< Psalms 95 >

1 Come, let vs reioyce vnto the Lord: let vs sing aloude vnto the rocke of our saluation.
Komið! Við skulum lofsyngja Drottni! Hrópum gleðióp til heiðurs kletti hjálpræðisins!
2 Let vs come before his face with praise: let vs sing loude vnto him with Psalmes.
Komum fram fyrir hann með þakkargjörð, syngjum honum lofgjörðarsálm.
3 For the Lord is a great God, and a great King aboue all gods.
Því að Drottinn er mikill Guð og æðri öllum sem menn kalla guði.
4 In whose hande are the deepe places of the earth, and the heightes of the mountaines are his:
Hann hefur upphugsað djúp jarðar og hannað hin hæstu fjöll.
5 To whome the Sea belongeth: for hee made it, and his handes formed the dry land.
Hann gerði hafið og myndaði þurrlendið, allt er hans!
6 Come, let vs worship and fall downe, and kneele before the Lord our maker.
Komið! Föllum fram fyrir Drottni, skapara okkar,
7 For he is our God, and we are the people of his pasture, and the sheepe of his hande: to day, if ye will heare his voyce,
því að hann er okkar Guð. Við erum hjörðin hans og hann er hirðir okkar. Ó, að þið vilduð heyra kall hans í dag og koma til hans.
8 Harden not your heart, as in Meribah, and as in the day of Massah in the wildernesse.
Forherðið ekki hjörtu ykkar eins og Ísraelsmenn gerðu hjá Meriba og Massa í eyðimörkinni.
9 Where your fathers tempted me, proued me, though they had seene my worke.
Þar drógu feður ykkar orð mín í efa – sömu menn og sáu mig gera mörg kraftaverk. Þeir freistuðu mín, kvörtuðu og reyndu á þolinmæði mína.
10 Fourtie yeeres haue I contended with this generation, and said, They are a people that erre in heart, for they haue not knowen my wayes.
„Í fjörutíu ár hafði ég viðbjóð á þessari kynslóð, “segir Drottinn Guð. „Hjörtu þeirra allra voru langt í burtu frá mér og ekki vildu þeir halda lög mín.
11 Wherefore I sware in my wrath, saying, Surely they shall not enter into my rest.
Þá hét ég því að þeir skyldu aldrei komast inn í fyrirheitna landið, staðinn sem ég hafði ætlað þeim til hvíldar.“

< Psalms 95 >