< Salme 69 >

1 (Til Sangmesteren. Til Liljerne. Af David.) Frels mig Gud, thi Vandene når mig til Sjælen,
Frelsaðu mig, ó Guð, því að vatnið hækkar sífellt
2 jeg er sunket i bundløst Dynd, hvor der intet Fodfæste er, kommet i Vandenes Dyb, og Strømmen går over mig;
og ég sekk æ dýpra í þessa botnlausu leðju.
3 træt har jeg skreget mig, Struben brænder, mit Øje er mat af at bie på min Gud;
Ég er útgrátinn og örmagna, hálsinn þurr og sár og augun þrútin. Góði Guð, bjargaðu mér!
4 flere end mit Hoveds Hår er de, der hader mig uden Grund, mange er de, som vil mig til Livs, uden Skel er mig fjendske; hvad jeg ikke har ranet, skal jeg dog erstatte!
Þeir eru margir sem hata mig að ástæðulausu, fjöldi manna sem brugga mér banaráð. Þó er ég saklaus. Þeir heimta að ég bæti það sem ég hef ekki brotið!
5 Gud, du kender min Dårskab, min Skyld er ej skjult for dig.
Ó, Guð, þú þekkir heimsku mína og syndir.
6 Lad mig ej bringe Skam over dem, som bier på dig, o Herre, Hærskarers HERRE, lad mig ej bringe Skændsel over dem der søger dig, Israels Gud!
Drottinn Guð, þú sem ræður hersveitum himnanna, láttu mig ekki verða til hneykslunar þeim sem treysta þér. Þú Guð Ísraels, forðaðu mér frá því að valda þeim vonbrigðum,
7 Thi for din Skyld bærer jeg Spot, mit Åsyn dækkes af Skændsel;
þó svo að þín vegna sé ég hæddur og smáður.
8 fremmed er jeg for mine Brødre en Udlænding for min Moders Sønner.
Jafnvel bræður mínir sniðganga mig!
9 Thi Nidkærhed for dit Hus har fortæret mig, Spotten mod dig er faldet på mig:
Guð, þú ert í huga mér öllum stundum og um musteri þitt hugsa ég. Og vegna þess að ég held uppi málstað þínum, hata þeir mig, rétt eins og þig.
10 jeg spæged min Sjæl med Faste, og det blev mig til Spot;
Ég hef fastað og iðrast frammi fyrir þér, en þeir hæddu mig engu að síður.
11 i Sæk har jeg klædt mig, jeg blev dem et Mundheld.
Ég klæddist hærusekk – tákni auðmýktar og iðrunar – og þá ortu þeir um mig níðvísu!
12 De, der sidder i Porten, taler om mig, ved Drikkelagene synger de om mig.
Ég er nýjasta fréttin í bænum og jafnvel rónarnir spotta mig!
13 Men jeg beder, HERRE, til dig i Nådens Tid, o Gud, i din store Miskundhed svare du mig!
En ég held áfram að biðja til þín, Drottinn, og gefst ekki upp, því að þú hlustar! Svaraðu mér með blessun þinni og miskunnaðu mér.
14 Frels mig med din trofaste Hjælp fra Dyndet, at jeg ikke skal synke; red mig fra dem, der hader mig, fra Vandenes Dyb,
Dragðu mig upp úr leðjunni, Drottinn, ég finn að ég er að sökkva! Forðaðu mér frá óvinum mínum, úr þessum hræðilega pytti!
15 lad Strømmen ikke gå over mig; lad Dybet ikke sluge mig eller Brønden lukke sig over mig.
Láttu ekki flóðið taka mig, hringiðuna svelgja mig!
16 Svar mig, HERRE, thi god er din Nåde, vend dig til mig efter din store Barmhjertighed;
Ó, Drottinn, svaraðu bænum mínum, vegna gæsku þinnar og náðar við mig.
17 dit Åsyn skjule du ej for din Tjener, thi jeg er i Våde, skynd dig og svar mig;
Snúðu ekki við mér bakinu, því að ég er í nauðum staddur! Flýttu þér! Komdu og frelsaðu mig!
18 kom til min Sjæl og løs den, fri mig for mine Fjenders Skyld!
Drottinn, komdu og bjargaðu mér! Leystu mig undan ofríki óvina minna.
19 Du ved, hvorledes jeg smædes og bærer Skam og Skændsel; du har Rede på alle mine Fjender.
Þú sérð þá og þekkir háðsglósur þeirra, hvernig þeir níða mig niður.
20 Spot har ulægeligt knust mit Hjerte; jeg bied forgæves på Medynk, på Trøstere uden at finde;
Háðsyrði þeirra hafa sært mig djúpu sári og andi minn örmagnast. Ó, ef einhver hefði sýnt mér samúð og einhver viljað hugga mig!
21 de gav mig Malurt at spise og slukked min Tørst med Eddike.
Þeir færðu mér eitraðan mat – malurt – og edik við þorstanum.
22 Lad Bordet foran dem blive en Snare, deres Takofre blive en Fælde;
Verði gleði þeirra að sorg og friður þeirra að skelfingu.
23 lad Øjnene slukkes, så Synet svigter, lad Lænderne altid vakle!
Myrkur komi yfir þá, blinda og ringulreið.
24 Din Vrede udøse du over dem din glødende Harme nå dem;
Reiði þín upptendrist gegn þeim og eldur þinn tortími þeim.
25 deres Teltlejr blive et Øde, og ingen bo i deres Telte!
Leggðu hús þeirra í rúst svo að þar búi enginn framar.
26 Thi de forfølger den, du slog, og øger Smerten for dem, du såred.
Því að þeir ofsækja þann sem þú hefur slegið og hlæja að kvöl þess sem þú hefur gegnumstungið.
27 Tilregn dem hver eneste Brøde lad dem ikke få Del i din Retfærd;
Skráðu hjá þér allar syndir þeirra, já láttu enga gleymast.
28 lad dem slettes af Livets Bog, ej optegnes blandt de retfærdige!
Strikaðu þá út af listanum yfir þá sem fá að lifa, leyfðu þeim ekki að njóta lífsins með réttlátum.
29 Men mig, som er arm og lidende, bjærge din Frelse, o Gud!
Ó, Guð, frelsaðu mig úr þessari neyð! Ég veit að þú munt bjarga mér!
30 Jeg vil prise Guds Navn med Sang og ophøje ham med Tak;
Ég lofa Guð í ljóði, mikla hann með lofsöng.
31 det er mer for HERREN end Okser end Tyre med Horn og Klove!
Það mun gleðja hann meira en margs konar fórnir.
32 Når de ydmyge ser det, glæder de sig; I, som søger Gud, eders Hjerte oplives!
Hinir auðmjúku munu sjá að Drottinn hjálpar mér og þeir munu gleðjast. Já, gleðjist, þið sem leitið Guðs!
33 Thi HERREN låner de fattige Øre, han agter ej fangne Venner ringe.
Því að Drottinn heyrir hróp hinna snauðu, og snýr ekki við þeim bakinu.
34 Himmel og Jord skal prise ham, Havet og alt, hvad der rører sig der;
Himinn og jörð, lofið Drottin, og hafið og allt sem í því er!
35 thi Gud vil frelse Zion og opbygge Judas Byer; der skal de bo og tage det i Eje;
Því að Guð mun frelsa Jerúsalem og endurreisa borgirnar í Júda og þjóð hans mun búa við öryggi.
36 hans Tjeneres Afkom skal arve det, de, der elsker hans Navn, skal bo deri.
Börnin munu erfa landið og þeir sem elska Drottin njóta þar friðar og velgengni.

< Salme 69 >