< Ephesians 4 >

1 I therefore, being prisoner in the Lord, praie you that yee walke worthie of the vocation whereunto yee are called,
Ég, sem sit í fangelsi fyrir að þjóna Drottni – ég bið ykkur að lifa og starfa eins og sæmir þeim sem hlotið hafa svo dýrlega köllun.
2 With all humblenesse of minde, and meekenesse, with long suffering, supporting one an other through loue,
Verið auðmjúk og blíð. Verið þolinmóð og umberið hvert annað í kærleika.
3 Endeuouring to keepe the vnitie of the Spirit in the bond of peace.
Látið heilagan anda leiða ykkur og lifið í sátt og samlyndi.
4 There is one body, and one Spirit, euen as yee are called in one hope of your vocation.
Við erum öll hlutar af einum og sama líkama. Öll höfum við sama heilaga andann. Við erum öll kölluð til að eiga hina sömu dýrlegu framtíð.
5 There is one Lord, one Faith, one Baptisme,
Við eigum aðeins einn Drottin, eina trú, eina skírn,
6 One God and Father of all, which is aboue all, and through all, and in you all.
og við höfum öll sama Guð og föður, sem er yfir okkur og með okkur og býr í okkur hverju og einu.
7 But vnto euery one of vs is giuen grace, according to the measure of the gift of Christ.
En þótt við séum öll eitt, þá hefur Kristur samt gefið okkur, hverju um sig, mismunandi hæfileika.
8 Wherfore he saith, Whe he asceded vp on hie, he led captiuity captiue, and gaue gifts vnto men.
Í Davíðssálmum stendur að þegar hinn sigrandi Kristur hafi snúið aftur til himins, eftir að hafa risið upp og yfirbugað Satan, þá hafi hann gefið mönnunum dýrmætar gjafir.
9 (Nowe, in that hee ascended, what is it but that he had also descended first into the lowest partes of the earth?
Takið eftir að sagt er, að hann hafi snúið aftur til himins. Þetta sýnir að hann steig niður frá upphæðum himnanna og alla leið niður til neðstu hluta jarðarinnar.
10 Hee that descended, is euen the same that ascended, farre aboue all heauens, that hee might fill all things)
Sá sem steig niður, er hinn sami og steig upp, og þetta gerði hann til að geta fyllt allt með sjálfum sér, hvar sem það er, allt frá því lægsta til hins hæsta.
11 Hee therefore gaue some to be Apostles, and some Prophets, and some Euangelists, and some Pastours, and Teachers,
Sum okkar hafa hlotið að gjöf sérstaka hæfileika til að vera postular, öðrum er gefið að predika og flytja boðskap frá Guði, sumum að vinna fólk til trúar á Krist og leiðbeina því fyrstu skrefin. Enn aðrir eru prestar eða hirðar og þeir fræða og leiðbeina hinum trúuðu á göngunni með Guði.
12 For the repairing of the Saintes, for the woorke of the ministerie, and for the edification of the bodie of Christ,
Þeir sem hafa hlotið þessa hæfileika, eiga að fullkomna þá sem trúa og þjóna þeim. Það er til þess að líkami Krists, söfnuðurinn, styrkist og þroskist,
13 Till we all meete together (in the vnitie of faith and that acknowledging of the Sonne of God) vnto a perfite man, and vnto the measure of the age of the fulnesse of Christ,
þar til við að lokum verðum öll einhuga í trúnni á frelsara okkar, Guðs son, og fullvaxta í Drottni – fyllumst lífi, blessun og kærleika Krists.
14 That we henceforth be no more children, wauering and caried about with euery winde of doctrine, by the deceit of men, and with craftines, whereby they lay in wait to deceiue.
Þá verðum við ekki lengur sem börn. Börn skipta sífellt um skoðun. Menn koma og segja þeim eitthvað nýtt eða blekkja þau vísvitandi og þá trúa þau því sem þeim er sagt.
15 But let vs folowe the truth in loue, and in all things, grow vp into him, which is the head, that is, Christ.
Nei, við þráum að fylgja sannleikanum og segja sannleikann, gera það sem rétt er og lifa heiðvirðu lífi, Með því líkjumst við Kristi meir og meir, honum sem er höfuð líkamans, en líkaminn er kirkjan. Þegar líkaminn – söfnuðurinn – er undir hans stjórn, þá er hann allur samtengdur á fullkominn hátt. Hver líkamshluti vinnur sitt sérstaka starf og hjálpar hinum hlutum líkamans, þannig að allur líkaminn vex og uppbyggist í kærleika.
16 By whome al the body being coupled and knit together by euery ioynt, for ye furniture therof (according to the effectual power, which is in the measure of euery part) receiueth increase of the body, vnto the edifying of itselfe in loue.
17 This I say therefore and testifie in the Lord, that yee hencefoorth walke not as other Gentiles walke, in vanitie of their minde,
Mig langar að segja ykkur nokkuð og það eru boð frá Drottni: Héðan í frá skuluð þið ekki lifa eins og guðleysingjar, því að þeir eru blindir og á villuvegi. Hjörtu þeirra eru lokuð og full af myrkri. Þeir eru fjarlægir lífinu í Guði, því að þeir hafa snúið við honum bakinu og geta því hvorki skilið vilja hans né verk.
18 Hauing their vnderstanding darkened, and being strangers from the life of God through the ignorance that is in them, because of the hardnesse of their heart:
19 Which being past feeling, haue giuen themselues vnto wantonnesse, to woorke all vncleannesse, euen with griedinesse.
Þeir eru hættir að gera greinarmun á réttu og röngu og hafa ofurselt sig óhreinleika. Þeir eru andlega sljóir, knúðir áfram af girnd og illum hugsunum og svífast einskis.
20 But yee haue not so learned Christ,
Kristur ætlaði ykkur ekki að lifa slíku lífi.
21 If so be yee haue heard him, and haue bene taught by him, as the trueth is in Iesus,
Þið sem hafið lært að þekkja sannleikann um Krist,
22 That is, that yee cast off, concerning the conuersation in time past, that olde man, which is corrupt through the deceiueable lustes,
eigið að leggja af ykkar gömlu hegðun. Þá var líf ykkar rotið og spillt af tælandi girndum.
23 And be renued in the spirit of your minde,
Héðan í frá verða viðhorf ykkar og hugsanir að breytast til hins betra.
24 And put on ye new man, which after God is created vnto righteousnes, and true holines.
Þið eigið að vera sem nýir menn. Menn sem lifa allt öðru lífi en þið lifðuð áður – heilagir og góðir menn. Klæðist þessu nýja lífi eins og nýrri flík.
25 Wherefore cast off lying, and speake euery man truth vnto his neighbour: for we are members one of another.
Hættið að ljúga en segið sannleikann. Við erum eitt, og ef við ljúgum hvert að öðru, þá spillum við fyrir okkur sjálfum.
26 Bee angrie, but sinne not: let not the sunne goe downe vpon your wrath,
Ef þið reiðist, þá syndgið ekki með því að ala á reiðinni. Leggið reiðina af áður en sólin sest,
27 Neither giue place to the deuill.
því að reiður maður er gott skotmark hins vonda.
28 Let him that stole, steale no more: but let him rather labour, and worke with his handes the thing which is good, that hee may haue to giue vnto him that needeth.
Sá sem hefur vanið sig á að stela, hætti því og noti þess í stað hendur sínar við heiðarleg störf, svo að hann hafi eitthvað að gefa þeim sem þurfandi eru.
29 Let no corrupt comunication proceed out of your mouths: but that which is good, to ye vse of edifying, that it may minister grace vnto the hearers.
Forðist allt óhreint tal. Segið það eitt sem gott er, og getur orðið til hjálpar og blessunar þeim sem á hlusta.
30 And grieue not the holy Spirit of God, by whom ye are sealed vnto ye day of redemption.
Hryggið ekki heilagan anda með líferni ykkar. Hann hefur innsiglað okkur Guði, til þess að við varðveitumst allt til endurlausnardagsins, er við losnum við syndina fyrir fullt og allt.
31 Let all bitternesse, and anger, and wrath, crying, and euill speaking be put away from you, with all maliciousnesse.
Sýnið hér eftir hvorki beiskju, ofsa né reiði. Rifrildi, grófyrði og baktal ætti ekki að vera til á meðal ykkar.
32 Be ye courteous one to another, and tender hearted, freely forgiuing one another, euen as God for Christes sake, freely forgaue you.
Verið þess í stað vingjarnleg hvert við annað, góðhjörtuð og fús að fyrirgefa hvert öðru, rétt eins og Guð hefur fyrirgefið ykkur í Kristi.

< Ephesians 4 >