< Hebræerne 11 >

1 Men Tro er en Fortrøstning til det, som håbes, en Overbevisning om Ting, som ikke ses.
Hvað er trú? Það er örugg vissa um að von okkar verði að veruleika. Trúin er sannfæring um að við fáum það sem við vonum, enda þótt við sjáum það ekki.
2 Ved den fik jo de gamle godt Vidnesbyrd.
Fyrr á tímum urðu margir frægir fyrir trú sína.
3 Ved Tro fatte vi, at Verden er bleven skabt ved Guds Ord, så det ikke er af synlige Ting, at det, som ses, er blevet til. (aiōn g165)
Með því að trúa – treysta orðum Guðs – þá skiljum við hvernig alheimurinn hefur orðið til úr engu, eftir skipun Guðs. (aiōn g165)
4 Ved Tro ofrede Abel Gud et bedre Offer end Kain, og ved den fik han det Vidnesbyrd, at han var retfærdig, idet Gud bevidnede sit Velbehag i hans Gaver; og ved den taler han endnu efter sin Død.
Fyrir trú hlýddi Abel Guði og bar fram fórn, sem Guði líkaði betur en fórn Kains. Abel var maður Guði að skapi og það staðfesti Guð með því að taka fórn hans gilda. Þótt Abel sé löngu dáinn, getum við enn lært af honum hvernig á að treysta Guði.
5 Ved Tro blev Enok borttagen, for at han ikke skulde se Døden, og han blev ikke funden, efterdi Gud havde taget ham bort; thi før Borttagelsen har han fået det Vidnesbyrd, at han har behaget Gud.
Enok treysti Guði og því tók Guð hann til sín, án þess að láta hann deyja fyrst. Skyndilega var hann horfinn, því að Guð nam hann burt. Áður en þetta gerðist, hafði Guð látið í ljós velþóknun sína á Enok.
6 Men uden Tro er det umuligt at behage ham; thi den, som kommer frem for Gud, bør tro, at han er til, og at han bliver deres Belønner, som søge ham.
Það er ekki hægt að þóknast Guði nema trúa honum og treysta. Sá sem leitar Guðs, verður að trúa því að hann sé til og að hann launi þeim sem til hans leita.
7 Ved Tro var det, at Noa, advaret af Gud om det, som endnu ikke sås, i Gudsfrygt indrettede en Ark til Frelse for sit Hus; ved den domfældte han Verden og blev Arving til Retfærdigheden ifølge Tro.
Nói var einn þeirra sem treystu Guði. Þegar hann heyrði viðvörun Guðs um framtíðina, trúði hann honum, þótt þess sæjust engin merki að flóð væri í aðsigi. Hann beið ekki boðanna, heldur byggði örkina og frelsaði fjölskyldu sína. Traustið, sem Nói bar til Guðs, var algjör andstæða syndar þeirrar og vantrúar, sem einkenndi heiminn – þann heim sem neitaði að hlýða Guði. Guð tók Nóa að sér vegna trúar hans.
8 Ved Tro adlød Abraham, da han blev kaldet, så han gik ud til et Sted, som han skulde tage til Arv; og han gik ud, skønt han ikke vidste, hvor han kom hen.
Abraham treysti Guði. Þegar Guð sagði honum að yfirgefa heimili sitt og fara til fjarlægs lands, sem hann ætlaði að gefa honum, þá hlýddi Abraham og lagði af stað án þess einu sinni að vita hvert leiðin lá.
9 Ved Tro blev han Udlænding i Forjættelsens Land som i et fremmed og boede i Telte med Isak og Jakob, som vare Medarvinger til samme Forjættelse;
Þegar hann kom á áfangastað – til landsins sem Guð hafði lofað honum – þá bjó hann þar í tjöldum eins og hann væri gestkomandi. Hið sama gerðu Ísak og Jakob, en þeir höfðu einnig fengið sama loforð hjá Guði.
10 thi han forventede den Stad, som har fast Grundvold, hvis Bygmester og Grundlægger er Gud.
Hvers vegna gerði Abraham þetta? Vegna þess að hann beið þess í trú að Guð flytti hann til hinnar voldugu borgar, sem Guð hefur reist á himnum.
11 Ved Tro fik endog Sara selv Kraft til at undfange endog ud over sin Alders Tid; thi hun holdt ham for trofast, som havde forjættet det.
Sara trúði einnig og þess vegna gat hún orðið móðir, þrátt fyrir háan aldur. Henni var orðið ljóst að Guð hafði gefið henni loforð, sem hann var fær um að standa við.
12 Derfor avledes der også af en, og det en udlevet, som Himmelens Stjerner i Mangfoldighed og som Sandet ved Havets Bred, det, som ikke kan tælles.
Þannig varð Abraham, sem orðinn var of gamall til að geta eignast barn, forfaðir heillar þjóðar, sem skipti milljónum eins og stjörnur himinsins og sandkorn á sjávarströnd.
13 I Tro døde alle disse uden at have opnået Forjættelserne; men de så dem langt borte og hilsede dem og bekendte, at de vare fremmede og Udlændinge på Jorden.
Þetta fólk trúarinnar, sem ég hef nú nefnt, dó án þess að fá að reyna allt, sem Guð hafði lofað, en það vissi hvað það átti í vændum og gladdist, því að það leit á sig sem útlendinga og gestkomandi á þessari jörð.
14 De, som sige sådant, give jo klarlig til Kende, at de søge et Fædreland.
Af því má sjá að það hefur vænst raunverulegs heimilis á himnum.
15 Og dersom de havde haft det, hvorfra de vare udgåede, i Tanker, havde de vel haft Tid til at vende tilbage;
Ef þau hefðu viljað, þá hefðu þau getað snúið aftur til þeirra gæða, sem heimurinn hafði að bjóða,
16 men nu hige de efter et bedre, det er et himmelsk; derfor skammer Gud sig ikke ved dem, ved at kaldes deres Gud; thi han har betedt dem en, Stad.
en það vildu þau ekki. Takmark þeirra var himinninn. Guð blygðast sín því ekki fyrir að kallast Guð þeirra og nú hefur hann reist þeim borg á himnum.
17 Ved Tro har Abraham ofret Isak, da han blev prøvet, ja, den. enbårne ofrede han, som havde modtaget Forjættelserne,
Guð reyndi trú Abrahams og hún stóðst. Abraham treysti Guði og loforðum hans. Guð bauð honum að fórna Ísak, syni sínum. Hann hlýddi,
18 til hvem der var sagt: "I Isak skal en Sæd få Navn efter dig; "
og var alveg að því kominn að lífláta Ísak, sem Guð hafði þó lofað að yrði forfaðir heillar þjóðar.
19 thi han betænkte, at Gud var mægtig endog til at oprejse fra de døde, hvorfra han jo også lignelsesvis fik ham tilbage.
Abraham trúði því að ef Ísak dæi, þá mundi Guð reisa hann upp frá dauðum. Það má segja að Ísak hafi verið dauðans matur frá sjónarmiði Abrahams, en þó var lífi hans bjargað.
20 Ved Tro udtalte Isak Velsignelse over Jakob og Esau angående kommende Ting.
Síðar blessaði Ísak Jakob og Esaú, hann vissi að Guð mundi blessa framtíð þeirra beggja.
21 Ved Tro velsignede Jakob døende hver af Josefs Sønner og tilbad, lænende sig over sin Stav.
Það var í trú sem Jakob, þá ellihrumur og deyjandi, blessaði báða syni Jósefs, þar sem hann hallaði sér fram á staf sinn og bað.
22 Ved Tro talte Josef på sit yderste om Israels Børns Udgang og gav Befaling om sine Ben.
Það var einnig í trú að Jósef, þá kominn að leiðarlokum ævi sinnar, sagði að Guð mundi leiða Ísraelsmenn burt frá Egyptalandi. Hann var svo viss að hann tók loforð af fólkinu um að það hefði bein hans meðferðis þegar það færi.
23 Ved Tro blev Moses, da han var født, skjult i tre Måneder af sine Forældre, fordi de så, at Barnet var dejligt, og de frygtede ikke for Kongens Befaling.
Foreldrar Móse gengu einnig fram í trú. Þegar þeim varð ljóst að barnið, sem Guð hafði gefið þeim, var óvenjulegt, þá voru þau viss um að Guð mundi forða því frá þeim dauðdaga, sem Faraó hafði fyrirskipað. Þau voru alls óhrædd og leyndu drengnum í þrjá mánuði.
24 Ved Tro nægtede Moses, da han var bleven stor, at kaldes Søn af Faraos Datter
Síðar, þegar Móse var orðinn fullorðinn, hafnaði hann því í trú að vera talinn dóttursonur Faraós og kaus fremur að þola illt með þjóð Guðs en að njóta skammvinns syndaunaðar.
25 og valgte hellere at lide ondt med Guds Folk end at have en kortvarig Nydelse af Synd,
26 idet han agtede Kristi Forsmædelse for større Rigdom end Ægyptens Skatte; thi han så hen til Belønningen.
Hann áleit betra að þjást fyrir Krist, sem koma átti, en að eignast öll auðævi Egyptalands, því að hann hugsaði um launin sem hann mundi fá hjá Guði.
27 Ved Tro forlod han Ægypten uden at frygte for Kongens Vrede; thi som om han så den usynlige, holdt han ud.
Hann yfirgaf Egyptaland í trausti á Guð, jafnvel þótt Faraó reiddist og væri því andsnúinn. Móse hélt sínu striki rétt eins og hann sæi Guð fara á undan sér.
28 Ved Tro har han indstiftet Påsken og Påstrygelsen af Blodet, for at den, som ødelagde de førstefødte, ikke skulde røre dem.
Hann trúði að Guð mundi frelsa þjóð sína og því fyrirskipaði hann fólkinu að slátra lambi, eins og Guð hafði boðið og dreifa blóðinu á dyrastafi húsa sinna, svo hinn skelfilegi engill dauðans snerti ekki elsta barnið í hverri fjölskyldu, eins og gerðist meðal Egypta.
29 Ved Tro gik de igennem det røde Hav som over tørt Land, medens Ægypterne druknede under Forsøget derpå.
Ísraelsþjóðin treysti Guði og hélt rakleiðis gegnum Rauðahafið, eins og þurrt land væri. Egyptar veittu þeim eftirför og reyndu að fara sömu leið, en þeir drukknuðu allir.
30 Ved Tro faldt Jerikos Mure, efter at de vare omgåede i syv Dage.
Það var trú sem kom því til leiðar að múrar Jeríkó hrundu, eftir að Ísraelsmenn höfðu gengið hringinn í kringum þá í sjö daga, samkvæmt skipun Guðs.
31 Ved Tro undgik Skøgen Rahab at omkomme med de genstridige; thi hun modtog Spejderne med Fred.
Það var einnig fyrir trú á mátt Guðs að vændiskonan Rahab hélt lífi, því að hún tók vel á móti njósnurum Ísraelsmanna. Aðrir íbúar borgarinnar fórust hins vegar allir vegna þess að þeir óhlýðnuðust Guði.
32 Dog, hvorfor skal jeg tale mere? Tiden vil jo fattes mig, hvis jeg skal fortælle om Gideon, Barak, Samson, Jefta, David og Samuel og Profeterne,
Finnst ykkur þörf á fleiri dæmum? Það tæki langan tíma ef ég ætti að rifja upp sögurnar um trú Gídeons, Baraks, Samsonar, Jefta, Davíðs, Salómons og allra spámannanna.
33 som ved Tro overvandt Riger, øvede Retfærdighed, opnåede Forjættelser, stoppede Løvers Mund,
Menn þessir treystu Guði og þess vegna unnu þeir orrustur, sigruðu konungsríki, stjórnuðu þjóð sinni með sóma og báru úr býtum það sem Guð hafði lofað þeim. Þeir björguðust úr ljónagryfjum
34 slukkede Ilds Kraft, undslap Sværds Od, bleve stærke efter Svaghed, bleve vældige i Krig, bragte fremmedes Hære til at vige.
og logandi eldsofnum. Sumir björguðust frá sverðseggjum vegna trúar sinnar. Aðrir, sem verið höfðu máttfarnir eða sjúkir, öðluðust nýtt þrek fyrir trú. Sumir fylltust eldmóði og stökktu heilum herjum á flótta – í trú,
35 Kvinder fik deres døde igen ved Opstandelse. Andre bleve lagte på Pinebænk og toge ikke imod Befrielse, for at de måtte opnå en bedre Opstandelse.
og konur heimtu ástvini sína úr helju vegna trúar sinnar. Þeir voru einnig til sem treystu Guði og voru barðir til dauða, því að þeir vildu heldur deyja en kaupa sér frelsi með því að afneita Guði. Þessir menn treystu því að síðar meir mundu þeir rísa upp til nýs og betra lífs.
36 Andre måtte friste Forhånelser og Hudstrygelser, tilmed Lænker og Fængsel;
Sumir voru hæddir og húðstrýktir, svo að bak þeirra varð eitt flakandi sár, en aðrir lágu fjötraðir í dýflissum.
37 de bleve stenede, gennemsavede, fristede, dræbte med Sværd, gik omkring i Fåre- og Gedeskind, lidende Mangel, betrængte, mishandlede
Sumir voru grýttir til dauða og aðrir sagaðir í sundur. Sumum var heitið frelsi, ef þeir afneituðu trúnni – þeir voru síðan drepnir með sverði. Sumir reikuðu um fjöll og firnindi, klæddir gærum og geitaskinnum og földu sig í sprungum og hellisskútum. Þeir voru hungraðir, sjúkir og illa haldnir. Slíka menn átti heimurinn ekki skilið.
38 (dem var Verden ikke værd), omvankende i Ørkener og på Bjerge og i Huler og Jordens Kløfter.
39 Og alle disse, skønt de havde Vidnesbyrd for deres Tro, opnåede ikke Forjættelsen,
En þótt menn þessir, menn trúarinnar, hafi treyst Guði og verið honum að skapi, þá fékk þó enginn þeirra að sjá öll fyrirheitin rætast.
40 efterdi Gud forud havde udset noget bedre for os, for at de ikke skulde fuldkommes uden os.
Því að Guð ætlaði þeim að bíða og deila með okkur fullkomnum launum.

< Hebræerne 11 >