< Luke 20 >

1 On one of those days, as he was teaching the people in the temple and preaching the Good News, the priests and Torah-Teachers came to him with the elders.
Dag nokkurn var Jesús að kenna og predika í musterinu. Þá lögðu æðstu prestarnir til atlögu við hann ásamt öðrum trúarleiðtogum og mönnum úr ráðinu.
2 They asked him, “Tell us: by what authority do you do these things? Or who is giving you this authority?”
Þeir kröfðust þess að hann segði þeim með hvaða valdi hann hefði rekið musteriskaupmennina út.
3 He answered them, “I also will ask you one question. Tell me:
„Áður en ég svara ætla ég að spyrja ykkur annarrar spurningar, “svaraði hann:
4 the baptism of John [Yah is gracious], was it from heaven, or from men?”
„Var Jóhannes sendur af Guði eða starfaði hann aðeins í eigin mætti?“
5 They reasoned with themselves, saying, “If we say, ‘From heaven,’ he will say, ‘Why didn’t you believe him?’
Þeir ráðguðust um þetta. „Ef við segjum að boðskapur hans hafi verið frá himnum, þá erum við fallnir í gildru, því að þá spyr hann: „Hvers vegna trúðuð þið honum þá ekki?“
6 But if we say, ‘From men,’ all the people will stone us, for they are persuaded that John [Yah is gracious] was a prophet.”
Ef við segjum hins vegar að Jóhannes hafi ekki verið sendur af Guði, þá ræðst múgurinn á okkur, því allir eru vissir um að hann hafi verið spámaður.“
7 They answered that they didn’t know where it was from.
Að lokum svöruðu þeir: „Við vitum það ekki.“
8 Yeshua [Salvation] said to them, “Neither will I tell you by what authority I do these things.”
„Þá mun ég ekki heldur svara spurningu ykkar, “sagði Jesús.
9 He began to tell the people this parable. “A man planted a vineyard, and rented it out to some farmers, and went into another country for a long time.
Jesús sneri sér aftur að fólkinu og sagði því eftirfarandi sögu: „Maður plantaði víngarð, leigði hann nokkrum bændum og fór síðan til útlanda, þar sem hann bjó í nokkur ár.
10 At the proper season, he sent a servant to the farmers to collect his share of the fruit of the vineyard. But the farmers beat him, and sent him away empty.
Þegar uppskerutíminn kom, sendi hann einn af mönnum sínum til búgarðsins til að sækja sinn hluta uppskerunnar. En leigjendurnir börðu hann og sendu hann tómhentan til baka.
11 He sent yet another servant, and they also beat him, and treated him shamefully, and sent him away empty.
Þá sendi hann annan, en sama sagan endurtók sig: Hann var barinn og auðmýktur og sendur allslaus heim.
12 He sent yet a third, and they also wounded him, and threw him out.
Sá þriðji var einnig særður og enn fór á sömu leið. Honum var líka misþyrmt og hann rekinn í burtu.
13 The lord of the vineyard said, ‘What shall I do? I will send my agapetos ·beloved, esteemed· son. It may be that seeing him, they will respect him.’
„Hvað á ég að gera“sagði eigandi víngarðsins við sjálfan sig. „Já, nú veit ég það! Ég sendi son minn, sem ég elska, þeir munu áreiðanlega sýna honum virðingu.“
14 “But when the farmers saw him, they reasoned among themselves, saying, ‘This is the heir. Come, let’s kill him, that the inheritance may be ours.’
En þegar leigjendurnir sáu son hans, sögðu þeir: „Nú er tækifærið. Þessi náungi á að erfa allt landið eftir föður sinn. Komum! Drepum hann, og þá eigum við þetta allt.“
15 They threw him out of the vineyard, and killed him. What therefore will the lord of the vineyard do to them?
Þeir drógu hann út fyrir víngarðinn og drápu hann. Hvað haldið þið nú að eigandinn hafi gert?
16 He will come and destroy these farmers, and will give the vineyard to others.” When they heard it, they said, “May it never be!”
Það skal ég segja ykkur. Hann mun koma og drepa þá alla og leigja öðrum víngarðinn.“„Annað eins og þetta getur aldrei gerst, “mótmæltu áheyrendur.
17 But he looked at them, and said, “Then what is this that is written, ‘The stone which the builders rejected, the same was made the chief cornerstone'?
Jesús horfði á þá og sagði: „Hvað á þá Biblían við þegar hún segir: „Steinninn, sem smiðirnir höfnuðu, var gerður að hornsteini.“
18 Everyone who falls on that stone will be broken to pieces, but it will crush whomever it falls on to dust.”
Og hann bætti við: „Hver sá sem hrasar um þann stein, mun limlestast og þeir sem undir honum verða, munu sundurkremjast.“
19 The chief priests and the Torah-Teachers sought to lay hands on him that very hour, but they feared the people— for they knew he had spoken this parable against them.
Nú vildu æðstu prestarnir og trúarleiðtogarnir handtaka hann á stundinni, því að þeir skildu að sagan um víngarðsmennina átti við þá. Þeir voru einmitt þessir forhertu leigjendur í sögunni. En þeir óttuðust að fólkið stofnaði til óeirða ef þeir tækju hann. Þeir reyndu því að fá hann til að segja eitthvað sem hægt væri að ákæra hann fyrir til rómverska landstjórans, og fá hann handtekinn.
20 They watched him, and sent out spies, who pretended to be upright, that they might trap him in something he said, so as to deliver him up to the power and authority of the governor.
Með þetta í huga sendu þeir til hans njósnara sem þóttust sakleysið uppmálað.
21 They asked him, “Teacher, we know that you say and teach what is right, and are not partial to anyone, but truly teach the way of God.
Þeir sögðu við Jesú: „Herra, við vitum að þú ert heiðarlegur kennari. Þú segir alltaf sannleikann og veitir fræðslu um Guð, en hopar ekki fyrir andstæðingum þínum.
22 Does Torah ·Teaching· permit us to pay taxes to Caesar [Ruler], or not?”
Segðu okkur nú eitt – er rétt að greiða rómverska keisaranum skatt?“
23 But he perceived their craftiness, and said to them, “Why do you test me?
Jesús sá við bragðinu og svaraði:
24 Show me a denarius [one day’s wage]. Whose image and inscription are on it?” They answered, “Caesar’s [Ruler]’s.”
„Sýnið mér mynt. Hvers mynd og nafn er á henni?“„Rómverska keisarans, “svöruðu þeir.
25 He said to them, “Then give to Caesar [Ruler] the things that are Caesar’s, and to God the things that are God’s.”
Þá sagði Jesús: „Greiðið keisaranum allt sem hans er – og gefið Guði það sem Guði ber.“
26 They were not able to trap him in his words before the people. They marveled at his answer, and were silent.
Bragðið mistókst. Þeir undruðust svar hans og þögðu.
27 Some of the Sadducees [Morally-upright] came to him, those who deny that there is a resurrection.
Þá komu til hans nokkrir saddúkear. Þeir trúa hvorki á líf eftir dauðann né upprisu. Þeir sögðu:
28 They asked him, “Teacher, Moses [Drawn out] wrote to us that if a man’s brother dies having a wife, and he is childless, his brother should take the wife, and raise up children for his brother.
„Lög Móse segja að deyi maður barnlaus, þá eigi bróðir hans að kvænast ekkjunni og börn þeirra skulu teljast börn látna mannsins og bera nafn hans.
29 There were therefore seven brothers. The first took a wife, and died childless.
Við vitum um sjö bræður. Elsti bróðirinn kvæntist en dó barnlaus.
30 The second took her as wife, and he died childless.
Bróðir hans kvæntist þá ekkjunni og dó líka barnlaus.
31 The third took her, and likewise the seven all left no children, and died.
Þannig gekk þetta, koll af kolli, þar til allir sjö höfðu átt konuna, en dáið án þess að eiga börn.
32 Afterward the woman also died.
Að lokum dó konan líka.
33 Therefore in the resurrection whose wife of them will she be? For the seven had her as a wife.”
Nú spyrjum við: Hverjum þeirra verður hún gift í upprisunni, fyrst hún giftist þeim öllum?“
34 Yeshua [Salvation] said to them, “The children of this age marry, and are given in marriage. (aiōn g165)
„Hjónabandið er fyrir þá sem lifa á jörðinni, “svaraði Jesús, (aiōn g165)
35 But those who are considered worthy to attain to that age and the resurrection from the dead, neither marry, nor are given in marriage. (aiōn g165)
„en þeir sem verðskulda guðsríki ganga ekki í hjónaband við upprisuna, (aiōn g165)
36 For they can’t die any more, for they are like the angels, and are children of God, being children of the resurrection.
og þeir munu aldrei deyja. Þeir eru synir Guðs og eru eins og englarnir. Þeir hafa risið upp frá dauðum til nýs lífs.
37 But that the dead are raised, even Moses [Drawn out] showed at the bush, when Yahweh said ‘The God of Abraham [Father of a multitude], the God of Isaac [Laughter], and the God of Jacob [Supplanter].’
Hvers vegna efist þið um upprisuna? Sjálfur Móse talar um hana. Hann lýsir því hvernig Guð birtist honum í brennandi runna. Hann talar um að Guð sé „Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs.“
38 Now he is not the God of the dead, but of the living, for all are alive to him.”
Ef við segjum að Drottinn sé Guð einhvers manns, þá þýðir það að sá maður er lifandi en ekki dauður! Því Guð er sá sem gefur lífið.“
39 Some of the Torah-Teachers answered, “Teacher, you speak well.”
„Þetta er vel sagt, herra, “sögðu nokkrir lögvitringar sem þar stóðu.
40 They didn’t dare to ask him any more questions.
En fleiri urðu spurningarnar ekki, því þeir þorðu ekki að spyrja hann neins!
41 He said to them, “Why do they say that the Messiah [Anointed one] is David [Beloved]’s son?
Nú lagði Jesús spurningu fyrir þá og sagði: „Af hverju segið þið að Kristur sé afkomandi Davíðs konungs?
42 For David [Beloved] himself says in the book of Psalms,
Davíð sagði í Sálmunum: „Guð sagði við minn Drottin: „Sittu mér til hægri handar,
43 ‘Yahweh said to adoni [my Lord], “Sit at my right hand until I make your enemies a footstool for your feet.”’
þar til ég legg óvini þína að fótum þér.““
44 “David [Beloved] therefore calls him Lord, so how is he his son?”
Hvernig getur Kristur verið hvort tveggja í senn, sonur Davíðs og Drottinn Davíðs?“
45 In the hearing of all the people, he said to his disciples,
Síðan sneri hann sér að lærisveinum sínum og sagði við þá, svo að fólkið heyrði:
46 “Beware of the Torah-Teachers, who like to walk in long robes, and phileo ·affectionately love, have high regard for· greetings in the marketplaces, the best seats in the synagogues, and the best places at feasts;
„Gætið ykkar á þessum fræðimönnum! Þeir njóta þess að ganga um göturnar í fínum fötum og láta fólk hneigja sig fyrir sér. Þeim finnst vænt um heiðurssætin í samkomuhúsum og hátíðarveislum.
47 who devour widows’ houses, and for a pretense make long prayers: these will receive greater condemnation.”
En meðan þeir þylja sínar löngu bænir með helgisvip, eru þeir jafnvel að hugsa upp ráð til að hafa fé af ekkjum. Guð mun því dæma þessa menn til hinnar þyngstu refsingar.“

< Luke 20 >