< Apostelenes gerninger 5 >

1 Men en Mand, ved Navn Ananias, tillige med Safira, hans Hustru, solgte en Ejendom
Annar maður, Ananías, og kona hans, Saffíra, seldu jörð.
2 og stak med sin Hustrus Vidende noget af Værdien til Side og bragte en Del deraf og lagde den for Apostlenes Fødder.
Hann afhenti postulunum hluta andvirðisins og sagði að það væri heildarsöluverðið.
3 Men Peter sagde: "Ananias! hvorfor har Satan fyldt dit Hjerte, så du har løjet imod den Helligånd og stukket noget til Side af Summen for Jordstykket?
„Ananías, “sagði Pétur. „Satan hefur blekkt þig. Það er ósatt sem þú sagðir, að þetta væri allt söluverðið. Þú hefur logið að heilögum anda.
4 Var det ikke dit, så længe du ejede det, og stod ikke det, som det blev solgt for, til din Rådighed? Hvorfor har du dog sat dig denne Gerning for i dit Hjerte? Du har ikke løjet for Mennesker, men for Gud."
Þér var í sjálfsvald sett hvort þú seldir eignina eða ekki. Og þegar þú hafðir selt, var það þitt að ákveða hve mikið þú gæfir. Hvernig gat þér dottið í hug að fara svona að? Þú hefur logið að Guði, en ekki okkur.“
5 Men da Ananias hørte disse Ord, faldt han om og udåndede. Og der kom stor Frygt over alle, som hørte det.
Þegar Ananías heyrði þetta, datt hann dauður niður! Fólk varð skelfingu lostið.
6 Men de unge Mænd stode op og lagde ham til Rette og bare ham ud og begravede ham.
Ungu mennirnir komu og bjuggu um hann, og fóru með hann til greftrunar.
7 Men det skete omtrent tre Timer derefter, da kom hans Hustru ind uden at vide, hvad der var sket.
Þrem stundum síðar kom kona Ananíasar inn, en hún vissi ekki hvað gerst hafði.
8 Da sagde Peter til hende: "Sig mig, om I solgte Jordstykket til den Pris?" Og hun sagde: "Ja, til den Pris."
Pétur gekk til hennar og spurði: „Er þetta allt sem þið fenguð fyrir landið sem þið selduð?“„Já, “svaraði hún, „þetta var verðið.“
9 Men Peter sagde til hende: "Hvorfor ere I dog blevne enige om at friste Herrens Ånd? Se, deres Fødder, som have begravet din Mand, ere for Døren, og de skulle bære dig ud."
Þá sagði Pétur: „Hvernig gat ykkur hjónunum dottið í hug að gera slíkt – prófa hvort heilagur andi kæmist að svikunum? Ungu mennirnir, sem jörðuðu manninn þinn, eru hérna rétt fyrir utan og þeir munu líka bera þig út.“
10 Men hun faldt straks om for hans Fødder og udåndede. Men da de unge Mænd kom ind, fandt de hende død, og de bare hende ud og begravede hende hos hendes Mand.
Pétur hafði vart sleppt orðinu er hún féll örend til jarðar! Þegar ungu mennirnir komu inn og sáu að hún var líka dáin, báru þeir hana út og grófu við hlið manns hennar.
11 Og stor Frygt kom over hele Menigheden og over alle, som hørte dette.
Þessi atburður vakti ótta meðal allra í söfnuðinum og annarra sem um hann fréttu.
12 Men ved Apostlenes Hænder skete der mange Tegn og Undere iblandt Folket; og de vare alle endrægtigt sammen i Salomons Søjlegang.
Postularnir voru vanir að koma saman í þeim hluta musterisins sem kallast súlnagöng Salómons, og þar unnu þeir mörg athyglisverð kraftaverk meðal fólksins.
13 Men af de andre turde ingen holde sig til dem; dog priste Folket dem højt,
Aðrir áræddu ekki að vera þar með þeim og almennt var borin mikil virðing fyrir þeim.
14 og der føjedes stedse flere troende til Herren, Skarer både af Mænd og Kvinder,
Sífellt snerust fleiri til trúar á Drottin, mikill fjöldi karla og kvenna.
15 så at de endogså bare de syge ud på Gaderne og lagde dem på Senge og Løjbænke, for at når Peter kom, endog blot hans Skygge kunde overskygge nogen af dem.
Sjúklingar voru bornir á börum og dýnum út á göturnar, í þeirri von að skugginn af Pétri félli á þá, þegar hann ætti leið hjá!
16 Ja, selv fra Byerne i Jerusalems Omegn strømmede Mængden sammen og bragte syge og sådanne, som vare plagede af urene Ånder, og de bleve alle helbredte.
Mikill mannfjöldi kom frá úthverfum Jerúsalem og tók fólkið með sér sjúklinga og þá sem höfðu illa anda. Þeir læknuðust allir.
17 Men Ypperstepræsten stod op samt alle de, som holdt med ham, nemlig Saddukæernes Parti, og de bleve fulde af Nidkærhed.
Æðsti presturinn og ættingjar hans og vinir meðal saddúkeanna, brugðust við þessu af mikilli hörku.
18 Og de lagde Hånd på Apostlene og satte dem i offentlig Forvaring.
Létu þeir handtaka postulana og setja þá í gæsluvarðhald.
19 Men en Herrens Engel åbnede Fængselets Døre om Natten og førte dem ud og sagde:
Um nóttina kom engill Drottins, opnaði fangelsishliðin og leiddi þá út. Síðan sagði hann við þá:
20 "Går hen og træder frem og taler i Helligdommen alle disse Livets Ord for Folket!"
„Farið upp í musterið og predikið boðskap lífsins!“
21 Men da de havde hørt dette, gik de ved Daggry ind i Helligdommen og lærte. Men Ypperstepræsten og de, som holdt med ham, kom og sammenkaldte Rådet og alle Israels Børns Ældste og sendte Bud til Fængselet, at de skulde føres frem.
Þeir komu til musterisins um sólarupprás og fóru strax að predika. Seinna um morguninn kom æðsti presturinn, og fylgdarlið hans, til musterisins og lét hann kalla saman allt ráðið. Því næst sendi hann þjóna til fangelsisins, með boð um að postularnir skyldu leiddir fyrir ráðið.
22 Men da Tjenerne kom derhen, fandt de dem ikke i Fængselet; og de kom tilbage og meldte det og sagde:
Þegar þjónarnir komu til fangelsisins, gripu þeir í tómt – postularnir voru á bak og burt! Þeir sneru því aftur til ráðsins og sögðu:
23 "Fængselet fandt vi tillukket helt forsvarligt, og Vogterne stående ved Dørene; men da vi lukkede op, fandt vi ingen derinde."
„Fangelsisdyrnar voru læstar og verðirnir stóðu fyrir utan, en þegar við opnuðum hliðin, var enginn maður þar inni!“
24 Men da Høvedsmanden for Helligdommen og Ypperstepræsterne hørte disse Ord, bleve de tvivlrådige om dem, hvad dette skulde blive til.
Þegar lögreglustjórinn og æðstu prestarnir heyrðu þetta, vissu þeir ekki sitt rjúkandi ráð og veltu fyrir sér hvernig þetta myndi fara.
25 Men der kom en og meldte dem: "Se, de Mænd, som I satte i Fængselet, stå i Helligdommen og lære Folket."
Rétt í því kom einhver með þær fréttir, að mennirnir, sem þeir hefðu sett í varðhald, væru að predika í musterinu.
26 Da gik Høvedsmanden hen med Tjenerne og hentede dem, dog ikke med Magt; thi de frygtede for Folket, at de skulde blive stenede.
Lögregluforinginn fór þegar í stað ásamt undirmönnum sínum og tók þá fasta, án ofbeldis því að þeir óttuðust að fólkið réðist á þá, ef þeir færu illa með postulana. Síðan leiddu þeir þá fram fyrir ráðið.
27 Men da de havde hentet dem, stillede de dem for Rådet; og Ypperstepræsten spurgte dem og sagde:
28 "Vi bøde eder alvorligt, at I ikke måtte lære i dette Navn, og se, I have fyldt Jerusalem med eders Lære, og I ville bringe dette Menneskes Blod over os!"
„Sögðum við ykkur ekki að hætta að tala um þennan Jesú?“spurði æðsti presturinn hvasst. „Nú hafið þið fyllt Jerúsalem með boðskap ykkar og reynið í þokkabót að kenna okkur um dauða þessa manns!“
29 Men Peter og Apostlene svarede og sagde: "Man bør adlyde Gud mere end Mennesker.
Þá svaraði Pétur og hinir postularnir: „Framar ber að hlýða Guði en mönnum.
30 Vore Fædres Gud oprejste Jesus, hvem I hængte på et Træ og sloge ihjel.
Guð forfeðra okkar vakti Jesú upp frá dauðum, eftir að þið höfðuð líflátið hann með því að hengja hann á kross.
31 Ham har Gud ved sin højre Hånd ophøjet til en Fyrste og Frelser for at give Israel Omvendelse og Syndernes Forladelse.
Fyrir mátt sinn, hóf Guð hann til þeirrar virðingar að vera bæði konungur og frelsari, svo að Ísraelsþjóðin gæti snúið baki við syndum sínum og fengið fyrirgefningu.
32 Og vi ere hans Vidner om disse Ting, ligesom også den Helligånd, som Gud har givet dem, der adlyde ham."
Um þetta vitnum við ásamt heilögum anda, sem Guð gefur öllum sem honum hlýða.“
33 Men da de hørte dette, skar det dem i Hjertet, og de rådsloge om at slå dem ihjel.
Þegar hér var komið, voru meðlimir ráðsins orðnir viti sínu fjær af reiði og ákveðnir í að lífláta postulana.
34 Men der rejste sig i Rådet en Farisæer ved Navn Gamaliel, en Lovlærer, højt agtet af hele Folket, og han bød, at de skulde lade Mændene træde lidt udenfor.
En þá stóð upp Gamalíel, meðlimur ráðsins og farísei, sérfræðingur í lögum og vinsæll meðal fólksins. Hann bað um að þeir yrðu látnir fara út úr ráðinu meðan hann talaði.
35 Og han sagde til dem: "I israelitiske Mænd! ser eder vel for, hvad I gøre med disse Mennesker.
Síðan ávarpaði hann ráðið og sagði: „Ísraelsmenn, íhugið vandlega það sem þið ætlið að gera við þessa menn.
36 Thi for nogen Tid siden fremstod Theudas, som udgav sig selv for at være noget, og et Antal af omtrent fire Hundrede Mænd sluttede sig til ham; han blev slået ihjel, og alle de, som adløde ham, adsplittedes og bleve til intet.
Fyrir nokkru taldi Þevdas sig mikinn mann. Um 400 menn sóru honum trúnaðareið, en skömmu síðar var hann drepinn og þá lognaðist allt út af.
37 Efter ham fremstod Judas Galilæeren i Skatteindskrivningens Dage og fik en Flok Mennesker til at følge sig. Også han omkom, og alle de, som adløde ham, bleve adspredte.
Seinna, þegar manntalið var tekið, kom fram Júdas frá Galíleu. Hann safnaði að sér nokkrum lærisveinum, en síðan dó hann og fylgjendur hans tvístruðust.
38 Og nu siger jeg eder: Holder eder fra disse Mennesker, og lader dem fare; thi dersom dette Råd eller dette Værk er af Mennesker, bliver det til intet;
Ég ráðlegg ykkur að láta þessa menn eiga sig. Ef boðskapur þeirra er eigin hugarsmíð, þá mun þetta fljótlega verða að engu.
39 men er det af Gud, kunne I ikke gøre dem til intet. Lader eder dog ikke findes som de, der endog ville stride mod Gud!"
En sé hann frá Guði, þá megnið þið ekki að stöðva þá, það væri að berjast gegn sjálfum Guði.“
40 Og de adløde ham; og de kaldte Apostlene frem og lode dem piske og forbøde dem at tale i Jesu Navn og løslode dem.
Ráðið samþykkti þetta, kallaði postulana fyrir sig, lét húðstrýkja þá og bannaði þeim harðlega að tala í Jesú nafni. Síðan var þeim sleppt.
41 Så gik de da glade bort fra Rådets Åsyn, fordi de vare blevne agtede værdige til at vanæres for hans Navns Skyld.
Postularnir yfirgáfu ráðið og lofuðu Guð fyrir að hann skyldi álíta þá verða þess að þola smán hans vegna.
42 Og de holdt ikke op med hver Dag at lære i Helligdommen og i Husene og at forkynde Evangeliet om Kristus Jesus.
Og þeir komu daglega saman í musterinu, höfðu Biblíulestra í heimahúsum og boðuðu að Jesús væri Kristur.

< Apostelenes gerninger 5 >