< Matthew 22 >

1 Jesus answered and spoke to them again in parables, saying,
Jesús sagði fólkinu fleiri sögur til þess að auka skilning þess á mætti og valdi Guðs. Hér er ein þeirra:
2 “The Kingdom of Heaven is like a certain king, who made a wedding feast for his son,
„Guðsríki má líkja við konung sem undirbjó brúðkaupsveislu sonar síns.
3 and sent out his servants to call those who were invited to the wedding feast, but they would not come.
Fjöldi gesta var boðinn, og þegar stundin nálgaðist sendi hann þjóna sína til þess að segja öllum að veislan væri að hefjast. En fólkið vildi ekki koma!
4 Again he sent out other servants, saying, ‘Tell those who are invited, “Behold, I have prepared my dinner. My cattle and my fatlings are killed, and all things are ready. Come to the wedding feast!”’
Hann sendi því aðra með þessi skilaboð: „Allt er tilbúið. Steikin er í ofninum. Flýtið ykkur!“
5 But they made light of it, and went their ways, one to his own farm, another to his merchandise;
En þeir sem boðnir voru hlógu aðeins og sneru sér að vinnu sinni, eins og ekkert hefði í skorist. Einn að búskapnum, annar að versluninni,
6 and the rest grabbed his servants, treated them shamefully, and killed them.
enn aðrir börðu sendiboðana, svívirtu þá og drápu suma þeirra.
7 When the king heard that, he was angry, and sent his armies, destroyed those murderers, and burned their city.
Þá reiddist konungurinn heiftarlega og sendi þangað herlið, drap morðingjana og brenndi borg þeirra.
8 “Then he said to his servants, ‘The wedding is ready, but those who were invited weren’t worthy.
Síðan sagði hann við þjóna sína: „Brúðkaupsveislan skal haldin, en gestirnir, sem boðnir voru, eru ekki verðir þessa heiðurs.
9 Go therefore to the intersections of the highways, and as many as you may find, invite to the wedding feast.’
Farið nú út á göturnar og bjóðið þeim sem þið sjáið að koma!“
10 Those servants went out into the highways and gathered together as many as they found, both bad and good. The wedding was filled with guests.
Þjónarnir fóru og náðu í alla sem þeir gátu, bæði vonda og góða, og veislusalurinn varð fullur af brúðkaupsgestum.
11 “But when the king came in to see the guests, he saw there a man who didn’t have on wedding clothing,
En þegar konungurinn kom inn til að heilsa gestunum, tók hann eftir manni sem ekki var í brúðkaupsklæðum (þeim sem gestunum hafði verið séð fyrir).
12 and he said to him, ‘Friend, how did you come in here not wearing wedding clothing?’ He was speechless.
„Heyrðu vinur, “sagði konungurinn, „Hvernig stendur á því að þú ert ekki í brúðkaupsklæðum?“Maðurinn svaraði engu.
13 Then the king said to the servants, ‘Bind him hand and foot, take him away, and throw him into the outer darkness. That is where the weeping and grinding of teeth will be.’
Þá sagði konungurinn við þjóna sína: „Bindið hann á höndum og fótum og kastið honum út í myrkrið – þar verður grátið og kveinað.“
14 For many are called, but few chosen.”
Margir eru kallaðir en fáir útvaldir.“
15 Then the Pharisees went and took counsel how they might entrap him in his talk.
Farísearnir sátu nú á fundi, til að ræða hvernig þeir gætu flækt Jesú í orðum, svo hægt væri að handtaka hann.
16 They sent their disciples to him, along with the Herodians, saying, “Teacher, we know that you are honest, and teach the way of God in truth, no matter whom you teach; for you aren’t partial to anyone.
Niðurstaðan varð sú að þeir ákváðu að senda lærisveina sína ásamt öðrum úr hópi Heródesarsinna til þess að leggja fyrir hann spurningar og segja: „Herra við vitum að þú ert mjög heiðarlegur og segir sannleikann, hvað sem öðrum finnst.
17 Tell us therefore, what do you think? Is it lawful to pay taxes to Caesar, or not?”
Segðu okkur nú, er rétt af okkur að greiða skatt til rómverska ríkisins, eða ekki?“
18 But Jesus perceived their wickedness, and said, “Why do you test me, you hypocrites?
En Jesús skildi bragðið og kallaði: „Þið hræsnarar! Eruð þið að reyna að leika á mig með lævísum spurningum?
19 Show me the tax money.” They brought to him a denarius.
Sýnið mér mynt.“Þá réttu þeir honum pening.
20 He asked them, “Whose is this image and inscription?”
„Af hverjum er myndin á peningnum, “spurði hann, „og hvaða nafn er undir myndinni?“
21 They said to him, “Caesar’s.” Then he said to them, “Give therefore to Caesar the things that are Caesar’s, and to God the things that are God’s.”
„Keisarans, “svöruðu þeir. „Jæja, “sagði hann. „Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er, og Guði það sem Guðs er.“
22 When they heard it, they marveled, and left him and went away.
Þeir urðu orðlausir af undrun við þetta svar og fóru burt.
23 On that day Sadducees (those who say that there is no resurrection) came to him. They asked him,
Þennan sama dag komu nokkrir saddúkear til hans, en þeir héldu því fram að upprisa dauðra ætti sér aldrei stað. Þeir spurðu:
24 saying, “Teacher, Moses said, ‘If a man dies, having no children, his brother shall marry his wife and raise up offspring for his brother.’
„Herra, Móse segir að deyi maður barnlaus, eigi bróðir hans að kvænast ekkjunni og börn þeirra síðan að erfa eignir hins látna.
25 Now there were with us seven brothers. The first married and died, and having no offspring left his wife to his brother.
Einu sinni voru sjö bræður. Sá fyrsti kvæntist en dó án þess að eignast börn. Konan giftist þá elsta bróðurnum,
26 In the same way, the second also, and the third, to the seventh.
en sá bróðir dó einnig barnlaus, og þá giftist konan þeim sem næstur var í röðinni. Svona gekk þetta koll af kolli þangað til hún hafði verið gift þeim öllum, og
27 After them all, the woman died.
að lokum dó hún einnig.
28 In the resurrection therefore, whose wife will she be of the seven? For they all had her.”
Nú spyrjum við: Kona hvers þeirra verður hún í upprisunni, fyrst hún var gift þeim öllum?“
29 But Jesus answered them, “You are mistaken, not knowing the Scriptures, nor the power of God.
Jesús svaraði: „Þið vaðið reyk, því þið þekkið hvorki Biblíuna né kraft Guðs.
30 For in the resurrection they neither marry nor are given in marriage, but are like God’s angels in heaven.
Í upprisunni verður ekkert hjónaband, því þá verða allir eins og englarnir á himnum.
31 But concerning the resurrection of the dead, haven’t you read that which was spoken to you by God, saying,
En hafið þið ekki lesið það sem Biblían segir um upprisu dauðra? Skiljið þið ekki að Guð talar til ykkar þegar hann segir:
32 ‘I am the God of Abraham, and the God of Isaac, and the God of Jacob’? God is not the God of the dead, but of the living.”
„Ég er Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs.“Guð er ekki Guð hinna dauðu heldur þeirra sem lifa.“
33 When the multitudes heard it, they were astonished at his teaching.
Mannfjöldanum þótti mikið til um svör Jesú
34 But the Pharisees, when they heard that he had silenced the Sadducees, gathered themselves together.
en farísearnir voru ekki á sama máli. Þegar farísearnir fréttu að Jesús hefði gert saddúkeana orðlausa fitjuðu þeir upp á nýrri spurningu, og var lögfræðingur nokkur fenginn til að bera hana fram. Spurningin var þessi:
35 One of them, a lawyer, asked him a question, testing him.
36 “Teacher, which is the greatest commandment in the law?”
„Herra, hvert er mikilvægasta boðorðið í lögum Móse?“Jesús svaraði:
37 Jesus said to him, “‘You shall love the Lord your God with all your heart, with all your soul, and with all your mind.’
„Elska skalt þú Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.
38 This is the first and great commandment.
Þetta er fyrsta og jafnframt æðsta boðorðið. Það næstæðsta er svipað, en það er þannig: „Elskaðu meðbróður þinn eins og sjálfan þig.“
39 A second likewise is this, ‘You shall love your neighbor as yourself.’
40 The whole law and the prophets depend on these two commandments.”
Öll hin boðorðin og fyrirmæli spámannanna – já, öll Biblían – byggja á þessu tvöfalda boði. Ef þið hlýðið því, þá hlýðið þið öllum hinum um leið.“
41 Now while the Pharisees were gathered together, Jesus asked them a question,
En nú spurði Jesús faríseana:
42 saying, “What do you think of the Christ? Whose son is he?” They said to him, “Of David.”
„Getið þið sagt mér hvers son Kristur er?“„Sonur Davíðs, “svöruðu þeir.
43 He said to them, “How then does David in the Spirit call him Lord, saying,
„Hvers vegna talar þá Davíð, knúinn af heilögum anda, um hann sem Drottin?“spurði Jesús. „Var það ekki Davíð sem sagði:
44 ‘The Lord said to my Lord, sit on my right hand, until I make your enemies a footstool for your feet’?
„Guð sagði við minn Drottin: sittu mér til hægri handar uns ég hef lagt óvini þína að fótum þér.“
45 “If then David calls him Lord, how is he his son?”
Fyrst Davíð kallar hann „Drottin, “hvernig getur hann þá verið sonur hans?“
46 No one was able to answer him a word, neither did any man dare ask him any more questions from that day forward.
Þessu gátu þeir ekki svarað og eftir það þorði enginn að spyrja hann neins.

< Matthew 22 >