< 2 Corinthians 11 >

1 I wish that you would endure a small amount of my foolishness, so as to bear with me.
Ég vona að þið umberið mig þótt ég haldi áfram að tala eins og heimskingi. Umberið mig og leyfið mér að segja það sem mér liggur á hjarta.
2 For I am jealous toward you, with the jealousy of God. And I have espoused you to one husband, offering you as a chaste virgin to Christ.
Mér stendur ekki á sama um ykkur – ég ber sömu umhyggju fyrir ykkur og Guð. Ó, hve ég þrái að kærleikur ykkar beinist að Kristi einum, á sama hátt og ung og hrein stúlka geymir ást sína handa þeim sem hún elskar, og síðar giftist.
3 But I am afraid lest, as the serpent led astray Eve by his cleverness, so your minds might be corrupted and might fall away from the simplicity which is in Christ.
En eitt óttast ég og það er að hugsanir ykkar spillist og einlægni ykkar gagnvart Drottni fari dvínandi, rétt eins og þegar Satan tældi Evu í Edensgarði.
4 For if anyone arrives preaching another Christ, one whom we have not preached; or if you receive another Spirit, one whom you have not received; or another Gospel, one which you have not been given: you might permit him to guide you.
Þið virðist svo auðtrúa! Þið trúið öllu sem ykkur er sagt. Þið trúið jafnvel mönnum sem koma og boða annan Jesú en þann sem við boðum, annan anda en heilagan anda sem þið tókuð á móti og aðra leið til hjálpræðis en þá sem við sýndum ykkur. Þið gleypið við öllu.
5 For I consider that I have done nothing less than the great Apostles.
Mér finnast þessir „stórkostlegu sendimenn Guðs“, eins og þeir kalla sig, ekki standa mér framar í neinu.
6 For although I may be unskilled in speech, yet I am not so in knowledge. But, in all things, we have been made manifest to you.
Þótt ég sé lélegur ræðumaður þá veit ég þó hvað ég segi, það vona ég að ykkur sé ljóst.
7 Or did I commit a sin by humbling myself so that you would be exalted? For I preached the Gospel of God to you freely.
Ég flutti ykkur fagnaðarerindið en ég krafðist einskis af ykkur í staðinn. Voru það mistök hjá mér? Átti ég að fara fram á einhverja þóknun og var rangt af mér að auðmýkja mig?
8 I have taken from other churches, receiving a stipend from them to the benefit of your ministry.
Ég rúði aðra söfnuði og lifði á því sem þeir sendu mér, einnig þann tíma sem ég var hjá ykkur. Þannig þjónaði ég ykkur án þess að það kostaði ykkur neitt. Og þótt allt þryti og ég liði skort, þá bað ég ykkur samt ekki um neitt, því að hinir kristnu í Makedóníu færðu mér aðra gjöf. Ég hef aldrei beðið ykkur um krónu og mun aldrei gera það.
9 And when I was with you and in need, I was burdensome to no one. For the brothers who came from Macedonia supplied whatever was lacking to me. And in all things, I have kept myself, and I will keep myself, from being burdensome to you.
10 The truth of Christ is in me, and so this glorying shall not be broken away from me in the regions of Achaia.
Þetta skal ég standa við og segja öllum í Grikklandi.
11 Why so? Is it because I do not love you? God knows I do.
Hvers vegna? Er það vegna þess að mér þyki ekki vænt um ykkur? Nei, Guð veit að mér þykir það.
12 But what I am doing, I will continue to do, so that I may take away an opportunity from those who desire an opportunity by which they may glory, so as to be considered to be like us.
En þetta geri ég til að kippa fótunum undan þeim sem stæra sig og segjast vinna verk Guðs eins og við.
13 For false apostles, such as these deceitful workers, are presenting themselves as if they were Apostles of Christ.
Þessir menn eru ekki sendir af Guði, það er áreiðanlegt. Þeir eru svikarar sem hafa fengið ykkur til að halda að þeir séu postular Krists.
14 And no wonder, for even Satan presents himself as if he were an Angel of light.
Það undrar mig reyndar ekki. Satan getur brugðið sér í gervi ljósengils.
15 Therefore, it is no great thing if his ministers present themselves as if they were ministers of justice, for their end shall be according to their works.
Verum því ekki hissa þótt þjónar hans geti gert það sama og látist vera þjónar Guðs. Þessir menn munu þó að lokum verða að súpa seyðið af illverkum sínum, rétt eins og þeir eiga skilið.
16 I say again. And let no one consider me to be foolish. Or, at least, accept me as if I were foolish, so that I also may glory a small amount.
Ég bið ykkur enn, og það vegna þessara orða, að halda ekki að ég sé búinn að missa vitið. En þótt þið haldið að svo sé, þá hlustið samt á mig – glórulausan manninn – heimskingjann. Nú ætla ég að hrósa mér dálítið á sama hátt og þeir.
17 What I am saying is not said according to God, but as if in foolishness, in this matter of glorying.
Slíkt grobb er ekki að vilja Guðs og því tala ég nú eins og algjör fáviti.
18 Since so many glory according to the flesh, I will glory also.
Þessir menn eru sífellt að ræða við ykkur um hæfileika sína.
19 For you freely accept the foolish, though you yourselves claim to be wise.
Þið álítið ykkur skynsöm, en hlustið samt með ánægju á þessa heimskingja. Ykkur er alveg sama þótt þeir geri ykkur að þrælum, taki frá ykkur allt sem þið eigið, græði á ykkur og setji síðan upp merkissvip og slái ykkur utan undir.
20 For you permit it when someone guides you into servitude, even if he devours you, even if he takes from you, even if he is extolled, even if he strikes you repeatedly on the face.
21 I speak according to disgrace, as if we had been weak in this regard. In this matter, (I speak in foolishness) if anyone dares, I dare also.
Mér þykir leitt, en ég mundi aldrei áræða að gera slíkt. En hverju sem þeir stæra sig af – og nú tala ég aftur eins og bjáni – þá get ég það líka. Jæja, lítum nú á hvað þeir segja.
22 They are Hebrews; so am I. They are Israelites; so am I. They are the offspring of Abraham; so am I.
Þeir hrósa sér af því að vera Hebrear. Gott og vel, það er ég líka. Þeir segjast vera Ísraelsmenn og tilheyra Guðs útvöldu þjóð, ekki satt? Ég líka. Segjast þeir ekki vera afkomendur Abrahams? Sama er að segja um mig.
23 They are the ministers of Christ (I speak as if I were less wise); more so am I: with many more labors, with numerous imprisonments, with wounds beyond measure, with frequent mortifications.
Þeir halda því fram að þeir þjóni Kristi. Ég hef þjónað honum betur en þeir allir. (Nú tala ég eins og vitfirringur!) Ég hef lagt á mig meira erfiði en þeir, verið oftar í fangelsi, verið húðstrýktur mörgum sinnum og horfst í augu við dauðann hvað eftir annað.
24 On five occasions, I received forty stripes, less one, from the Jews.
Fimm sinnum létu Gyðingar húðstrýkja mig, þrjátíu og níu högg í hvert sinn. Það var hræðilegt.
25 Three times, I was beaten with rods. One time, I was stoned. Three times, I was shipwrecked. For a night and a day, I was in the depths of the sea.
Þrisvar hef ég verið barinn með prikum. Eitt sinn grýttur, þrisvar hef ég liðið skipbrot og eitt skiptið var ég sólarhring í sjó.
26 I have made frequent journeys, through dangerous waters, in danger of robbers, in danger from my own nation, in danger from the Gentiles, in danger in the city, in danger in the wilderness, in danger in the sea, in danger from false brothers,
Það er mörg leiðin og erfið sem ég hef orðið að ganga. Oft hef ég komist í hann krappan. Ég hef þurft að vaða vatnsmiklar ár. Ræningjar hafa verið á leið minni og lent hef ég í kasti við landa mína Gyðinga jafnt sem heiðingja. Margsinnis hef ég verið í lífshættu. Víða í borgum hef ég verið umkringdur af æstum múg.
27 with hardships and difficulties, with much vigilance, in hunger and thirst, with frequent fasts, in cold and nakedness,
Ég hef verið útslitinn, sárþjáður, og margar andvökunæturnar hef ég átt. Oft hef ég þurft að þola hungur og þorsta, verið klæðlítill og þjáðst af kulda.
28 and, in addition to these things, which are external: there is my daily earnestness and solicitude for all the churches.
Auk alls þessa hef ég sífelldar áhyggjur af því hvernig söfnuðunum líður.
29 Who is weak, and I am not weak? Who is scandalized, and I am not being burned?
Hver gerir mistök án þess að ég verði hryggur? Hver fellur án þess að ég hafi áhuga á að reisa hann á fætur?
30 If it is necessary to glory, I will glory of the things that concern my weaknesses.
Ef ég á annað borð verð að hrósa mér, þá vil ég heldur hrósa mér af veikleika mínum.
31 The God and Father of our Lord Jesus Christ, who is blessed forever, knows that I am not lying. (aiōn g165)
Guð, faðir Drottins Jesú Krists, hann sem lofaður verður um aldir alda, veit að ég segi satt. (aiōn g165)
32 At Damascus, the governor of the nation under Aretas the king, watched over the city of the Damascenes, so as to apprehend me.
Í Damaskus lét til dæmis landshöfðingi Areta konungs setja varðmenn við borgarhliðin til að handsama mig.
33 And, through a window, I was let down along the wall in a basket; and so I escaped his hands.
En þá var ég látinn síga í körfu út um gat á borgarmúrnum og þannig slapp ég. (Eftirsóttur? Já, það má nú segja!)

< 2 Corinthians 11 >