< Acts 23 >

1 Then Paul, gazing intently at the council, said, “Noble brothers, I have spoken with all good conscience before God, even to this present day.”
Páll hvessti augun á ráðið og sagði: „Bræður, ég hef alltaf kappkostað að hafa góða samvisku gagnvart Guði.“
2 And the high priest, Ananias, instructed those who were standing nearby to strike him on the mouth.
Ananías, æðsti presturinn, fyrirskipaði þá að Páll yrði þegar í stað sleginn á munninn.
3 Then Paul said to him: “God shall strike you, you whitewashed wall! For would you sit and judge me according to the law, when, contrary to the law, you order me to be struck?”
Þá sagði Páll: „Guð mun slá þig, þú kalkaði veggur. Hvers konar dómari ert þú? Þú brýtur sjálfur lögin með því að fyrirskipa að ég skuli sleginn?“
4 And those who were standing nearby said, “Are you speaking evil about the high priest of God?”
Þeir sem næstir stóðu Páli, sögðu við hann: „Þú smánar, með þessum orðum, æðsta prest Guðs.“
5 And Paul said: “I did not know, brothers, that he is the high priest. For it is written: ‘You shall not speak evil of the leader of your people.’”
„Bræður, ekki var mér ljóst að hann væri æðsti prestur, “svaraði Páll, „enda veit ég að í Biblíunni stendur: „Talaðu aldrei illa um yfirmann þjóðar þinnar“.“
6 Now Paul, knowing that one group were Sadducees and the other were Pharisees, exclaimed in the council: “Noble brothers, I am a Pharisee, the son of Pharisees! It is over the hope and resurrection of the dead that I am being judged.”
Allt í einu datt Páli nokkuð í hug. Annar hluti ráðsins var saddúkear en hinn farísear. Hann kallaði því: „Bræður, ég er farísei eins og forfeður mínir, en nú er ég fyrir rétti vegna vonarinnar um eilíft líf og trúar á upprisu dauðra.“
7 And when he had said this, a dissension occurred between the Pharisees and the Sadducees. And the multitude was divided.
Þar með klofnaði ráðið – farísear á móti saddúkeum.
8 For the Sadducees claim that there is no resurrection, and neither angels, nor spirits. But the Pharisees confess both of these.
Saddúkear segja að hvorki sé til upprisa né englar og að ekki sé eilífur andi í manninum, en öllu þessu trúa farísearnir.
9 Then there occurred a great clamor. And some of the Pharisees, rising up, were fighting, saying: “We find nothing evil in this man. What if a spirit has spoken to him, or an angel?”
Nú hófst mikil deila. Sumir leiðtoganna spruttu á fætur til að styðja orð Páls. „Við sjáum ekkert athugavert við hann!“hrópuðu þeir. „Kannski hefur engill eða andi talað til hans þarna á veginum til Damaskus.“
10 And since a great dissension had been made, the tribune, fearing that Paul might be torn apart by them, ordered the soldiers to descend and to seize him from their midst, and to bring him into the fortress.
Hrópin og köllin urðu æ háværari. Menn þrifu í Pál frá báðum hliðum og toguðu hann á milli sín. Hersveitarforinginn óttaðist að þeir slitu hann í sundur. Hann skipaði því hermönnum sínum að taka hann af þeim með valdi og fara með hann aftur til kastalans.
11 Then, on the following night, the Lord stood near him and said: “Be constant. For just as you have testified about me in Jerusalem, so also it is necessary for you to testify at Rome.”
Um nóttina kom Drottinn til Páls og sagði: „Vertu ekki kvíðinn, Páll. Þú hefur vitnað um mig fyrir íbúum Jerúsalem og sama muntu gera í Róm.“
12 And when daylight arrived, some of the Jews gathered together and bound themselves with an oath, saying that they would neither eat nor drink until they had killed Paul.
Morguninn eftir, gerðu um fjörutíu Gyðingar samkomulag um að bragða hvorki vott né þurrt, fyrr en þeir hefðu komið Páli fyrir kattarnef.
13 Now there were more than forty men who had taken this oath together.
14 And they approached the leaders of the priests, and the elders, and they said: “We have sworn ourselves by an oath, so that we will taste nothing, until we have killed Paul.
Síðan fóru þeir til æðstu prestanna og öldunganna og sögðu þeim frá fyrirætlun sinni.
15 Therefore, with the council, you should now give notice to the tribune, so that he may bring him to you, as if you intended to determine something else about him. But before he approaches, we have made preparations to put him to death.”
„Biðjið hersveitarforingjann að leiða Pál aftur fram fyrir ráðið, “sögðu þeir, „og segið að þið ætlið að spyrja hann nokkurra viðbótarspurninga. Við munum svo drepa hann á leiðinni.“
16 But when Paul’s sister’s son had heard of this, about their treachery, he went and entered into the fortress, and he reported it to Paul.
Systursonur Páls frétti um samsærið, fór upp í kastalann og lét Pál vita.
17 And Paul, calling to him one of the centurions, said: “Lead this young man to the tribune. For he has something to tell him.”
Páll kallaði þá til eins liðsforingjans og sagði: „Farðu með þennan unga mann til hersveitarforingjans. Hann er með áríðandi skilaboð.“
18 And indeed, he took him and led him to the tribune, and he said, “Paul, the prisoner, asked me to lead this young man to you, since he has something to say to you.”
Liðsforinginn fór með hann til hersveitarforingjans og sagði: „Bandinginn Páll bað mig að fara með þennan unga mann til þín. Hann hefur víst eitthvað að segja þér.“
19 Then the tribune, taking him by the hand, withdrew with him by themselves, and he asked him: “What is it that you have to tell me?”
Hersveitarforinginn tók í hönd drengsins, leiddi hann afsíðis og spurði: „Hvað ætlar þú að segja mér, vinur minn?“
20 Then he said: “The Jews have met to ask you to bring Paul tomorrow to the council, as if they intended to question him about something else.
„Á morgun, “svaraði drengurinn, „ætla Gyðingarnir að biðja þig að leiða Pál aftur fram fyrir ráðið, undir því yfirskyni að þeir vilji fá að spyrja hann enn frekar.
21 But truly, you should not believe them, for they would ambush him with more than forty men from among them, who have bound themselves by an oath neither to eat, nor to drink, until they have put him to death. And they are now prepared, hoping for an affirmation from you.”
En gerðu það ekki! Því rúmlega fjörutíu menn ætla að fela sig við veginn og stökkva á Pál og drepa hann. Þeir hafa lofað hver öðrum því að borða hvorki né drekka, fyrr en hann sé dauður. Þeir eru hérna fyrir utan núna og eru komnir til að fá samþykki þitt.“
22 And then the tribune dismissed the young man, instructing him not to tell anyone that he had made known these things to him.
„Láttu ekki nokkurn lifandi mann vita að þú hafir sagt mér frá þessu, “sagði hersveitarforinginn við drenginn um leið og hann lét hann fara.
23 Then, having called two centurions, he said to them: “Prepare two hundred soldiers, so that they may go as far as Caesarea, and seventy horsemen, and two hundred spearmen, for the third hour of the night.
Síðan kallaði hann á tvo liðsforingja og gaf eftirfarandi fyrirmæli: „Hafið 200 hermenn reiðubúna til að fara til Sesareu klukkan níu í kvöld. Hafið einnig 200 menn vopnaða spjótum og 70 riddara. Hafið tilbúinn hest handa Páli, til þess að koma honum heilum á húfi til Felixar landstjóra.“
24 And prepare beasts of burden to carry Paul, so that they may lead him safely to Felix, the governor.”
25 For he was afraid, lest perhaps the Jews might seize him and kill him, and that afterwards he would be falsely accused, as if he had accepted a bribe. And so he wrote a letter containing the following:
Síðan skrifaði hann landstjóranum svohljóðandi bréf:
26 “Claudius Lysias, to the most excellent governor, Felix: greetings.
„Frá: Kládíusi Lýsíasi. Göfugi landstjóri, Felix! Þennan mann handtóku Gyðingarnir.
27 This man, having been apprehended by the Jews and being about to be put to death by them, I rescued, overwhelming them with soldiers, since I realized that he is a Roman.
Þeir höfðu nærri því gert út af við hann, þegar ég sendi hermenn til að bjarga honum – en ég hafði komist að því að hann er rómverskur borgari.
28 And wanting to know the reason that they objected to him, I brought him into their council.
Síðan fór ég með hann fyrir æðsta ráðið til að komast að því hvað hann hefði gert.
29 And I discovered him to be accused about questions of their law. Yet truly, nothing deserving of death or imprisonment was within the accusation.
Ég komst fljótt að því að það snerist um eitthvað í trú þeirra – örugglega ekkert sem krefst fangelsunar eða dauðadóms.
30 And when I had been given news of ambushes, which they had prepared against him, I sent him to you, notifying his accusers also, so that they may plead their accusations before you. Farewell.”
Þegar ég svo frétti af samsæri um að drepa hann, ákvað ég að senda hann til þín. Ég mun láta ákærendur hans vita að þeir verði að bera málið upp við þig.“
31 Therefore the soldiers, taking Paul according to their orders, brought him by night to Antipatris.
Um nóttina fóru hermennirnir með Pál til Antípatris, eins og fyrir þá var lagt.
32 And the next day, sending the horsemen to go with him, they returned to the fortress.
Morguninn eftir sneru þeir aftur til kastalans, en skildu Pál eftir, ásamt riddaraliðinu, sem átti að fara með hann áfram til Sesareu.
33 And when they had arrived at Caesarea and had delivered the letter to the governor, they also presented Paul before him.
Þegar þeir komu til Sesareu kynntu þeir Pál fyrir landstjóranum og afhentu honum bréfið.
34 And when he had read it and had asked which province he was from, realizing that he was from Cilicia, he said:
Hann las það og spurði síðan Pál hvaðan hann væri. „Frá Kilikíu, “svaraði Páll. „Þegar ákærendur þínir eru komnir, mun ég taka mál þitt fyrir, “sagði landstjórinn. Síðan lét hann varpa honum í fangelsið í höll Heródesar.
35 “I will hear you, when your accusers have arrived.” And he ordered him to be kept in the praetorium of Herod.

< Acts 23 >