< 1 Korinterne 4 >

1 Således agte man os; som Kristi Tjenere og Husholdere over Guds Hemmeligheder!
Við Apollós erum þjónar Krists sem miðla blessun Guðs með því að útskýra leyndardóma hans.
2 I øvrigt kræves her af Husholdere, at man må findes tro,
Það sem mestu máli skiptir varðandi þjóna, er að þeir séu trúir og geri það, sem húsbóndi þeirra segir þeim.
3 Men mig er det såre lidet at bedømmes af eder eller af en menneskelig Ret; ja, jeg bedømmer end ikke mig selv.
Hvað um mig? Hef ég verið góður þjónn? Reyndar varðar mig ekkert um hvað ykkur finnst um það eða hvað aðrir hugsa. Ég treysti ekki einu sinni mínu eigin mati í því efni.
4 Thi vel ved jeg intet med mig selv, dog er jeg ikke dermed retfærdiggjort; men den, som bedømmer mig, er Herren.
Samviska mín er hrein, en það sannar ekkert. Það er Drottinn sjálfur sem mun rannsaka mig og dæma.
5 Derfor dømmer ikke noget før Tiden, førend Herren kommer, som både skal bringe for lyset det, som er skjult i Mørket, og åbenbare Hjerternes Råd; og da skal enhver få sin Ros fra Gud.
Gætið þess því að fella ekki dóma áður en Drottinn kemur, um það hvort einhver er góður þjónn eða ekki. Þegar Drottinn kemur, mun hann varpa ljósi á allt, svo að hver og einn geti séð greinilega hvernig við erum innst inni. Þá munu allir sjá og vita hvers vegna við höfum verið að vinna verk Drottins. Á þeim degi mun Guð veita hverjum manni það hrós sem hann á skilið.
6 Men dette, Brødre! har jeg anvendt på mig selv og Apollos for eders Skyld, for at I på os kunne lære dette "ikke ud over, hvad der står skrevet", for at ikke nogen af eder for eens Skyld skal opblæse sig mod en anden.
Ég hef notað Apollós og sjálfan mig sem dæmi til að skýra nánar það, að þið megið ekki taka einn þjón Guðs fram yfir annan.
7 Thi hvem giver dig Fortrin? og hvad har du, som du ikke har fået givet? men når du virkelig har fået det, hvorfor roser du dig da, som om du ikke havde fået det?
Af hverju eruð þið að stæra ykkur? Hvað hafið þið, sem þið hafið ekki þegið af Guði? Og fyrst allt sem þið hafið, er frá Guði, hvers vegna látið þið þá eins og þið séuð miklir menn og hafið afrekað eitthvað af eigin rammleik?
8 I ere allerede mættede, I ere allerede blevne rige, I ere blevne Konger uden os, ja, gid I dog vare blevne Konger, for at også vi kunde være Konger med eder!
Þið virðist halda að þið séuð andleg ofurmenni! Þið eruð saddir og andlega mettir, ríkir kóngar á hásætum ykkar, komnir langt fram úr okkur vesalingunum! Ég vildi óska að þið væruð nú þegar orðnir kóngar, því þá mundum við vissulega ríkja með ykkur.
9 Thi mig synes, at Gud har fremstillet os Apostle som de ringeste, ligesom dødsdømte; thi et Skuespilere vi blevne for Verden, både for Engle og Mennesker.
Stundum virðist mér sem Guð hafi sett okkur postulana alveg neðst á listann – eins og dauðadæmda fanga, sem hafðir eru aftast í skrúðgöngu sigurvegarans, til sýnis englum og mönnum.
10 Vi ere Dårer for Kristi Skyld, men I ere kloge i Kristus; vi svage, men I stærke; I hædrede, men vi vanærede.
„Trúin hefur gert ykkur heimska, “segið þið. En þið? Þið eruð auðvitað vitrir og skynsamir kristnir menn! Við erum máttlausir en ekki þið! Þið eruð vinsælir, en við athlægi allra.
11 Indtil denne Time lide vi både Hunger og Tørst og Nøgenhed og få Næveslag og have intet blivende Sted
Allt til þessa höfum við orðið að þola hungur, þorsta og klæðleysi. Okkur er misþyrmt og við erum heimilislausir.
12 og arbejde møjsommeligt med vore egne Hænder. Udskælder man os, velsigne vi; forfølger man os, finde vi os deri;
Við höfum unnið fyrir okkur með erfiði og striti. Við höfum blessað þá sem okkur bölva og sýnt þolinmæði þeim sem ofsækja okkur.
13 spotter man os, give vi gode Ord; som Verdens Fejeskarn ere vi blevne, et Udskud for alle indtil nu.
Árásum höfum við svarað með hógværð, en samt erum við allt til þessarar stundar eins og fótþurrka allra, eins og úrhrök.
14 Ikke for at beskæmme eder skriver jeg dette; men jeg påminder eder som mine elskede Børn.
Þetta skrifa ég ykkur ekki til blygðunar, heldur til að aðvara ykkur og áminna eins og elskuð börn.
15 Thi om I end have ti Tusinde Opdragere i Kristus, have I dog ikke mange Fædre; thi jeg har i Kristus Jesus avlet eder ved Evangeliet.
Því að ég einn er andlegur faðir ykkar, þótt þið hafið tíu þúsund aðra til þess að kenna ykkur um Krist. Það var ég sem leiddi ykkur til Krists þegar ég flutti ykkur gleðiboðskapinn.
16 Jeg formaner eder altså, vorder mine Efterfølgere!
Ég bið ykkur því að líkja eftir mér og gera eins og ég.
17 Derfor har jeg sendt Timotheus til eder, som er mit elskede og trofaste Barn i Herren, og han skal minde eder om mine Veje i Kristus, således som jeg lærer alle Vegne i enhver Menighed.
Ástæðan fyrir því að ég sendi Tímóteus var að hann skyldi hjálpa ykkur til þess. Tímóteus er einn þeirra sem ég leiddi til Krists og hann er Drottni elskað og hlýðið barn. Hann mun minna ykkur á það sem ég kenni í allri kirkjunni, hvar sem ég fer.
18 Men nogle ere blevne opblæste, i den Tanke, at jeg ikke kommer til eder;
Ég veit að sum ykkar eru hreykin og halda að ég þori ekki að koma til ykkar í eigin persónu.
19 men jeg skal snart komme til eder, om Herren vil, og gøre mig bekendt, ikke med de opblæstes Ord, men med deres Kraft.
En ég mun koma, og það fljótlega, ef Drottinn leyfir mér, og þá mun ég komast að raun um, hvort þeir sem stæra sig, hafa kraft Guðs eða hvort þeir eru aðeins orðhákar.
20 Thi Guds Rige består ikke i Ord, men i Kraft.
Guðsríki er ekki innantómt orð heldur líf í krafti Guðs.
21 Hvad ville I? Skal jeg komme til eder med Ris eller med Kærlighed og Sagtmodigheds Ånd?
Hvort viljið þið heldur að ég komi með hirtingu og ávítur eða ástúð og mildi?

< 1 Korinterne 4 >