< Luke 19 >

1 He entered and was passing through Jericho.
Í Jeríkó bjó maður sem Sakkeus hét.
2 There was a man named Zacchaeus. He was a chief tax collector, and he was rich.
Hann var yfirskattheimtumaður Rómverja og því mjög ríkur.
3 He was trying to see who Jesus was, and couldn’t because of the crowd, because he was short.
Þegar Jesús var á leið um borgina reyndi Sakkeus, sem var mjög lágvaxinn, að sjá Jesú, en hann gat það ekki vegna mannfjöldans.
4 He ran on ahead and climbed up into a sycamore tree to see him, for he was going to pass that way.
Hann hljóp því fram fyrir og klifraði upp í mórberjatré, sem stóð við veginn, til að fá góða yfirsýn.
5 When Jesus came to the place, he looked up and saw him, and said to him, “Zacchaeus, hurry and come down, for today I must stay at your house.”
Þegar Jesús kom þar að, leit hann upp til Sakkeusar og kallaði: „Sakkeus! Komdu niður! Ég ætla að heimsækja þig í dag.“
6 He hurried, came down, and received him joyfully.
Sakkeus varð mjög glaður. Hann flýtti sér niður úr trénu, fullur eftirvæntingar, og fór með Jesú heim til sín.
7 When they saw it, they all murmured, saying, “He has gone in to lodge with a man who is a sinner.”
Þá lét mannfjöldinn óánægju sína í ljós og sagði: „Hví leyfir hann sér að heimsækja slíkan syndara?“
8 Zacchaeus stood and said to the Lord, “Behold, Lord, half of my goods I give to the poor. If I have wrongfully exacted anything of anyone, I restore four times as much.”
En á meðan stóð Sakkeus frammi fyrir Drottni og sagði: „Herra, héðan í frá ætla ég að gefa fátækum helming auðæfa minna. Og hafi ég látið einhvern greiða of háa skatta, þá mun ég refsa sjálfum mér með því að greiða honum fjórfalt aftur.“
9 Jesus said to him, “Today, salvation has come to this house, because he also is a son of Abraham.
Þá sagði Jesús við hann: „Þetta sýnir, að í dag hefur hjálp Guðs veist þessu heimili. Þú varst einn hinna týndu sona Abrahams. Ég, Kristur, er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það.“
10 For the Son of Man came to seek and to save that which was lost.”
11 As they heard these things, he went on and told a parable, because he was near Jerusalem, and they supposed that God’s Kingdom would be revealed immediately.
Þegar Jesús var kominn í námunda við Jerúsalem, sagði hann dæmisögu til að leiðrétta þá sem héldu að ríki Guðs stæði fyrir dyrum:
12 He said therefore, “A certain nobleman went into a far country to receive for himself a kingdom and to return.
„Höfðingi, sem bjó í skattlandi einu, var kvaddur til höfuðborgar ríkisins, en þar átti að krýna hann konung yfir skattlandinu.
13 He called ten servants of his and gave them ten mina coins, and told them, ‘Conduct business until I come.’
Áður en hann fór, kallaði hann saman tíu aðstoðarmenn sína og afhenti hverjum um sig hálfa milljón króna, sem þeir áttu að versla með meðan hann væri í burtu.
14 But his citizens hated him, and sent an envoy after him, saying, ‘We don’t want this man to reign over us.’
Sumum landsmanna var illa við hann og því sendu þeir honum sjálfstæðisyfirlýsingu. Þeir tóku fram að þeir hefðu gert byltingu og myndu ekki líta á hann sem konung sinn.
15 “When he had come back again, having received the kingdom, he commanded these servants, to whom he had given the money, to be called to him, that he might know what they had gained by conducting business.
Þegar hann kom heim aftur, kallaði hann til sín menn þá sem hann hafði afhent peningana. Nú vildi hann fá að vita hvernig þeim hefði gengið og hver ágóði hans yrði.
16 The first came before him, saying, ‘Lord, your mina has made ten more minas.’
Sá fyrsti sagði frá stórkostlegum gróða – hann hafði tífaldað upphæðina!
17 “He said to him, ‘Well done, you good servant! Because you were found faithful with very little, you shall have authority over ten cities.’
„Glæsilegt!“hrópaði konungurinn. „Mér líst vel á þig. Þú hefur reynst trúr í því litla sem ég fól þér og í staðinn skaltu fá að stjórna tíu borgum.“
18 “The second came, saying, ‘Your mina, Lord, has made five minas.’
Næsti maður hafði einnig góða sögu að segja, hann hafði fimmfaldað upphæðina.
19 “So he said to him, ‘And you are to be over five cities.’
„Gott!“sagði húsbóndi hans. „Þú skalt fá að stjórna fimm borgum.“
20 Another came, saying, ‘Lord, behold, your mina, which I kept laid away in a handkerchief,
En sá þriðji skilaði aðeins sömu upphæð og hann hafði fengið og sagði: „Ég var hræddur og gætti peninganna vel, því að þú ert ekkert lamb að leika við. Þú tekur það sem þú átt ekki og hirðir jafnvel uppskeru annarra.“
21 for I feared you, because you are an exacting man. You take up that which you didn’t lay down, and reap that which you didn’t sow.’
22 “He said to him, ‘Out of your own mouth I will judge you, you wicked servant! You knew that I am an exacting man, taking up that which I didn’t lay down and reaping that which I didn’t sow.
„Þú ert latur, þorparinn þinn, “hreytti konungurinn út úr sér og bætti síðan við: „Er ég harðskeyttur, ha? Já, það er ég og þannig verð ég einmitt við þig!
23 Then why didn’t you deposit my money in the bank, and at my coming, I might have earned interest on it?’
Hvers vegna lagðir þú þá peningana ekki í banka svo ég fengi þó einhverja vexti, fyrst þú þekktir mig svona vel?“
24 He said to those who stood by, ‘Take the mina away from him and give it to him who has the ten minas.’
Síðan sneri hann sér að hinum sem þar stóðu og sagði skipandi: „Takið af honum peningana og fáið þeim sem græddi mest.“
25 “They said to him, ‘Lord, he has ten minas!’
„Já, herra, en er hann ekki þegar búinn að fá nóg?“spurðu þeir.
26 ‘For I tell you that to everyone who has, will more be given; but from him who doesn’t have, even that which he has will be taken away from him.
„Jú, “svaraði konungurinn, „en sá sem hefur, mun fá enn meira, en sá sem lítið á, mun missa það fyrr en varir.
27 But bring those enemies of mine who didn’t want me to reign over them here, and kill them before me.’”
En varðandi þessa óvini mína sem gerðu uppreisn, þá náið í þá og takið þá af lífi að mér ásjáandi“.“
28 Having said these things, he went on ahead, going up to Jerusalem.
Eftir að hafa sagt þessa sögu, hélt Jesús áfram til Jerúsalem og gekk á undan lærisveinunum.
29 When he came near to Bethsphage and Bethany, at the mountain that is called Olivet, he sent two of his disciples,
Þegar þeir nálguðust þorpin Betfage og Betaníu á Olíufjallinu, sendi hann tvo þeirra á undan sér.
30 saying, “Go your way into the village on the other side, in which, as you enter, you will find a colt tied, which no man has ever sat upon. Untie it and bring it.
Hann sagði þeim að fara inn í þorpið, sem var nær, og þegar þangað kæmi skyldu þeir leita uppi asna í einni götunni. Þetta átti að vera foli, sem enginn hefði áður komið á bak. „Leysið hann, “sagði Jesús, „og komið með hann.
31 If anyone asks you, ‘Why are you untying it?’ say to him: ‘The Lord needs it.’”
Ef einhver spyr hvað þið séuð að gera, skuluð þið segja: „Herrann þarf hans með.““
32 Those who were sent went away and found things just as he had told them.
Þeir fóru og fundu asnann eins og Jesús hafði sagt,
33 As they were untying the colt, its owners said to them, “Why are you untying the colt?”
en meðan þeir voru að leysa hann, komu eigendurnir og kröfðust skýringar. „Hvað eruð þið að gera?“spurðu þeir, „hvers vegna eruð þið að leysa folann okkar?“
34 They said, “The Lord needs it.”
„Herrann þarf hans með, “svöruðu lærisveinarnir.
35 Then they brought it to Jesus. They threw their cloaks on the colt and sat Jesus on them.
Síðan fóru þeir með hann til Jesú og lögðu yfirhafnir sínar á bak folans, handa Jesú að sitja á.
36 As he went, they spread their cloaks on the road.
Fólkið breiddi föt sín á veginn framundan. Þegar komið var þangað, sem vegurinn liggur niður af Olíufjallinu, tók öll fylkingin að hrópa og lofsyngja Guð fyrir öll undursamlegu kraftaverkin sem Jesús hafði gert.
37 As he was now getting near, at the descent of the Mount of Olives, the whole multitude of the disciples began to rejoice and praise God with a loud voice for all the mighty works which they had seen,
38 saying, “Blessed is the King who comes in the name of the Lord! Peace in heaven, and glory in the highest!”
„Guð hefur gefið okkur konung!“hrópaði fólkið í gleði sinni. „Lengi lifi konungurinn! Gleðjist þið himnar! Dýrð sé Guði í hæstum himni!“
39 Some of the Pharisees from the multitude said to him, “Teacher, rebuke your disciples!”
En í hópnum voru nokkrir farísear sem sögðu: „Herra, þú verður að banna fylgjendum þínum að segja slíka hluti.“
40 He answered them, “I tell you that if these were silent, the stones would cry out.”
Hann svaraði: „Ef þeir þegðu, myndu steinarnir hrópa gleðióp.“
41 When he came near, he saw the city and wept over it,
Þegar nær dró Jerúsalem og Jesús sá borgina, grét hann og sagði:
42 saying, “If you, even you, had known today the things which belong to your peace! But now, they are hidden from your eyes.
„Ó, ef þú hefðir aðeins þekkt veg friðarins, en nú er hann hulinn sjónum þínum.
43 For the days will come on you when your enemies will throw up a barricade against you, surround you, hem you in on every side,
Óvinir þínir munu reisa virki gegn borgarmúrum þínum, umkringja þig og inniloka.
44 and will dash you and your children within you to the ground. They will not leave in you one stone on another, because you didn’t know the time of your visitation.”
Þeir munu eyða þér og börnum þínum, svo að ekki standi steinn yfir steini – því þú hafnaðir boði Guðs.“
45 He entered into the temple and began to drive out those who bought and sold in it,
Jesús fór inn í musterið og rak kaupmennina frá borðum sínum
46 saying to them, “It is written, ‘My house is a house of prayer,’ but you have made it a ‘den of robbers’!”
og sagði: „Biblían segir: „Musteri mitt er bænastaður, en þið hafið breytt því í þjófabæli.“
47 He was teaching daily in the temple, but the chief priests, the scribes, and the leading men among the people sought to destroy him.
Eftir þetta kenndi hann daglega í musterinu. Æðstu prestarnir, ásamt öðrum trúarleiðtogum og framámönnum þjóðarinnar, reyndu nú að finna leið til að losna við hann.
48 They couldn’t find what they might do, for all the people hung on to every word that he said.
En þeir fundu enga, því að fólkið leit á hann sem þjóðhetju – það var sammála öllu sem hann sagði.

< Luke 19 >