< Luke 13 >

1 Now some were present at the same time who informed him about the Galileans whose blood Pilate mingled with their sacrifices.
Um þetta leyti frétti Jesús að Pílatus hefði látið drepa nokkra Galíleumenn, sem voru að bera fram fórnir í musterinu í Jerúsalem.
2 And having answered, Jesus said to them, Do ye suppose that these Galileans became sinful above all the Galileans because they have suffered such things?
„Haldið þið að þeir hafi verið meiri syndarar en Galíleumenn almennt?“spurði hann. „Er það ástæðan fyrir þjáningum þeirra?
3 I tell you, no, but if ye do not repent, ye will all perish similarly.
Nei, alls ekki! Skiljið þið ekki að sjálfir munuð þið farast, nema þið snúið ykkur frá syndinni og til Guðs?
4 Or those eighteen upon whom the tower in Siloam fell and killed them. Do ye think that these became debtors above all the men who dwell in Jerusalem?
Hvað um mennina átján, sem dóu þegar Sílóamturninn hrundi? Voru þeir verstu syndarar í Jerúsalem?
5 I tell you, no, but if ye do not repent, ye will all likewise perish.
Nei, hreint ekki! Og þið munuð sjálfir týna lífi og glatast, ef þið gerið ekki iðrun.“
6 And he spoke this parable. A certain man had a fig tree planted in his vineyard, and he came seeking fruit on it, and found none.
Því næst sagði Jesús þeim þessa dæmisögu: „Maður nokkur gróðursetti fíkjutré í garði sínum. Oft leitaði hann ávaxta á því, en sér til mikilla vonbrigða fann hann enga.
7 And he said to the vine workman, Behold, three years I come seeking fruit on this fig tree, and find none. Cut it down, why also waste the ground?
Að lokum skipaði hann garðyrkjumanni sínum að höggva tréð upp. „Ég hef beðið í þrjú ár og það hefur ekki borið eina einustu fíkju, “sagði hann. „Til hvers er að standa í þessu lengur? Það er bara fyrir.“
8 And having answered, he says to him, Sir, allow it this year also until I may dig around it and cast manure.
„Gefum því enn eitt tækifæri, “sagði garðyrkjumaðurinn. „Látum það standa eitt ár enn og við skulum hugsa sérstaklega vel um það og bera vel á.
9 Although surely it should bear fruit, and if not, in the coming year thou will cut it down.
Ef við fáum fíkjur eftir árið, þá er allt í lagi. Ef það ber ekki ávöxt, þá fellum við það“.“
10 And he was teaching in one of the synagogues on the sabbath day.
Helgidag einn var Jesús að kenna í einu af samkomuhúsunum.
11 And behold, there was a woman who had a spirit of infirmity eighteen years. And she was bent over, and not being able to straighten up completely.
Tók hann þá eftir konu sem var illa bækluð. Hún hafði verið krypplingur í átján ár og gat ekki rétt úr sér.
12 And when Jesus saw her, he called out, and said to her, Woman, thou are loosed from thine infirmity.
Jesús kallaði hana til sín og sagði: „Kona, þú ert læknuð af sjúkdómi þínum.“
13 And he laid his hands upon her, and immediately she was made straight, and glorified God.
Og um leið og hann snerti hana rétti hún úr sér og lofaði Guð!
14 And having responded, the synagogue-ruler, being indignant because Jesus healed on the sabbath, answered and said to the multitude, There are six days in which he ought to work. Therefore coming in these, be healed, and not on the day of the sabbath.
En forstöðumaður samkomuhússins varð mjög reiður vegna þess að Jesús skyldi hafa læknað hana á helgidegi og hrópaði: „Við höfum sex daga til að vinna í viku hverri! Komið þá og látið lækna ykkur, en ekki á hvíldardögum.“
15 But the Lord therefore answered him and said, Ye hypocrites, does not each of you on the sabbath loose his ox or his donkey from the stall, and after leading away, give to drink?
„Hræsnarar, “svaraði Jesús, „þið vinnið á helgidögum. Leysið þið ekki nautgripina af stalli til að brynna þeim jafnt á helgidögum sem aðra daga?
16 And ought not this woman, being a daughter of Abraham whom Satan has bound, lo, eighteen years, be loosed from this bond on the day of the sabbath?
Er þá rangt af mér að leysa þessa konu úr fjötrum, sem Satan hefur haldið henni í, í átján ár, aðeins vegna þess að það er hvíldardagur?“
17 And as he said these things all those opposing him were shamed, and all the multitude rejoiced for all the glorious things that were done by him.
Óvinir hans urðu skömmustulegir við þessi orð, en fólkið gladdist vegna dásemdarverkanna sem hann vann.
18 And he said, What is the kingdom of God like, and to what will I compare it?
Jesús tók á ný að ræða við fólkið um guðsríki og spurði: „Hverju líkist guðsríki? Við hvað á ég að líkja því?
19 It is like a grain of a mustard plant, which having taken, a man cast into his own garden. And it grew and developed into a great tree, and the birds of the sky lodged in the branches if it.
Það er líkt örsmáu sinnepsfræi, sem sáð er í mold. Áður en langt um líður er það orðið að hávöxnum runna, þar sem fuglarnir byggja hreiður sín.
20 And again he said, To what will I compare the kingdom of God?
Því má einnig líkja við ger sem hnoðað hefur verið saman við deig, svo það hverfur í deigið, en samt lyftir það öllu deiginu.“
21 It is like leaven that a woman having taken, hid in three measures of meal, until the whole was leavened.
22 And he went through by cities and villages, teaching, and making a journey toward Jerusalem.
Eftir þetta lagði Jesús af stað til Jerúsalem og kom við í mörgum bæjum og þorpum á leiðinni.
23 And a certain man said to him, Lord, are they few who are being saved? And he said to them,
Eitt sinn var hann spurður þessarar spurningar: „Verða þeir fáir sem frelsast?“
24 Compete to enter in by the narrow gate, because many, I say to you, will seek to enter in, and will not be able.
„Reynið að komast inn um þröngu dyrnar, “svaraði Jesús, „því að margir munu reyna að komast þangað inn án árangurs, og þegar húsbóndinn hefur læst dyrunum verður það ekki lengur hægt. Ef þið standið þá fyrir utan, berjið og hrópið: „Drottinn, opnaðu fyrir okkur, “mun hann svara: „Ég þekki ykkur ekki.“
25 From the time the house-ruler has risen up, and has closed the door, and ye begin to stand outside, and to knock the door, saying, Lord, Lord, open to us, and having answered, he will say to you, I know not where ye are from,
26 then ye will begin to say, We ate and drank in thy presence, and thou taught in our thoroughfares.
„Já, en… við átum og drukkum með þér og þú kenndir í þorpinu okkar, “segið þið.
27 And he will say, I tell you, I know not where ye are from. Depart from me, all ye workmen of unrighteousness.
En ég svara: „Ég segi ykkur satt: Ég þekki ykkur ekki. Þið getið ekki komist hingað inn, því að þið eruð sekir. Burt með ykkur.“
28 There will be the weeping and the gnashing of teeth, when ye will see Abraham and Isaac and Jacob and all the prophets in the kingdom of God, and you being thrust out.
Þið munuð gráta og kveina þegar þið standið fyrir utan og sjáið Abraham, Ísak, Jakob og alla spámennina í guðsríki.
29 And they will arrive from the east and west, and from the north and south, and will sit down in the kingdom of God.
Því þangað mun fólk streyma hvaðanæva, úr öllum heiminum, og taka þar sæti sín.
30 And behold, there are last who will be first, and there are first who will be last.
Takið eftir: Sumir sem nú eru fyrirlitnir, munu þá hljóta heiður, en aðrir sem nú eru í hávegum hafðir, verða þá taldir sístir allra.“
31 In the same day some Pharisees came, saying to him, Get thee out and depart from here, because Herod wants to kill thee.
Í sama bili komu nokkrir farísear til hans og sögðu: „Ef þú vilt sleppa lifandi, komdu þér þá héðan sem fyrst, því Heródes konungur situr um líf þitt.“
32 And he said to them, Having gone, say to this fox, Behold, I cast out demons and finish cures today and tomorrow, and the third day I am fully perfected.
„Farið og segið þeim ref, “svaraði Jesús, „að ég muni halda áfram að reka út illa anda og lækna í dag og á morgun, en þriðja daginn lýk ég mér af.
33 Nevertheless it is necessary for me to go today and tomorrow and the following, because it is not possible for a prophet to perish outside of Jerusalem.
Jafnframt þessu mun ég halda áfram ferð minni til Jerúsalem, því ekki hæfir að spámaður láti lífið annars staðar en þar.
34 O Jerusalem, Jerusalem, that kills the prophets, and stones those who are sent to her. How often I wanted to gather thy children together as a hen does her brood under her wings, and ye would not.
Ó, Jerúsalem, Jerúsalem! Borgin, sem líflætur spámennina og grýtir þá sem sendir eru henni til hjálpar. Oft hef ég viljað safna börnum þínum saman, rétt eins og hæna verndar unga sína undir vængjum sér, en þið hafið ekki viljað það.
35 Behold, your house is left to you desolate. And I say to you, that ye will, no, not see me, until it will come when ye say, Blessed is he who comes in the name of the Lord.
Hús ykkar skulu verða skilin eftir í eyði og þið munuð ekki sjá mig aftur fyrr en þið segið: „Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins.““

< Luke 13 >