< Лука 17 >

1 И рече на учениците Си: Не е възможно да не дойдат съблазните; но горко на онзи, чрез когото дохождат!
Jesús sagði við lærisveinana: „Fólk mun halda áfram að falla í synd, en vei þeim sem því veldur.
2 По-добре би било за него да се окачи един голям воденичен камък на врата му и да бъде хвърлен в морето, а не да съблазни един от тия малките.
Honum væri betra að láta fleygja sér í sjóinn, með þungan stein um hálsinn, en skaða sálir smælingjanna. Gætið ykkar! Ávítaðu bróður þinn, ef hann syndgar, en fyrirgefðu honum, þegar hann iðrast.
3 Внимавайте на себе си. Ако прегреши брат ти, смъмри го; и ако се покае прости му.
4 И седем пъти на ден ако ти сгреши, и седем пъти се обърне към тебе и каже: Покайвам се, прощавай му.
Geri hann þér rangt til sjö sinnum á dag og komi til þín eftir hvert skipti og biðji fyrirgefningar, þá fyrirgefðu honum.“
5 И апостолите рекоха на Господа: Придай ни вяра.
Dag einn sögðu postularnir við Drottin: „Við þurfum að öðlast meiri trú, hvernig getum við það?“
6 А Господ рече: Ако имате вяра колкото синапово зърно, казали бихте на тая черница: Изкорени се и насади се в морето, и тя би ви послушала.
Jesús svaraði: „Ef þið hafið trú á stærð við sinnepskorn, þá er hún nægileg til að rífa upp mórberjatréð sem þarna stendur og senda það í loftköstum á haf út! Orðum ykkar yrði þegar í stað hlýtt.
7 А кой от вас, ако има слуга да му оре или да му пасе, ще му рече веднага, щом си дойде от нива: Влез да ядеш?
Þegar vinnumaður kemur inn frá jarðyrkju eða gegningum, þá sest hann ekki niður til að borða. Hann matreiðir fyrst fyrir húsbónda sinn og ber kvöldverð á borð fyrir hann, áður en hann fær sér sjálfur. Og honum er ekki þakkað, því að þetta eru skylduverk hans.
8 Напротив, не ще ли му рече: Приготви нещо да вечерям, стегни се та ми пошетай, докато ям и пия, и подир това ти ще ядеш и пиеш?
9 Нима ще благодари на слугата за дето е извършил каквото е било заповядано? [Не вярвам].
10 Също така и вие, когато извършите все що ви е заповядано, казвайте: Ние сме безполезни слуги; извършихме само това, което бяхме длъжни да извършим.
Þið eigið ekki heldur að vænta heiðurs fyrir að hlýða mér, því að þá hafið þið aðeins gert skyldu ykkar.“
11 И в пътуването Си към Ерусалим Той минаваше границата между Самария и Галилея.
Á leið sinni frá Jerúsalem komu þeir að þorpi á landamærum Galíleu og Samaríu. Þá sáu þeir tíu holdsveika menn, sem stóðu langt frá, utan við þorpið,
12 И като влизаше в едно село, срещнаха Го десетина прокажени, които, като се спряха отдалеч,
13 извикаха със силен глас, казвайки: Исусе наставниче, смили се за нас!
og hrópuðu: „Jesú, meistari, miskunnaðu okkur!“
14 И като ги видя, рече им: Идете покажете се на свещениците. И като отиваха, очистиха се.
Hann leit á þá og sagði: „Farið til prestanna og fáið hjá þeim vottorð um að þið séuð heilbrigðir.“Á meðan þeir voru á leiðinni til prestanna, hvarf þeim holdsveikin!
15 И един от тях, като видя, че изцеля, върна се и със силен глас славеше Бога,
Einn þeirra sneri þá aftur til Jesús og hrópaði: „Guði sé lof! Ég er heilbrigður!“
16 и падна на лице при нозете на Исуса и му благодареше. И той бе самарянин.
Hann fleygði sér á götuna við fætur Jesú og þakkaði honum. Maður þessi var Samverji, en Gyðingar fyrirlitu þá.
17 А Исус в отговор му рече: Нали се очистиха десетимата? А где са деветимата?
Þá spurði Jesús: „Voru þeir ekki tíu sem ég læknaði? Hvar eru hinir níu?
18 Не намериха ли се други да се върнат и въздадат слава на Бога, освен тоя иноплеменник?
Var þessi útlendingur sá eini sem sneri við til að gefa Guði dýrðina?“
19 И рече му: Стани и си иди; твоята вяра те изцели.
Síðan sagði hann við manninn: „Stattu upp og farðu leiðar þinnar, trú þín hefur læknað þig.“
20 А Исус, попитан от фарисеите, кога ще дойде Божието царство, в отговор им каза: Божието царство не иде така щото да се забелязва:
Dag einn spurðu farísearnir Jesú: „Hvenær kemur guðsríki?“„Guðsríki birtist ekki þannig að á því beri, “svaraði Jesús.
21 нито ще рекат: Ето тук е! Или: Там е! Защото, ето Божието царство е всред вас.
„Þið munuð ekki geta sagt: „Það hófst á þessum stað eða í þessum landshluta“því að áhrifa guðsríkisins gætir með manninum.“
22 И рече на учениците: Ще дойдат дни, когато ще пожелаете да видите поне един от дните на Човешкия Син, и няма да видите.
Síðar ræddi hann þetta við lærisveinana og sagði: „Sá tími mun koma er þið þráið að hafa mig hjá ykkur, þó ekki sé nema einn dag, en þá verð ég ekki hér.
23 И като ви рекат: Ето, тук е! Да не отидете, нито да тичате подрие им.
Ykkur munu berast fréttir um að ég sé kominn aftur og sé hér eða þar. Trúið ekki slíku. Farið ekki að leita mín,
24 Защото, както светкавицата, когато блесне от единия край на хоризонта, свети до другия край на хоризонта, така ще бъде и Човешкият Син в Своя ден.
því að þegar ég kem, þá verður það engum vafa undirorpið. Það verður jafn augljóst og þegar elding leiftrar um himininn.
25 Но първо Той трябва да пострада много и да бъде отхвърлен от това поколение.
En fyrst verð ég að líða miklar þjáningar og þjóð mín mun hafna mér.
26 И както стана в Ноевите дни, така ще бъде и в дните на Човешкия Син;
Þegar ég kem aftur, verður heimurinn jafn sinnulaus um Guð og hann var á dögum Nóa.
27 ядяха, пиеха, женеха се и се омъжваха до деня, когато Ное влезе в ковчега, и дойде потопът ги погуби всички.
Fólk át og drakk og gifti sig allt til þess dags er Nói gekk inn í örkina. Eftir það kom flóðið og tortímdi þeim öllum.
28 Така също, както стана в Лотовите дни; ядяха, пиеха, купуваха, продаваха, садяха и градяха,
Það mun verða eins og á dögum Lots: Fólk sinnti sínum daglegu störfum, át og drakk, keypti og seldi, ræktaði og byggði
29 а в деня, когато Лот излезе от Содом, огън и сяра наваляха от небето и ги погубиха всички,
– allt til þeirrar stundar er Lot yfirgaf Sódómu. Þá rigndi eldi og brennisteini yfir þá af himni og eyddi þeim öllum.
30 подобно на това ще бъде и в деня, когато Човешкият Син ще се яви.
Þannig mun fólk verða önnum kafið við sín daglegu störf er ég kem aftur.
31 В оня ден, който се намери на къщния покрив, ако вещите му са в къщи, да не слиза да ги вземе; също и който е на нива, да не се връща назад.
Þeir sem úti eru þann dag mega ekki fara inn til að pakka niður. Þeir sem verða við vinnu á ökrum mega ekki heldur fara heim
32 Помнете Лотовата жена!
– munið hvað kom fyrir konu Lots!
33 Който иска да спечели живота(Или: Душата.) си, ще го изгуби; а който го изгуби, ще го опази.
Sá sem heldur í líf sitt mun glata því, en sá sem fórnar því, mun bjarga því.
34 Казвам ви, в онази нощ двама ще бъдат на едно легло; единият ще се вземе, а другият ще се остави.
Þá nótt munu tveir menn sofa í sama rúmi, annar verður tekinn burt en hinn skilinn eftir.
35 Две жени ще мелят заедно; едната ще се вземе, а другата ще се остави.
Tvær konur munu vinna saman að heimilisstörfum, önnur verður tekin, hin skilin eftir. Sama er að segja um þá sem vinna hlið við hlið á ökrunum. Annar verður tekinn, hinn skilinn eftir.“
36 Двама ще бъдат на нива; единият ще се вземе, а другият ще се остави].
37 Отговарят му, казвайки: Къде, Господи? А Той им рече: Гдето е трупът, там ще се съберат и орлите.
„Hvar verður hann skilinn eftir?“spurðu lærisveinarnir. „Það verður augljóst þegar að því kemur, “svaraði Jesús, „jafn augljóst og það, að þangað sem hræið liggur munu gammarnir þyrpast.“

< Лука 17 >