< Luke 24 >

1 Now upon the first day of the week, very early in the morning, they came unto the tomb, bringing the spices which they had prepared, and certain others with them.
Mjög snemma á sunnudagsmorgni fóru konurnar með smyrslin til grafarinnar.
2 And they found the stone rolled away from the tomb.
Þá sáu þær að stóra steininum, sem var fyrir grafardyrunum, hafði verið velt frá.
3 And they entered in, and found not the body of the Lord Jesus.
Þær fóru inn í gröfina og sáu að líkami Drottins Jesú var horfinn.
4 And it came to pass, as they were much perplexed thereabout, behold, two men stood by them in shining garments:
Þær skildu ekkert í þessu og reyndu að ímynda sér hvað orðið hefði um hann. En skyndilega birtust tveir menn hjá þeim, í skínandi hvítum klæðum, svo að þær fengu ofbirtu í augun.
5 And as they were afraid, and bowed down their faces to the earth, they said unto them, Why seek all of you the living among the dead?
Þær urðu skelfingu lostnar, hneigðu sig og huldu andlit sín. Mennirnir spurðu: „Hvers vegna leitið þið hans sem er lifandi, meðal hinna dauðu?
6 He is not here, but has risen: remember how he spoke unto you when he was yet in Galilee,
Hann er ekki hér. Hann er upprisinn! Munið þið ekki hvað hann sagði við ykkur í Galíleu. Að Kristur yrði svikinn í hendur vondra manna, sem myndu krossfesta hann, en eftir það mundi hann rísa upp á þriðja degi.“
7 Saying, The Son of man must be delivered into the hands of sinful men, and be crucified, and the third day rise again.
8 And they remembered his words, (rhema)
Þá minntust þær orða hans
9 And returned from the tomb, and told all these things unto the eleven, and to all the rest.
og flýttu sér aftur til Jerúsalem til að segja lærisveinunum ellefu – og öllum hinum – hvað gerst hafði.
10 It was Mary Magdalene and Joanna, and Mary the mother of James, and other women that were with them, which told these things unto the apostles.
Konurnar sem fóru til grafarinnar voru þær María Magdalena, Jóhanna, María móðir Jakobs og nokkrar aðrar.
11 And their words (rhema) seemed to them as idle tales, and they believed them not.
En lærisveinarnir trúðu ekki frásögn þeirra.
12 Then arose Peter, and ran unto the tomb; and stooping down, he beheld the linen clothes laid by themselves, and departed, wondering in himself at that which was come to pass.
Samt sem áður hljóp Pétur út að gröfinni til að athuga þetta. Hann nam staðar úti fyrir gröfinni og leit inn, en sá ekkert nema léreftsdúkinn. Pétur varð mjög undrandi og fór aftur heim.
13 And, behold, two of them went that same day to a village called Emmaus, which was from Jerusalem about threescore furlongs.
Þennan sama sunnudag fóru tveir af fylgjendum Jesú gangandi til þorpsins Emmaus, sem er rúma 12 kílómetra frá Jerúsalem.
14 And they talked together of all these things which had happened.
Á leiðinni ræddu þeir saman um atburði þessa.
15 And it came to pass, that, while they communed together and reasoned, Jesus himself drew near, and went with them.
Þá kom Jesús sjálfur til þeirra og slóst í för með þeim,
16 But their eyes were held that they should not know him.
en þeir þekktu hann ekki ( – það var eins og Guð héldi því leyndu fyrir þeim).
17 And he said unto them, What manner of communications (logos) are these that all of you have one to another, as all of you walk, and are sad?
„Um hvað eruð þið að tala, svona áhyggjufullir?“spurði Jesús. Þeir námu staðar rétt sem snöggvast, daprir á svip.
18 And the one of them, whose name was Cleopas, answering said unto him, Are you only a stranger in Jerusalem, and have not known the things which are come to pass there in these days?
Kleófas, annar þeirra, varð fyrir svörum og sagði: „Þú hlýtur að vera eini maðurinn í Jerúsalem, sem ekki hefur heyrt um hina hræðilegu atburði sem þar hafa gerst undanfarna daga.“
19 And he said unto them, What things? And they said unto him, Concerning Jesus of Nazareth, which was a prophet mighty in deed and word (logos) before God and all the people:
„Hvað þá?“spurði Jesús. „Jú, þetta með Jesú, manninn frá Nasaret, “sögðu þeir. „Hann var spámaður, sem gerði ótrúleg kraftaverk, og frábær kennari. Hann var virtur bæði af Guði og mönnum.
20 And how the chief priests and our rulers delivered him to be condemned to death, and have crucified him.
En æðstu prestarnir og leiðtogar þjóðar okkar handtóku hann og framseldu rómversku yfirvöldunum, sem dæmdu hann til dauða og krossfestu hann.
21 But we trusted that it had been he which should have redeemed Israel: and beside all this, to day is the third day since these things were done.
Við héldum að hann væri Kristur og að hann hefði komið til að bjarga Ísrael. Þetta gerðist fyrir þrem dögum,
22 Yea, and certain women also of our company made us astonished, which were early at the tomb;
en nú snemma í morgun fóru nokkrar konur úr hópi okkar, fylgjenda hans, út að gröfinni. Komu síðan aftur með þær furðulegu fréttir að líkami hans væri horfinn og að þær hefðu séð engla, sem sögðu að hann væri á lífi!
23 And when they found not his body, they came, saying, that they had also seen a vision of angels, which said that he was alive.
24 And certain of them which were with us went to the tomb, and found it even so as the women had said: but him they saw not.
Sumir okkar hlupu þangað til að gá að því og það reyndist rétt – líkami Jesú var horfinn eins og konurnar höfðu sagt.“
25 Then he said unto them, O fools, and slow of heart to believe all that the prophets have spoken:
Þá sagði Jesús: „Æ, skelfing eruð þið heimskir og tregir! Hvers vegna eigið þið svona erfitt með að trúa því sem Biblían segir?
26 Ought not Christ to have suffered these things, and to enter into his glory?
Sögðu spámennirnir það ekki greinilega fyrir að Kristur yrði að þjást á þennan hátt, áður en hann gengi inn í dýrð sína?“
27 And beginning at Moses and all the prophets, he expounded unto them in all the scriptures the things concerning himself.
Síðan vitnaði Jesús í hvert spámannaritið á fætur öðru. Hann byrjaði á fyrstu Mósebók og svo áfram í gegnum Gamla testamentið og útskýrði fyrir þeim hvað þar væri sagt um hann sjálfan.
28 And they drew nigh unto the village, where they went: and he made as though he would have gone further.
Nú var stutt eftir á leiðarenda. Jesús lét sem hann ætlaði lengra,
29 But they constrained him, saying, Abide with us: for it is toward evening, and the day is far spent. And he went in to tarry with them.
en þeir margbáðu hann að gista hjá sér, því það var orðið framorðið. Hann lét undan og fór með þeim.
30 And it came to pass, as he sat at food with them, he took bread, and blessed it, and brake, and gave to them.
Þeir settust niður til að borða og Jesús flutti þakkarbæn yfir matnum. Síðan tók hann brauð, braut það og rétti þeim.
31 And their eyes were opened, and they knew him; and he vanished out of their sight.
Þá var eins og augu þeirra opnuðust og þeir þekktu hann. En þá hvarf hann þeim sýnum.
32 And they said one to another, Did not our heart burn within us, while he talked with us by the way, and while he opened to us the scriptures?
Þeir tóku að ræða saman um hve vel þeim hefði liðið meðan hann talaði við þá úti á veginum og útskýrði fyrir þeim Biblíuna.
33 And they rose up the same hour, and returned to Jerusalem, and found the eleven gathered together, and them that were with them,
Og þeir biðu ekki boðanna, en lögðu af stað aftur til Jerúsalem. Þar fögnuðu postularnir ellefu þeim og aðrir vinir Jesú, með þessum orðum: „Drottinn er sannarlega upprisinn! Hann hefur birst Pétri.“
34 Saying, The Lord has risen indeed, and has appeared to Simon.
35 And they told what things were done in the way, and how he was known of them in breaking of bread.
Lærisveinarnir tveir frá Emmaus sögðu þeim þá hvernig Jesús hafði birst þeim er þeir voru á leiðinni og hvernig þeir hefðu þekkt hann þegar hann braut brauðið.
36 And as they thus spoke, Jesus himself stood in the midst of them, and says unto them, Peace be unto you.
Allt í einu, meðan þeir voru að tala um þetta, stóð Jesús sjálfur mitt á meðal þeirra, heilsaði þeim og sagði: „Friður sé með ykkur.“
37 But they were terrified and affrighted, and supposed that they had seen a spirit. (pneuma)
Lærisveinarnir urðu skelfingu lostnir og héldu að þeir sæju vofu!
38 And he said unto them, Why are all of you troubled? and why do thoughts arise in your hearts?
„Hvers vegna eruð þið hræddir?“spurði hann. „Hvers vegna efist þið um að þetta sé ég?
39 Behold my hands and my feet, that it is I myself: handle me, and see; for a spirit (pneuma) has not flesh and bones, as all of you see me have.
Lítið á hendur mínar og fætur. Þið sjáið það sjálfir að þetta er ég. Komið við mig og gangið úr skugga um að ég er ekki vofa. Vofur hafa ekki líkama eins og þið sjáið mig hafa.“
40 And when he had thus spoken, he showed them his hands and his feet.
Meðan hann var að tala, rétti hann út hendur sínar, svo að þeir gætu séð naglaförin, og hann sýndi þeim einnig særða fæturna.
41 And while they yet believed not for joy, and wondered, he said unto them, Have all of you here any food?
Þarna stóðu þeir og vissu ekki hverju þeir ættu að trúa. Þeir voru í senn fullir gleði og efasemda. „Hafið þið nokkuð að borða?“spurði Jesús.
42 And they gave him a piece of a broiled fish, and of an honeycomb.
Þeir réttu honum stykki af steiktum fiski,
43 And he took it, and did eat before them.
Sem hann neytti fyrir augum þeirra.
44 And he said unto them, These are the words (logos) which I spoke unto you, while I was yet with you, that all things must be fulfilled, which were written in the law of Moses, and in the prophets, and in the psalms, concerning me.
Hann sagði: „Munið þið ekki að þegar ég var með ykkur, þá sagði ég ykkur að allt, sem skrifað væri um mig af Móse, spámönnunum og í Sálmunum, yrði að rætast.“
45 Then opened he their understanding, that they might understand the scriptures,
Síðan opnaði hann hjörtu þeirra til að þeir gætu skilið þessa staði í Biblíunni,
46 And said unto them, Thus it is written, and thus it was essential for Christ to suffer, and to rise from the dead the third day:
og sagði svo: „Fyrir löngu var ritað að Kristur yrði að líða og deyja og rísa síðan upp frá dauðum á þriðja degi,
47 And that repentance and remission of sins should be preached in his name among all nations, beginning at Jerusalem.
og að svohljóðandi gleðiboðskapur ætti að berast frá Jerúsalem út til allra þjóða: Allir þeir sem iðrast og snúa sér til mín, munu fá fyrirgefningu syndanna.
48 And all of you are witnesses of these things.
Þið hafið séð þessa spádóma rætast.
49 And, behold, I send the promise of my Father upon you: but tarry all of you in the city of Jerusalem, until all of you be imbued with power from on high.
Ég mun senda heilagan anda yfir ykkur, eins og faðir minn lofaði. Segið engum frá þessu enn sem komið er, en bíðið hérna í borginni þar til heilagur andi kemur og fyllir ykkur krafti frá Guði.“
50 And he led them out as far as to Bethany, and he lifted up his hands, and blessed them.
Eftir þetta fór Jesús með þá út að veginum, sem liggur til Betaníu, og þar lyfti hann höndum sínum til himins og blessaði þá.
51 And it came to pass, while he blessed them, he was parted from them, and carried up into heaven.
En meðan hann var að blessa þá, hvarf hann sjónum þeirra og fór til himna.
52 And they worshipped him, and returned to Jerusalem with great joy:
Lærisveinarnir tilbáðu hann og sneru aftur til Jerúsalem gagnteknir fögnuði.
53 And were continually in the temple, praising and blessing God. Amen.
Þeir héldu sig síðan stöðugt í musterinu og lofuðu Guð.

< Luke 24 >