< Luke 4 >

1 And Jesus, full of the Holy Spirit, turned back from the Jordan, and was brought in the Spirit into the wilderness,
Jesús fylltist heilögum anda, sem leiddi hann frá ánni Jórdan og út í auðnir Júdeu.
2 being tempted by the Devil forty days, and He did not eat anything in those days, and they having been ended, He afterward hungered,
Þar var hann í fjörutíu daga matarlaus og hungrið svarf að.
3 and the Devil said to Him, “If You are [the] Son of God, speak to this stone that it may become bread.”
Þá freistaði Satan hans og sagði: „Ef þú ert sonur Guðs, þá segðu þessum steini að verða að brauði.“
4 And Jesus answered him, saying, “It has been written, that, Not on bread only will man live, but on every saying of God.”
Jesús svaraði: „Biblían segir: „Maðurinn lifir ekki bara á brauði.““
5 And the Devil having brought Him up to a high mountain, showed to Him all the kingdoms of the world in a moment of time,
Þá tók Satan hann með sér og sýndi honum á augabragði öll ríki heimsins
6 and the Devil said to Him, “To You I will give all this authority, and their glory, because to me it has been delivered, and to whomsoever I will, I give it;
og sagði: „Öll þessi ríki og dýrð þeirra er mín eign og ég get ráðstafað þeim að vild. Þetta skal allt verða þitt, ef þú fellur fram og tilbiður mig.“
7 You, then, if You may worship me—all will be Yours.”
8 And Jesus answering him said, “[[Get behind Me, Satan, for]] it has been written: You will worship the LORD your God, and Him only you will serve.”
En Jesús svaraði: „Í Biblíunni stendur: „Drottin Guð þinn átt þú að tilbiðja og þjóna honum einum.““
9 And he brought Him to Jerusalem, and set Him on the pinnacle of the temple, and said to Him, “If You are the Son of God, cast Yourself down from here,
Þá fór Satan með hann upp til Jerúsalem og alla leið upp á þakbrún musterisins og sagði: „Ef þú ert sonur Guðs, stökktu þá fram af! Segir Biblían ekki að Guð muni senda engla sína til að gæta þín og vernda þig, svo þú merjist ekki á stéttinni fyrir neðan?“
10 for it has been written: To His messengers He will give charge concerning you, to guard over you;
11 and: On hands they will bear you up, lest at any time you may dash your foot against a stone.”
12 And Jesus answering said to him, “It has been said, You will not tempt the LORD your God.”
Jesús svaraði: „Þetta stendur einnig í Biblíunni: „Ekki skaltu freista Drottins Guðs þíns.““
13 And having ended all temptation, the Devil departed from Him until a convenient season.
Þegar djöfullinn hafði lokið freistingum sínum, fór hann burt og yfirgaf Jesú að sinni.
14 And Jesus turned back in the power of the Spirit to Galilee, and a fame went forth through all the surrounding region concerning Him,
Eftir þetta sneri Jesús aftur til Galíleu, fylltur heilögum anda, og orðrómurinn um hann barst út um öll héruðin þar í grennd.
15 and He was teaching in their synagogues, being glorified by all.
Hann predikaði í samkomuhúsunum og allir lofuðu hann.
16 And He came to Nazareth, where He has been brought up, and He went in, according to His custom, on the day of the Sabbaths, into the synagogue, and stood up to read;
Hann kom á æskustöðvar sínar í Nasaret og fór á helgideginum í samkomuhúsið, eins og hann var vanur, og stóð upp til að lesa úr Biblíunni.
17 and there was given over to Him a scroll of Isaiah the prophet, and having unfolded the scroll, He found the place where it has been written:
Honum var fengin bók Jesaja spámanns. Hann opnaði hana og las:
18 “The Spirit of the LORD [is] on Me, Because He anointed Me To proclaim good news to the poor, Sent Me to heal the broken of heart, To proclaim to captives deliverance, And to blind receiving of sight, To send the bruised away with deliverance,
„Andi Drottins er yfir mér. Hann hefur valið mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap. Hann hefur sent mig til að boða fjötruðum frelsi, gefa blindum sýn, leysa hina undirokuðu frá áþján og boða að Guð sé fús að hjálpa öllum sem til hans koma.“
19 To proclaim the acceptable year of the LORD.”
20 And having folded the scroll, having given [it] back to the officer, He sat down, and the eyes of all in the synagogue were gazing on Him.
Hann lokaði bókinni og rétti þjóninum. Síðan settist hann niður. Allir störðu á hann fullir eftirvæntingar.
21 And He began to say to them, “Today this writing has been fulfilled in your ears”;
Hann tók til máls og sagði: „Þessi ritningargrein, sem þið hafið nú heyrt, hefur ræst í dag.“
22 and all were bearing testimony to Him, and were wondering at the gracious words that are coming forth out of His mouth, and they said, “Is this not the Son of Joseph?”
Fólkið lét ánægju sína í ljós og undraðist þau ljúfu orð sem komu af vörum hans. „Hver er skýringin á þessu, “spurðu menn, „er þetta ekki sonur Jósefs?“
23 And He said to them, “Certainly you will say to Me this allegory, Physician, heal yourself; as great things as we heard done in Capernaum, do also here in Your country”;
Þá sagði Jesús: „Þið minnið mig sjálfsagt á máltækið: „Læknir, læknaðu sjálfan þig“– og eigið þá við: „Af hverju gerirðu ekki svipuð kraftaverk hér í heimabæ þínum og þú hefur gert í Kapernaum?“
24 and He said, “Truly I say to you, no prophet is accepted in his own country;
Ég segi ykkur satt: Enginn spámaður er viðurkenndur í heimabæ sínum!
25 and of a truth I say to you, many widows were in the days of Elijah, in Israel, when the sky was shut for three years and six months, when great famine came on all the land,
Þið munið til dæmis að spámaðurinn Elía gerði kraftaverk til að hjálpa ekkjunni í Sarepta, en hún var útlendingur og bjó í landi Sídonar. Það hafði ekkert rignt í þrjú og hálft ár og mikið hungur var í öllu landinu. Margar Gyðingaekkjur þörfnuðust hjálpar, en þó var Elía ekki sendur til neinnar þeirra.
26 and to none of them was Elijah sent, but—to Sarepta of Sidon, to a woman, a widow;
27 and many lepers were in the time of Elisha the prophet, in Israel, and none of them was cleansed, but—Naaman the Syrian.”
Og munið þið eftir spámanninum Elísa? Hann læknaði Naaman frá Sýrlandi, en ekki þá mörgu Gyðinga sem voru holdsveikir og þörfnuðust hjálpar.“
28 And all in the synagogue were filled with wrath, hearing these things,
Við þessi orð Jesú urðu menn æfir af reiði.
29 and having risen, they put Him forth outside the city, and brought Him to the brow of the hill on which their city had been built—to cast Him down headlong,
Þeir stukku úr sætum sínum, þyrptust að honum og hröktu hann út á brún fjallsins, sem bærinn stóð á, með það í huga að hrinda honum fram af þverhnípinu.
30 and He, having gone through the midst of them, went away.
En Jesús gekk út úr þvögunni og yfirgaf þá.
31 And He came down to Capernaum, a city of Galilee, and was teaching them on the Sabbaths,
Eftir þetta fór hann til Kapernaum, bæjar í Galíleu, og þar predikaði hann í samkomuhúsinu á hverjum helgidegi.
32 and they were astonished at His teaching, because His word was with authority.
Hér fór á sömu leið, fólkið undraðist það sem hann sagði, því máttur fylgdi orðum hans.
33 And in the synagogue was a man having a spirit of an unclean demon, and he cried out with a great voice,
Eitt sinn, er Jesús var að kenna í samkomuhúsinu, fór maður, sem hafði illan anda, að hrópa að honum:
34 “Aah! What [regards] us and You, Jesus, O Nazarene? You came to destroy us; I have known who You are—the Holy One of God!”
„Farðu burt! Við viljum ekkert með þig hafa, Jesús frá Nasaret. Þú ert kominn til að granda okkur. Ég veit að þú ert hinn heilagi sonur Guðs.“
35 And Jesus rebuked him, saying, “Be silenced, and come forth out of him”; and the demon having cast him into the midst, came forth from him, having hurt him nothing;
Þá greip Jesús fram í fyrir illa andanum og sagði skipandi: „Hafðu hljótt um þig og farðu út.“Andinn fleygði þá manninum í gólfið í augsýn allra og yfirgaf hann án þess að valda honum tjóni.
36 and amazement came on all, and they were speaking together with one another, saying, “What [is] this word, that with authority and power He commands the unclean spirits, and they come forth?”
Fólkið varð forviða og spurði: „Hvaða vald býr í orðum þessa manns, fyrst illu andarnir hlýða honum!“
37 And there was going forth a fame concerning Him to every place of the surrounding region.
Fréttin um þetta breiddist eins og eldur í sinu um allt héraðið.
38 And having risen out of the synagogue, He entered into the house of Simon, and the mother-in-law of Simon was pressed with a great fever, and they asked Him about her,
Þegar Jesús yfirgaf samkomuhúsið fór hann heim til Símonar. Þá var tengdamóðir Símonar þar rúmliggjandi með háan hita. Allir viðstaddir báðu Jesú að lækna hana.
39 and having stood over her, He rebuked the fever, and it left her, and immediately, having risen, she was ministering to them.
Jesús gekk að rúmstokknum og hastaði á sótthitann, sem þá hvarf skyndilega, og hún fór á fætur og matreiddi handa þeim.
40 And at the setting of the sun, all, as many as had any ailing with manifold diseases, brought them to Him, and He, having put hands on each one of them, healed them.
Við sólarlag þetta kvöld komu þorpsbúar með sjúklinga til Jesú. Það skipti ekki máli hver sjúkdómurinn var, þegar Jesús snerti þá læknuðust þeir.
41 And demons were also coming forth from many, crying out and saying, “You are the Christ, the Son of God”; and rebuking, He did not permit them to speak, because they knew Him to be the Christ.
Sumir höfðu illa anda sem fóru út að skipun hans. Andar þessir æptu: „Þú ert sonur Guðs!“Þeir vissu að hann var Kristur, en hann þaggaði niður í þeim og leyfði þeim ekki að tala.
42 And day having come, having gone forth, He went on to a desolate place, and the multitudes were seeking Him, and they came to Him, and were restraining Him—not to go on from them,
Við sólarupprás morguninn eftir, lagði hann leið sína á óbyggðan stað. Mannfjöldinn leitaði hans um allt og fann hann loks. Fólkið bað hann að fara ekki burt frá Kapernaum,
43 and He said to them, “Also to the other cities it is necessary for Me to proclaim good news of the Kingdom of God, because for this I have been sent”;
en því svaraði hann: „Ég verð líka að fara á fleiri staði og flytja þar gleðifréttirnar um að Guð sé nálægur með vald sitt og hjálp, því til þess var ég sendur.“
44 and He was preaching in the synagogues of Galilee.
Síðan hélt hann áfram ferð sinni og predikaði í samkomuhúsunum í Júdeu.

< Luke 4 >