< Hebræerne 3 >

1 Derfor, hellige Brødre, delagtige i en himmelsk Kaldelse! ser hen til vor Bekendelses Udsending og Ypperstepræst, Jesus,
Kæru vinir, þið sem Guð hefur kallað og helgað sér, horfið á Jesú, sendiboða Guðs og æðsta prest trúar okkar.
2 der var tro imod den, som beskikkede ham, ligesom også Moses var det i hele hans Hus.
Jesús var trúr Guði, sem hafði skipað hann æðsta prest, á sama hátt og Móse þjónaði af trúmennsku í húsi Guðs.
3 Thi han er kendt værdig til større Herlighed end Moses, i samme Mål som den, der har indrettet et Hus, har større Ære end Huset selv.
En Jesús hlaut enn meiri dýrð en Móse, rétt eins og sá sem byggir fallegt hús hlýtur meiri heiður en húsið sjálft.
4 Thi hvert Hus indrettes af nogen; men den, som har indrettet alt, er Gud.
Þeir eru margir sem byggt geta hús, en aðeins einn, sem allt hefur skapað, og það er Guð.
5 Og Moses var vel tro i hele hans Hus, som en Tjener, til Vidnesbyrd om, hvad der skulde tales;
Satt er það að Móse kom miklu góðu til leiðar, þann tíma sem hann starfaði í húsi Guðs, en hann var aðeins þjónn. Starf hans var einkum að gefa hugmynd um og lýsa því, sem síðar yrði.
6 men Kristus er det som en Søn over hans Hus; og hans Hus ere vi, såfremt vi fastholde Håbets Frimodighed og Ros urokket indtil Enden.
Kristur, sonur Guðs, ber hins vegar ábyrgð á öllu húsi Guðs. Við kristnir menn erum bústaður Guðs og Guð býr í okkur, ef við varðveitum djörfung okkar, gleði og trúna á Drottin allt til enda.
7 Derfor, som den Helligånd siger: "I Dag, når I høre hans Røst,
Fyrst Kristur er svo miklu æðri, þá hvetur heilagur andi okkur til að hlusta á hann í dag og taka eftir því sem hann segir, en ekki loka hjörtum okkar fyrir honum, eins og Ísraelsþjóðin gerði. Þeir brynjuðu sig gegn kærleika hans og mögluðu gegn honum í eyðimörkinni, einmitt þegar hann var að reyna þá.
8 da forhærder ikke eders Hjerter, som det skete i Forbitrelsen, på Fristelsens Dag i Ørkenen,
9 hvor eders Fædre fristede mig ved at sætte mig på Prøve, og de så dog mine Gerninger i fyrretyve År.
En þolinmæði Guðs við þá brást ekki í fjörutíu ár, enda þótt á hana reyndi til hins ýtrasta, og hann hélt áfram að vinna hin miklu kraftaverk sín á meðal þeirra.
10 Derfor harmedes jeg på denne Slægt og sagde: De fare altid vild i Hjertet; men de kendte ikke mine Veje,
„En, “segir Guð, „ég var þeim reiður, því þeir voru alltaf með hugann við eitthvað annað en mig og komu aldrei auga á leiðina sem ég ætlaði þeim að fara.“
11 så jeg svor i min Vrede: Sandelig, de skulle ikke gå ind til min Hvile" -
Þegar reiði Guðs gegn þeim hafði náð hámarki, þá hét hann því að þeir skyldu aldrei ná að hvílast í landinu, sem hann hafði ætlað þeim.
12 så ser til, Brødre! at der ikke nogen Sinde i nogen af eder skal findes et ondt, vantro Hjerte, så at han falder fra den levende Gud.
Gætið þess því, kæru vinir, að hjörtu ykkar séu ekki líka vond og vantrúuð, og leiði ykkur burt frá lifandi Guði!
13 Men formaner hverandre hver Dag, så længe det hedder "i Dag", for at ikke nogen af eder skal forhærdes ved Syndens Bedrag.
Minnið hvert annað daglega á þessa hluti meðan tími gefst, svo að ekkert ykkar herði sig gegn Guði og blindist af táli syndarinnar.
14 Thi vi ere blevne delagtige i Kristus, såfremt vi fastholde vor første Fortrøstning urokket indtil Enden.
Ef við reynumst trú allt til enda og treystum Guði eins og í byrjun, þegar við tókum á móti Kristi, munum við eignast hlutdeild í öllu sem Krists er.
15 Når der sigs: "I Dag, - når I høre hans Røst, da forhærder ikke eders Hjerter som i Forbitrelsen":
Nú er einmitt rétti tíminn til að minna okkur á þessa aðvörun: „Ef þið heyrið rödd Guðs tala til ykkar í dag, verið þá ekki þrjósk og óhlýðin við hann eins og Ísraelsþjóðin, þegar hún reis gegn honum í eyðimörkinni.“
16 hvem vare da vel de, som hørte og dog voldte Forbitrelse? Mon ikke alle, som gik ud af Ægypten ved Moses?
Hvaða menn voru þetta, sem heyrðu Guð tala til sín, en snerust gegn honum? Það voru þeir, sem yfirgáfu Egyptaland undir forystu Móse.
17 Men på hvem harmedes han i fyrretyve År? Mon ikke på dem, som syndede, hvis døde Kroppe faldt i Ørkenen?
Og hverjir reittu Guð til reiði í fjörutíu ár? Þetta sama fólk, sem þannig syndgaði, og því dó það í eyðimörkinni.
18 Og over for hvem tilsvor han, at de ikke skulde gå ind til hans Hvile, uden dem, som vare blevne genstridige?
En hverjir fengu orð frá Guði um að þeir skyldu aldrei komast inn í landið, sem hann hafði heitið þjóð sinni? Það voru allir þeir sem höfðu óhlýðnast honum.
19 Og vi se, at de ikke kunde gå ind på Grund af Vantro.
En hvers vegna komust þeir ekki inn í landið? Vegna þess að þeir trúðu honum ekki.

< Hebræerne 3 >