< Acts 2 >

1 And when the days of Pentecost were completed, they were all together in the same place.
Nú voru liðnar sjö vikur frá dauða og upprisu Jesú og kominn hvítasunnudagur. Þegar hinir trúuðu höfðu safnast saman þennan dag,
2 And suddenly, there came a sound from heaven, like that of a wind approaching violently, and it filled the entire house where they were sitting.
heyrðist skyndilega þytur, líkt og stormgnýr, uppi yfir þeim og fyllti húsið sem þeir voru í.
3 And there appeared to them separate tongues, as if of fire, which settled upon each one of them.
Síðan birtist eitthvað sem líktist eldtungum og settist á höfuð þeirra.
4 And they were all filled with the Holy Spirit. And they began to speak in various languages, just as the Holy Spirit bestowed eloquence to them.
Þá fylltust þeir allir heilögum anda og fóru að tala tungumál, sem þeir höfðu aldrei lært, en heilagur andi gerði þeim kleift að tala.
5 Now there were Jews staying in Jerusalem, pious men from every nation that is under heaven.
Margir guðræknir Gyðingar voru í Jerúsalem þennan dag. Þeir höfðu komið frá ýmsum löndum, til að taka þátt í hátíðinni.
6 And when this sound occurred, the multitude came together and was confused in mind, because each one was listening to them speaking in his own language.
Þegar þeir heyrðu stormgnýinn fara um loftið komu þeir hlaupandi til að sjá hvað væri á seyði. Þegar fólkið heyrði lærisveinana tala á sínum þjóðtungum varð það forviða.
7 Then all were astonished, and they wondered, saying: “Behold, are not all of these who are speaking Galileans?
„Hvernig má þetta vera?“hrópaði það. „Eru þetta ekki allt saman Galíleumenn?
8 And how is it that we have each heard them in our own language, into which we were born?
Samt heyrum við þá tala okkar eigin tungumál!
9 Parthians and Medes and Elamites, and those who inhabit Mesopotamia, Judea and Cappadocia, Pontus and Asia,
Við, sem erum Partar, Medar og Elamítar, og komum frá Mesapótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu.
10 Phrygia and Pamphylia, Egypt and the parts of Libya which are around Cyrene, and new arrivals of the Romans,
Við frá Frýgíu, Pamfýlíu, Egyptalandi, og við sem tölum Kýrene-mállýskuna í Líbýu, og við sem komum frá Róm – bæði Gyðingar og þeir sem tekið hafa Gyðingatrú –
11 likewise Jews and new converts, Cretans and Arabs: we have heard them speaking in our own languages the mighty deeds of God.”
Krítverjar og Arabar… við heyrum þá tala á okkar máli um máttarverk Guðs!“
12 And they were all astonished, and they wondered, saying to one another: “But what does this mean?”
Þarna stóð fólkið og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. „Hvað er nú þetta?“spurði það hvert annað.
13 But others mockingly said, “These men are full of new wine.”
Aðrir gerðu grín að öllu saman og sögðu: „Þeir eru drukknir, það er allt og sumt!“
14 But Peter, standing up with the eleven, lifted up his voice, and he spoke to them: “Men of Judea, and all those who are staying in Jerusalem, let this be known to you, and incline your ears to my words.
Þá gekk Pétur fram, ásamt postulunum ellefu og kallaði til mannfjöldans: „Hlustið nú öll, hvort sem þið eruð gestir eða íbúar í Jerúsalem.
15 For these men are not inebriated, as you suppose, for it is the third hour of the day.
Sumir ykkar segja að þessir menn séu drukknir. Það er ekki rétt. Það er ekki orðið nógu áliðið dags til að svo geti verið. Menn drekka sig ekki fulla klukkan 9 að morgni.
16 But this is what was spoken of by the prophet Joel:
Þetta sem þið hafið séð í morgun, var sagt fyrir af Jóel spámanni fyrir mörgum öldum:
17 ‘And this shall be: in the last days, says the Lord, I will pour out, from my Spirit, upon all flesh. And your sons and your daughters shall prophesy. And your youths shall see visions, and your elders shall dream dreams.
„Á hinum síðustu dögum, “segir Guð, „mun ég úthella anda mínum yfir alla menn. Og þá munu synir ykkar og dætur spá, æskumenn ykkar sjá sýnir og aldrað fólk mun dreyma merkilega drauma.
18 And certainly, upon my men and women servants in those days, I will pour out from my Spirit, and they shall prophesy.
Heilagur andi mun koma yfir alla þjóna mína, konur og karla, og þau munu spá.
19 And I will bestow wonders in heaven above, and signs on earth below: blood and fire and the vapor of smoke.
Ég mun láta undur gerast á himni og jörðu – blóð, eld og reykjarmökk.
20 The sun shall be turned into darkness and the moon into blood, before the great and manifest day of the Lord arrives.
Sólin skal verða svört og tunglið rautt eins og blóð, áður en hinn mikli og dýrlegi dagur Drottins kemur.
21 And this shall be: whoever shall invoke the name of the Lord will be saved.’
En hver sem ákallar Drottin mun frelsast.“
22 Men of Israel, hear these words: Jesus the Nazarene is a man confirmed by God among you through the miracles and wonders and signs that God accomplished through him in your midst, just as you also know.
Ísraelsmenn, takið eftir! Guð sýndi berlega hver Jesús frá Nasaret var, með því að láta hann vinna mikil kraftaverk, sem ykkur eru kunn.
23 This man, under the definitive plan and foreknowledge of God, was delivered by the hands of the unjust, afflicted, and put to death.
Guð, sem var að framkvæma fyrirætlun sína, leyfði ykkur með aðstoð rómverskra yfirvalda að negla Jesú á krossinn og taka hann af lífi.
24 And he whom God has raised up has broken the sorrows of Hell, for certainly it was impossible for him to be held by it. (questioned)
Eftir það leysti Guð hann úr greipum dauðans og lét hann vakna aftur til lífsins, því dauðinn gat ekki haldið honum.
25 For David said about him: ‘I foresaw the Lord always in my sight, for he is at my right hand, so that I may not be moved.
Davíð konungur segir um hann: „Ég veit að Drottinn er alltaf með mér. Hann hjálpar mér. Hann styður mig með mætti sínum.
26 Because of this, my heart has rejoiced, and my tongue has exulted. Moreover, my flesh shall also rest in hope.
Því gleðst hjarta mitt og tunga mín vegsamar hann. Ég veit að líkami minn þarf ekki að óttast dauðann,
27 For you will not abandon my soul to Hell, nor will you allow your Holy One to see corruption. (Hadēs g86)
því að hvorki munt þú skilja sál mína eftir meðal hinna dánu, né láta líkama sonar þíns rotna. (Hadēs g86)
28 You have made known to me the ways of life. You will completely fill me with happiness by your presence.’
Þú gefur mér lífið á ný og fyllir mig dýrlegri gleði í nálægð þinni.“
29 Noble brothers, permit me to speak freely to you about the Patriarch David: for he passed away and was buried, and his sepulcher is with us, even to this very day.
Kæru vinir, hugleiðið þetta. Davíð var ekki að tala um sjálfan sig, þegar hann sagði þessi orð, því að hann dó og var grafinn og gröf hans er enn hér á meðal okkar.
30 Therefore, he was a prophet, for he knew that God had sworn an oath to him about the fruit of his loins, about the One who would sit upon his throne.
En hann var spámaður og vissi að Guð hafði lofað því með órjúfanlegum eiði, að einn af afkomendum hans skyldi verða Kristur og sitja í hásæti hans.
31 Foreseeing this, he was speaking about the Resurrection of the Christ. For he was neither left behind in Hell, nor did his flesh see corruption. (Hadēs g86)
Davíð sá langt fram í tímann og sagði fyrir um upprisu Krists, að sál hans yrði ekki skilin eftir meðal hinna dánu og líkami hans myndi ekki heldur rotna. (Hadēs g86)
32 This Jesus, God raised up again, and of this we are all witnesses.
Þarna var hann að tala um Jesú og við erum öll vitni að því að Jesús reis upp frá dauðum.
33 Therefore, being exalted to the right hand of God, and having received from the Father the Promise of the Holy Spirit, he poured this out, just as you now see and hear.
Nú situr hann í æðsta heiðurssæti á himnum við hlið Guðs. Faðirinn hafði lofað að gefa honum vald til að senda heilagan anda – og í dag hafið þið séð þetta loforð efnt.
34 For David did not ascend into heaven. But he himself said: ‘The Lord said to my Lord: Sit at my right hand,
Davíð var aldrei hafinn til himins. En hann sagði einnig: „Guð sagði við minn Drottin, það er að segja Krist: „Set þig hér í heiðurssætið við hlið mér,
35 until I make your enemies your footstool.’
þar til ég hef gjörsigrað óvini þína.““
36 Therefore, may the entire house of Israel know most certainly that God has made this same Jesus, whom you crucified, both Lord and Christ.”
Ég lýsi því hér með yfir við alla í Ísrael að Guð hefur gert þennan Jesú, sem þið krossfestuð, bæði að Drottni og Kristi.“
37 Now when they had heard these things, they were contrite in heart, and they said to Peter and to the other Apostles: “What should we do, noble brothers?”
Orð Péturs höfðu djúp áhrif á fólkið og það sagði við hann og hina postulana: „Hvað eigum við þá að gera, bræður?“
38 Yet truly, Peter said to them: “Do penance; and be baptized, each one of you, in the name of Jesus Christ, for the remission of your sins. And you shall receive the gift of the Holy Spirit.
Pétur svaraði: „Sérhvert ykkar verður að snúa sér frá syndinni og láta skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar syndanna, og þá fáið þið einnig þessa gjöf, heilagan anda.
39 For the Promise is for you and for your sons, and for all who are far away: for whomever the Lord our God will have called.”
Kristur hét því að allir skyldu fá gjöf heilags anda, allir sem Drottinn Guð okkar kallar til sín, einnig börnin ykkar og þeir sem búa í fjarlægum löndum.“
40 And then, with very many other words, he testified and he exhorted them, saying, “Save yourselves from this depraved generation.”
Pétur hélt langa ræðu, skoraði á fólkið og sagði: „Látið frelsast frá syndum þessarar þjóðar!“
41 Therefore, those who accepted his discourse were baptized. And about three thousand souls were added on that day.
Þeir sem trúðu orðum Péturs tóku skírn, alls um 3.000 manns.
42 Now they were persevering in the doctrine of the Apostles, and in the communion of the breaking of the bread, and in the prayers.
Þau héldu fast við kenningu postulanna og ræktu samfélagið, brotningu brauðsins og bænirnar.
43 And fear developed in every soul. Also, many miracles and signs were accomplished by the Apostles in Jerusalem. And there was a great awe in everyone.
Öll ræktu þau trú sína vel og postularnir gerðu mörg kraftaverk.
44 And then all who believed were together, and they held all things in common.
Allir sem trúðu héldu hópinn og höfðu allt sameiginlegt.
45 They were selling their possessions and belongings, and dividing them to all, just as any of them had need.
Þeir seldu eigur sínar og skiptu síðan milli allra eftir þörfum hvers og eins.
46 Also, they continued, daily, to be of one accord in the temple and to break bread among the houses; and they took their meals with exultation and simplicity of heart,
Þeir komu daglega saman í musterinu, til að lofa Guð og tilbiðja. Einnig hittist fólkið í smáhópum, í heimahúsum, þar sem brauðið var brotið. Þau neyttu fæðunnar með gleði og þakklæti,
47 praising God greatly, and holding favor with all the people. And every day, the Lord increased those who were being saved among them.
og vegsömuðu Guð. Þau voru vinsæl meðal allra og Drottinn bætti daglega í hópinn nýju fólki sem lét frelsast.

< Acts 2 >