< John 5 >

1 After these things, there was a feast day of the Jews, and so Jesus ascended to Jerusalem.
Seinna fór Jesús aftur til Jerúsalem til að vera þar á trúarhátíð.
2 Now at Jerusalem is the Pool of Evidence, which in Hebrew is known as the Place of Mercy; it has five porticos.
Inni í borginni rétt við Sauðahliðið var Betesdalaugin og við hana fimm yfirbyggð súlnagöng.
3 Along these lay a great multitude of the sick, the blind, the lame, and the withered, waiting for the movement of the water.
Þar lá mikill fjöldi af veiku fólki – lömuðu, blindu eða bækluðu. (Fólk þetta beið eftir vissri hreyfingu vatnsins,
4 Now at times an Angel of the Lord would descend into the pool, and so the water was moved. And whoever descended first into the pool, after the motion of the water, he was healed of whatever infirmity held him.
því að engill Drottins kom af og til og hreyfði við því, og sá læknaðist sem fyrstur komst ofan í eftir það.)
5 And there was a certain man in that place, having been in his infirmity for thirty-eight years.
Þarna lá maður sem verið hafði veikur í þrjátíu og átta ár.
6 Then, when Jesus had seen him reclining, and when he realized that he had been afflicted for a long time, he said to him, “Do you want to be healed?”
Þegar Jesús sá hann og vissi hve lengi hann hafði verið veikur, spurði hann: „Viltu verða heilbrigður?“
7 The invalid answered him: “Lord, I do not have any man to put me in the pool, when the water has been stirred. For as I am going, another descends ahead of me.”
„Það er útilokað, “svaraði maðurinn, „ég hef engan til að hjálpa mér ofan í laugina þegar hreyfing verður á vatninu og þess vegna verður alltaf einhver annar á undan mér.“
8 Jesus said to him, “Rise, take up your stretcher, and walk.”
Þá sagði Jesús: „Stattu upp, vefðu saman dýnuna þína og farðu heim til þín!“
9 And immediately the man was healed. And he took up his stretcher and walked. Now this day was the Sabbath.
Maðurinn varð heilbrigður á samri stundu! Hann vafði saman dýnuna og gekk. Þetta gerðist á helgidegi
10 Therefore, the Jews said to the one who had been healed: “It is the Sabbath. It is not lawful for you to take up your stretcher.”
og því sögðu leiðtogar fólksins við manninn sem læknast hafði: „Það er óleyfilegt að vinna á helgidögum, líka að bera dýnu!“
11 He answered them, “The one who healed me, he said to me, ‘Take up your stretcher and walk.’”
„Sá sem læknaði mig, sagði mér að gera það, “svaraði maðurinn.
12 Therefore, they questioned him, “Who is that man, who said to you, ‘Take up your bed and walk?’”
„Hver sagði þér að gera slíkt?“spurðu þeir hranalega.
13 But the one who had been given health did not know who it was. For Jesus had turned aside from the crowd gathered in that place.
Það vissi maðurinn ekki, því að Jesús hafði horfið í mannþröngina.
14 Afterwards, Jesus found him in the temple, and he said to him: “Behold, you have been healed. Do not choose to sin further, otherwise something worse may happen to you.”
Seinna hitti Jesús þennan sama mann í musterinu og sagði við hann: „Nú ertu heilbrigður. Syndga ekki framar, svo ekki hendi þig eitthvað enn verra.“
15 This man went away, and he reported to the Jews that it was Jesus who had given him health.
Maðurinn fór þá til leiðtoga fólksins og sagði þeim að Jesús væri sá sem hefði læknað sig. Það varð til þess að
16 Because of this, the Jews were persecuting Jesus, for he was doing these things on the Sabbath.
þeir ofsóttu Jesú fyrir að brjóta helgidagslöggjöfina.
17 But Jesus answered them, “Even now, my Father is working, and I am working.”
Þá sagði hann: „Faðir minn starfar allt til þessa og ég starfa einnig.“
18 And so, because of this, the Jews were seeking to kill him even more so. For not only did he break the Sabbath, but he even said that God was his Father, making himself equal to God.
Eftir þetta svipuðust leiðtogarnir enn frekar eftir tækifæri til að taka hann af lífi, því að auk þess að brjóta helgidagslöggjöf þeirra, talaði hann um Guð sem föður sinn og gerði sig þar með Guði jafnan.
19 Then Jesus responded and said to them: “Amen, amen, I say to you, the Son is not able to do anything of himself, but only what he has seen the Father doing. For whatever he does, even this does the Son do, similarly.
Um þetta sagði Jesús: „Sonurinn getur ekkert gert á eigin spýtur. Hann gerir það eitt sem hann sér föðurinn gera og fer síðan eins að.
20 For the Father loves the Son, and he shows him all that he himself does. And greater works than these will he show him, so much so that you shall wonder.
Faðirinn elskar soninn og sýnir honum allt sem hann gerir. Seinna mun sonurinn vinna enn meiri kraftaverk en það að lækna þennan mann.
21 For just as the Father raises the dead and gives life, so also does the Son give life to whomever he wills.
Hann mun meðal annars vekja upp frá dauðum þá sem hann vill, rétt eins og faðirinn.
22 For the Father does not judge anyone. But he has given all judgment to the Son,
Faðirinn lætur soninn um að dæma syndina,
23 so that all may honor the Son, just as they honor the Father. Whoever does not honor the Son, does not honor the Father who sent him.
svo að allir heiðri soninn eins og þeir heiðra föðurinn. Ef þið viljið ekki heiðra son Guðs, sem Guð sendi ykkur, þá heiðrið þið ekki heldur föðurinn.
24 Amen, amen, I say to you, that whoever hears my word, and believes in him who sent me, has eternal life, and he does not go into judgment, but instead he crosses from death into life. (aiōnios g166)
Ég segi ykkur satt og legg á það áherslu, að hver sem heyrir orð mín og trúir Guði, sem sendi mig, eignast eilíft líf og mun aldrei hljóta dóm fyrir syndir sínar, heldur hefur hann þá þegar stigið yfir frá dauðanum til lífsins. (aiōnios g166)
25 Amen, amen, I say to you, that the hour is coming, and it is now, when the dead shall hear the voice of the Son of God; and those who hear it shall live.
Og það er líka satt að sú stund kemur, hún er reyndar þegar komin, er hinir dauðu heyra rödd mína – rödd Guðssonarins – og þeir sem heyra munu lifa.
26 For just as the Father has life in himself, so also has he granted to the Son to have life in himself.
Faðirinn hefur eilíft líf í sjálfum sér og hann hefur einnig veitt syninum sama líf.
27 And he has given him the authority to accomplish judgment. For he is the Son of man.
Og hann hefur veitt honum rétt til að dæma syndir allra manna, því að hann er mannssonurinn.
28 Do not be amazed at this. For the hour is coming in which all who are in the grave shall hear the voice of the Son of God.
Látið það ekki koma ykkur á óvart, en sú stund er svo sannarlega skammt undan, er allir hinir dauðu, sem í gröfunum eru, munu heyra rödd Guðssonarins
29 And those who have done good shall go forth to the resurrection of life. Yet truly, those who have done evil shall go to the resurrection of judgment.
og rísa upp. Þeir sem gott hafa gert til eilífs lífs, en þeir til dóms, sem lagt hafa stund á hið illa.
30 I am not able to do anything of myself. As I hear, so do I judge. And my judgment is just. For I do not seek my own will, but the will of him who sent me.
Ég dæmi engan án þess að ráðfæra mig fyrst við föður minn. Dómur minn er í fullu samræmi við hans vilja, réttvís og sanngjarn, því að hann er ekki aðeins samkvæmt mínum vilja heldur einnig samkvæmt vilja Guðs sem sendi mig.
31 If I offer testimony about myself, my testimony is not true.
Þegar ég fullyrði eitthvað um sjálfan mig, trúið þið mér ekki,
32 There is another who offers testimony about me, and I know that the testimony which he offers about me is true.
en einn maður talar þó mínu máli og það er Jóhannes skírari. Þið fóruð að hlusta á hann og ég undirstrika að allt sem hann sagði um mig er satt!
33 You sent to John, and he offered testimony to the truth.
34 But I do not accept testimony from man. Instead, I say these things, so that you may be saved.
Hvers vegna minni ég ykkur á vitnisburð Jóhannesar? Jú, til að auðvelda ykkur að trúa mér og frelsast, en þó er besti vitnisburðurinn um mig ekki frá manni.
35 He was a burning and shining light. So you were willing, at the time, to exult in his light.
Ljós Jóhannesar skein skært um stund og þið nutuð þess og glöddust,
36 But I hold a greater testimony than that of John. For the works which the Father has given to me, so that I may complete them, these works themselves that I do, offer testimony about me: that the Father has sent me.
en þegar ég segi að ég hafi betra vitni en Jóhannes, þá á ég við kraftaverkin sem ég geri. Faðir minn hefur falið mér að vinna þau og þau sanna að faðirinn hefur sent mig.
37 And the Father who has sent me has himself offered testimony about me. And you have never heard his voice, nor have you beheld his appearance.
Hann hefur sjálfur vitnað um mig, þó ekki þannig að þið sæjuð hann eða heyrðuð rödd hans.
38 And you do not have his word abiding in you. For the one whom he sent, the same you would not believe.
Þið vitið ekki heldur hvað hann segir því að þið viljið ekki trúa mér, en boðskapur minn er frá honum.
39 Study the Scriptures. For you think that in them you have eternal life. And yet they also offer testimony about me. (aiōnios g166)
Þið rannsakið Gamla testamentið, því að þið álítið að það gefi ykkur eilíft líf, en svo vitið þið ekki að það vitnar um mig! (aiōnios g166)
40 And you are not willing to come to me, so that you may have life.
Hvers vegna viljið þið ekki koma til mín, svo að ég geti gefið ykkur eilíft líf?
41 I do not accept glory from men.
Ég sækist ekki eftir vinsældum ykkar, því ég veit vel að þið berið ekki kærleika til Guðs.
42 But I know you, that you do not have the love of God within you.
43 I have come in the name of my Father, and you do not accept me. If another will arrive in his own name, him you will accept.
Ég veit hvað ég er að segja, því að ég kom til að kynna ykkur föður minn. Samt viljið þið ekkert með mig hafa. Þið takið hins vegar vel á móti þeim sem koma á eigin vegum, en þá hef ég ekki sent.
44 How are you able to believe, you who accept glory from one another and yet do not seek the glory that is from God alone?
Það er ekkert undarlegt þótt þið trúið ekki! Þið þiggið heiður hver af öðrum en leitið ekki þess heiðurs sem Guð einn getur veitt!
45 Do not consider that I might accuse you with the Father. There is one who accuses you, Moses, in whom you hope.
En ég mun samt ekki ákæra ykkur frammi fyrir föðurnum, heldur Móse. Von ykkar um guðsríki hvílir á lögum Móse,
46 For if you were believing in Moses, perhaps you would believe in me also. For he wrote about me.
en samt hafið þið ekki viljað trúa honum. Hann ritaði um mig, en þið viljið ekki trúa honum og þess vegna viljið þið ekki heldur trúa mér.
47 But if you do not believe by his writings, how will you believe by my words?”
Fyrst þið trúið ekki orðum hans, þá er ekki að undra þótt þið trúið ekki orðum mínum.“

< John 5 >