< John 20 >

1 Now on the first day of the week, Mary Magdalene went early, while it was still dark, to the tomb, and saw that the stone had been taken away from the tomb.
Snemma að morgni sunnudagsins, meðan enn var dimmt, kom María Magdalena að gröfinni og sá hún þá að steinninn hafði verið færður frá grafardyrunum.
2 Therefore she ran and came to Simon Peter and to the other disciple whom Jesus loved, and said to them, “They have taken away the Lord out of the tomb, and we don’t know where they have laid him!”
Hún hleypur því burt, finnur Símon Pétur og mig og segir: „Þeir hafa tekið líkama Drottins úr gröfinni og ég veit ekki hvar þeir hafa lagt hann!“
3 Therefore Peter and the other disciple went out, and they went toward the tomb.
Við hlupum út að gröfinni til að athuga þetta. Ég hljóp hraðar en Pétur og náði því þangað á undan honum
4 They both ran together. The other disciple outran Peter and came to the tomb first.
5 Stooping and looking in, he saw the linen cloths lying there; yet he didn’t enter in.
og gægðist inn. Sá ég þá léreftsdúkinn liggja þar, en ekki fór ég inn.
6 Then Simon Peter came, following him, and entered into the tomb. He saw the linen cloths lying,
Rétt í því bar Símon Pétur að og fór hann rakleitt inn í gröfina. Hann sá líka dúkinn
7 and the cloth that had been on his head, not lying with the linen cloths, but rolled up in a place by itself.
og klútinn, sem hulið hafði höfuð Jesú.
8 So then the other disciple who came first to the tomb also entered in, and he saw and believed.
Þá fór ég einnig inn á eftir honum. Ég sá og trúði (að hann hefði risið upp)
9 For as yet they didn’t know the Scripture, that he must rise from the dead.
en til þessa höfðum við ekki skilið orð Biblíunnar um upprisu hans.
10 So the disciples went away again to their own homes.
Við snerum aftur heimleiðis,
11 But Mary was standing outside at the tomb weeping. So as she wept, she stooped and looked into the tomb,
en um svipað leyti fór María aftur út að gröfinni og stóð þar úti fyrir og grét. Hún gægðist grátandi inn í gröfina.
12 and she saw two angels in white sitting, one at the head and one at the feet, where the body of Jesus had lain.
Sá hún þá tvo engla í hvítum kyrtlum sitja þar, annan við höfðalagið, en hinn til fóta, þar sem líkami Jesú hafði legið.
13 They asked her, “Woman, why are you weeping?” She said to them, “Because they have taken away my Lord, and I don’t know where they have laid him.”
„Hví grætur þú?“spurðu englarnir. „Vegna þess að þeir hafa tekið Drottin minn í burtu og ég veit ekki hvar þeir hafa lagt hann.“
14 When she had said this, she turned around and saw Jesus standing, and didn’t know that it was Jesus.
Síðan leit hún um öxl rétt sem snöggvast og sá einhvern standa fyrir aftan sig. Það var Jesús, en hún þekkti hann ekki.
15 Jesus said to her, “Woman, why are you weeping? Who are you looking for?” She, supposing him to be the gardener, said to him, “Sir, if you have carried him away, tell me where you have laid him, and I will take him away.”
„Hvers vegna grætur þú?“spurði hann, „og að hverjum ertu að leita?“Hún hélt að þetta væri eftirlitsmaður garðsins og sagði: „Herra, segðu mér hvar þú hefur lagt hann, ef þú hefur farið með hann burt, svo að ég geti sótt hann.“
16 Jesus said to her, “Mary.” She turned and said to him, “Rabboni!” which is to say, “Teacher!”
„María!“sagði Jesús. Hún sneri sér að honum. „Meistari!“hrópaði hún.
17 Jesus said to her, “Don’t hold me, for I haven’t yet ascended to my Father; but go to my brothers and tell them, ‘I am ascending to my Father and your Father, to my God and your God.’”
„Snertu mig ekki, “sagði hann ákveðinn, „því að ég er ekki enn stiginn upp til föður míns. Farðu nú og finndu bræður þína og segðu þeim að ég muni stíga upp til föður míns og föður ykkar, Guðs míns og Guðs ykkar.“
18 Mary Magdalene came and told the disciples that she had seen the Lord, and that he had said these things to her.
María Magdalena fór og fann lærisveinana og sagði við þá: „Ég hef séð Drottin!“Síðan flutti hún þeim skilaboðin.
19 When therefore it was evening on that day, the first day of the week, and when the doors were locked where the disciples were assembled, for fear of the Jews, Jesus came and stood in the middle and said to them, “Peace be to you.”
Þetta kvöld komu lærisveinarnir saman og læstu að sér af ótta við leiðtoga þjóðarinnar. En skyndilega stóð Jesús þar mitt á meðal þeirra. „Friður sé með ykkur!“sagði hann.
20 When he had said this, he showed them his hands and his side. The disciples therefore were glad when they saw the Lord.
Því næst sýndi hann þeim hendur sínar og síðusárið. Lærisveinarnir urðu mjög glaðir er þeir sáu Drottin.
21 Jesus therefore said to them again, “Peace be to you. As the Father has sent me, even so I send you.”
Þá talaði hann aftur til þeirra og sagði: „Friður sé með ykkur! Eins og faðirinn sendi mig, sendi ég ykkur líka.“
22 When he had said this, he breathed on them, and said to them, “Receive the Holy Spirit!
Síðan blés hann á þá og sagði: „Meðtakið heilagan anda.
23 If you forgive anyone’s sins, they have been forgiven them. If you retain anyone’s sins, they have been retained.”
Ef þið fyrirgefið einhverjum syndir hans, þá eru þær fyrirgefnar. Ef þið neitið honum um fyrirgefningu, þá fær hann hana ekki.“
24 But Thomas, one of the twelve, called Didymus, wasn’t with them when Jesus came.
Einn af lærisveinunum, Tómas, kallaður „tvíburinn“, var ekki viðstaddur þegar þetta gerðist.
25 The other disciples therefore said to him, “We have seen the Lord!” But he said to them, “Unless I see in his hands the print of the nails, put my finger into the print of the nails, and put my hand into his side, I will not believe.”
Seinna, þegar hinir sögðu honum að þeir hefðu séð Drottin, svaraði hann: „Ég trúi því ekki, nema ég sjái sárin eftir naglana í lófum hans og geti stungið fingrum mínum í þau og lagt höndina á síðusárið.“
26 After eight days, again his disciples were inside and Thomas was with them. Jesus came, the doors being locked, and stood in the middle, and said, “Peace be to you.”
Viku síðar voru lærisveinarnir aftur samankomnir og í þetta sinn var Tómas með þeim. Dyrunum hafði verið læst, en skyndilega – og á sama hátt og áður – stóð Jesús á meðal þeirra og sagði: „Friður sé með ykkur!“
27 Then he said to Thomas, “Reach here your finger, and see my hands. Reach here your hand, and put it into my side. Don’t be unbelieving, but believing.”
Síðan sagði hann við Tómas: „Stingdu fingri þínum í lófa mér og leggðu höndina á síðusárið. Vertu nú ekki vantrúaður heldur trúaður.“
28 Thomas answered him, “My Lord and my God!”
„Drottinn minn og Guð minn!“sagði Tómas.
29 Jesus said to him, “Because you have seen me, you have believed. Blessed are those who have not seen and have believed.”
Jesús sagði þá við hann: „Þú trúðir af því að þú hefur séð mig, en sælir eru þeir sem ekki sáu, en trúðu þó!“
30 Therefore Jesus did many other signs in the presence of his disciples, which are not written in this book;
Lærisveinarnir sáu hann gera mörg önnur kraftaverk en þau sem hér hefur verið lýst. En þessi bók er rituð til þess að þú trúir að Jesús sé Kristur, Guðssonurinn, og til þess að þú, með trúnni, eignist lífið í samfélaginu við hann.
31 but these are written that you may believe that Jesus is the Christ, the Son of God, and that believing you may have life in his name.

< John 20 >