< 1 Peter 1 >

1 Peter, an apostle of Jesus Christ, to the strangers scattered throughout Pontus, Galatia, Cappadocia, Asia, and Bithynia,
Frá Pétri, sendiboða Jesú Krists. Til ykkar, kristnu Gyðingar, sem hröktust frá Jerúsalem og settust að í Pontus, Galatíu, Kappadókíu, Asíu og Bitýníu.
2 Elect according to the foreknowledge of God the Father, through sanctification of the Spirit, to obedience and sprinkling of the blood of Jesus Christ: Grace to you, and peace, be multiplied.
Kæru vinir, Guð valdi ykkur samkvæmt áætlun sinni til að verða börn sín og helgaði ykkur með heilögum anda til að fylgja Jesú Kristi og fá fyrirgefningu syndanna vegna krossdauða hans. Guð blessi ykkur ævinlega og gefi ykkur frið sinn í ríkum mæli.
3 Blessed be the God and Father of our Lord Jesus Christ, which according to his abundant mercy has begotten us again to a lively hope by the resurrection of Jesus Christ from the dead,
Við skulum þakka Guði, föður Drottins Jesú Krists, sem af mikilli miskunn sinni endurfæddi okkur inn í fjölskyldu sína og gaf okkur lifandi von um nýtt, eilíft líf vegna upprisu Jesú Krists frá dauðum.
4 To an inheritance incorruptible, and undefiled, and that fades not away, reserved in heaven for you,
Guð hefur ætlað okkur börnum sínum dýrlega gjöf, sem er eilíft líf. Þessi gjöf er hrein og flekklaus og hún er geymd ykkur á himnum, þar sem hún mun hvorki skemmast né rýrna.
5 Who are kept by the power of God through faith to salvation ready to be revealed in the last time.
Þetta ætlar Guð ykkur, sem treystið honum. Hann, í mætti sínum, mun gæta þess að ykkur verði að trú ykkar og að þið öðlist hjálpræðið. Á efsta degi mun hann kunngera það öllum.
6 Wherein you greatly rejoice, though now for a season, if need be, you are in heaviness through manifold temptations:
Gleðjist og fagnið, því að okkar bíður dásamleg gleði, enda þótt við um stund þurfum að mæta erfiðleikum hér á jörðu.
7 That the trial of your faith, being much more precious than of gold that perishes, though it be tried with fire, might be found to praise and honor and glory at the appearing of Jesus Christ:
Erfiðleikar þessir eru aðeins til að reyna trú ykkar – til að prófa hvort hún sé sterk og hrein eins og gull, sem hreinsað hefur verið og reynt í eldi. Trú ykkar er samt miklu dýrmætari en skíragull í augum Guðs. Ef trú ykkar stenst slíka eldraun, mun hún verða ykkur til mikils heiðurs og dýrðar þegar Jesús kemur aftur.
8 Whom having not seen, you love; in whom, though now you see him not, yet believing, you rejoice with joy unspeakable and full of glory:
Þið hafið aldrei séð hann en elskið hann þó. Og þótt þið hafið aldrei séð hann, trúið þið á hann. Þið munuð fyllast óumræðilegri og himneskri gleði,
9 Receiving the end of your faith, even the salvation of your souls.
þegar þið náið takmarkinu með trú ykkar: Frelsun sálna ykkar.
10 Of which salvation the prophets have inquired and searched diligently, who prophesied of the grace that should come to you:
Spámennirnir skildu ekki þetta hjálpræði til fulls og þótt þeir hafi skrifað um það, fengu þeir aldrei svör við sumum spurningum sínum.
11 Searching what, or what manner of time the Spirit of Christ which was in them did signify, when it testified beforehand the sufferings of Christ, and the glory that should follow.
Þeir undruðust það sem heilagur andi, sem í þeim bjó, sagði, því að hann bauð þeim að skrifa niður og lýsa atburðum, sem síðar áttu eftir að gerast í lífi Krists: Þjáningum hans og dýrðinni er hann hlyti að lokum. Þeir hugleiddu hvenær þetta yrði og í lífi hvers.
12 To whom it was revealed, that not to themselves, but to us they did minister the things, which are now reported to you by them that have preached the gospel to you with the Holy Ghost sent down from heaven; which things the angels desire to look into.
Að lokum fengu þeir að vita að þessir atburðir myndu ekki gerast meðan þeir lifðu, heldur löngu seinna – einmitt á ykkar dögum. Nú loks höfum við fengið að heyra þessi gleðitíðindi flutt á skýran og einfaldan hátt í krafti heilags anda, þess sama anda sem talað hafði til spámannanna. Allt er þetta svo undarlegt og dýrlegt að jafnvel englarnir á himnum þrá að kynnast því betur.
13 Why gird up the loins of your mind, be sober, and hope to the end for the grace that is to be brought to you at the revelation of Jesus Christ;
Verið því allsgáð og horfið örugg fram til endurkomu Jesú Krists. Þá munuð þið fá að njóta blessunar Guðs í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr.
14 As obedient children, not fashioning yourselves according to the former lusts in your ignorance:
Hlýðið Guði, því að þið eruð börn hans. Gætið þess að lenda ekki aftur í sama farinu – ykkar gamla líferni – þegar þið lögðuð stund á hið illa vegna þess að þið þekktuð ekkert betra.
15 But as he which has called you is holy, so be you holy in all manner of conversation;
Verið nú heilög í öllu sem þið gerið, rétt eins og Drottinn, sem kallaði ykkur í barnahópinn sinn.
16 Because it is written, Be you holy; for I am holy.
Það var hann sem sagði: „Verið heilög, því að ég er heilagur.“
17 And if you call on the Father, who without respect of persons judges according to every man’s work, pass the time of your sojourning here in fear:
Munið einnig að faðirinn himneski, sem þið biðjið til, fer ekki í manngreinarálit þegar hann kveður upp dóm sinn. Hann mun dæma allt sem þið gerið af fullkominni réttvísi. Lifið því frammi fyrir honum í auðmýkt og ótta, allt þar til þið farið til himna.
18 For as much as you know that you were not redeemed with corruptible things, as silver and gold, from your vain conversation received by tradition from your fathers;
Guð hefur greitt lausnargjaldið, til þess að leiða ykkur af þeirri vonlausu leið sem feður ykkar reyndu að fara til himins. Lausnargjald þetta var ekki greitt í silfri eða gulli, það vitið þið vel.
19 But with the precious blood of Christ, as of a lamb without blemish and without spot:
Guð greiddi fyrir ykkur með dýrmætu lífi guðslambsins, sem var óflekkað – án syndar.
20 Who truly was foreordained before the foundation of the world, but was manifest in these last times for you,
Það var einmitt til þess verks, sem Guð valdi Krist löngu áður en veröldin varð til, en það var fyrst nú fyrir stuttu, á þessum síðustu tímum, sem heimurinn fékk að sjá hann og það var ykkar vegna.
21 Who by him do believe in God, that raised him up from the dead, and gave him glory; that your faith and hope might be in God.
Af þessari ástæðu getið þið einmitt treyst Guði, sem reisti Krist frá dauðum og hóf hann í dýrð. Nú getið þið sett von ykkar og trú á hann einan.
22 Seeing you have purified your souls in obeying the truth through the Spirit to unfeigned love of the brothers, see that you love one another with a pure heart fervently:
Og við það að trúa að Kristur gæti frelsað ykkur, hafa sálir ykkar hreinsast af eigingirni og hatri og því getið þið elskað hvert annað innilega af hjarta.
23 Being born again, not of corruptible seed, but of incorruptible, by the word of God, which lives and stays for ever. (aiōn g165)
Nú lifið þið nýju lífi! Þetta nýja líf var ekki gjöf frá foreldrum ykkar, því að það líf sem þau gáfu ykkur, mun fjara út. Nýja lífið mun vara að eilífu, því að það er frá Kristi, honum sem er orð lífsins, boðskapur Guðs til mannanna. (aiōn g165)
24 For all flesh is as grass, and all the glory of man as the flower of grass. The grass wither, and the flower thereof falls away:
Hið jarðneska líf okkar mun visna eins og grasið, sem gulnar og deyr. Jarðnesk fegurð er eins og blóm, sem visnar og fellur,
25 But the word of the Lord endures for ever. And this is the word which by the gospel is preached to you. (aiōn g165)
en orð Drottins mun vara að eilífu. Boðskapur Guðs er fagnaðarerindið, sem þið hafið fengið að heyra. (aiōn g165)

< 1 Peter 1 >