< Revelation 19 >

1 After this, I heard what seemed to be a great shout from a vast throng in Heaven, crying — ‘Hallelujah! To our God belong Salvation, and Glory, and Power,
Eftir þetta heyrði ég mikinn fjölda á himnum hrópa og segja: „Hallelúja! Dýrð sé Guði! Hjálpin kemur frá Guði. Hans er mátturinn og dýrðin,
2 for true and righteous are his judgments. For he has passed judgment upon the Great Harlot who was corrupting the earth by her licentiousness, and he has taken vengeance upon her for the blood of his servants.’
því að dómar hans eru réttlátir og sannir. Hann refsaði skækjunni miklu, sem spillti jörðinni með syndum sínum, og hann hefur hefnt fyrir morðin á þjónum sínum.“
3 Again they cried — ‘Hallelujah!’ And the smoke from her ruins rises for ever and ever. (aiōn g165)
Aftur og aftur var endurtekið: „Dýrð sé Guði! Reykurinn frá rústum hennar mun stíga upp um alla eilífð!“ (aiōn g165)
4 Then the twenty-four Councillors and the Four Creatures prostrated themselves and worshiped God who was seated upon the throne, crying — ‘Amen, Hallelujah!’;
Öldungarnir tuttugu og fjórir og verurnar fjórar féllu fram og tilbáðu Guð, sem sat í hásætinu, og sögðu: „Amen! Hallelúja! Dýrð sé Guði!“
5 and from the throne there came a voice which said — ‘Praise our God all you who serve him, You who reverence him, both high and low.’
Þá sagði rödd, sem kom frá hásætinu: „Lofið Guð allir þjónar hans, stórir og smáir, allir þið, sem óttist hann.“
6 Then I heard ‘what seemed to be the shout of a vast throng, like the sound of many waters,’ and like the sound of loud peals of thunder, crying — ‘Hallelujah! For the Lord is King, our God, the Almighty.
Síðan heyrði ég undursamlegan hljóm, eins og söng frá miklum mannfjölda, líkastan brimgný við klettótta strönd eða þrumugný: „Lofið Drottin! Nú hefur Drottinn Guð hinn almáttki tekið völdin.
7 Let us rejoice and exalt; and we will pay him honour, for the hour for the Marriage of the Lamb has come, and his Bride has made herself ready.
Gleðjumst, fögnum og tignum hann, því að nú er brúðkaupsveisla lambsins að hefjast og brúðurin hefur búið sig.
8 And to her it has been granted to robe herself in fine linen, white and pure, for that linen is the good deeds of the People of Christ.’
Hún á rétt á að klæðast því hreinasta, hvítasta og dýrasta líni sem til er.“Dýra línið táknar góðverkin sem börn Guðs hafa unnið.
9 Then a voice said to me ‘Write — “Blessed are those who have been summoned to the marriage feast of the Lamb.”’ And the voice said — ‘These words of God are true.’
Engillinn bað mig nú að skrifa eftirfarandi setningu: „Sælir eru þeir, sem boðnir eru í brúðkaupsveislu lambsins.“Síðan sagði hann: „Þetta eru orð Guðs sjálfs.“
10 I prostrated myself at the feet of him who spoke to worship him, but he said to me — ‘Forbear; I am your fellow-servant, and the fellow-servant of your Brothers who bear their testimony to Jesus. Worship God. For to bear testimony to Jesus needs the inspiration of the Prophets.’
Þá féll ég til fóta honum til þess að tilbiðja hann, en hann sagði: „Nei! Gerðu þetta ekki! Ég er þjónn Guðs, rétt eins og þú og hinir kristnu meðbræður þínir sem vitna um trú sína á Krist. Tilbið Guð einan, því að tilgangur spádómanna og alls þess, sem ég hef sýnt þér, er sá að benda á Jesú.“
11 Then I saw that Heaven lay open. There appears a white horse; its rider is called ‘Faithful’ and ‘True’; righteously does he judge and make war.
Síðan sá ég himininn opinn og hvítan hest standa þar. Sá sem á hestinum sat heitir „trúr og sannur“og hann berst og refsar með réttvísi.
12 His eyes are flaming fires; on his head there are many diadems, and he bears a name, written, which no one knows but himself;
Augu hans eru sem eldslogar og á höfðinu ber hann margar kórónur. Nafn er á enni hans, en hann einn veit merkingu þess.
13 he has been clothed in a garment sprinkled with blood; and the name by which he is called is ‘The Word of God.’
Föt hans eru blóði drifin og hann er nefndur „orð Guðs“.
14 The armies of Heaven followed him, mounted on white horses and clothed in fine linen, white and pure.
Hersveitir himnanna fylgdu honum á hvítum hestum, en þær voru klæddar dýru líni, hvítu og hreinu.
15 From his mouth comes a sharp sword, with which ‘to smite the nations; and he will rule them with an iron rod.’ He ‘treads the grapes in the press’ of the maddening wine of the Wrath of Almighty God;
Í munni sínum hefur hann beitt sverð til þess að höggva þjóðirnar með og hann stjórnar þeim með járnaga. Hann treður og pressar vínþrúgurnar í þró, sem kallast „heiftarreiði Guðs hins útvalda“.
16 and on his robe and on his thigh he has this name written — ‘KING OF KINGS AND LORD OF LORDS.’
Á skikkju hans og mitti er skrifað nafn: KONUNGUR KONUNGA OG DROTTINN DROTTNA.
17 Then I saw an angel standing on the sun. He cried in a loud voice to all the birds that fly in mid-heaven — ‘Gather and come to the great feast of God,
Þá sá ég engil sem stóð á sólinni. Hann kallaði hárri röddu til fuglanna: „Komið! Komið hingað til kvöldmáltíðar hins mikla Guðs!
18 to eat the flesh of kings, and the flesh of commanders, and the flesh of mighty men, and the flesh of horses and their riders, and the flesh of all freemen and slaves, and of high and low.’
Komið og etið hold konunga, kappa og háttsettra hershöfðingja, hesta og knapa þeirra og allra manna, bæði hárra og lágra, frjálsra og ánauðugra.“
19 Then I saw the Beast and the kings of the earth and their armies, gathered together to fight with him who sat on the horse and with his army.
Eftir það sá ég að dýrið, hið illa, safnaði saman valdamönnum heimsins og herjum þeirra til stríðs gegn honum, sem á hestinum sat, og hersveitum hans.
20 The Beast was captured, and with him was taken the false Prophet, who performed the marvels before the eyes of the Beast, with which he deceived those who had received the brand of the Beast and those who worshiped his image. Alive, they were thrown, both of them, into the fiery lake ‘of burning sulphur.’ (Limnē Pyr g3041 g4442)
Og dýrið var handtekið ásamt falsspámanninum, þeim sem gat gert mikil kraftaverk, ef dýrið var viðstatt – kraftaverk sem blekktu þá sem höfðu látið setja á sig merki dýrsins og tilbáðu líkneski þess. Þeim báðum – dýrinu og falsspámanninum – var fleygt lifandi í eldsdíkið, sem kraumar af logandi brennisteini. (Limnē Pyr g3041 g4442)
21 The rest were killed by the sword which came out of the mouth of him who rode upon the horse; and all the birds fed upon their flesh.
Herir þeirra voru stráfelldir með beitta sverðinu sem gekk út af munni þess, sem sat á hvíta hestinum, og fuglar himinsins átu sig sadda af hræjum þeirra.

< Revelation 19 >