< 1 Corinthians 11 >

1 [Follow my example], just like I [try to] follow Christ’s example.
Fylgið því fordæmi mínu eins og ég fylgi fordæmi Jesú Krists.
2 I praise you because you remember all the things [that I taught you] and because you follow the instructions that I gave you. You have done just like I told you to do.
Það gleður mig mjög, kæru vinir, að þið hafið munað og iðkað allt sem ég kenndi ykkur.
3 [Now], I want you to know that the one who has authority over [MTY] every man is Christ, and the ones who have authority over women are men (OR, their husbands), and the one who has authority over Christ is God.
En ég vil að þið vitið að eiginkona ber ábyrgð gagnvart manni sínum, eiginmaðurinn er ábyrgur gagnvart Kristi, og Kristur gagnvart Guði.
4 [So] if any man [wears a covering over] his head when he prays or speaks a message God gave him, he disgraces himself [SYN].
Ef karlmaður ber höfuðfat, meðan hann biður eða predikar, vanvirðir hann því Krist.
5 Also, if any woman does not wear a covering over her head when she prays or speaks a message that God gave her, she disgraces herself (OR, she dishonors her husband). That would be acting like [SIM] [women who are ashamed because] their heads have been shaved.
Af sömu ástæðu mun sú kona, er biður opinberlega eða spáir, það er, flytur boðskap frá Guði, án þess að hafa á höfðinu, vanvirða eiginmann sinn, því að höfuðbúnaður hennar er tákn undirgefni hennar.
6 So, if women do not wear coverings over their heads [when they pray or speak messages that God gave them], they should let someone shave their heads [so that they will be ashamed]. But since women are ashamed if someone cuts their hair [short] or shaves off their hair, they should wear coverings over their heads [when they pray or speak messages that God gave them].
Ef hún neitar að hafa á höfðinu, gæti hún eins vel rakað af sér hárið. Og fyrst það er niðurlægjandi fyrir konu að vera sköllótt, þá ætti hún að hylja höfuð sitt.
7 Men should not wear coverings over their heads [when they pray or speak messages that God gave them], because they represent what God is like [MET] and they show how great God is. But women show how great men (OR, their husbands) are.
Karlmaður ætti hins vegar ekkert að hafa á höfðinu er hann biðst fyrir, því að hlutverk hans sem yfirvalds er að vera ímynd vegsemdar Guðs. Konan er hins vegar vegsemd mannsins.
8 [Remember that God intends that men have authority over women. We know that] because [God] did not make [the first] man, [Adam], from the [first] woman, [Eve]. Instead, he made that woman [from a bone that he took] from the man.
Fyrsti karlmaðurinn kom ekki af konu, heldur kom konan af karlinum.
9 Also, [God] did not create [the first] man [to help] the woman. Instead, [he] created the woman [to help] the man.
Adam – karlmaðurinn – var ekki skapaður vegna Evu, heldur Eva handa Adam.
10 For that reason, women should wear something [to cover] their heads [as a symbol of their being under their husbands’] [MTY] authority. They should also [cover their heads] so that the angels [will see that and rejoice].
Konan ætti því að bera höfuðbúnað, sem tákn þess að hún lýtur yfirráðum manns sín á sama hátt og englarnir lúta vilja og valdi Guðs.
11 However, remember that [even though God created the first] woman from [the first] man, all other men [have been born] from women. So men cannot be independent of women, nor can women be independent of men. But all things, [including men and women], come from God.
En minnist þess að samkvæmt vilja Drottins, þarfnast maður og kona hvers annars,
því að þótt fyrsta konan hafi komið frá manninum, eru allir karlmenn síðan fæddir af konum og bæði konur og karlmenn koma frá Guði, skaparanum.
13 Consider this for yourselves: Is it proper for [RHQ] women to pray to God while they do not have coverings over their heads?
Hvað finnst ykkur sjálfum? Er rétt að kona biðjist opinberlega fyrir berhöfðuð?
14 (Everyone senses that it is disgraceful for men to have long hair./Doesn’t everyone sense that it is disgraceful for men to have long hair?) [RHQ]
Höfum við það ekki á tilfinningunni að höfuð kvenna eigi að vera hulin? Konur eru nefnilega stoltar af síðu hári sínu en síðhærður karlmaður er langt frá því að vera karlmannlegur.
15 But it is very delightful if women have long hair, because [God] gave them long hair to be like a [beautiful] covering [for their heads].
16 But whoever wants to argue [with me about my saying that women should have a covering over their heads when they pray or speak a message from God should consider the fact that] we [apostles] do not [permit] any other custom, and the [other] congregations of God do not have any other custom.
En vilji einhver gera þetta að deilumáli, þá vil ég segja eitt, að við höfum ekki þann sið, né kirkja Guðs yfirleitt, að setja þess konar mál á oddinn.
17 Now I want to tell you [about some other things]. I do not praise you about them, because whenever you believers meet together, good [things do not happen]. Instead, bad things [happen].
Næst vil ég taka fyrir annað atriði sem ég felli mig ekki við hjá ykkur. Það virðist vera frekar til tjóns en gagns er þið komið saman til heilagrar kvöldmáltíðar.
18 First of all, people have told me that when you gather together as a group [to worship God], you divide into groups [that are hostile to each other]. To some extent I believe that is true.
Mér er sagt að við slíkar guðsþjónustur séu flokkadrættir og deilur á meðal ykkar og því trúi ég vel.
19 It seems that you must divide into [groups that despise each other] in order that it might be clear/evident which people among you [God] approves of!
Ég geri ráð fyrir að ykkur finnist slíkt nauðsynlegt, svo að þið, sem alltaf hafið rétt fyrir ykkur, fáið athygli annarra og viðurkenningu.
20 When you gather together, you [IRO] eat the meal [that you say is to remember the death of] the Lord [Jesus for us].
Þegar þið hegðið ykkur á þennan hátt, þá er það ekki kvöldmáltíð Drottins sem þið neytið,
21 But [what happens when] you eat is that each person eats his own meal before [he thinks about sharing his food with anyone else]. As a result, [when the meal is over], some people are [still] hungry and others are drunk! [So it is not a meal that honors the Lord].
heldur ykkar eigin máltíð. Mér hefur nefnilega verið sagt að hver og einn hrifsi til sín það sem hann getur, án þess að bíða eftir hinum. Þannig fær einn ekki nóg meðan annar fær of mikið.
22 ([You act as though] you do not have your own houses in which you can eat and drink [whatever you want to]!/Do you not have your own houses in which you can eat and drink [whatever you want to]?) [RHQ] Do you not realize [RHQ] [that by acting selfishly in this way], it is God’s people whom you are despising, and it is the poor people [in your group] whom you are treating as though they were not important? What shall I say to you about that [RHQ]? Do [you expect] me to praise you [about what you do] [RHQ]? I certainly will not praise you!
Er þetta ekki satt? Getið þið ekki borðað og drukkið að vild heima hjá ykkur, til að forðast það að vanvirða söfnuðinn og valda þeim blygðun sem fátækir eru og ekkert geta tekið með sér að heiman? Hvað á ég að segja við þessu? Á ég að hrósa ykkur? Nei, það get ég ekki.
23 The Lord taught me these things that I also taught you: During the night that Jesus was betrayed {[Judas] enabled [the enemies of] the Lord Jesus to seize him}, he took some bread.
Drottinn sjálfur sagði þetta um heilaga kvöldmáltíð, og ég hef reyndar sagt ykkur það áður: Á þeirri nótt, sem hann var svikinn, tók hann brauð,
24 After he thanked God for it, he broke it into pieces. [Then he gave it to his disciples] and said, “This bread [represents] [MET] (OR, is) my body, that [I am about to sacrifice] for you. Eat bread in this [way again and again] to remember my [offering myself as a sacrifice for you].”
og er hann hafði þakkað Guði, braut hann það og gaf lærisveinum sínum og sagði: „Takið og etið. Þetta er líkami minn sem fyrir ykkur er gefinn. Gerið þetta í mína minningu.“
25 Similarly, after they ate their meal, he took a cup [MTY] [of wine]. He [thanked God for it. Then he gave it to his disciples], saying, “[The wine in] [MTY] this cup [represents] [MET] (OR, is) my blood [that will flow from my body] ([to put into effect/to establish]) the new agreement [that God is making with people]. Whenever you drink wine in this way, do it to remember that [my blood flowed for you].”
Á sama hátt tók hann eftir kvöldverðinn bikarinn með víninu og sagði: „Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli milli Guðs og ykkar, sem gerður hefur verið og staðfestur með dauða mínum – blóði mínu. Gerið þetta ætíð er þið drekkið í mína minningu.“
26 [Remember that] until the Lord [Jesus] returns [to the earth], whenever you eat the [bread that represents his body] and drink the wine [MTY] [that represents his blood], you are telling other people that he died [for you].
Því að hvert sinn sem þið etið þetta brauð og drekkið af þessum bikar, þá boðið þið dauða Drottins og allt það sem hann hefur gert, allt til þess er hann kemur aftur.
27 So, those who eat that bread and drink that wine [MTY] in a way that is not proper [for those who belong to the Lord] are guilty of [acting in a way that is contrary to what] our [Lord intended when he offered] his body [as a sacrifice] and his blood [flowed when he died].
Hver sem borðar því þetta brauð og drekkur af þessum bikar á óverðugan hátt, verður sekur um synd gegn líkama og blóði Drottins.
28 Before any believer eats that bread and drinks that wine [MTY], he should think carefully about [what he is doing],
Þess vegna ætti sérhver að skoða hug sinn rækilega, sem hyggst neyta brauðsins og drekka af bikarnum.
29 because if anyone eats [the bread that represents Christ’s body] and drinks [the wine that represents his blood] without recognizing that all God’s [people should be united, God will] punish him [for doing that].
Hver sá sem etur brauðið og drekkur af bikarnum án þess að minnast líkama Krists og hvað hann merkir, hann etur og drekkur dóm Guðs yfir sig, því að hann óvirðir dauða Krists.
30 Many people in your group are weak and sick, and several have died [EUP] because of [the way they acted when they ate that bread and drank that wine].
Þetta er ástæða þess hve margir eru veikir og lasburða á meðal ykkar og að margir hafa dáið.
31 If we would think carefully about what we [are doing], [God] would not judge [and punish] us [like that].
Ef þið hins vegar gætið vel að sjálfum ykkur áður en þið neytið kvöldmáltíðarinnar, þá er ekki þörf á að ykkur sé refsað.
32 But when the Lord judges [and punishes] us [for acting wrongly], he disciplines us [to correct us], in order that he will not [need to] punish us when he punishes [the people who do not trust in Christ] [MTY].
Þó er það svo að þegar Drottinn dæmir okkur, þá er hann að aga okkur til þess að við verðum ekki fordæmd ásamt heiminum.
33 So, my fellow believers, when you gather together to eat [food to remember the Lord’s dying for you], wait until everyone [has arrived so that you can find out who does not have enough food].
Þess vegna skuluð þið bíða hvert eftir öðru, kæru vinir, þegar þið komið saman til kvöldmáltíðar Drottins.
34 Those who are so hungry [that they cannot wait to eat until everyone else has arrived] should eat in their own homes [first], in order that when you gather together God will not judge [and punish them for] ([being inconsiderate of/not being concerned about]) [others]. And when I come [to Corinth] I will give you instructions about other matters [concerning the Lord’s Supper].
Sé einhver sársvangur, þá borði hann heima hjá sér, svo hann leiði ekki yfir sig refsingu er þið komið saman. Önnur mál mun ég ræða nánar þegar ég kem til ykkar.

< 1 Corinthians 11 >