< Filipianëve 3 >

1 Së fundi, o vëllezërit e mi, gëzohuni në Zotin; për mua nuk është e rëndë t’ju shkruaj të njëjtat gjëra, po për ju është siguri.
Kæru vinir, verið glaðir vegna samfélagsins við Drottin. Ég þreytist ekki á að segja þetta og þið hafið gott af slíkri hvatningu.
2 Ruhuni nga qentë, ruhuni nga punëtorët e këqij, ruhuni nga të prerët.
Gætið ykkar á þessum vondu mönnum – ég kalla þá hunda – þeim sem segja að þið verðið að láta umskerast til að geta frelsast.
3 Sepse rrethprerja e vërtetë jemi ne, që i shërbejmë Perëndisë në Frymë dhe që mburremi në Krishtin Jezus pa besuar në mish,
Við verðum ekki börn Guðs með því að skera í líkama okkar, heldur með því að tilbiðja hann í anda okkar – það er hin eina og sanna „umskurn“. Hrós okkar kristinna manna er það sem Jesús Kristur hefur gert fyrir okkur og okkur er ljóst að við getum ekkert gert sjálf til eigin frelsunar.
4 megjithëse unë kam përse të besoj edhe në mishin; nëse ndonjë mendon se ka përse të besojë, unë kam akoma më shumë:
Ef einhver hefði nokkru sinni minnstu von um að geta frelsað sjálfan sig, þá væri það ég. Ef aðrir gætu frelsast fyrir það sem þeir hafa gert, þá gæti ég það áreiðanlega!
5 u rrethpreva të tetën ditë, jam nga kombi i Izraelit, nga fisi i Beniaminit, Hebre nga Hebrenj, dhe sipas ligjit farise,
Ég var umskorinn, og þar með vígður gyðingdómnum átta daga gamall. Ég er fæddur Gyðingur – kominn af hinni gömlu Benjamínsætt – og er þar með ósvikinn Gyðingur, ef hægt er að taka svo til orða. En það sem meira er, ég tilheyrði flokki farísea og þeir kröfðust skilyrðislausrar hlýðni við öll lög og siðvenjur Gyðinga.
6 sa për zellin, përndjekës i kishës; për sa i përket drejtësisë, që është në ligj, i pa qortueshëm.
Skyldi ég hafa tekið það alvarlega? Já, hvort ég gerði! Ég ofsótti hina kristnu hatrammlega og reyndi að hlýða hverri einustu reglu og lagagrein út í ystu æsar.
7 Por gjërat që më ishin fitim, i konsiderova, për shkak të Krishtit, humbje.
En hvað er nú orðið um allt þetta sem mér þótti svo mikils virði? Ég fleygði því burt, svo að ég gæti sett allt mitt traust á Krist og hann einan.
8 Dhe me të vërtetë i konsideroj të gjitha këto një humbje në krahasim me vlerën e lartë të njohjes së Jezu Krishtit, Zotit tim, për shkak të të cilit i humba të gjitha këto dhe i konsideroj si pleh, që unë të fitoj Krishtin,
Samanborið við þekkinguna á Kristi Jesú Drottni mínum, er allt annað rusl í mínum augum. Ég hef ýtt öllu öðru til hliðar og met það einskis, til þess að ég geti verið með Kristi og orðið eitt með honum.
9 dhe që të gjendem në të, duke pasur jo drejtësinë time që është nga ligji, por atë që është nga besimi në Krishtin: drejtësia që është nga Perëndia, me anë të besimit,
Nú treysti ég ekki lengur á það, að eigin góðverk eða hlýðni við lög Guðs frelsi mig, heldur treysti ég Kristi einum til þess. Hvernig eignumst við rétta afstöðu til Guðs? Með því að trúa – trúa og treysta Kristi einum.
10 që të njoh atë dhe fuqinë e ringjalljes së tij dhe pjesëmarrjen në mundimet e tij, duke u bërë vetë i ngjashëm me të në vdekjen e tij,
Nú hef ég varpað öllu öðru fyrir borð, það var eina leiðin til að kynnast Kristi í raun og veru, og því feiknar afli sem reisti hann upp frá dauðum. Að yfirgefa allt var líka eina leiðin til að skilja hvað það er að þjást og deyja með honum.
11 që në ndonjë mënyrë të mund t’ia arrij ringjalljes prej së vdekurish.
Ég vil verða einn þeirra sem fá hlut í upprisu lífsins hvað sem það kostar.
12 Jo se unë tashmë e fitova çmimin ose jam bërë i përsosur, por po vazhdoj të rend për ta zënë, sepse edhe unë u zura nga Jezu Krishti.
Ég er ekki að segja að ég sé fullkominn. Enn hef ég ekki lært allt það sem ég á að læra, en ég stefni að því að verða það sem Kristur frelsaði mig til og vill að ég sé.
13 Vëllezër, sa për vete, nuk mendoj se e kam zënë, por bëj këtë: duke harruar ato që kam lënë pas dhe duke u prirur drejt atyre që kam përpara,
Nei, kæru vinir, enn er ég ekki fullkominn, en þetta er mér efst í huga: Að gleyma fortíðinni og horfa fram á við til þess sem í vændum er.
14 po rend drejt synimit, drejt çmimit të thirrjes së lartme të Perëndisë në Krishtin Jezus.
Ég tek á öllu sem ég á til að ná markinu og fá verðlaunin sem Guð hefur heitið okkur á himnum, og allt er það Kristi Jesú að þakka.
15 Pra, të gjithë ne që jemi të përsosur, le të kemi këto mendime; dhe në qoftë se ju mendoni ndryshe për ndonjë gjë, Perëndia do t’jua zbulojë edhe këtë.
Ég vona að þið sem þroskuð eruð í trúnni, séuð mér sammála, en ef þið eruð ósammála um eitthvert atriði, þá trúi ég því að Guð muni leiða ykkur í allan sannleikann
16 Por në pikën ku kemi arritur, le të ecim sipas së njëjtës rregull me të njejtën mendje.
– það er að segja ef þið breytið samkvæmt þeim sannleika sem þið hafið lært.
17 Bëhuni imituesit e mi, vëllezër, dhe vëreni ata që ecin kështu, sipas shëmbullin që keni në ne.
Kæru vinir, takið líferni mitt til fyrirmyndar og veitið þeim athygli sem feta í mín fótspor.
18 Sepse shumë nga ata, për të cilët ju kam folur shpesh, edhe tani po jua them duke qarë, ecin si armiq të kryqit të Krishtit,
Ég hef sagt ykkur það oft áður og ég segi það enn og nú með tárin í augunum: Margir sem telja sig kristna eru í raun og veru óvinir kross Krists.
19 dhe fundi i tyre është humbje, perëndia i tyre është barku dhe lavdia e tyre është në turp të tyre; ata mendojnë vetëm për gjërat tokësorë.
Glötunin bíður þeirra því að þeir hafa ofurselt sig ágirndinni. Þeir stæra sig af því sem þeir ættu að blygðast sín fyrir og jarðlífið er það eina sem þeir hugsa um.
20 Sepse qytetëria jonë është në qiejt, prej nga edhe presim Shpëtimtarin, Zotin Jezu Krisht,
En föðurland okkar er á himnum og þar er Drottinn okkar og frelsari, Jesús Kristur, sem við væntum.
21 i cili do ta transformojë trupin tonë të përunjur, që të bëhet i ngjashëm me trupin e tij të lavdishëm, sipas fuqisë së tij që t’i nënshtrojë ndaj vetes të gjitha gjërat.
Þegar hann kemur, mun hann breyta stöðugt hrörnandi líkömum okkar í dýrðarlíkama, eins og þann sem hann sjálfur hefur, með guðdómskrafti sínum, sem hann beitir er hann leggur allt undir sig.

< Filipianëve 3 >