< Hebrenjve 11 >

1 Dhe besimi është siguria e gjërave që shpresohen, tregim i gjërave që nuk shihen;
Hvað er trú? Það er örugg vissa um að von okkar verði að veruleika. Trúin er sannfæring um að við fáum það sem við vonum, enda þótt við sjáum það ekki.
2 sepse me anë të saj të moçmit morën dëshmimin.
Fyrr á tímum urðu margir frægir fyrir trú sína.
3 Me anë të besimit ne kuptojmë se bota është ndërtuar me fjalën e Perëndisë, sa që ato që shihen nuk u bënë prej gjërave që shihen. (aiōn g165)
Með því að trúa – treysta orðum Guðs – þá skiljum við hvernig alheimurinn hefur orðið til úr engu, eftir skipun Guðs. (aiōn g165)
4 Me anë të besimit Abeli i ofroi Perëndisë flijim më të mirë nga ai i Kainit; me anë të tij ai mori dëshmimin se ishte i drejtë, sepse Perëndia dha dëshmin se i pranoi ofertat e tij; dhe me anë të tij, ndonëse vdiq, ai po flet ende.
Fyrir trú hlýddi Abel Guði og bar fram fórn, sem Guði líkaði betur en fórn Kains. Abel var maður Guði að skapi og það staðfesti Guð með því að taka fórn hans gilda. Þótt Abel sé löngu dáinn, getum við enn lært af honum hvernig á að treysta Guði.
5 Me anë të besimit Enoku u zhvendos që të mos shikonte vdekje dhe nuk u gjet më, sepse Perëndia e kishte zhvendosur; sepse para se të merrej, ai pati dëshmimin se i kishte pëlqyer Perëndisë.
Enok treysti Guði og því tók Guð hann til sín, án þess að láta hann deyja fyrst. Skyndilega var hann horfinn, því að Guð nam hann burt. Áður en þetta gerðist, hafði Guð látið í ljós velþóknun sína á Enok.
6 Edhe pa besim është e pamundur t’i pëlqesh Atij, sepse ai që i afrohet Perëndisë duhet të besojë se Perëndia është, dhe se është shpërblenjësi i atyre që e kërkojnë atë.
Það er ekki hægt að þóknast Guði nema trúa honum og treysta. Sá sem leitar Guðs, verður að trúa því að hann sé til og að hann launi þeim sem til hans leita.
7 Me anë të besimit Noeu, i lajmëruar hyjnisht për ato që ende nuk shiheshin, u frikësua dhe ndërtoi një arkë për shpëtimin e shtëpisë së tij, me anë të së cilës e dënoi botën dhe u bë trashëgimtar i drejtësisë që është me anë të besimit.
Nói var einn þeirra sem treystu Guði. Þegar hann heyrði viðvörun Guðs um framtíðina, trúði hann honum, þótt þess sæjust engin merki að flóð væri í aðsigi. Hann beið ekki boðanna, heldur byggði örkina og frelsaði fjölskyldu sína. Traustið, sem Nói bar til Guðs, var algjör andstæða syndar þeirrar og vantrúar, sem einkenndi heiminn – þann heim sem neitaði að hlýða Guði. Guð tók Nóa að sér vegna trúar hans.
8 Me anë të besimit Abrahami, kur u thirr, u bind të shkojë në atë vend që do të merrte për trashëgim; dhe u nis pa ditur se ku po shkonte.
Abraham treysti Guði. Þegar Guð sagði honum að yfirgefa heimili sitt og fara til fjarlægs lands, sem hann ætlaði að gefa honum, þá hlýddi Abraham og lagði af stað án þess einu sinni að vita hvert leiðin lá.
9 Me anë të besimit Abrahami banoi në tokën e premtuar, si në një dhe të huaj, dhe ndenji në çadra bashkë me Isakun dhe Jakobin, bashkëtrashëgimtarë të të nëjtit premtim,
Þegar hann kom á áfangastað – til landsins sem Guð hafði lofað honum – þá bjó hann þar í tjöldum eins og hann væri gestkomandi. Hið sama gerðu Ísak og Jakob, en þeir höfðu einnig fengið sama loforð hjá Guði.
10 sepse priste qytetin që ka themelet, mjeshtër dhe ndërtues i të cilit është Perëndia.
Hvers vegna gerði Abraham þetta? Vegna þess að hann beið þess í trú að Guð flytti hann til hinnar voldugu borgar, sem Guð hefur reist á himnum.
11 Me anë të besimit edhe vetë Sara, ndonëse e kishte kaluar moshën, mori fuqi të bëhet me barrë dhe të lindë, sepse e konsideroi besnik atë që i kishte bërë premtimin.
Sara trúði einnig og þess vegna gat hún orðið móðir, þrátt fyrir háan aldur. Henni var orðið ljóst að Guð hafði gefið henni loforð, sem hann var fær um að standa við.
12 Prandaj edhe prej një të vetmi, edhe ky gati për të vdekur, lindën pasardhës të shumtë sa yjet e qiellit dhe si rëra që është në breg të detit dhe që nuk numërohet dot.
Þannig varð Abraham, sem orðinn var of gamall til að geta eignast barn, forfaðir heillar þjóðar, sem skipti milljónum eins og stjörnur himinsins og sandkorn á sjávarströnd.
13 Të gjithë këta vdiqën në besim, pa marrë premtimet e bëra, por i panë ato për se largu dhe u bindën dhe i përshëndetën ato me gëzim duke rrëfyer se janë të huaj dhe shtegtarë mbi dhe.
Þetta fólk trúarinnar, sem ég hef nú nefnt, dó án þess að fá að reyna allt, sem Guð hafði lofað, en það vissi hvað það átti í vændum og gladdist, því að það leit á sig sem útlendinga og gestkomandi á þessari jörð.
14 Sepse ata që flasin të tilla, tregojnë se kërkojnë atdhe.
Af því má sjá að það hefur vænst raunverulegs heimilis á himnum.
15 Dhe, po ta kishin pasur në mend atë nga e cila kishin dalë, do të kishin gjetur kohë të ktheheshin atje.
Ef þau hefðu viljað, þá hefðu þau getað snúið aftur til þeirra gæða, sem heimurinn hafði að bjóða,
16 Por ata tani dëshirojnë një atdhe më të mirë, domethënë qiellor; prandaj Perëndisë nuk i vjen turp të quhet Perëndi i tyre, sepse u bëri gati atyre një qytet.
en það vildu þau ekki. Takmark þeirra var himinninn. Guð blygðast sín því ekki fyrir að kallast Guð þeirra og nú hefur hann reist þeim borg á himnum.
17 Me anë të besimit Abrahami, pasi u vu në provë, ofroi Isakun dhe ai që kishte pritur premtimet ofroi birin e tij të vetëm,
Guð reyndi trú Abrahams og hún stóðst. Abraham treysti Guði og loforðum hans. Guð bauð honum að fórna Ísak, syni sínum. Hann hlýddi,
18 ndonëse Perëndia i pati thënë: “Te Isaku do të quhet pasardhja jote (që do të mbajë emrin tënd)”,
og var alveg að því kominn að lífláta Ísak, sem Guð hafði þó lofað að yrði forfaðir heillar þjóðar.
19 sepse Abrahami mendonte se Perëndia ishte i fuqishëm sa ta ringjallte edhe prej së vdekurish; prej të cilëve edhe e mori atë përsëri si një lloj figure.
Abraham trúði því að ef Ísak dæi, þá mundi Guð reisa hann upp frá dauðum. Það má segja að Ísak hafi verið dauðans matur frá sjónarmiði Abrahams, en þó var lífi hans bjargað.
20 Me anë të besimit Isaku bekoi Jakobin dhe Esaun, për gjërat që do të ndodhnin.
Síðar blessaði Ísak Jakob og Esaú, hann vissi að Guð mundi blessa framtíð þeirra beggja.
21 Me anë të besimit Jakobi, duke vdekur, bekoi secilin nga bijtë e Jozefit dhe adhuroi duke u mbështetur mbi majën e shkopit të tij.
Það var í trú sem Jakob, þá ellihrumur og deyjandi, blessaði báða syni Jósefs, þar sem hann hallaði sér fram á staf sinn og bað.
22 Me anë të besimit Jozefi, duke vdekur, përmendi eksodin e bijve të Izraelit dhe dha porosi për eshtrat e tij.
Það var einnig í trú að Jósef, þá kominn að leiðarlokum ævi sinnar, sagði að Guð mundi leiða Ísraelsmenn burt frá Egyptalandi. Hann var svo viss að hann tók loforð af fólkinu um að það hefði bein hans meðferðis þegar það færi.
23 Më anë të besimit Moisiu, si lindi, u fsheh nga prindërit e tij tre muaj, sepse ata panë se fëmija ishte i bukur dhe nuk u frikësuan nga urdhëri i mbretit.
Foreldrar Móse gengu einnig fram í trú. Þegar þeim varð ljóst að barnið, sem Guð hafði gefið þeim, var óvenjulegt, þá voru þau viss um að Guð mundi forða því frá þeim dauðdaga, sem Faraó hafði fyrirskipað. Þau voru alls óhrædd og leyndu drengnum í þrjá mánuði.
24 Me anë të besimit Moisiu, si u bë i madh, nuk pranoi të thuhet i biri i së bijës së Faraonit,
Síðar, þegar Móse var orðinn fullorðinn, hafnaði hann því í trú að vera talinn dóttursonur Faraós og kaus fremur að þola illt með þjóð Guðs en að njóta skammvinns syndaunaðar.
25 duke parapëlqyer të keqtrajtohet bashkë me popullin e Perëndisë se sa të gëzonte për një farë kohe dëfrimet e mëkatit,
26 duke e çmuar dhunën e Krishtit si pasuri më të madhe nga thesaret e Egjiptit, sepse i drejtonte sytë nga shpërblimi.
Hann áleit betra að þjást fyrir Krist, sem koma átti, en að eignast öll auðævi Egyptalands, því að hann hugsaði um launin sem hann mundi fá hjá Guði.
27 Me anë të besimit e la Egjiptin pa pasur frikë mërinë e mbretit, sepse qëndroi i patundur sikur të shihte të padukshmin.
Hann yfirgaf Egyptaland í trausti á Guð, jafnvel þótt Faraó reiddist og væri því andsnúinn. Móse hélt sínu striki rétt eins og hann sæi Guð fara á undan sér.
28 Me anë të besimit kremtoi Pashkën dhe bëri spërkatjen e gjakut, me qëllim që ai i cili i vriste të parëlindurit të mos ngiste ata të Izraelit.
Hann trúði að Guð mundi frelsa þjóð sína og því fyrirskipaði hann fólkinu að slátra lambi, eins og Guð hafði boðið og dreifa blóðinu á dyrastafi húsa sinna, svo hinn skelfilegi engill dauðans snerti ekki elsta barnið í hverri fjölskyldu, eins og gerðist meðal Egypta.
29 Me anë të besimit kaluan nëpër Detin e Kuq si të ishte tokë e thatë, ndërsa kur Egjiptasit u përpoqën ta bëjnë, u mbytën.
Ísraelsþjóðin treysti Guði og hélt rakleiðis gegnum Rauðahafið, eins og þurrt land væri. Egyptar veittu þeim eftirför og reyndu að fara sömu leið, en þeir drukknuðu allir.
30 Me anë të besimit ranë muret e Jerihos, pasi u suallën rreth tyre shtatë ditë.
Það var trú sem kom því til leiðar að múrar Jeríkó hrundu, eftir að Ísraelsmenn höfðu gengið hringinn í kringum þá í sjö daga, samkvæmt skipun Guðs.
31 Me anë të besimit Rahabi, një prostitutë, nuk humbi bashkë me ata që nuk besuan, sepse kishte pritur paqësisht zbuluesit.
Það var einnig fyrir trú á mátt Guðs að vændiskonan Rahab hélt lífi, því að hún tók vel á móti njósnurum Ísraelsmanna. Aðrir íbúar borgarinnar fórust hins vegar allir vegna þess að þeir óhlýðnuðust Guði.
32 Dhe ç’të them më? Sepse nuk do të më mjaftonte koha, po të doja të tregoja për Jedeonin, Barakun, Sansonin, Jeftin, Davidin, Samuelin dhe për profetët,
Finnst ykkur þörf á fleiri dæmum? Það tæki langan tíma ef ég ætti að rifja upp sögurnar um trú Gídeons, Baraks, Samsonar, Jefta, Davíðs, Salómons og allra spámannanna.
33 të cilët, me anë të fesë nënshtruan mbretërira, realizuan drejtësinë, arritën ato që u premtuan, ua zunë grykën luanëve,
Menn þessir treystu Guði og þess vegna unnu þeir orrustur, sigruðu konungsríki, stjórnuðu þjóð sinni með sóma og báru úr býtum það sem Guð hafði lofað þeim. Þeir björguðust úr ljónagryfjum
34 fikën fuqinë e zjarrit, shpëtuan nga tehu i shpatës, nga të dobët u bënë të fuqishëm, u bënë të fortë në betejë, thyen ushtritë e huaja.
og logandi eldsofnum. Sumir björguðust frá sverðseggjum vegna trúar sinnar. Aðrir, sem verið höfðu máttfarnir eða sjúkir, öðluðust nýtt þrek fyrir trú. Sumir fylltust eldmóði og stökktu heilum herjum á flótta – í trú,
35 Gratë morën të vdekurit e tyre me anë të ringjalljes; e të tjerët u torturuan, sepse nuk pranuan çlirimin, për të fituar një ringjallje më të mirë.
og konur heimtu ástvini sína úr helju vegna trúar sinnar. Þeir voru einnig til sem treystu Guði og voru barðir til dauða, því að þeir vildu heldur deyja en kaupa sér frelsi með því að afneita Guði. Þessir menn treystu því að síðar meir mundu þeir rísa upp til nýs og betra lífs.
36 Dhe të tjerë hoqën përqeshje dhe goditje, madje edhe pranga dhe burgime.
Sumir voru hæddir og húðstrýktir, svo að bak þeirra varð eitt flakandi sár, en aðrir lágu fjötraðir í dýflissum.
37 U vranë me gurë, me sharrë, u prenë, u vranë nga shpata, u endën të mbuluar me lëkurë dhënsh e dhish, nevojtarë, të pikë-lluar, të keqtrajtuar
Sumir voru grýttir til dauða og aðrir sagaðir í sundur. Sumum var heitið frelsi, ef þeir afneituðu trúnni – þeir voru síðan drepnir með sverði. Sumir reikuðu um fjöll og firnindi, klæddir gærum og geitaskinnum og földu sig í sprungum og hellisskútum. Þeir voru hungraðir, sjúkir og illa haldnir. Slíka menn átti heimurinn ekki skilið.
38 (bota nuk ishte e denjë për ta), u sollën nëpër shkretëtira e nëpër male, nëpër shpella dhe nëpër guva të dheut.
39 E pra, të gjithë këta, ndonëse morën dëshmim të mirë me anë të besimit, nuk morën atë që u ishte premtuar,
En þótt menn þessir, menn trúarinnar, hafi treyst Guði og verið honum að skapi, þá fékk þó enginn þeirra að sjá öll fyrirheitin rætast.
40 sepse Perëndia kishte paraparë diçka më të mirë për ne, që ata të mos arrinin në përsosje pa ne.
Því að Guð ætlaði þeim að bíða og deila með okkur fullkomnum launum.

< Hebrenjve 11 >