< Colossians 2 >

1 For I desire to have you know how greatly I struggle for you and for those at Laodicea, and for as many as have not seen my face in the flesh;
Ég vil gjarnan að þið vitið hve mikið ég hef barist í bæn fyrir ykkur og fyrir söfnuðinum í Laódíkeu. Einnig fyrir mörgum öðrum vinum mínum, sem aldrei hafa kynnst mér persónulega.
2 that their hearts may be comforted, they being knit together in love, and gaining all riches of the full assurance of understanding, that they may know the mystery of God, both of the Father and of Christ,
Þetta er bæn mín fyrir ykkur: Að þið mættuð hljóta uppörvun, tengjast sterkum kærleiksböndum og eignast þá dýrmætu reynslu að kynnast Kristi náið og af eigin raun. Hann er sjálfur þetta leyndarmál Guðs, sem nú loks hefur verið kunngert.
3 in whom all the treasures of wisdom and knowledge are hidden.
Í honum er að finna alla fjársjóði vísdóms og þekkingar.
4 Now I say this that no one may delude you with persuasiveness of speech.
Þetta segi ég vegna þess að ég óttast að einhver reyni að blekkja ykkur með áróðri.
5 For though I am absent in the flesh, yet I am with you in the spirit, rejoicing and seeing your order, and the steadfastness of your faith in Christ.
Þótt ég nú sé fjarri ykkur, þá er ég hjá ykkur í anda, og gleðst yfir velgengni ykkar og staðfestu í trúnni á Krist.
6 As therefore you received Christ Jesus the Lord, walk in him,
Nú skuluð þið, sem tókuð á móti Kristi, einnig treysta honum til að ráða fram úr vandamálum líðandi stundar og lifa í stöðugu samfélagi við hann.
7 rooted and built up in him and established in the faith, even as you were taught, abounding in it in thanksgiving.
Verið staðföst í honum, eins og jurt sem skýtur rótum og sýgur til sín næringu. Gætið þess að halda áfram að vaxa í Drottni, svo að þið styrkist í sannleikanum. Látið líf ykkar geisla af gleði og þakklæti fyrir allt, sem hann hefur gert.
8 Be careful that you don’t let anyone rob you through his philosophy and vain deceit, after the tradition of men, after the elemental spirits of the world, and not after Christ.
Látið engan villa um fyrir ykkur með heimspekilegum vangaveltum. Þessi heimskulegu svör þeirra eru byggð á hugmyndum og ályktunum manna, en ekki á orðum Krists.
9 For in him all the fullness of the Deity dwells bodily,
Í Kristi sjáum við Guð holdi klæddan og í honum einum er hina sönnu visku og þekkingu að finna.
10 and in him you are made full, who is the head of all principality and power.
Þegar þið lifið með Kristi, þá hafið þið allt sem þið þarfnist, því þá eruð þið í samfélagi við sjálfan Guð. Kristur er æðstur allra valdhafa og öll máttarverk eru honum undirgefin.
11 In him you were also circumcised with a circumcision not made with hands, in the putting off of the body of the sins of the flesh, in the circumcision of Christ,
Þegar þið komuð til Krists, frelsaði hann ykkur frá hinum illu hvötum ykkar. Þetta gerði hann ekki með líkamlegum uppskurði eða umskurn, heldur með andlegum uppskurði – skírninni.
12 having been buried with him in baptism, in which you were also raised with him through faith in the working of God, who raised him from the dead.
Í skírninni dó ykkar gamla, eigingjarna eðli og var grafið með honum. Síðan risuð þið upp frá dauðum ásamt honum og hófuð nýtt líf í trú á orð hins almáttuga Guðs, sem vakti Krist frá dauðum.
13 You were dead through your trespasses and the uncircumcision of your flesh. He made you alive together with him, having forgiven us all our trespasses,
Þið voruð dáin í syndinni, en Guð gaf ykkur hlutdeild í lífi Krists, fyrirgaf ykkur syndirnar,
14 wiping out the handwriting in ordinances which was against us. He has taken it out of the way, nailing it to the cross.
ógilti allar kröfur á hendur ykkar og strikaði yfir öll ykkar brot gegn boðorðunum. Hann tók þessa sakaskrá og eyðilagði hana með því að negla hana á kross Krists.
15 Having stripped the principalities and the powers, he made a show of them openly, triumphing over them in it.
Á þennan hátt ógilti Guð þær ákærur, sem Satan bar fram gegn okkur vegna synda okkar, og kunngjörði öllum heiminum sigur Krists á krossinum, þar sem allar okkar syndir voru afmáðar.
16 Let no one therefore judge you in eating or drinking, or with respect to a feast day or a new moon or a Sabbath day,
Látið því engan ásaka ykkur fyrir það sem þið borðið eða drekkið, né fyrir að halda ekki gyðinglega hátíðis- og tyllidaga, tunglkomuhátíðir eða hvíldardaga Gyðinga.
17 which are a shadow of the things to come; but the body is Christ’s.
Þetta voru aðeins tímabundnar reglur, sem féllu úr gildi þegar Kristur kom. Þær voru aðeins ímynd raunveruleikans – Krists.
18 Let no one rob you of your prize by self-abasement and worshiping of the angels, dwelling in the things which he has not seen, vainly puffed up by his fleshly mind,
Látið engan segja ykkur að þið glatist ef þið tilbiðjið ekki engla, eins og sumir halda fram. Þeir segjast hafa fengið vitrun um þetta og því beri ykkur að hlýða. Þetta veldur því einu að menn hrokast upp
19 and not holding firmly to the Head, from whom all the body, being supplied and knit together through the joints and ligaments, grows with God’s growth.
og missa tengslin við Krist, höfuðið, sem við öll, líkami hans, tengjumst. Líkami Krists – söfnuðurinn – er tengdur saman og styrktur með taugum og sinum, og vex því aðeins að hann fái næringu og styrk frá Guði.
20 If you died with Christ from the elemental spirits of the world, why, as though living in the world, do you subject yourselves to ordinances,
Þið dóuð með Kristi og þurfið því ekki að fylgja hugmyndum heimsins um hvernig eigi að frelsast. Vinna góðverk og fara eftir alls konar reglum. En hvers vegna haldið þið samt áfram að fylgja þessum hugmyndum og hvers vegna eruð þið ennþá bundin af reglum
21 “Don’t handle, nor taste, nor touch”
sem banna ykkur að borða, smakka eða snerta vissan mat?
22 (all of which perish with use), according to the precepts and doctrines of men?
Slíkar reglur eru ekki annað en mannaboðorð, því að maturinn er ætlaður til neyslu.
23 These things indeed appear like wisdom in self-imposed worship, humility, and severity to the body, but aren’t of any value against the indulgence of the flesh.
Þessar reglur kunna að virðast góðar, því að þær krefjast mikillar sjálfsafneitunar, eru auðmýkjandi og valda líkamlegum óþægindum. En þær veita mönnum engan kraft til að sigrast á illum hugsunum og eigingjörnum hvötum, heldur auka aðeins á stolt þeirra.

< Colossians 2 >