< Salme 18 >

1 (Til sangmesteren. Af HERRENS tjener David, som sang HERREN denne sang, dengang HERREN havde frelst ham af alle hans fjenders og af Sauls hånd. Han sang: ) HERRE, jeg har dig hjerteligt kær, min Styrke!
Þennan sálm orti Davíð eftir að Drottinn hafði frelsað hann undan óvinum hans, þeirra á meðal Sál konungi. Drottinn – ég elska þig! Þú hefur gert stórkostlega hluti fyrir mig!
2 HERRE, min Klippe, min Borg. min Befrier, min Gud, mit Bjerg, hvortil jeg tyr, mit Skjold, mit Frelseshorn, mit Værn!
Drottinn er vígi mitt, þar er ég öruggur. Enginn getur veitt mér eftirför og unnið á mér. Hann er felustaður minn, frelsari og varðborg, kletturinn þar sem enginn getur náð mér! Hann er skjöldur minn. Styrkur hans er eins og uxans sem mundar horn sín í vígahug!
3 Jeg påkalder HERREN, den Højlovede, og frelses fra mine Fjender.
Mér nægir að ákalla hann – lof sé Guði! – og ég frelsast undan öllum óvinum mínum.
4 Dødens Reb omsluttede mig, Ødelæggelsens Strømme forfærdede mig,
Ég var bundinn hlekkjum dauðans og holskeflur óguðlegra risu ógnandi gegn mér.
5 Dødsrigets Reb omspændte mig, Dødens Snarer faldt over mig; (Sheol h7585)
Umkringdur og hjálparvana barðist ég um í netinu sem dró mig niður í djúp dauðans. (Sheol h7585)
6 i min Vånde påkaldte jeg HERREN og råbte til min Gud. Han hørte min Røst fra sin Helligdom, mit Råb fandt ind til hans Ører!
Þá hrópaði ég til Drottins. – Hróp mitt náði eyrum hans á himnum!
7 Da rystede Jorden og skjalv, Bjergenes Grundvolde bæved og rysted, thi hans Vrede blussede op.
Þá lyftist jörðin og nötraði og undirstöður fjallanna skulfu vegna bræði hans. Hvílíkur landskjálfti! Já, Drottinn reiddist.
8 Røg for ud af hans Næse, fortærende Ild af hans Mund, Gløder gnistrede fra ham.
Eldsblossar gengu út af munni hans svo að jörðin sviðnaði og reykur streymdi um nasir hans.
9 Han sænkede Himlen, steg ned med Skymulm under sine Fødder;
Hann sveigði himininn og steig niður mér til bjargar! Skýjasorti var undir fótum hans.
10 båret af Keruber fløj han, svæved på Vindens Vinger;
Hann steig á bak kerúbi og sveif til mín með hraða vindsins.
11 han omgav sig med Mulm som en Bolig, mørke Vandmasser, vandfyldte Skyer.
Hann skýldi sér með myrkri, leyndi komu sinni með regnsorta og dimmu skýi.
12 Fra Glansen foran ham for der Hagl og Ildgløder gennem hans Skyer.
En svo birtist hann í skýjunum! Hvílík hátign! Eldingar leiftruðu og haglið dundi!
13 HERREN tordnede fra Himlen, den Højeste lod høre sin Røst, Hagl og Ildgløder.
Himnarnir nötruðu í þrumugný Drottins. Guð allra guða hafði talað!
14 Han udslyngede Pile, adsplittede dem, Lyn i Mængde og skræmmede dem.
Hann sendi út eldingar sínar sem örvar og tvístraði óvinum mínum. Sjá, hvernig þeir flýðu!
15 Vandenes Bund kom til Syne, Jordens Grundvolde blottedes ved din Trusel, HERRE, for din Vredes Pust.
Þá hljómaði skipun Drottins – og hafið hopaði og það sá í mararbotn!
16 Han udrakte Hånden fra det høje og greb mig, drog mig op af de vældige Vande,
Þá seildist Drottinn niður frá himnum, greip mig og frelsaði mig úr neyðinni. Hann bjargaði mér úr hyldýpi dauðans.
17 frelste mig fra mine mægtige Fjender, fra mine Avindsmænd; de var mig for stærke.
Hann frelsaði mig frá ofurafli óvinarins, úr höndum þeirra sem hötuðu mig, því í greipum þeirra mátti ég mín einskis.
18 På min Ulykkes Dag faldt de over mig, men HERREN blev mig til Værn.
Þeir réðust á mig þegar ég mátti mín einskis, en Drottinn studdi mig.
19 Han førte mig ud i åbent Land, han frelste mig, thi han havde Behag i mig.
Hann leiddi mig í öruggt skjól, því að hann hefur velþóknun á mér.
20 HERREN gengældte mig efter min Retfærd, lønned mig efter mine Hænders Uskyld;
Drottinn launaði mér réttlæti mitt og hreinleika.
21 thi jeg holdt mig til HERRENs Veje, svigted i Gudløshed ikke min Gud
Því að ég hef hlýtt boðorðum hans og ekki syndgað með því að snúa í hann baki.
22 hans Bud stod mig alle for Øje, hans Lov skød jeg ikke fra mig.
Ég gætti lögmáls hans í hvívetna og lítilsvirti enga grein þess.
23 Ustraffelig var jeg for ham og vogtede mig for Brøde.
Ég lagði mig fram við að halda það og forðaðist ranglæti.
24 HERREN lønned mig efter min Retfærd, mine Hænders Uskyld, som stod ham for Øje!
Þess vegna hefur Drottinn launað mér með blessun, því að ég gerði það sem rétt var og gætti hreinleika hjarta míns. Allt þetta þekkti hann, enda vakir hann yfir hverju skrefi mínu.
25 Du viser dig from mod den fromme, retsindig mod den retsindige,
Drottinn, þú miskunnar þeim sem auðsýna miskunn og ert góður við ráðvanda.
26 du viser dig ren mod den rene og vrang mod den svigefulde.
Þú blessar hjartahreina en snýrð þér frá þeim sem yfirgefa þig.
27 De arme giver du Frelse, hovmodiges Øjne Skam!
Þú hlífir hinum hógværu, en ávítar stolta og hrokafulla.
28 Ja, min Lampe lader du lyse, HERRE, min Gud opklarer mit Mørke.
Já, þú lætur lampa minn skína. Drottinn, Guð minn, hefur lýst upp myrkrið sem umlukti mig.
29 Thi ved din Hjælp søndrer jeg Mure, ved min Guds Hjælp springer jeg over Volde.
Með þinni hjálp stekk ég yfir múra og brýt niður borgarveggi óvinarins.
30 Fuldkommen er Guds Vej, lutret er HERRENs Ord. Han er et Skjold for alle, der sætter deres Lid til ham.
Drottinn, hann er mikill Guð! Fullkominn í öllum hlutum! Orð hans standast öll. Skjöldur er hann öllum þeim sem til hans leita.
31 Ja, hvem er Gud uden HERREN, hvem er en Klippe uden vor Gud,
Því hver er hinn sanni Guð nema Drottinn? Og hver er bjargið nema hann?
32 den Gud, der omgjorded mig med Kraft, jævnede Vejen for mig,
Hann styrkir mig og verndar hvar sem ég fer.
33 gjorde mine Fødder som Hindens og gav mig Fodfæste på Højene,
Hann gerir fætur mína fima sem geitanna á fjöllunum. Hann tryggir mér fótfestu á hæstu tindum.
34 oplærte min Hånd til Krig, så mine Arme spændte Kobberbuen!
Hann æfir hendur mínar til hernaðar og gerir mér kleift að spenna eirbogann.
35 Du gav mig din Frelses Skjold, din højre støttede mig, din Nedladelse gjorde mig stor;
Þú fékkst mér skjöld hjálpræðis þíns. Hægri hönd þín, Drottinn, styður mig, mildi þín hefur gert mig mikinn.
36 du skaffede Plads for mine Skridt, mine Ankler vaklede ikke.
Þú lagðir veg fyrir fætur mína og þar mun ég ekki hrasa.
37 Jeg jog mine Fjender, indhentede dem, vendte først om, da de var gjort til intet,
Ég veitti óvinum mínum eftirför, elti þá uppi og eyddi þeim.
38 slog dem ned, så de ej kunde rejse sig, men lå faldne under min Fod.
Ég tók þá einn af öðrum – þeir gátu enga vörn sér veitt – allir lágu í valnum að lokum.
39 Du omgjorded mig med Kraft til Kampen, mine Modstandere tvang du i Knæ for mig;
Hjálpin frá þér var eins og brynja í bardaganum. Óvini mína beygðir þú undir mig.
40 du slog mine Fjender på Flugt, mine Avindsmænd rydded jeg af Vejen.
Þú stökktir þeim á flótta og ég eyddi öllum þeim sem ofsóttu mig.
41 De råbte, men ingen hjalp, til HERREN, han svared dem ikke.
Þeir hrópuðu á hjálp, en fengu enga. Þeir æptu til Drottins, en hann ansaði ekki,
42 Jeg knuste dem som Støv for Vinden, fejed dem bort som Gadeskarn.
en ég muldi þá mélinu smærra og dreifði þeim upp í vindinn. Ég fleygði þeim burt eins og rusli á haug.
43 Du friede mig af Folkekampe, du satte mig til Folkeslags Høvding; nu tjener mig ukendte Folk;
Þú veittir mér sigur í sérhverri orustu. Þjóðirnar komu og þjónuðu mér. Jafnvel þær sem ég þekkti ekki komu nú og veittu mér lotningu.
44 hører de om mig, lyder de mig, Udlandets Sønner kryber for mig;
Útlendingar sem aldrei höfðu mig augum litið lýstu sig reiðubúna til þjónustu.
45 Udlandets Sønner vansmægter, slæber sig frem af deres Skjul.
Skjálfandi stigu þeir niður úr virkjum sínum.
46 HERREN lever, højlovet min Klippe, ophøjet være min Frelses Gud,
Guð lifir! Lofaður sé hann, klettur hjálpræðis míns.
47 den Gud, som giver mig Hævn, tvinger Folkeslag under min Fod
Hann er sá Guð sem endurgeldur þeim sem ofsækja mig og auðmýkir þjóðir fyrir augum mér.
48 og frier mig fra mine vrede Fjender! Du ophøjer mig over mine Modstandere, fra Voldsmænd frelser du mig.
Hann frelsar mig frá óvinum mínum. Hann sér til þess að þeir ná ekki til mín og bjargar mér undan öflugum andstæðingum.
49 HERRE, derfor priser jeg dig blandt Folkene og lovsynger dit Navn,
Fyrir þetta, Drottinn minn, lofa ég þig í áheyrn þjóðanna.
50 du, som kraftig hjælper din Konge og viser din Salvede Miskundhed, David og hans Æt evindelig.
Oftsinnis hefur þú frelsað mig – það var kraftaverk í öll skiptin! Þú gerðir mig að konungi, þú hefur elskað mig og auðsýnt mér gæsku og eins muntu gera við afkomendur mína.

< Salme 18 >