< Johannes 10 >

1 " Sandelig, sandelig, siger jeg eder, den, som ikke går ind i Fårefolden gennem Døren, men stiger andensteds over, han er en Tyv og en Røver.
„Sá sem ekki vill ganga inn um dyrnar til að komast inn í sauðabyrgið, heldur klifrar yfir vegginn, hlýtur að vera þjófur.
2 Men den, som går ind igennem Døren, er Fårenes Hyrde.
Hirðirinn kemur alltaf inn um dyrnar.
3 For ham lukker Dørvogteren op, og Fårene høre hans Røst; og han kalder sine egne Får ved Navn og fører dem ud.
Dyravörðurinn opnar fyrir honum og sauðirnir heyra rödd hans og koma til hans. Síðan kallar hann á sauðina með nafni og fer út með þá.
4 Og når han har ført alle sine egne Får ud, går han foran dem; og Fårene følge ham, fordi de kende hans Røst.
Hann gengur á undan þeim og þeir fylgja honum, því að þeir þekkja rödd hans.
5 Men en fremmed ville de ikke følge, men de ville fly fra ham, fordi de ikke kende de fremmedes Røst."
Ókunnugum fylgja þeir ekki, heldur forðast þá, því að þeir þekkja ekki rödd þeirra.“
6 Denne Lignelse sagde Jesus til dem; men de forstode ikke, hvad det var, som han talte til dem.
Þeir sem heyrðu Jesú segja þessa dæmisögu skildu hana ekki,
7 Jesus sagde da atter til dem: "Sandelig, sandelig, siger jeg eder, jeg er Fårenes Dør.
og því útskýrði hann hana fyrir þeim: „Ég er dyr sauðanna, “sagði hann.
8 Alle de, som ere komne før mig, ere Tyve og Røvere; men Fårene hørte dem ikke.
„Allir sem komu á undan mér voru þjófar og ræningjar og sauðirnir hlýddu þeim ekki.
9 Jeg er Døren; dersom nogen går ind igennem mig, han skal frelses; og han skal gå ind og gå ud og finde Føde.
Ég er dyrnar. Þeir sem koma inn um mig munu frelsast, ganga inn og út og fá gott fóður.
10 Tyven kommer ikke uden for at stjæle og slagte og ødelægge; jeg er kommen, for at de skulle have Liv og have Overflod.
Þjófurinn ætlar sér að stela; drepa og eyðileggja, en ég kom til að veita líf og nægtir.
11 Jeg er den gode Hyrde; den gode Hyrde sætter sit Liv til for Fårene.
Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina.
12 Men Lejesvenden, som ikke er Hyrde, hvem Fårene ikke høre til ser Ulven komme og forlader Fårene og flyr, og Ulven røver dem og adspreder dem,
Þegar leiguliðinn sér úlfinn koma, þá flýr hann og yfirgefur sauðina, því að hann á þá ekki. Og úlfurinn ræðst á hjörðina og hún tvístrast.
13 fordi han er en Lejesvend og ikke bryder sig om Fårene.
Þá flýr leiguliðinn, því að hann hugsar aðeins um launin, en honum er ekki annt um hjörðina.
14 Jeg er den gode Hyrde, og jeg kender mine, og mine kende mig,
Ég er góði hirðirinn og þekki mína og þeir þekkja mig,
15 ligesom Faderen kender mig, og jeg kender Faderen; og jeg sætter mit Liv til for Fårene.
rétt eins og faðirinn þekkir mig og ég föðurinn. Ég fórna lífi mínu fyrir sauðina.
16 Og jeg har andre Får, som ikke høre til denne Fold; også dem bør jeg føre, og de skulle høre min Røst; og der skal blive een Hjord, een Hyrde.
Ég á líka aðra sauði í annarri rétt. Ég verð einnig að leiða þá og þeir munu hlýða rödd minni, það verður ein hjörð og einn hirðir.
17 Derfor elsker Faderen mig, fordi jeg sætter mit Liv til for at tage det igen.
Faðirinn elskar mig vegna þess að ég legg líf mitt í sölurnar til þess síðan að fá það aftur.
18 Ingen tager det fra mig, men jeg sætter det til af mig selv. Jeg har Magt til at sætte det til, og jeg har Magt til at tage det igen. Dette Bud modtog jeg af min Fader."
Enginn getur tekið líf mitt án míns samþykkis – ég legg það sjálfviljuglega í sölurnar. Ég hef vald til að gefa það þegar ég vil og ég hef einnig vald til að taka það aftur. Þennan rétt hefur faðir minn gefið mér.“
19 Der blev atter Splid iblandt Jøderne for disse Ords Skyld.
Við þessi orð Jesú urðu leiðtogar Gyðinganna enn einu sinni ósammála í skoðunum sínum um hann.
20 Og mange af dem sagde: "Han er besat og raser, hvorfor høre I ham?"
Sumir þeirra sögðu: „Annað hvort hefur hann illan anda eða er brjálaður. Hvað þýðir að hlusta á slíkan mann?“
21 Andre sagde: "Dette er ikke Ord af en besat; mon en ond Ånd kan åbne blindes Øjne?"
Aðrir sögðu: „Okkur virðist hann ekki hafa illan anda. Getur illur andi opnað augu blindra?“–
22 Men Tempelvielsens Fest indtraf i Jerusalem. Det var Vinter;
Nú var vetur og Jesús var í Jerúsalem á vígsluhátíðinni. Hann var á gangi í súlnagöngum Salómons í musterinu.
23 og Jesus gik omkring i Helligdommen, i Salomons Søjlegang.
24 Da omringede Jøderne ham og sagde til ham: "Hvor længe holder du vor Sjæl i Uvished? Dersom du er Kristus, da sig os det rent ud!"
Þá umkringdu leiðtogar þjóðarinnar hann og spurðu: „Hversu lengi ætlar þú að halda okkur í óvissu? Ef þú ert Kristur, segðu okkur það þá hreinskilnislega.“
25 Jesus svarede dem: "Jeg har sagt eder det, og I tro ikke. De Gerninger, som jeg gør i min Faders Navn, de vidne om mig;
„Ég hef þegar sagt ykkur það, “svaraði Jesús, „en þið trúið mér ekki. Kraftaverkin, sem ég geri í nafni föður míns, bera mér vitni.
26 men I tro ikke, fordi I ikke ere af mine Får.
Þið trúið mér ekki af því að þið tilheyrið ekki minni hjörð.
27 Mine Får høre min Røst, og jeg kender dem, og de følge mig,
Mínir sauðir þekkja mína rödd og ég þekki þá og þeir fylgja mér.
28 og jeg giver dem et evigt Liv, og de skulle i al Evighed ikke fortabes, og ingen skal rive dem ud af min Hånd. (aiōn g165, aiōnios g166)
Ég gef þeim eilíft líf og þeir munu aldrei að eilífu glatast. Enginn skal slíta þá úr hendi minni, (aiōn g165, aiōnios g166)
29 Min Fader, som har givet mig dem, er større end alle; og ingen kan rive noget af min Faders Hånd.
því faðir minn, sem hefur gefið mér þá, er máttugri en nokkur annar. Enginn skal ræna þeim frá mér.
30 Jeg og Faderen, vi ere eet."
Ég og faðirinn erum eitt.“
31 Da toge Jøderne atter Sten op for at stene ham.
Þegar leiðtogarnir heyrðu þetta tóku þeir enn einu sinni upp steina til að grýta hann.
32 Jesus svarede dem: "Mange gode Gerninger har jeg vist eder fra min Fader; for hvilken af disse Gerninger stene I mig?"
Þá sagði Jesús: „Mörg góðverk sýndi ég ykkur frá Guði, fyrir hvert þeirra grýtið þið mig nú?“
33 Jøderne svarede ham: "For en god Gerning stene vi dig ikke, men for Gudsbespottelse, og fordi du, som er et Menneske, gør dig selv til Gud."
„Við grýtum þig ekki fyrir góðverk, heldur guðlast, “svöruðu þeir. „Þú, sem ert bara venjulegur maður, segist vera Guð!“
34 Jesus svarede dem: "Er der ikke skrevet i eders Lov: Jeg har sagt: I ere Guder?
„Stendur ekki í lögmálinu að menn séu guðir?“svaraði Jesús. „Fyrst Biblían, sem ekki getur farið með ósannindi, segir að þeir sem fengu boðskap frá Guði séu guðir í augum manna, hvernig getið þið þá kallað það guðlast þegar sá sem faðirinn helgaði og sendi í heiminn, segir: „Ég er sonur Guðs?“
35 Når den nu har kaldt dem Guder, til hvem Guds Ord kom (og Skriften kan ikke rokkes),
36 sige I da til den, hvem Faderen har Helliget og sendt til Verden: Du taler bespotteligt, fordi jeg sagde: Jeg er Guds Søn?
37 Dersom jeg ikke gør min Faders Gerninger, så tror mig ikke!
Þið trúið mér ekki nema ég geri guðdómleg kraftaverk,
38 Men dersom jeg gør dem, så tror Gerningerne, om I end ikke ville tro mig, for at I kunne indse og erkende, at Faderen er i mig, og jeg i Faderen."
en reynið þá að trúa þeim, þótt þið trúið mér ekki, og sannfærist um að faðirinn sé í mér og ég í föðurnum.“
39 De søgte da atter at gribe ham; og han undslap af deres Hånd.
Þegar þeir heyrðu þetta reyndu þeir aftur að handtaka hann en misstu af honum.
40 Og han drog atter bort hinsides Jordan til det Sted, hvor Johannes først døbte, og han blev der.
Jesús fór austur yfir Jórdan, til staðarins þar sem Jóhannes skírði fyrst. Þar dvaldist hann og margir komu til hans. „Jóhannes gerði að vísu engin kraftaverk, “sagði fólkið sín á milli, „en allir spádómar hans um þennan mann hafa ræst.“
41 Og mange kom til ham, og de sagde: "Johannes gjorde vel intet Tegn; men alt, hvad Johannes sagde om denne, var sandt."
42 Og mange troede på ham der.
Þarna gerðust margir trúaðir á að Jesús væri Kristur.

< Johannes 10 >