< Efeserne 5 >

1 Vorder derfor Guds Efterlignere som elskede Børn,
Takið Guð til fyrirmyndar í öllu, eins og barn sem elskar föður sinn og hlýðir honum.
2 og vandrer i Kærlighed, ligesom også Kristus elskede os og gav sig selv hen for os som en Gave og et Slagtoffer, Gud til en velbehagelig Lugt.
Lifið í kærleika og fylgið þannig fordæmi Krists, sem elskaði ykkur og fórnaði sjálfum sér frammi fyrir Guði til að taka burt syndir ykkar. Kærleikur Krists til ykkar var Guði mjög að skapi, rétt eins og sætur ilmur.
3 Men Utugt og al Urenhed eller Havesyge bør end ikke nævnes iblandt eder, som det sømmer sig for hellige,
Lauslæti, óhreinleiki eða ágirnd á ekki að nefnast á nafn á meðal ykkar.
4 ej heller ublu Væsen eller dårlig Snak eller letfærdig Skæmt, hvilket er utilbørligt, men hellere Taksigelse.
Klúrar sögur, heimskulegt tal og grófir brandarar – slíkt hæfir ykkur ekki. Í stað þess skuluð þið minna hvert annað á gæsku Guðs og verið þakklát.
5 Thi dette vide og erkende I, at ingen utugtig eller uren eller havesyg, hvilket er en Afgudsdyrker, har Arv i Kristi og Guds Rige.
Eitt getið þið verið viss um: Sá sem er lauslátur og lifir í óhreinleika og ágirnd mun ekki fá inngöngu í ríki Krists og Guðs. Hinn ágjarni er í raun og veru hjáguðadýrkandi – hann elskar og tignar lífsgæðin í stað Guðs.
6 Ingen bedrage eder med tomme Ord; thi for disse Ting kommer Guds Vrede over Genstridighedens Børn.
Látið ekki blekkjast af þeim sem afsaka þessar syndir, því að reiði Guðs kemur yfir alla sem þær drýgja.
7 Derfor, bliver ikke meddelagtige med dem!
Hafið ekkert samband við slíkt fólk,
8 Thi I vare forhen Mørke, men nu ere I Lys i Herren; vandrer som Lysets Børn;
því að þótt myrkrið hafi eitt sinn ríkt í hjörtum ykkar, þá eru þau nú böðuð ljósi Drottins. Líferni ykkar ætti að bera því gleggstan vott!
9 (Lysets Frugt viser sig jo i al Godhed og Retfærdighed og Sandhed, )
Í ljósi Drottins eflist góðvild, réttlæti og sannleikur.
10 så I prøve, hvad der er velbehageligt for Herren.
Reynið að skilja hver er vilji Drottins.
11 Og haver ikke Samfund med Mørkets ufrugtbare Gerninger. Men revser dem hellere;
Takið engan þátt í því sem illt er – verkum myrkursins, þau leiða aðeins til spillingar. Bendið heldur á þau og flettið ofan af þeim.
12 thi hvad der lønligt bedrives af dem, er skammeligt endog at sige;
Það sem hinir óguðlegu leggja stund á í leyndum, er svo svívirðilegt, að mér er jafnvel ómögulegt að nefna það á nafn!
13 men alt dette bliver åbenbaret, når det revses af Lyset. Thi alt det, som bliver åbenbaret, er Lys.
Þegar þið flettið ofan af þessum hlutum, skín ljósið á syndir þeirra og þær verða augljósar. En þegar þeir sem þannig lifa, sjá hve illa þeir eru á vegi staddir, snúa sumir þeirra sér ef til vill til Guðs og verða börn ljóssins.
14 Derfor hedder det: "Vågn op, du, som sover, og stå op fra de døde, og Kristus skal lyse for dig!"
Um þetta segir Guðs orð: „Vakna þú sem sefur og rís upp frá dauðum og þá mun Kristur lýsa þér.“
15 Ser derfor nøje til, hvorledes I vandre, ikke som uvise, men som vise,
Gætið vel að hegðun ykkar, því við lifum á erfiðum tímum. Verið ekki óskynsöm, heldur skynsöm! Notið til fullnustu hvert það tækifæri sem þið fáið til að gera hið góða.
16 så I købe den belejlige Tid, efterdi Dagene ere onde.
17 Derfor bliver ikke uforstandige, men skønner, hvad Herrens Villie er.
Gerið ekkert í hugsunarleysi en reynið að skilja hver er vilji Drottins og framkvæmið hann.
18 Og drikker eder ikke drukne i Vin, i hvilket der er Ryggesløshed, men lader eder fylde med Ånden,
Drekkið ykkur ekki drukkin af víni, því að drykkjuskapur leiðir aðeins til ills, fyllist heldur heilögum anda og látið stjórnast af honum.
19 så I tale hverandre til med Salmer og Lovsange og åndelige Viser og synge og spille i eders Hjerte for Herren
Ræðið saman um Drottin, vitnið í sálma og söngva, syngið andlega söngva. Syngið og leikið Drottni lof í hjörtum ykkar
20 og altid sige Gud og Faderen Tak for alle Ting i vor Herres Jesu Kristi Navn
og þakkið Guði föður fyrir alla hluti í nafni Drottins Jesú Krists.
21 og underordne eder under hverandre i Kristi Frygt;
Verið hvert öðru undirgefin, slíkt hugarfar er Drottni velþóknanlegt.
22 Hustruerne skulle underordne sig under deres egne Mænd, som under Herren;
Eiginkonur, lútið eiginmönnum ykkar eins og um Drottin væri að ræða.
23 thi en Mand er sin Hustrus Hoved, ligesom også Kristus er Menighedens Hoved. Han er sit Legemes Frelser.
Eiginmaður ber ábyrgð á konu sinni, á sama hátt og Kristur ber ábyrgð á líkama sínum, kirkjunni, en hann gaf líf sitt til að vernda hana og frelsa.
24 Dog, ligesom Menigheden underordner sig under Kristus, således skulle også Hustruerne underordne sig under deres Mænd i alle Ting.
Eiginkonur, lútið mönnum ykkar í öllu og það fúslega, á sama hátt og söfnuðurinn er undirgefinn Kristi.
25 I Mænd! elsker eders Hustruer, ligesom også Kristus elskede Menigheden og hengav sig selv for den,
Eiginmenn! Sýnið konum ykkar sömu ást og umhyggju og Kristur söfnuðinum, þegar hann dó fyrir hann,
26 for at han kunde hellige den, idet han rensede den ved Vandbadet med et Ord,
til að helga, hreinsa og þvo hann í skírninni og orði Guðs.
27 for at han selv kunde fremstille Menigheden for sig som herlig, uden Plet eller Rynke eller noget deslige, men for at den måtte være hellig og ulastelig.
Þetta gerði hann til að geta leitt til sín fullkominn söfnuð, án bletts eða hrukku, heilagan og lýtalausan.
28 Således ere Mændene skyldige at elske deres egne Hustruer som deres egne Legemer; den, som elsker sin egen Hustru, elsker sig selv.
Á sama hátt eiga eiginmenn að koma fram við konur sínar. Þeir eiga að elska þær sem hluta af sjálfum sér. Fyrst eiginmaðurinn og eiginkonan eru eitt, þá er maðurinn í raun og veru að gera sjálfum sér greiða og elska sjálfan sig, þegar hann elskar eiginkonu sína!
29 Ingen har jo nogen Sinde hadet sit eget Kød, men han nærer og plejer det, ligesom også Kristus Menigheden.
Enginn hatar sinn eigin líkama, heldur gæta menn hans af mikilli umhyggju. Eins er með Krist, hann gætir líkama síns, safnaðarins, en við erum hvert um sig limir á þeim líkama.
30 Thi vi ere Lemmer på hans Legeme.
31 Derfor skal et Menneske forlade sin Fader og Moder og holde fast ved sin Hustru, og de to skulle være eet Kød.
Biblían sýnir ljóslega með eftirfarandi orðum að eiginmaður og eiginkona séu einn líkami: „Þegar maðurinn giftist verður hann að yfirgefa föður sinn og móður, svo að hann geti að fullu og öllu sameinast konunni og þau tvö orðið eitt.“
32 Denne Hemmelighed er stor - jeg sigter nemlig til Kristus og til Menigheden.
Ég veit að þetta er torskilið, en sambandið milli Krists og safnaðar hans hjálpar okkur þó að skilja það.
33 Dog, også I skulle elske hver især sin egen Hustru som sig selv; men Hustruen have Ærefrygt for Manden!
Ég endurtek því: Maðurinn verður að elska konu sína sem hluta af sjálfum sér og konan verður að gæta þess að heiðra mann sinn og hlýða honum.

< Efeserne 5 >