< Romakëve 13 >

1 Çdo njeri le t’i nënshtrohet pushteteve të sipërm, sepse nuk ka pushtet veçse prej Perëndisë; dhe pushtetet që janë, janë caktuar nga Perëndia.
Hlýddu yfirvöldunum, því að öll yfirvöld hafa fengið hlutverk sitt frá Guði.
2 Prandaj ai që i kundërvihet pushtetit, i kundërvihet urdhërit të Perëndisë; dhe ata që i kundërvihen do të marrin mbi vete dënimin.
Þeir sem neita að hlýða landslögum, neita þar með að hlýða Guði og eiga hegningu yfir höfði sér.
3 Sepse eprorët s’ke pse t’i kesh frikë për vepra të mira, por për të këqijat; a do, pra, të mos i kesh frikë pushtetit? Bëj të mirën, dhe do të kesh lavdërim nga ai,
Hinir löghlýðnu þurfa ekki að hræðast dómstólana en þeir sem illt aðhafast bera stöðugt ótta til þeirra. Viljir þú losna við óttann, hlýddu þá landslögum og þér mun farnast vel.
4 sepse eprori është shërbëtor i Perëndisë për ty për të mirë; por, po të bësh të këqija, druaj, sepse nuk e mban kot shpatën; sepse ai është shërbëtor i Perëndisë, hakmarrës plot zemërim kundër atij që bën të keqen.
Guð hefur sett dómsvaldið þér til hjálpar, en ef þú gerir það sem rangt er, þá hefur þú sannarlega ástæðu til að óttast, því þá vofir refsingin yfir þér. Nú skilur þú hvers vegna Guð stofnaði dómsvaldið.
5 Prandaj është e nevojshme t’i nënshtroheni, jo vetëm nga druajtje e zemërimit, por edhe për arsye të ndërgjegjes.
Það eru tvær ástæður fyrir því að þú átt að hlýða lögunum: í fyrsta lagi til þess að komast hjá refsingu og í öðru lagi til að gera skyldu þína.
6 Sepse për këtë paguani edhe tatimet, sepse ata janë shërbëtorë të Perëndisë, që i kushtohen vazhdimisht këtij shërbimi.
Af þessum sömu ástæðum ber þér einnig að greiða skatta. Yfirvöldin þarfnast skatta til að geta unnið það verk sem Guð fól þeim og þar með þjónað þér.
7 I jepni, pra, secilit atë që i takon: tatimin atij që i përket, druajtje atij që është për t’u druajtur, nderimin atij që është për nderim.
Gjaldið það sem ykkur er skylt: Þeim skatt sem skattur ber, þeim hlýðni sem hlýðni ber og þeim heiður sem heiður ber.
8 Mos i kini asnjë detyrim askujt, përveç se ta doni njëri-tjetrin, sepse ai që e do tjetrin e tij e ka përmbushur ligjin.
Skuldið engum neitt, nema það eitt að elska hver annan og látið ekki dragast að greiða afborganir af þeirri skuld! Með því að elska aðra, þá hlýðir þú öllum lögum Guðs og uppfyllir kröfur hans.
9 Sepse urdhërimet: “Mos shkel kurorë, mos vraj, mos vidh, mos thua dëshmi të rreme, mos lakmo”, dhe në pastë ndonjë urdhërim tjetër, përmblidhen në këtë fjalë: “Duaje të afërmin tënd porsi vetveten!”.
Elskir þú meðbróður þinn jafn mikið og sjálfan þig, þá forðastu að valda honum tjóni eða svíkja hann, ógna lífi hans eða stela frá honum. Þá munt þú ekki heldur vilja syndga með konunni hans né öfunda hann af eignum hans eða gera neitt annað sem boðorðin tíu segja að sé rangt. Öll boðorðin tíu felast í þessu eina: Elskaðu meðbróður þinn eins og sjálfan þig.
10 Dashuria nuk i bën keq të afërmit; dashuria, pra, është përmbushja e ligjit.
Sá sem elskar meðbróður sinn, mun aldrei gera honum mein og þess vegna uppfyllir hann líka allar kröfur Guðs, sem eru í raun ekki annað en útlistanir á hinu æðsta boðorði – kærleikanum.
11 Dhe këtë aq më shumë duhet të bëjmë, duke ditur kohën, sepse tanimë erdhi ora të zgjohemi nga gjumi, sepse shpëtimi ynë është më afër, se kur besuam.
Önnur ástæða þess að við eigum að lifa heiðvirðu lífi er sú, að við vitum að tíminn er orðinn naumur. Vaknaðu! Endurkoma Drottins er nú nær en þegar við tókum trú.
12 Nata u thye dhe dita u afrua; le të flakim, pra, veprat e errësirës dhe të veshim armët e dritës.
Liðið er á nóttina og brátt mun birta af endurkomudegi hans. Leggið því niður hin illu verk myrkursins og takið vopnin sem ljósinu tilheyra, því að það er skylda okkar sem lifum í ljósi Krists. Látið allt sem þið gerið bera vott um sanngirni ykkar og manngæsku, svo að öllum líki líferni ykkar vel. Sóið ekki tíma ykkar við siðlaus samkvæmi og drykkjuskap, ekki heldur við kynsvall og fýsn, rifrildi eða öfund.
13 Le të ecim me ndershmëri, si ditën, jo në orgji dhe në dehje, jo në imoralitet dhe sensualizëm, jo në grindje e në smirë.
14 Por vishuni me Zotin Jezu Krisht dhe mos tregoni kujdes për mishin, që t’ia kënaqni lakmitë.
Biðjið heldur Drottin Jesú Krist að hjálpa ykkur til að lifa sómasamlegu lífi og gælið ekki við lægri hvatir ykkar, því að þá gæti girndin náð yfirhöndinni og leitt ykkur í synd.

< Romakëve 13 >