< 1 Thessalonians 2 >

1 For you yourselves know, brothers, our visit to you wasn’t in vain,
Þið vitið vel, kæru vinir, að heimsókn okkar til ykkar var sannarlega ekki árangurslaus.
2 but having suffered before and been shamefully treated, as you know, at Philippi, we grew bold in our God to tell you the Good News of God in much conflict.
Þið þekkið hve hart við vorum leiknir í Filippí, rétt áður en við komum til ykkar! Þrátt fyrir það gaf Guð okkur kjark til að flytja ykkur sama boðskap, meira að segja með djörfung, enda þótt við værum umkringdir óvinum.
3 For our exhortation is not of error, nor of uncleanness, nor in deception.
Af þessu getið þið séð að við predikuðum ekki á fölskum forsendum eða með illt í huga. Við vorum einlægir og komum til dyranna eins og við vorum klæddir.
4 But even as we have been approved by God to be entrusted with the Good News, so we speak—not as pleasing men, but God, who tests our hearts.
Við erum sendiboðar Guðs og þannig tölum við. Guð hefur treyst okkur fyrir sannleikanum og honum breytum við ekki til að þóknast mönnum. Við þjónum Guði einum. Hann rannsakar hjörtu okkar og þekkir okkar leyndustu hugsanir.
5 For neither were we at any time found using words of flattery, as you know, nor a cloak of covetousness (God is witness),
Hvenær reyndum við að vinna traust ykkar með smjaðri? Aldrei, það vitið þið vel. Og Guð veit að ekki sóttumst við eftir vináttu ykkar til að græða á ykkur.
6 nor seeking glory from men (neither from you nor from others), when we might have claimed authority as apostles of Christ.
Nei, það getum við talið okkur til lofs að aldrei höfum við beðið ykkur, né neinn annan, um peninga, enda þótt við sem postular Krists hefðum fullan rétt á að fara fram á fjárhagsstuðning eða viðurkenningu.
7 But we were gentle among you, like a nursing mother cherishes her own children.
Við sýndum ykkur eins mikla nærgætni og móðir barni sínu.
8 Even so, affectionately longing for you, we were well pleased to impart to you not the Good News of God only, but also our own souls, because you had become very dear to us.
Okkur þótti svo vænt um ykkur, að við gáfum ykkur ekki aðeins orð Guðs, heldur einnig líf okkar.
9 For you remember, brothers, our labor and travail; for working night and day, that we might not burden any of you, we preached to you the Good News of God.
Kæru vinir, munið þið hvernig við strituðum meðan við vorum hjá ykkur? Við unnum dag og nótt til að hafa í okkur og á, svo að þið þyrftuð ekki að bera kostnað okkar vegna, meðan við fluttum ykkur fagnaðarerindið.
10 You are witnesses with God how holy, righteously, and blamelessly we behaved ourselves toward you who believe.
Þið getið sjálf borið vitni um það – ásamt Guði – að við höfum hreinan skjöld gagnvart ykkur öllum.
11 As you know, we exhorted, comforted, and implored every one of you, as a father does his own children,
Við töluðum við ykkur eins og faðir við börn sín – munið þið það? Við áminntum, hvöttum og jafnvel grátbændum eitt og sérhvert ykkar,
12 to the end that you should walk worthily of God, who calls you into his own Kingdom and glory.
svo að líferni ykkar yrði Guði ekki til skammar – honum sem kallaði ykkur inn í dýrðarríki sitt.
13 For this cause we also thank God without ceasing that when you received from us the word of the message of God, you accepted it not as the word of men, but as it is in truth, God’s word, which also works in you who believe.
Við erum Guði eilíflega þakklátir, því að þið lituð ekki á boðskap okkar sem okkar eigin orð, heldur sem Guðs orð, sem það vissulega er. Þegar þið tókuð við því og trúðuð, þá breytti það lífi ykkar!
14 For you, brothers, became imitators of the assemblies of God which are in Judea in Christ Jesus; for you also suffered the same things from your own countrymen, even as they did from the Jews
Síðan fenguð þið, kæru vinir, að reyna sömu þjáningar og kristnu söfnuðirnir í Júdeu. Þið þolduð ofsóknir af hendi samlanda ykkar, rétt eins og þeir í Júdeu meðal sinnar eigin þjóðar, Gyðinga.
15 who killed both the Lord Jesus and their own prophets, and drove us out, and don’t please God, and are contrary to all men,
Gyðingarnir líflétu sína eigin spámenn og síðan tóku þeir af lífi Drottin Jesú og nú hafa þeir ofsótt okkur hatrammlega og rekið okkur burt. Þeir rísa bæði gegn Guði og mönnum
16 forbidding us to speak to the Gentiles that they may be saved, to fill up their sins always. But wrath has come on them to the uttermost.
og reyna að hindra okkur í að ná til heiðingjanna, af ótta við að einhverjir þeirra muni frelsast. Með þessu bæta þeir gráu ofan á svart og auka enn við syndir sínar. En reiði Guðs nær til þeirra að lokum.
17 But we, brothers, being bereaved of you for a short season in presence, not in heart, tried even harder to see your face with great desire,
Kæru vinir, það leið ekki langur tími frá því við fórum frá ykkur (hjörtu okkar yfirgáfu ykkur reyndar aldrei!), þar til við reyndum að snúa til ykkar á ný.
18 because we wanted to come to you—indeed, I, Paul, once and again—but Satan hindered us.
Okkur langaði mjög mikið til að hitta ykkur og ég, Páll, reyndi það hvað eftir annað, en Satan hindraði okkur.
19 For what is our hope, or joy, or crown of rejoicing? Isn’t it even you, before our Lord Jesus at his coming?
Til hvers haldið þið að við lifum? Hvað haldið þið að sé von okkar, gleði og kóróna, – hrósunarefni okkar? Það eruð þið. Þið munuð verða gleði okkar þegar við stöndum hlið við hlið frammi fyrir Drottni Jesú Kristi, við endurkomu hans.
20 For you are our glory and our joy.
Þið eruð gleðiefni okkar og staðfesting á sigri okkar.

< 1 Thessalonians 2 >