< Lukas 19 >

1 Og han kom ind i Jeriko og drog derigennem.
Í Jeríkó bjó maður sem Sakkeus hét.
2 Og se, der var en Mand, som hed Zakæus; han var Overtolder, og han var rig.
Hann var yfirskattheimtumaður Rómverja og því mjög ríkur.
3 Og han søgte at få at se, hvem der var Jesus, og kunde ikke for Skaren, fordi han var lille af Vækst.
Þegar Jesús var á leið um borgina reyndi Sakkeus, sem var mjög lágvaxinn, að sjá Jesú, en hann gat það ekki vegna mannfjöldans.
4 Og han løb forud og steg op i et Morbær Figentræ, for at han kunde se ham; thi han skulde komme frem ad den Vej.
Hann hljóp því fram fyrir og klifraði upp í mórberjatré, sem stóð við veginn, til að fá góða yfirsýn.
5 Og da Jesus kom til Stedet, så han op og blev ham var og sagde til ham: "Zakæus! skynd dig og stig ned; thi jeg skal i Dag blive i dit Hus."
Þegar Jesús kom þar að, leit hann upp til Sakkeusar og kallaði: „Sakkeus! Komdu niður! Ég ætla að heimsækja þig í dag.“
6 Og han skyndte sig og steg ned og tog imod ham med Glæde.
Sakkeus varð mjög glaður. Hann flýtti sér niður úr trénu, fullur eftirvæntingar, og fór með Jesú heim til sín.
7 Og da de så det, knurrede de alle og sagde: "Han er gået ind for at tage Herberge hos en syndig Mand."
Þá lét mannfjöldinn óánægju sína í ljós og sagði: „Hví leyfir hann sér að heimsækja slíkan syndara?“
8 Men Zakæus stod frem og sagde til Herren: "Se, Herre! Halvdelen af min Ejendom giver jeg de fattige; og dersom jeg har besveget nogen for noget, da giver jeg det fire Fold igen."
En á meðan stóð Sakkeus frammi fyrir Drottni og sagði: „Herra, héðan í frá ætla ég að gefa fátækum helming auðæfa minna. Og hafi ég látið einhvern greiða of háa skatta, þá mun ég refsa sjálfum mér með því að greiða honum fjórfalt aftur.“
9 Men Jesus sagde til ham: "I Dag er der blevet dette Hus Frelse til Del, efterdi også han er en Abrahams Søn;
Þá sagði Jesús við hann: „Þetta sýnir, að í dag hefur hjálp Guðs veist þessu heimili. Þú varst einn hinna týndu sona Abrahams. Ég, Kristur, er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það.“
10 thi Menneskesønnen er kommen for at søge og frelse det fortabte."
11 Men medens de hørte på dette, fortsatte han og sagde en Lignelse, fordi han var nær ved Jerusalem, og de mente, at Guds Rige skulde straks komme til Syne.
Þegar Jesús var kominn í námunda við Jerúsalem, sagði hann dæmisögu til að leiðrétta þá sem héldu að ríki Guðs stæði fyrir dyrum:
12 Han sagde da: "En højbåren Mand drog til et fjernt Land for at få Kongemagt og vende tilbage igen.
„Höfðingi, sem bjó í skattlandi einu, var kvaddur til höfuðborgar ríkisins, en þar átti að krýna hann konung yfir skattlandinu.
13 Men han kaldte ti af sine Tjenere og gav dem ti Pund og sagde til dem: Købslår dermed, indtil jeg kommer.
Áður en hann fór, kallaði hann saman tíu aðstoðarmenn sína og afhenti hverjum um sig hálfa milljón króna, sem þeir áttu að versla með meðan hann væri í burtu.
14 Men hans Medborgere hadede ham og skikkede Sendebud efter ham og lod sige: Vi ville ikke, at denne skal være Konge over os.
Sumum landsmanna var illa við hann og því sendu þeir honum sjálfstæðisyfirlýsingu. Þeir tóku fram að þeir hefðu gert byltingu og myndu ekki líta á hann sem konung sinn.
15 Og det skete, da han kom igen, efter at han havde fået Kongemagten, sagde han, at disse Tjenere, hvem han havde givet Pengene, skulde kaldes for ham, for at han kunde få at vide, hvad hver havde vundet.
Þegar hann kom heim aftur, kallaði hann til sín menn þá sem hann hafði afhent peningana. Nú vildi hann fá að vita hvernig þeim hefði gengið og hver ágóði hans yrði.
16 Og den første trådte frem og sagde: Herre! dit Pund har erhvervet ti Pund til.
Sá fyrsti sagði frá stórkostlegum gróða – hann hafði tífaldað upphæðina!
17 Og han sagde til ham: Vel, du gode Tjener! efterdi du har været tro i det mindste, skal du have Magt over ti Byer.
„Glæsilegt!“hrópaði konungurinn. „Mér líst vel á þig. Þú hefur reynst trúr í því litla sem ég fól þér og í staðinn skaltu fá að stjórna tíu borgum.“
18 Og den anden kom og sagde: Herre! dit Pund har indbragt fem Pund.
Næsti maður hafði einnig góða sögu að segja, hann hafði fimmfaldað upphæðina.
19 Men han sagde også til denne: Og du skal være over fem Byer.
„Gott!“sagði húsbóndi hans. „Þú skalt fá að stjórna fimm borgum.“
20 Og en anden kom og sagde: Herre! se, her er dit Pund, som jeg har haft liggende i et Tørklæde.
En sá þriðji skilaði aðeins sömu upphæð og hann hafði fengið og sagði: „Ég var hræddur og gætti peninganna vel, því að þú ert ekkert lamb að leika við. Þú tekur það sem þú átt ekki og hirðir jafnvel uppskeru annarra.“
21 Thi jeg frygtede for dig, efterdi du er en streng Mand; du tager, hvad du ikke lagde, og høster, hvad du ikke såede.
22 Han siger til ham: Efter din egen Mund dømmer jeg dig, du onde Tjener! Du vidste, at jeg er en streng Mand, som tager, hvad jeg ikke lagde, og høster, hvad jeg ikke såede;
„Þú ert latur, þorparinn þinn, “hreytti konungurinn út úr sér og bætti síðan við: „Er ég harðskeyttur, ha? Já, það er ég og þannig verð ég einmitt við þig!
23 hvorfor gav du da ikke mine Penge til Vekselbordet, så jeg ved min Hjemkomst kunde have krævet dem med Rente?
Hvers vegna lagðir þú þá peningana ekki í banka svo ég fengi þó einhverja vexti, fyrst þú þekktir mig svona vel?“
24 Og han sagde til dem, som stode hos: Tager Pundet fra ham, og giver det til ham, som har de ti Pund.
Síðan sneri hann sér að hinum sem þar stóðu og sagði skipandi: „Takið af honum peningana og fáið þeim sem græddi mest.“
25 Og de sagde til ham: Herre! han har ti Pund.
„Já, herra, en er hann ekki þegar búinn að fá nóg?“spurðu þeir.
26 Jeg siger eder, at enhver, som har, ham skal der gives; men den, som ikke har, fra ham skal endog det tages, som han har.
„Jú, “svaraði konungurinn, „en sá sem hefur, mun fá enn meira, en sá sem lítið á, mun missa það fyrr en varir.
27 Men fører disse mine Fjender hid, som ikke vilde, at jeg skulde være Konge over dem, og hugger dem ned for mine Øjne!"
En varðandi þessa óvini mína sem gerðu uppreisn, þá náið í þá og takið þá af lífi að mér ásjáandi“.“
28 Og da han havde sagt dette, gik han foran og drog op til Jerusalem.
Eftir að hafa sagt þessa sögu, hélt Jesús áfram til Jerúsalem og gekk á undan lærisveinunum.
29 Og det skete, da han nærmede sig til Bethfage og Bethania ved det Bjerg, som kaldes Oliebjerget, udsendte han to af sine Disciple og sagde:
Þegar þeir nálguðust þorpin Betfage og Betaníu á Olíufjallinu, sendi hann tvo þeirra á undan sér.
30 "Går hen til den Landsby, som ligger lige for eder. Når I komme derind, skulle I finde et Føl bundet, på hvilket der endnu aldrig har siddet noget Menneske; og løser det, og fører det hid!
Hann sagði þeim að fara inn í þorpið, sem var nær, og þegar þangað kæmi skyldu þeir leita uppi asna í einni götunni. Þetta átti að vera foli, sem enginn hefði áður komið á bak. „Leysið hann, “sagði Jesús, „og komið með hann.
31 Og dersom nogen spørger eder: Hvorfor løse I det? da skulle I sige således: Herren har Brug for det."
Ef einhver spyr hvað þið séuð að gera, skuluð þið segja: „Herrann þarf hans með.““
32 Men de udsendte gik hen og fandt det, ligesom han havde sagt dem.
Þeir fóru og fundu asnann eins og Jesús hafði sagt,
33 Men da de løste Føllet, sagde dets Herrer til dem: "Hvorfor løse I Føllet?"
en meðan þeir voru að leysa hann, komu eigendurnir og kröfðust skýringar. „Hvað eruð þið að gera?“spurðu þeir, „hvers vegna eruð þið að leysa folann okkar?“
34 Og de sagde: "Herren har Brug for det."
„Herrann þarf hans með, “svöruðu lærisveinarnir.
35 Og de førte det til Jesus, og de lagde deres Klæder på Føllet og lod Jesus sætte sig derpå.
Síðan fóru þeir með hann til Jesú og lögðu yfirhafnir sínar á bak folans, handa Jesú að sitja á.
36 Og da han drog frem, bredte de deres Klæder under ham på Vejen.
Fólkið breiddi föt sín á veginn framundan. Þegar komið var þangað, sem vegurinn liggur niður af Olíufjallinu, tók öll fylkingin að hrópa og lofsyngja Guð fyrir öll undursamlegu kraftaverkin sem Jesús hafði gert.
37 Men da han nu nærmede sig til Nedgangen fra Oliebjerget, begyndte hele Disciplenes Mængde med Glæde at prise Gud med høj Røst for alle de kraftige Gerninger, som de havde set, og de sagde:
38 "Velsignet være Kongen, som kommer, i Herrens Navn! Fred i Himmelen, og Ære i det højeste!"
„Guð hefur gefið okkur konung!“hrópaði fólkið í gleði sinni. „Lengi lifi konungurinn! Gleðjist þið himnar! Dýrð sé Guði í hæstum himni!“
39 Og nogle af Farisæerne i Skaren sagde til ham: "Mester! irettesæt dine Disciple!"
En í hópnum voru nokkrir farísear sem sögðu: „Herra, þú verður að banna fylgjendum þínum að segja slíka hluti.“
40 Og han svarede og sagde til dem: "Jeg siger eder, at hvis disse tie, skulle Stenene råbe."
Hann svaraði: „Ef þeir þegðu, myndu steinarnir hrópa gleðióp.“
41 Og da han kom nær til og så Staden, græd han over den og sagde:
Þegar nær dró Jerúsalem og Jesús sá borgina, grét hann og sagði:
42 "Vidste dog også du, ja, selv på denne din Dag, hvad der tjener til din Fred! Men nu er det skjult for dine Øjne.
„Ó, ef þú hefðir aðeins þekkt veg friðarins, en nú er hann hulinn sjónum þínum.
43 Thi der skal komme Dage over dig, da dine Fjender skulle kaste en Vold op omkring dig og omringe dig og trænge dig alle Vegne fra;
Óvinir þínir munu reisa virki gegn borgarmúrum þínum, umkringja þig og inniloka.
44 og de skulle lægge dig helt øde og dine Børn i dig og ikke lade Sten på Sten tilbage i dig, fordi du ikke kendte din Besøgelses Tid."
Þeir munu eyða þér og börnum þínum, svo að ekki standi steinn yfir steini – því þú hafnaðir boði Guðs.“
45 Og han gik ind i Helligdommen og begyndte at uddrive dem, som solgte,
Jesús fór inn í musterið og rak kaupmennina frá borðum sínum
46 og sagde til dem: "Der er skrevet: Og mit Hus er et Bedehus; men I have gjort det til en Røverkule."
og sagði: „Biblían segir: „Musteri mitt er bænastaður, en þið hafið breytt því í þjófabæli.“
47 Og han lærte daglig i Helligdommen; men Ypperstepræsterne og de skriftkloge og de første i Folket søgte at slå ham ihjel.
Eftir þetta kenndi hann daglega í musterinu. Æðstu prestarnir, ásamt öðrum trúarleiðtogum og framámönnum þjóðarinnar, reyndu nú að finna leið til að losna við hann.
48 Og de fandt ikke, hvad de skulde gøre; thi hele Folket hang ved ham og hørte ham.
En þeir fundu enga, því að fólkið leit á hann sem þjóðhetju – það var sammála öllu sem hann sagði.

< Lukas 19 >