< ՂՈԻԿԱՍ 8 >

1 Անկէ ետք, ինք կը քարոզէր՝ քաղաքէ քաղաք ու գիւղէ գիւղ շրջելով, եւ կ՚աւետէր Աստուծոյ թագաւորութիւնը: Տասներկուքը իրեն հետ էին,
Skömmu síðar fór Jesús borg úr borg og þorp úr þorpi, predikaði og boðaði komu guðsríkisins.
2 նաեւ քանի մը կիներ՝ որոնք չար ոգիներէ ու հիւանդութիւններէ բուժուած էին.- Մարիամ՝ որ կը կոչուէր Մագդաղենացի եւ որմէ եօթը դեւ ելեր էր,
Með í förinni voru postularnir tólf, og einnig nokkrar konur, sem hann hafði rekið illa anda út af eða læknað. Þeirra á meðal voru María Magdalena (en út af henni hafði Jesús rekið sjö illa anda),
3 Յովհաննա, Հերովդէսի տան վերակացուին՝ Քուզայի կինը, Շուշան ու շատ ուրիշներ, որոնք կը սպասարկէին անոր իրենց ինչքով:
Jóhanna (kona Kúsa, sem var ráðsmaður Heródesar konungs og hafði umsjón með höll hans og hirð), Súsanna og margar aðrar. Veittu þær Jesú og lærisveinum hans fjárhagslegan stuðning.
4 Երբ մեծ բազմութիւն հաւաքուեցաւ եւ ամէն քաղաքէ իրեն եկան, առակ մը ըսաւ անոնց.
Einu sinni sem oftar hópaðist fólkið að Jesú til að hlusta á hann. Fólkið kom víðs vegar að úr ýmsum bæjum. Þá sagði hann þessa dæmisögu:
5 «Սերմնացան մը գնաց իր հունտը ցանելու: Մինչ կը ցանէր, քանի մը հունտեր ինկան ճամբային եզերքը եւ կոխկռտուեցան, ու երկինքի թռչունները լափեցին զանոնք:
„Bóndi gekk út á akur sinn til að sá korni. Meðan hann var að sá, féll sumt af útsæðinu á götuslóðann og tróðst niður, en síðan komu fuglar og átu það upp.
6 Ուրիշներ ինկան ժայռի վրայ, եւ հազիւ բուսած՝ չորցան, քանի բուսահող չկար:
Annað féll þar sem grunnt var á klöpp. Það óx, en skrælnaði fljótlega og dó, því raka vantaði í grunnan jarðveginn.
7 Ուրիշներ ալ ինկան փուշերու մէջ, ու փուշերը բուսնելով անոնց հետ՝ խեղդեցին զանոնք:
Sumt lenti meðal þyrna, sem kæfðu viðkvæma kornstönglana.
8 Իսկ ուրիշներ ինկան լաւ հողի մէջ, ու բուսնելով՝ հարիւրապատիկ պտուղ տուին»: Երբ ըսաւ այս բաները՝ գոչեց. «Ա՛ն որ ականջ ունի լսելու՝ թող լսէ»:
En annað lenti í frjósömum jarðvegi og óx og gaf af sér hundraðfalda uppskeru. Um leið og Jesús sagði þetta hrópaði hann: „Hver sem hefur eyru til að heyra, hann heyri.“
9 Իր աշակերտները հարցուցին իրեն. «Ի՞նչ է իմաստը այս առակին»:
Lærisveinarnir spurðu þá Jesú hvað sagan þýddi.
10 Ան ալ ըսաւ. «Ձեզի՛ տրուած է հասկնալ Աստուծոյ թագաւորութեան խորհուրդները, բայց ուրիշներուն՝ առակներով կը խօսիմ. որպէսզի նայելով՝ չտեսնեն, ու լսելով՝ չհասկնան»:
Hann svaraði: „Guð hefur ætlað ykkur að skilja þessar líkingar, því þær kenna ykkur margt um guðsríki. Fólk almennt heyrir þær, en skilur ekki, rétt eins og spámennirnir fornu sögðu fyrir.
11 «Ուրեմն սա՛ է առակին իմաստը. հունտը՝ Աստուծոյ խօսքն է:
Merking sögunnar er þessi: Útsæðið er Guðs orð.
12 Ճամբային եզերքը եղողները անոնք են՝ որ կը լսեն. յետոյ Չարախօսը կու գայ եւ կը վերցնէ անոնց սիրտէն խօսքը, որպէսզի չհաւատան ու չփրկուին:
Hjörtu margra sem heyra Guðs orð eru hörð eins og gatan, þar sem fræið féll. Síðan kemur djöfullinn, tekur burt orðið og kemur í veg fyrir að fólkið trúi og frelsist.
13 Ժայռի վրայինները անոնք են, որ երբ լսեն՝ ուրախութեամբ կ՚ընդունին խօսքը: Բայց արմատ չունին. ատեն մը կը հաւատան, եւ փորձութեան ժամանակ կը հեռանան:
Grýtti jarðvegurinn táknar þá sem taka við orðinu með fögnuði, en það festir ekki rætur hjá þeim. Þeir trúa um stund, en falla frá trúnni þegar á reynir.
14 Փուշերու մէջ ինկածները անոնք են, որ լսելէ ետք՝ կ՚երթան, բայց կը խեղդուին այս կեանքին հոգերով, հարստութեամբ ու հաճոյքներով, եւ պտուղ չեն հասունցներ:
Kornið sem lenti meðal þyrnanna, táknar þá sem hlusta og trúa orðum Guðs. En síðar kafnar trú þeirra í áhyggjum, auðæfum og alls konar lífsgæðakapphlaupi. Það fólk ber engan þroskaðan ávöxt trúarinnar.
15 Իսկ լաւ հողի մէջ ցանուածները անոնք են, որ խօսքը լսելով՝ պարկեշտ ու բարի սիրտի մը մէջ կը պահեն զայն, եւ համբերութեամբ պտուղ կ՚արտադրեն»:
Sæðið sem lenti í frjósama jarðveginum táknar þá sem heyrt hafa orðið, geyma það í göfugu og góðu hjarta, og eru stöðuglyndir, þannig að ávextir trúarinnar sjást í lífi þeirra.“
16 «Ո՛չ մէկը՝ ճրագ մը վառելէ ետք՝ կը ծածկէ զայն անօթով մը, կամ կը դնէ մահիճի մը ներքեւ. հապա կը դնէ աշտանակի՛ մը վրայ, որպէսզի ներս մտնողները տեսնեն լոյսը:
Seinna spurði Jesús: „Hafið þið nokkru sinni heyrt um mann sem kveikti á lampa, en stakk honum síðan undir stól, svo að hann lýsti ekki frá sér? Nei, því að lampar eru settir á góðan stað, svo að birtan dreifist vel.
17 Որովհետեւ չկայ գաղտնիք մը՝ որ բացայայտ պիտի չըլլայ, ո՛չ ալ պահուած բան մը՝ որ պիտի չգիտցուի ու երեւան չելլէ:
Þetta auðveldar okkur að skilja að dag einn mun allt sem mannshugurinn geymir verða dregið fram í dagsljósið og verða öllum augljóst.
18 Ուրեմն զգուշացէ՛ք թէ ի՛նչպէս կը լսէք. որովհետեւ ո՛վ որ ունի՝ պիտի տրուի անոր, իսկ ո՛վ որ չունի՝ անկէ պիտի առնուի նոյնիսկ ինչ որ ինք կը կարծէ թէ ունի»:
Gætið því vel að því sem þið heyrið. Því að þeim sem hefur, mun verða gefið enn meira, en frá þeim sem ekkert á, mun jafnvel verða tekið það sem hann telur sig eiga.“
19 Անոր մայրն ու եղբայրները եկան իրեն, բայց բազմութենէն չէին կրնար մօտենալ իրեն:
Eitt sinn, er móðir Jesú og bræður komu og ætluðu að hitta hann, komust þau ekki inn í húsið þar sem hann var að kenna, vegna mannfjöldans.
20 Անոր լուր տուին՝ ըսելով. «Քու մայրդ ու եղբայրներդ դուրսը կայնած են եւ կ՚ուզեն տեսնել քեզ»:
Þegar Jesús heyrði að þau væru fyrir utan og vildu finna hann,
21 Ան ալ պատասխանեց անոնց. «Իմ մայրս ու եղբայրներս անո՛նք են, որ կը լսեն Աստուծոյ խօսքը եւ կը գործադրեն զայն»:
sagði hann: „Móðir mín og bræður mínir eru þeir sem heyra orð Guðs og fara eftir því.“
22 Օր մը՝ ինք նաւ մտաւ իր աշակերտներուն հետ, եւ ըսաւ անոնց. «Ծովակին միւս եզերքը անցնինք»: Մեկնեցան.
Dag einn var Jesús með lærisveinum sínum í báti úti á vatni. Lagði hann þá til að þeir færu yfir vatnið og í land hinum megin.
23 բայց մինչ կը նաւարկէին՝ ինք քնացաւ: Հովի փոթորիկ մը իջաւ ծովակին վրայ. նաւը կը լեցուէր ջուրով, եւ իրենք վտանգի մէջ էին:
Á siglingunni sofnaði hann. Þá hvessti skyndilega á vatninu svo að gaf á hjá þeim og voru þeir hætt komnir.
24 Մօտեցան, արթնցուցին զինք ու ըսին. «Վարդապե՛տ, վարդապե՛տ, կը կորսուինք»: Ան ալ ոտքի ելաւ, սաստեց հովն ու ալիքները. եւ անոնք հանդարտեցան ու խաղաղութիւն եղաւ:
Þeir þutu til, vöktu hann og hrópuðu: „Herra, við erum að farast!“Þá hastaði Jesús á storminn og sagði: „Hafðu hægt um þig!“Jafnskjótt lægði vindinn og öldurnar og gerði blíðalogn.
25 Ըսաւ անոնց. «Ո՞ւր է ձեր հաւատքը»: Անոնք՝ վախով համակուած՝ զարմացան, եւ կ՚ըսէին իրարու. «Արդեօք ո՞վ է ասիկա, որ կը հրամայէ նոյնիսկ հովերուն ու ջուրին, եւ կը հնազանդին իրեն»:
Síðan sneri hann sér að lærisveinunum og spurði: „Hvar er trú ykkar?“Þá fundu þeir til ótta gagnvart honum og sögðu hver við annan: „Hver er hann eiginlega? Bæði vindar og vatn hlýða honum.“
26 Նաւարկելով իջան Գադարացիներուն երկիրը, որ Գալիլեայի դիմացն է:
Þeir komu að landi í Gerasena, en það er landsvæði við vatnið, gegnt Galíleu.
27 Երբ ինք ցամաք ելաւ, քաղաքէն մարդ մը հանդիպեցաւ իրեն: Ան դեւեր ունէր ներսը՝ երկար ժամանակէ ի վեր. հանդերձ չէր հագներ, ո՛չ ալ տան մէջ կը բնակէր, հապա՝ գերեզմաններու մէջ:
Þegar hann var að stíga upp úr bátnum, kom þar að maður frá nálægu þorpi. Maður þessi hafði lengi verið haldinn illum anda. Hann var heimilislaus og klæðlaus og hafðist við í gröfunum.
28 Տեսնելով Յիսուսը՝ աղաղակեց, ինկաւ անոր առջեւ եւ ըսաւ բարձրաձայն. «Դուն ի՞նչ գործ ունիս ինծի հետ, Յիսո՛ւս, Ամենաբա՛րձր Աստուծոյ Որդի. կ՚աղերսե՛մ քեզի, մի՛ տանջեր զիս»:
Um leið og hann sá Jesú, rak hann upp vein, féll til jarðar og hrópaði: „Hvað viltu mér, Jesús, sonur hins hæsta Guðs? Ég bið þig að kvelja mig ekki.“
29 (Որովհետեւ հրամայեց անմաքուր ոգիին՝ որ ելլէ այդ մարդէն. արդարեւ երկար ատեն էր որ գրաւած էր զայն, եւ ան կապուած կը պահուէր՝ շղթաներով ու ոտնակապերով, բայց կը կոտրտէր կապերը եւ դեւէն կը քշուէր անապատը: )
Jesús hafði skipað óhreina andanum að fara út af manninum. Oft hafði þessi maður verið hlekkjaður á höndum og fótum, en þegar illi andinn hafði hann á valdi sínu sleit hann í sundur hlekkina og æddi viti sínu fjær út á eyðimörkina.
30 Յիսուս հարցուց անոր. «Ի՞նչ է անունդ»: Ան ալ ըսաւ. «Լեգէոն». որովհետեւ շատ դեւեր մտած էին անոր մէջ:
„Hvað heitir þú?“spurði Jesús illa andann. „Hersing, “svaraði hann, því í manninum voru mjög margir illir andar.
31 Անոնք կ՚աղաչէին իրեն, որ չհրամայէ իրենց՝ անդունդը երթալ: (Abyssos g12)
Síðan báðu illu andarnir hann að senda sig ekki í botnlausa hyldýpið. (Abyssos g12)
32 Հոն խոզերու մեծ երամակ մը կար, որ լեռը կ՛արածէր: Աղաչեցին անոր՝ որ արտօնէ իրենց անոնց մէջ մտնել. եւ արտօնեց իրենց:
Í fjallshlíðinni þar rétt hjá, var svínahjörð á beit. Nú báðu illu andarnir hann að leyfa sér að fara í svínin og leyfði hann það.
33 Ուստի դեւերը՝ դուրս ելլելով մարդէն՝ մտան խոզերուն մէջ. ու երամակը գահավէժ տեղէն ծովակը վազեց եւ խեղդուեցաւ:
Þeir fóru út af manninum og í svínin. Við það tók öll hjörðin á rás niður brekkuna og æddi fram af hengifluginu út í vatnið og drukknaði.
34 Խոզարածները տեսնելով պատահածը՝ փախան, ու պատմեցին քաղաքը եւ արտերը:
Þegar svínahirðarnir sáu þetta, flýðu þeir í dauðans ofboði til næsta bæjar og sögðu fréttir af atburðinum.
35 Մարդիկ դուրս ելան՝ պատահածը տեսնելու: Եկան Յիսուսի քով, ու գտան այն մարդը՝ որմէ դեւերը ելած էին, նստած Յիսուսի ոտքերուն քով, հագուած եւ սթափած. ու վախցան:
Menn fóru til að sjá með eigin augum hvað gerst hafði. Þeir sáu manninn, sem haft hafði illu andana, sitja við fætur Jesú, klæddan og alheilan! Og þeir urðu hræddir,
36 Անոնք որ տեսեր էին պատահածը, պատմեցին անոնց թէ ի՛նչ կերպով դիւահարը բուժուեցաւ:
en hinir sem séð höfðu atburðinn gerast, sögðu frá hvernig maðurinn hafði læknast.
37 Գադարացիներուն շրջակայքը եղող ամբողջ բազմութիւնը կը թախանձէր անոր՝ որ երթայ իրենցմէ, որովհետեւ մեծ վախով համակուած էին: Ան ալ նաւ մտնելով վերադարձաւ:
Fólkið bað Jesú að fara burt og leyfa sér að vera í friði, því mikil skelfing hafði gripið það. Hann steig því aftur í bátinn og fór yfir vatnið. Áður en hann fór,
38 Մարդը՝ որմէ դեւերը ելած էին, կ՚աղերսէր անոր որ ընկերանայ իրեն: Բայց Յիսուս արձակեց զայն եւ ըսաւ.
bað maðurinn sem illu andarnir höfðu verið í, hann um að leyfa sér að koma með.
39 «Վերադարձի՛ր տունդ, ու պատմէ՛ ամէն ինչ որ Աստուած ըրաւ քեզի»: Ան ալ գնաց, եւ ամբողջ քաղաքին մէջ հրապարակեց ամէն ինչ որ Յիսուս ըրաւ իրեն:
„Nei, “svaraði Jesús, „farðu heldur heim til þín og segðu frá hve mikla hluti Guð hefur gert fyrir þig.“Og maðurinn fór um alla borgina og sagði hve mikið Jesús hafði gert fyrir hann.
40 Երբ Յիսուս վերադարձաւ, բազմութիւնը ընդունեց զինք, որովհետեւ բոլորը կը սպասէին իրեն:
Hinum megin vatnsins beið mannfjöldinn eftir Jesú og tók honum opnum örmum.
41 Եւ ահա՛ Յայրոս անունով մարդ մը եկաւ, որ ժողովարանի պետ էր: Յիսուսի ոտքը իյնալով՝ կ՚աղաչէր անոր որ իր տունը մտնէ,
Þá kom þar að maður, Jaírus að nafni, stjórnandi samkomuhússins. Hann kraup að fótum Jesú og grátbað hann að koma heim með sér.
42 որովհետեւ ունէր մէկ հատիկ աղջիկ մը, գրեթէ տասներկու տարեկան, որ մահամերձ էր: Երբ Յիսուս կ՚երթար, բազմութիւնը կը սեղմէր զինք:
Einkadóttir hans, tólf ára gömul, lá fyrir dauðanum. Jesús fór með honum og þeir ruddu sér leið gegnum mannþröngina.
43 Կին մը, որ արիւնահոսութիւն ունէր տասներկու տարիէ ի վեր, եւ իր ամբողջ ունեցածը ծախսած էր բժիշկներուն, բայց ո՛չ մէկէն կրցած էր բուժուիլ,
Á leiðinni gerðist það að kona ein, sem hafði innvortis blæðingar, kom að baki Jesú og snart hann. Hún hafði ekki fengið neina bót á meini sínu fram að þessu, þótt hún hefði eytt nær aleigu sinni í lækna. En jafnskjótt og hún snart faldinn á yfirhöfn Jesú stöðvuðust blæðingarnar.
44 ետեւէն մօտենալով՝ անոր հանդերձին քղանցքին դպաւ, եւ իր արիւնահոսութիւնը անմի՛ջապէս դադրեցաւ:
45 Ու Յիսուս ըսաւ. «Ո՞վ էր ան՝ որ դպաւ ինծի»: Երբ բոլորը կ՚ուրանային, Պետրոս եւ իրեն հետ եղողները ըսին. «Վարդապե՛տ, բազմութիւնը քեզ կը սեղմէ ու կը ճնշէ, եւ կ՚ըսես. “Ո՞վ դպաւ ինծի”»:
„Hver kom við mig?“spurði Jesús. Þegar enginn gaf sig fram, sagði Pétur: „Meistari, hér er fullt af fólki sem þrengir að þér á allar hliðar.“
46 Յիսուս ըսաւ. «Մէ՛կը դպաւ ինծի, որովհետեւ գիտակցեցայ թէ զօրութիւն մը դուրս ելաւ ինձմէ»:
„Nei, einhver snart mig af ásettu ráði, því ég fann lækningakraft streyma út frá mér.“sagði Jesús.
47 Երբ կինը տեսաւ թէ ըրածը անկէ թաքուն չմնաց, դողալով եկաւ, անոր առջեւ ինկաւ, եւ ամբողջ ժողովուրդին առջեւ յայտարարեց անոր թէ ի՛նչ պատճառով դպեր էր անոր, եւ թէ ի՛նչպէս անմի՛ջապէս բժշկուեցաւ:
Þegar konan sá að Jesús hafði orðið var við þetta, kom hún skjálfandi og kraup við fætur hans. Síðan útskýrði hún hvernig í öllu lá og sagði að nú væri hún orðin heilbrigð.
48 Յիսուս ըսաւ անոր. «Քաջալերուէ՛, աղջի՛կ, հաւատքդ բժշկեց քեզ. գնա՛ խաղաղութեամբ»:
„Dóttir, trú þín hefur læknað þig. Farðu í friði, “sagði Jesús.
49 Երբ ինք դեռ կը խօսէր, ժողովարանի պետին տունէն մէկը եկաւ եւ ըսաւ. «Աղջիկդ մեռաւ, ա՛լ մի՛ անհանգստացներ վարդապետը»:
Meðan hann var að tala við konuna, kom maður heiman frá Jaírusi með þær fréttir að litla stúlkan væri dáin. „Hún er skilin við, “sagði maðurinn við föður hennar, „það er óþarfi að ónáða meistarann lengur.“
50 Բայց երբ Յիսուս լսեց ասիկա՝ ըսաւ անոր. «Մի՛ վախնար, միա՛յն հաւատա, ու պիտի ապրի»:
Þegar Jesús heyrði þetta, sagði hann við föður stúlkunnar: „Vertu ekki hræddur. Trúðu aðeins, og hún verður heilbrigð.“
51 Երբ տունը մտաւ, ո՛չ մէկուն թոյլ տուաւ որ մտնէ, բայց միայն՝ Պետրոսի, Յակոբոսի ու Յովհաննէսի, եւ աղջիկին հօր ու մօր:
Þegar Jesús kom að húsinu, leyfði hann engum að fara inn með sér nema Pétri, Jakobi og Jóhannesi, auk foreldra stúlkunnar.
52 Բոլորն ալ կու լային եւ կը հեծեծէին անոր վրայ. բայց ինք ըսաւ. «Մի՛ լաք. ան մեռած չէ, հապա կը քնանայ»:
Inni í húsinu var margt syrgjandi fólk, sem grét hástöfum. „Hættið að gráta!“sagði Jesús, „hún er ekki dáin heldur sefur hún.“
53 Անոնք ալ զինք ծաղրեցին, քանի գիտէին թէ մեռաւ:
Þá kváðu við háðsglósur frá fólkinu, því allir vissu að stúlkan var dáin.
54 Իսկ ինք բոլորն ալ դուրս հանելով՝ բռնեց անոր ձեռքէն, ու գոչեց՝ ըսելով. «Աղջի՛կ, ոտքի՛ ելիր»:
En Jesús tók í hönd stúlkunnar og kallaði: „Stúlka litla, rístu upp!“
55 Անոր հոգին վերադարձաւ, եւ ան անմի՛ջապէս կանգնեցաւ: Յիսուս հրամայեց՝ որ անոր ուտելիք տան:
Á sama andartaki lifnaði hún við og reis upp í rúminu! „Gefðu henni eitthvað að borða, “sagði Jesús við foreldrana sem voru frá sér numdir af gleði. Hann bað þau að segja engum hvernig þetta hefði gerst.
56 Անոր ծնողները զմայլած մնացին, եւ ինք պատուիրեց անոնց՝ որ պատահածը ո՛չ մէկուն ըսեն:

< ՂՈԻԿԱՍ 8 >