< Matthew 12 >

1 At that time, Jesus went on the Sabbath day through the grain fields. His disciples were hungry and began to pluck heads of grain and to eat.
Um þetta leyti gekk Jesús á helgidegi yfir kornakur ásamt lærisveinum sínum. Lærisveinarnir voru svangir, svo að þeir týndu nokkur hveitiöx og átu kornið sem í þeim var.
2 But the Pharisees, when they saw it, said to him, “Behold, your disciples do what is not lawful to do on the Sabbath.”
Farísear sem þar voru og sáu til þeirra, sögðu við Jesú: „Sérðu ekki að lærisveinar þínir eru að brjóta lögin? Þetta er bannað að gera á helgidegi!“
3 But he said to them, “Haven’t you read what David did when he was hungry, and those who were with him:
En Jesús svaraði þeim: „Hafið þið aldrei lesið hvað Davíð konungur gerði þegar hann og menn hans fundu til hungurs?
4 how he entered into God’s house and ate the show bread, which was not lawful for him to eat, nor for those who were with him, but only for the priests?
Hann fór inn í guðshús ásamt mönnum sínum og át brauðið sem prestunum einum var heimilt að borða. Það var einnig lagabrot.
5 Or have you not read in the law that on the Sabbath day the priests in the temple profane the Sabbath and are guiltless?
Hafið þið aldrei lesið í lögum Móse að prestarnir, sem gegna þjónustu í musterinu, verða að vinna störf sín á helgidögum jafnt sem aðra daga.
6 But I tell you that one greater than the temple is here.
Ég segi: Hér á í hlut sá sem er meiri en musterið.
7 But if you had known what this means, ‘I desire mercy, and not sacrifice,’ you wouldn’t have condemned the guiltless.
Þið hefðuð ekki dæmt þessa saklausu menn, ef þið skilduð hvað þessi orð þýða: „Miskunnsemi met ég meira en fórn“.
8 For the Son of Man is Lord of the Sabbath.”
Ég, Kristur, er herra hvíldardagsins.“
9 He departed from there and went into their synagogue.
Jesús lagði nú leið sína til samkomuhússins.
10 And behold, there was a man with a withered hand. They asked him, “Is it lawful to heal on the Sabbath day?” so that they might accuse him.
Þar var staddur maður með bæklaða hönd. Farísearnir spurðu Jesú: „Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi?“(Þeir vonuðu auðvitað að hann mundi svara „já“svo að þeir hefðu tilefni til að handtaka hann.)
11 He said to them, “What man is there among you who has one sheep, and if this one falls into a pit on the Sabbath day, won’t he grab on to it and lift it out?
Hann svaraði: „Ef einhver ætti aðeins eina kind og hún félli í skurð á helgidegi, mundi hann þá ekki leggja það á sig að bjarga henni þótt helgidagur væri? Auðvitað!
12 Of how much more value then is a man than a sheep! Therefore it is lawful to do good on the Sabbath day.”
Og er maður ekki meira virði en sauðkind? Þar af leiðir: Það er leyfilegt að vinna góð verk á helgidegi.“
13 Then he told the man, “Stretch out your hand.” He stretched it out; and it was restored whole, just like the other.
Síðan sagði hann við manninn: „Réttu fram hönd þína.“Maðurinn gerði það og um leið varð hönd hans heil!
14 But the Pharisees went out and conspired against him, how they might destroy him.
Farísearnir skutu þegar á fundi og gerðu samsæri um að handtaka Jesú og lífláta hann.
15 Jesus, perceiving that, withdrew from there. Great multitudes followed him; and he healed them all,
Jesús vissi um áform þeirra og yfirgaf því samkomuhúsið, og fóru margir með honum. Hann læknaði alla sem sjúkir voru meðal þeirra,
16 and commanded them that they should not make him known,
en varaði þá jafnframt við að bera út fréttir um kraftaverk hans.
17 that it might be fulfilled which was spoken through Isaiah the prophet, saying,
Þar með rættist spádómur Jesaja um hann:
18 “Behold, my servant whom I have chosen, my beloved in whom my soul is well pleased. I will put my Spirit on him. He will proclaim justice to the nations.
„Takið eftir þjóni mínum, sem ég hef útvalið! Ég elska hann og hef yndi af honum. Ég mun gefa honum anda minn og hann mun dæma þjóðirnar.
19 He will not strive, nor shout, neither will anyone hear his voice in the streets.
Hann beitir engan ofríki og fer ekki með háreysti.
20 He won’t break a bruised reed. He won’t quench a smoking flax, until he leads justice to victory.
Hann brýtur ekki hið veika strá og ógnar ekki hinu ístöðulitla. Sigur hans mun stöðva allt misrétti og ranglæti
21 In his name, the nations will hope.”
og á hann munu þjóðirnar treysta.“
22 Then one possessed by a demon, blind and mute, was brought to him; and he healed him, so that the blind and mute man both spoke and saw.
Þá var komið til hans með mann sem var bæði blindur og mállaus og þjáðist af illum anda. Jesús læknaði manninn og hann fékk bæði sjón og mál á ný.
23 All the multitudes were amazed, and said, “Can this be the son of David?”
Þá hrópaði fólkið: „Getur verið að þessi Jesús sé Kristur?!“
24 But when the Pharisees heard it, they said, “This man does not cast out demons except by Beelzebul, the prince of the demons.”
Þegar farísearnir heyrðu um kraftaverkið sögðu þeir: „Hann rekur út illa anda með aðstoð Satans, foringja illu andanna.“
25 Knowing their thoughts, Jesus said to them, “Every kingdom divided against itself is brought to desolation, and every city or house divided against itself will not stand.
Jesús skynjaði hugsanir þeirra og sagði: „Ríki sem er sundrað hlýtur að leggjast í auðn. Borg eða heimili, þar sem allt logar í ófriði, fær ekki staðist.
26 If Satan casts out Satan, he is divided against himself. How then will his kingdom stand?
Ef Satan rekur Satan út, er hann að berjast gegn sjálfum sér og sundra ríki sínu. Ef ég beiti valdi Satans til að reka út illa anda,
27 If I by Beelzebul cast out demons, by whom do your children cast them out? Therefore they will be your judges.
með hvaða krafti rekur þá ykkar fólk þá út? Svari það ásökun ykkar!
28 But if I by the Spirit of God cast out demons, then God’s Kingdom has come upon you.
En ef ég rek illa anda út með mætti Guðs, þá er ríki hans komið á meðal ykkar.
29 Or how can one enter into the house of the strong man and plunder his goods, unless he first bind the strong man? Then he will plunder his house.
Enginn kemst inn í hús voldugs manns og rænir eigum hans nema binda hann fyrst. Eins er með ríki Satans, sé hann bundinn er hægt að reka illu andana út.
30 “He who is not with me is against me, and he who doesn’t gather with me, scatters.
Sá sem ekki vinnur með mér vinnur gegn mér.
31 Therefore I tell you, every sin and blasphemy will be forgiven men, but the blasphemy against the Spirit will not be forgiven men.
Háð gegn mér er unnt að fyrirgefa og einnig allar aðrar syndir, nema eina: Lastmæli gegn heilögum anda verður aldrei fyrirgefið,
32 Whoever speaks a word against the Son of Man, it will be forgiven him; but whoever speaks against the Holy Spirit, it will not be forgiven him, either in this age, or in that which is to come. (aiōn g165)
hvorki í þessum heimi né hinum komandi. (aiōn g165)
33 “Either make the tree good and its fruit good, or make the tree corrupt and its fruit corrupt; for the tree is known by its fruit.
Tré þekkist af ávexti sínum. Tré af valinni tegund ber góðan ávöxt, en léleg tegund vondan ávöxt.
34 You offspring of vipers, how can you, being evil, speak good things? For out of the abundance of the heart, the mouth speaks.
Þið höggormsafkvæmi! Hvernig ættu vondir menn eins og þið að geta talað máli góðsemi og réttlætis? Hugarfar mannsins ákveður orð hans.
35 The good man out of his good treasure brings out good things, and the evil man out of his evil treasure brings out evil things.
Góður maður ber vitni um gott innræti með orðum sínum, en vondur maður tjáir illt innræti með tali sínu.
36 I tell you that every idle word that men speak, they will give account of it in the day of judgment.
Eitt er víst: Á degi dómsins verðið þið að gera grein fyrir hverju ónytjuorði sem þið hafið sagt.
37 For by your words you will be justified, and by your words you will be condemned.”
Orð þau, sem þið mælið nú, ákveða örlög ykkar þá. Annað hvort munu þau sýkna ykkur eða sakfella.“
38 Then certain of the scribes and Pharisees answered, “Teacher, we want to see a sign from you.”
Þá svöruðu nokkrir fræðimenn og farísear honum og sögðu: „Sýndu okkur kraftaverk.“Með kraftaverkinu átti Jesús að sanna að hann væri Kristur.
39 But he answered them, “An evil and adulterous generation seeks after a sign, but no sign will be given to it but the sign of Jonah the prophet.
Jesús svaraði: „Aðeins vont og vantrúað fólk heimtar slíkar sannanir. Reynsla Jónasar spámanns á að vera ykkur nægileg sönnun. Jónas var þrjá sólarhringa í stórfiskinum, og ég, Kristur, mun sömuleiðis verða þrjá daga í skauti jarðarinnar.
40 For as Jonah was three days and three nights in the belly of the huge fish, so will the Son of Man be three days and three nights in the heart of the earth.
41 The men of Nineveh will stand up in the judgment with this generation and will condemn it, for they repented at the preaching of Jonah; and behold, someone greater than Jonah is here.
Á degi dómsins munu íbúar Niníve rísa upp gegn þessari þjóð og dæma hana. Þegar Jónas áminnti þá, iðruðust þeir og sneru sér frá syndum sínum til Guðs. Hér stendur sá sem æðri er Jónasi, en samt viljið þið ekki trúa honum!
42 The Queen of the South will rise up in the judgment with this generation and will condemn it, for she came from the ends of the earth to hear the wisdom of Solomon; and behold, someone greater than Solomon is here.
Drottningin af Saba mun rísa upp í dóminum, tala gegn þessari þjóð og dæma hana seka. Hún kom frá fjarlægu landi til að hlýða á speki Salómons, en hér stendur sá sem er æðri en Salómon, og þið neitið að trúa honum.“
43 “When an unclean spirit has gone out of a man, he passes through waterless places seeking rest, and doesn’t find it.
„Þessi þjóð er líkt og haldin illum anda! Þegar illur andi er farinn úr manni, fer hann út í eyðimörkina um stund og leitar hvíldar, en án árangurs og því segir hann: „Ég vil fara aftur í manninn sem ég var í.“Þá fer hann og finnur sjö aðra anda, sér verri. Þeir fara síðan og búa um sig í manninum, og ástand hans verður verra en áður.“
44 Then he says, ‘I will return into my house from which I came;’ and when he has come back, he finds it empty, swept, and put in order.
45 Then he goes and takes with himself seven other spirits more evil than he is, and they enter in and dwell there. The last state of that man becomes worse than the first. Even so will it be also to this evil generation.”
46 While he was yet speaking to the multitudes, behold, his mother and his brothers stood outside, seeking to speak to him.
Meðan Jesús var að tala, kom móðir hans og bræður að útidyrunum og vildu fá að hitta hann (en þau komust ekki inn vegna þrengsla).
47 One said to him, “Behold, your mother and your brothers stand outside, seeking to speak to you.”
48 But he answered him who spoke to him, “Who is my mother? Who are my brothers?”
Þegar honum var sagt frá þessu spurði hann: „Hver er móðir mín? Hverjir eru bræður mínir?“
49 He stretched out his hand toward his disciples, and said, “Behold, my mother and my brothers!
Því næst benti hann á lærisveina sína og sagði: „Sjáið! Þarna er móðir mín og bræður.“
50 For whoever does the will of my Father who is in heaven, he is my brother, and sister, and mother.”
Síðan bætti hann við: „Hver sá sem hlýðir föður mínum á himnum er bróðir minn, systir og móðir.“

< Matthew 12 >