvöl.
11 and they blasphemed the God of heaven because of their pains and their sores. They still didn’t repent of their works.
Og þeir formæltu Guði himnanna sem hafði leitt þessar plágur yfir þá. En ekki vildu þeir láta af illverkum sínum.
12 The sixth poured out his bowl on the great river, the Euphrates. Its water was dried up, that the way might be prepared for the kings that come from the sunrise.
Sjötti engillinn hellti úr sinni skál yfir fljótið mikla Evfrat, svo að það þornaði upp. Eftir þetta gátu konungar austursins farið með heri sína vesturyfir, án nokkurrar hindrunar.
13 I saw coming out of the mouth of the dragon, and out of the mouth of the beast, and out of the mouth of the false prophet, three unclean spirits, something like frogs;
Þá sá ég þrjá illa anda, sem líktust froskum, stökkva út úr gini drekans, dýrsins og falsspámannsins sem þjónaði því.
14 for they are spirits of demons, performing signs, which go out to the kings of the whole inhabited earth, to gather them together for the war of that great day of God the Almighty.
Þessir illu andar, sem höfðu vald til að gera kraftaverk, ráðguðust nú við leiðtoga heimsins um að safna liði til að berjast við Drottin á hinum mikla degi, er Guð, hinn alvaldi, mun dæma heiminn.
15 “Behold, I come like a thief. Blessed is he who watches, and keeps his clothes, so that he doesn’t walk naked, and they see his shame.”
„Taktu eftir: Ég kem öllum að óvörum eins og þjófur! Þeir sem bíða mín, hljóta blessun, þeir sem eru klæddir og viðbúnir. Þeir þurfa ekki að ganga um naktir sér til blygðunar.“
16 He gathered them together into the place which is called in Hebrew, “Harmagedon”.
Og þeir söfnuðu öllum herjum heimsins saman á stað, sem kallast á hebresku Harmageddón – eða Meggiddófjallið.
17 The seventh poured out his bowl into the air. A loud voice came out of the temple of heaven, from the throne, saying, “It is done!”
Sjöundi engillinn hellti úr sinni skál yfir loftið og heyrðist þá hrópað hárri röddu frá hásæti musterisins á himnum: „Það er fullkomnað!“
18 There were lightnings, sounds, and thunders; and there was a great earthquake such as has not happened since there were men on the earth—so great an earthquake and so mighty.
Þá komu þrumur og eldingar og svo miklir jarðskjálftar að aldrei hefur annað eins orðið í sögu mannkyns.
19 The great city was divided into three parts, and the cities of the nations fell. Babylon the great was remembered in the sight of God, to give to her the cup of the wine of the fierceness of his wrath.
Stórborgin Babýlon klofnaði í þrjá hluta og borgir um víða veröld jöfnuðust við jörðu. Þá minntist Guð allra synda Babýlonar og refsaði henni. Hann lét hana drekka bikar heiftarreiði sinnar í botn, já, til hins síðasta dropa.
20 Every island fled away, and the mountains were not found.
Þá hurfu eyjar og fjöllin jöfnuðust út. Síðan kom gífurlegt hagl frá himni – hvert korn vóg fimmtíu kíló – og féll á fólkið sem þá formælti Guði.
21 Great hailstones, about the weight of a talent, came down out of the sky on people. People blasphemed God because of the plague of the hail, for this plague was exceedingly severe.

< Revelation 16 >