< Psalms 25 >

1 A psalm of David. To you, O Lord, I lift up my heart: all the day I wait for you.
Drottinn, ég sendi bæn mína upp til þín.
2 In you I trust, put me not to shame; let not my foes exult over me.
Hafnaðu mér ekki, Drottinn, því að ég treysti þér. Láttu ekki óvini mína yfirbuga mig. Láttu þá ekki vinna sigur.
3 None will be shamed who wait for you, but shame will fall upon wanton traitors.
Sá sem treystir Drottni, mun ekki verða til skammar en hinir ótrúu verða það.
4 Make me, O Lord, to know your ways: teach me your paths.
Drottinn, sýndu mér þann veg sem ég á að ganga, bentu mér á réttu leiðina.
5 In your faithfulness guide me and teach me, for you are my God and my saviour.
Leiddu mig og kenndu mér því að þú ert sá eini Guð sem getur hjálpað. Á þig einan vona ég.
6 Remember your pity, O Lord, and your kindness, for they have been ever of old.
Drottinn, minnstu ekki æskusynda minna. Líttu til mín miskunnaraugum og veittu mér náð.
7 Do not remember the sins of my youth; remember me in kindness, because of your goodness, Lord.
Minnstu mín í elsku þinni og gæsku, Drottinn minn.
8 Good is the Lord and upright, so he teaches sinners the way.
Drottinn er góður og fús að vísa þeim rétta leið, sem villst hafa.
9 The humble he guides in the right, he teaches the humble his way.
Hann sýnir þeim rétta leið sem leita hans með auðmjúku hjarta.
10 All his ways are loving and loyal to those who observe his charges and covenant.
Þeir sem hlýða Drottni fá að ganga á hans vegum og upplifa elsku hans og trúfesti.
11 Be true to your name Lord, forgive my many sins.
En Drottinn, hvað um syndir mínar? Æ, þær eru svo margar! Fyrirgef þú mér vegna elsku þinnar og nafni þínu til dýrðar.
12 Who then is the person who fears the Lord? He will teach them the way to choose.
Sá maður sem óttast Drottin – heiðrar hann og hlýðir honum – mun njóta leiðsagnar Guðs í lífinu.
13 They will live in prosperity, their children will inherit the land.
Hann verður gæfumaður og börn hans erfa landið.
14 The Lord gives guidance to those who fear him, and with his covenant he makes them acquainted.
Drottinn sýnir trúnað og vináttu þeim sem óttast hann. Hann trúir þeim fyrir leyndarmálum sínum!
15 My eyes are ever toward the Lord, for out of the net he brings my foot.
Ég mæni á Drottin í von um hjálp, því að hann einn getur frelsað mig frá dauða.
16 Turn to me with your favour, for I am lonely and crushed
Kom þú, Drottinn, og miskunna mér, því að ég er hrjáður og hjálparlaus og
17 In my heart are strain and storm; bring me out of my distresses.
vandi minn fer stöðugt vaxandi. Ó, frelsaðu mig úr neyð minni!
18 Look on my misery and trouble, and pardon all my sins,
Líttu á eymd mína og sársauka og fyrirgefðu mér syndir mínar!
19 look on my foes oh, so many! And their cruel hatred towards me.
Sjáðu óvini mína og hve þeir hata mig!
20 Deliver me, keep me, and shame not one who takes refuge in you.
Frelsaðu mig frá þessu öllu! Bjargaðu mér úr klóm þeirra! Láttu engan segja að ég hafi treyst þér án árangurs.
21 May integrity and innocence preserve me, for I wait for you, O Lord.
Láttu hreinskilni og heiðarleika vernda mig – já vera lífverði mína! Ég reiði mig á vernd þína.
22 Redeem Israel, O God, from all its distresses.
Ó, Guð, frelsa þú Ísrael úr öllum nauðum hans.

< Psalms 25 >