< Matthew 14 >

1 At that time, Herod the tetrarch heard the report concerning Jesus,
Þegar Heródes konungur frétti um Jesú,
2 and said to his servants, “This is John the Baptizer. He is risen from the dead. That is why these powers work in him.”
sagði hann við menn sína: „Þessi Jesús hlýtur að vera Jóhannes skírari, risinn upp frá dauðum,
3 For Herod had arrested John, bound him, and put him in prison for the sake of Herodias, his brother Philip’s wife.
fyrst hann gerir öll þessi kraftaverk.“Heródes hélt Jóhannesi hlekkjuðum í fangelsi að kröfu Heródíasar, konu Filippusar bróður síns,
4 For John said to him, “It is not lawful for you to have her.”
en Jóhannes hafði ávítað Heródes fyrir að taka hana frá honum og kvænast henni sjálfur.
5 When he would have put him to death, he feared the multitude, because they counted him as a prophet.
Heródes hefði látið taka Jóhannes af lífi fyrir löngu, ef hann hefði ekki óttast uppþot, því almenningur trúði að Jóhannes væri spámaður.
6 But when Herod’s birthday came, the daughter of Herodias danced among them and pleased Herod.
Á afmælisdegi Heródesar dansaði dóttir Heródíasar fyrir hann og líkaði honum það svo vel
7 Therefore he promised with an oath to give her whatever she should ask.
að hann hét að gefa henni hvað sem hún vildi að launum.
8 She, being prompted by her mother, said, “Give me here on a platter the head of John the Baptizer.”
Að ósk móður sinnar bað stúlkan um höfuð Jóhannesar á fati.
9 The king was grieved, but for the sake of his oaths and of those who sat at the table with him, he commanded it to be given,
Konungurinn varð hryggur, en hann vildi ekki ganga á bak orða sinna í áheyrn gestanna og gaf því skipun um að þetta skyldi gert.
10 and he sent and beheaded John in the prison.
Jóhannes var hálshöggvinn í fangelsinu,
11 His head was brought on a platter and given to the young lady; and she brought it to her mother.
og stúlkunni fært höfuð hans á fati. Hún afhenti síðan móður sinni það.
12 His disciples came, took the body, and buried it. Then they went and told Jesus.
Lærisveinar Jóhannesar sóttu líkið og greftruðu, sögðu síðan Jesú frá atburðinum.
13 Now when Jesus heard this, he withdrew from there in a boat to a deserted place apart. When the multitudes heard it, they followed him on foot from the cities.
Þegar Jesús fékk fréttirnar hélt hann, á bátnum, á óbyggðan stað til þess að geta verið einn. Þegar fólkið sá hvert hann fór, streymdi það þangað landleiðina úr þorpunum.
14 Jesus went out, and he saw a great multitude. He had compassion on them and healed their sick.
Þegar Jesús steig á land beið hans mikill mannfjöldi. Hann vorkenndi fólkinu og læknaði þá sem sjúkir voru.
15 When evening had come, his disciples came to him, saying, “This place is deserted, and the hour is already late. Send the multitudes away, that they may go into the villages, and buy themselves food.”
Um kvöldið komu lærisveinarnir til hans og sögðu: „Það er löngu kominn kvöldverðartími, en hér í óbyggðinni er engan mat að fá. Sendu fólkið burt, svo að það geti farið til þorpanna og keypt sér mat.“
16 But Jesus said to them, “They don’t need to go away. You give them something to eat.”
„Það er óþarfi, “svaraði Jesús, „þið skuluð gefa því að borða!“
17 They told him, “We only have here five loaves and two fish.”
„Ha, við!“hrópuðu þeir. „Við eigum aðeins fimm brauð og tvo fiska.“
18 He said, “Bring them here to me.”
„Komið með það hingað, “sagði Jesús,
19 He commanded the multitudes to sit down on the grass; and he took the five loaves and the two fish, and looking up to heaven, he blessed, broke and gave the loaves to the disciples; and the disciples gave to the multitudes.
og því næst sagði hann fólkinu að setjast niður í grasið. Hann tók brauðin fimm og fiskana, horfði til himins og þakkaði Guði fyrir matinn. Þegar hann hafði brotið brauðin í sundur, rétti hann lærisveinunum þau og þeir skiptu þeim meðal fólksins.
20 They all ate and were filled. They took up twelve baskets full of that which remained left over from the broken pieces.
Allir urðu mettir! Eftir á fylltu þeir tólf körfur með brauðmolum sem af gengu!
21 Those who ate were about five thousand men, in addition to women and children.
(Um 5.000 karlmenn voru þarna þennan dag, auk kvenna og barna.)
22 Immediately Jesus made the disciples get into the boat and go ahead of him to the other side, while he sent the multitudes away.
Strax að þessu loknu sagði Jesús lærisveinunum að fara um borð í bátinn og sigla yfir vatnið, á meðan ætlaði hann að koma fólkinu frá sér.
23 After he had sent the multitudes away, he went up into the mountain by himself to pray. When evening had come, he was there alone.
Þegar fólkið var farið, fór hann upp á fjallið til að biðjast fyrir. Nóttin skall á og lærisveinarnir áttu í erfiðleikum úti á miðju vatninu. Það hafði hvesst og þeir áttu fullt í fangi með að verja bátinn áföllum.
24 But the boat was now in the middle of the sea, distressed by the waves, for the wind was contrary.
25 In the fourth watch of the night, Jesus came to them, walking on the sea.
Um fjögurleytið kom Jesús til þeirra gangandi á vatninu!
26 When the disciples saw him walking on the sea, they were troubled, saying, “It’s a ghost!” and they cried out for fear.
Þeir æptu af skelfingu, því þeir héldu að þetta væri vofa.
27 But immediately Jesus spoke to them, saying, “Cheer up! It is I! Don’t be afraid.”
En þá kallaði Jesús til þeirra og sagði: „Verið óhræddir, þetta er ég!“
28 Peter answered him and said, “Lord, if it is you, command me to come to you on the waters.”
Þá hrópaði Pétur til hans og sagði: „Herra, ef þetta ert þú, leyfðu mér þá að koma til þín.“
29 He said, “Come!” Peter stepped down from the boat and walked on the waters to come to Jesus.
„Já, gerðu það. Komdu!“svaraði Jesús. Pétur steig þá yfir borðstokkinn og gekk á vatninu í átt til Jesú.
30 But when he saw that the wind was strong, he was afraid, and beginning to sink, he cried out, saying, “Lord, save me!”
En þegar Pétur sá öldurótið varð hann skelkaður og tók að sökkva. „Jesús, bjargaðu mér!“hrópaði hann.
31 Immediately Jesus stretched out his hand, took hold of him, and said to him, “You of little faith, why did you doubt?”
Jesús rétti honum samstundis höndina og dró hann upp. „Þú hefur litla trú, “sagði Jesús. „Af hverju efaðist þú?“
32 When they got up into the boat, the wind ceased.
Veðrið lægði um leið og þeir stigu í bátinn.
33 Those who were in the boat came and worshiped him, saying, “You are truly the Son of God!”
Hinir sem í bátnum voru sögðu þá fullir ótta og lotningar: „Þú ert sannarlega sonur Guðs!“
34 When they had crossed over, they came to the land of Gennesaret.
Þegar þeir komu að landi í Genesaret,
35 When the people of that place recognized him, they sent into all that surrounding region and brought to him all who were sick;
fréttist jafnskjótt um allan bæinn að þeir væru komnir. Fólk fór um allt og hvatti aðra til að fara með sjúklinga til hans.
36 and they begged him that they might just touch the fringe of his garment. As many as touched it were made whole.
Þeir sem veikir voru báðu hann að leyfa sér að snerta, þó ekki væri nema faldinn á yfirhöfn hans, og allir sem það gerðu læknuðust.

< Matthew 14 >